Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 + Ptegp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri FlaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. . Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Eldur á Liðið ár hefur verið um- brotasamt í íslenzku þjóðlífi. Sú mikla breyting, sem varð á fylgi flokkanna í Alþingiskosningunum, sem fram fóru í aprílmánuði hefur ekki leitt til aukinnar festu í stjómmálum, heldur þvert á móti stuðlað að upplausn, sem setur svip á stjórnmálabarátt- una. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur sú öfluga þjóðar- hreyfing, sem hann var í rúma hálfa öld. Enginn veit, hvort það er tímabundið ástand eða til einhverrar frambúðar. Tvær nýjar stjórnmálahreyf- ingar, Kvennalisti og Borg- araflokkur, hafa hazlað sér völl. Ljóst er, að Kvennalistinn er að byrja að festa rætur. Meiri óvissa ríkir um framtíð Borgaraflokksins. Þetta upplausnarástand í stjórnmálum gefur ekki tilefni til bjartsýni og breyting er ekki í augsýn. Góðæri síðustu tveggja til þriggja ára hefur skilað mikl- um verðmætum í þjóðarbúið og velmegun hefur verið nokkuð almenn á þessum tíma. Fyrirsjáanlegt ér að þessu tímabili góðæris er að ljúka og þjóðin hefur ekki haft forsjálni til að bera að búa í __ haginn fyrir erfiðari tíma. Átökin, sem staðið hafa á Alþingi undanfarnar vikur hafa endurspeglað erfiða að- lögun að rýrari hag. Alþingi og ríkisstjórn fá ekki tækifæri til að hægja á ferðinni, þótt fjárlög og tekju- öflunarfrumvörp hafi verið eða vérði afgreidd og þótt sjái fyrir endann á afgreiðslu þingsins á fiskveiðistefnunni. I upphafi nýs árs blasa við stórfelld ný vandamál. Kjara- samningar flestra launþega- samtaka eru lausir og fyrirsjáanlegt, að erfiðir samningar eru framundan á vinnumarkaðnum. Fallandi gengi Bandaríkjadals veldur því, að stærra spurningamerki er við gengisstefnu ríkis- stjómarinnar en nokkru sinni fyrr. Þótt þessi dægurmál setji að sjálfsögðu svip sinn á um- ræður líðandi stundar eru það þó önnur mál, sem meiru skipta um framtíð þjóðarinn- ar. Nú er ekki langur tími þar til við göngum inn í nýja öld. Sú spurning verður stöðugt nýju ári áleitnari, hvernig smáþjóðum vegni í þeirri framtíð, sem blasir við okkur. Þróun á al- þjóðavettvangi bendir til æ nánara samstarfs þjóða í milli. Oflug ríkjabandalög eru að verða til, þar sem hlutskipti smáþjóða kann að verða erfið- ara en margan gmnar. Ný fjölmiðlatækni er að brjóta niður þá múra, sem reistir hafa verið milli þjóða. Berlín- armúrinn getur komið í veg fyrir ferðir fólks á milli aust- urs og vesturs, en hann getur ekki komið í veg fyrir, að hugmyndir og skoðanir berist um gervihnetti milli fólks beggja vegna jámtjaldsins, sem enn stendur. Að því leyti til hefur fjölmiðlatæknin já- kvæð áhrif. Á hinn bóginn felur hún í sér hættur fyrir tungu og menningu smáþjóða eins og okkar. Við þurfum að gera hvort tveggja í senn, takast á við vandamál og verkefni líðandi stundar, og huga að stöðu þjóðarinnar í framtíðinni. Sennilega hafa orðið meiri breytingar í efnahags- og fjár- málum okkar á undanförnum ámm en við gemm okkur grein fyrir. Aðlögun að þeim breyttu aðstæðum er erfið en hún verður að fara fram. Við lifum ekki lengur í þjóðfélagi, þar sem verðbólgan brennir upp skuldir einstaklinga og fyrirtækja og bjargar vitlaus- um fjárfestingum. Hvað sem verður um verðbólguþróunina á næstu misserum er ósenni- legt, að við kynnumst slíku þjóðfélagi á nýjan leik. En þótt dægurmálin geti tekið hug okkar allan verðum við ekki sízt að hyggja að framtíð þjóðarinnar. Nú er langt liðið á þá öld, þegar íslenzka þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt. Það er ekki sjálfgefið, að við höldum því um aldur og ævi á þeim óvissutímum, sem við lifum. Frelsi er áskomn, sífellt um- hugsunarefni. Sá lífsháski, sem íslendingar em nú í vegna þess, að sótt er að þeim og arfi þeirra úr öllum áttum gæti orðið okkur dýrkeyptur en hann gæti einnig orðið sá eldur, sem efldi þrek þjóðar- innar og menningarlega reisn hennar. Við skulum fagna nýju ári í þeirri von. Þorstehm Pálsson, forsætisráðhetT Þegar við íslendingar heilsum nú nýju ári og hækk- andi sól kveðjum við ár mikillar velmegunar og einstakrar árgæsku. Árið 1987 var um margt viðburðaríkt í íslensku þjóðlífi og örlagaríkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nokkr- um vikum fyrir alþingiskosningar síðastliðið vor, kaus einn af forystumönnum okkar að kljúfa sig frá Sjálf- stæðisflokknum og stofna nýjan stjómmálaflokk, sem fékk umtalsvert fylgi í kosningunum. Við það breytt- ust aðstæður í íslenskum stjórnmálum á þann veg að ekki reyndist unnt að mynda ríkisstjórn nema með aðild minnstþriggjastjómmálaflokka. Stjórnarmyndun var því flóknari og tók lengri tíma en ella. Við sjálfstæðismenn lögðum mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að framundan væru tímar sem krefðust festu í stjórnarháttum og reynslan sýndi að þriggja flokka stjórnir væru ávallt veikari en tveggja flokka stjómir. Ekkert hefur breytt skoðunum okkar að þessu leyti. Reynslan hefur þvert á móti staðfest þær. Fyrir liggur að það var ekki málefnalegur ágreining- ur sem orsakaði klofning í röðum sjálfstæðismanna. Því verður einskis látið ófreistað að sameina á nýjan leik borgaraleg öfl í landinu undir merkjum Sjálfstæðis- flokksins. Hér er svo mikið í húfi að enginn sjálfstæðis- maður má liggja á liði sínu. Þeir sem sameiginlega hafa staðið vörð um frelsi einstaklingsins og svigrúm til athafna og byggt á þjóð- legri umbótastefnu og kristilegri arfleifð mega ekki dreifa kröftum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn verður eftir sem áður kjölfestan í íslenskum stjórnmálum og brautryðjandi framfara, en afl atkvæða ræður áhrifum flokksins til að koma málum hans og hugsjónum fram. Við þurfum því að sýna meiri samstöðu og meiri styrk en í annan tíma. Ábyrgðin er að sönnu hjá forystu flokksins, þingmönnum og miðstjóm, en allir sem hafa gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn deila þessari ábyrgð. Þetta mál snýst ekki um einstaklinga, heldur hvemig þjóðfélagi við viljum lifa í og sjaldan hefur verið eins mikil þörf fyrir festu og ábyrgð og núna. ★ Núverandi ríkisstjórn var mynduð eftir langvarandi stjómarkreppu. Úrslit kosninga voru á þann veg að eðlilegt var að gefa flokkum sem náð höfðu betri árgangri svigrúm og möguleika til stjórnarmyndunar. Eftir að ljóst varð að þeir myndu ekki ná samstöðu tók Sjálfstæðisflokkurinn þann kost að axla ábyrgð í samræmi við stöðu sína sem stærsti stjómmálaflokkur landsins. Þriggja flokka stjóm verður aldrei eins sterk og ríkisstjórn tveggja flokka. En kjósendur ákváðu þessi valdahlutföll og þar við situr. Við höfum tekið að okk- ur það hlutverk að vera í forystu þessarar stjómar og verðum að sýna sveigjanleika en festu við að sam- ræma sjónarmið þriggja ólíkra stjómmálaflokka. Meginhlutverk ríkisstjórnarinnar er að halda niðri verðbólgu og standa þannig vörð um þann árangur sem náðist á síðasta kjörtímabili og bregðast við nýjum vanda útflutningsatvinnuveganna. Ríkisstjórnin hefur á sjö mánaða starfsferli sínum gripið til víðtækra ráðstafana til að draga úr ofþenslu og koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Pjárlög ársins 1988 gera ráð fyrir hallalausum ríkisrekstri á því ári. Ríkissjóður mun engin ný erlend lán taka á árinu 1988. Aðgerðir á sviði peningamála em smátt og smátt að bera tilætlaðan árangur og sjást þess ýmis merki í bankakerfinu. Með ráðstöfunum sínum á sviði ríkisfjármála og peningamála hefur ríkisstjómin stigið á hemla efna- hagslífsins til að mæta þeim breyttu viðhorfum sem við blasa eftir góðæri undanfarinna ára. Stöðugleika- stefnan í gengismálum miðar að sama marki. Með því að stíga kröftuglega á hemlana og standa á þeim, jafnvel svo að sums.staðar hrikti í, fylgir ríkis- stjómin fram ábyrgri stefnu sinni, sem er forsenda þess að snúa megi vöm í sókn þrátt fyrir að ytri skil- yrði hafi snúist þjóðinni í óhag. Vert er að veita því athygli, að ytri aðstæður versnuðu skjótt á nokkmm vikum í október. Hmn verðbréfamarkaða um heim allan og hrap Bandaríkjadals á alþjóðlegum markaði Ieiddi til rýrn- andi viðskiptakjara þjóðarinnar samfara því sem æ ljósara varð að draga þurfti úr sókn í ýmsa af mikilvæg- ustu fiskstofnunum. Þessar breyttu aðstæður merkja það einfaldlega, að tekjur þjóðarinnar munu ekki aukast á við það sem þær hafa gert á síðastliðnum áram, sem em einhver mestu uppgangsár í manna minnum. Ábyrg og raunsæ stefna í efnahagsmálum tekur mið af þessari stað- reynd og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar miða að því að laga útgjöld þjóðarinnar að tekjunum. Ég hygg að það verði æ ljósara, að efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar séu teknar að hafa tilætluð áhrif. Ymsar raddir heyrast frá þeim sem telja að nærri sér sé gengið. Vextir em sannarlega of háir um þessar mundir, nafnvextir jafnt sem raunvextir. Til em þó undantekningar, t.a.m. em vextir byggingar- sjóða ríkisins á lánum til húsbyggjenda og íbúðarkaup- enda stórlega niðurgreiddir. En vextir em verð á flármagni og háir vextir nú endurspegla m.a. harða samkeppni á lánamarkaði bæði vegna mikillar almennr- ar eftirspurnar og flárþarfar ríkisins og annarra opinberra aðila. Hallalaus ríkisbúskapur skapar því skilyrði til að vextir megi lækka. Fleira þarf þó að koma til. Óvissa um verðlagsþróun á næstunni hefur getið af sér hærri vexti en ef stilla ríkti í verðlagsmálum. Hófsamleg lausn í kjaramálum og hjöðnun verðbólgu í framhaldi af því er önnur forsénda þess að nafnvextir lækki á ný. Raunvextir munu fylgja fast á eftir. I þessu tilliti eins og svo mörgum öðmm er skapleg samninganiðurstaða á vinnumarkaði því sameiginlegt hagsmunamál atvinnurekenda og launamanna. Þegar sýnt var snemma árs 1986 að gott jafnvægi tækist í utanríkisviðskiptum og jafnframt að sérstakt tækifæri gæfist til samninga á vinnumarkaði er í senn tryggðu kaupmátt launa og hjöðnun verðbólgu var ákveðið að ríkissjóður tæki á sig fórnir til að greiða fyrir slíku samkomulagi. Breyttar aðstæður nú, þegar stefnir í vemlegan við- skiptahalla, leyfa ekki að ríkissjóður sé rekinn með halla. Þessi viðhorf leiddu að tillögu ráðherra sjálfstæð- ismanna til þeirrar ákvörðunar ríkisstjómarinnar að eyða hallanum þegar á næsta ári. Fyrri áform miðuðu að því að ná jöfnuði á þremur ámm. Til þess að ná því marki var ákveðið að beita aðhaldi að útgjöldum eins og kostur var en jafnframt að afla ríkissjóði við- bótartekna, einkanlega með því að fækka undanþágum frá söluskatti. Við þær aðstæður er nú ríkja í þjóðarbúskapnum hefði verið mikill ábyrgðarhluti að reka ríkissjóð með halla á næsta ári. Ríkisstjómin setti sér það markmið við upphaf fer- ils síns að koma á róttækum breytingum á tekjuöflunar- kerfi ríkissjóðs. Markmið þessara breytinga er að færa skattheimtu hér á landi í nútímalegt horf og að gera skattlagningu einfaldari, réttlátari og skilvirkari. Á síðasta þingi vom samþykkt lög um staðgreiðslu tekju- skatts einstaklinga og ríkisstjómin hefur unnið að undirbúningi að framkvæmd þessarar miklu réttarbót- ar sem kemur til framkvæmda um þessi áramót. Snemma í desembermánuði tókst svo samkomulag á milli stjómarflokkanna um lausn á heildarendurskoð- un tolla- og vöragjaldskerfisins sem felur í sér mikla einföldun og lækkun á verði fjölmargra vömtegunda og vöraflokka í samræmi við þær tillögur sem undir- búnar höfðu verið í tíð fyrri stjórnar. I stað_ 40 mismunandi tollprósenta koma sjö jöfn tollstig. I stað fjögurra vömgjalda kemur eitt vöm- gjald sem leggst á skýrt afmarkaðan stofn. Af 6.000 tollskrárnúmeram munu 5.000 ekki bera neinn toll. Með þessum aðgerðum og ákvörðun um 22% virðis- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.