Morgunblaðið - 31.12.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 31.12.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 15 Þorsteinn Gíslason Samstaða á fiskiþingi um frum- varpsdrög um stjómun fiskveiða - segir Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri Á því ári sem er að líða hefur sjávarútvegurinn orðið íslenzku þjóðinni gjöfull. Árið 1987 er fjórða árið í röð, þar sem sjávarafli íslend- inga verður meiri en 1,5 milljón lestir. Ársaflinn verður um 1600 þús. lestir á móti 1651 þús. lestum 1986. Árið verður því fjórða mesta aflaár sögunnar. Áætlað er að hrá- efnisverðmæti aflans verði 22,7 milljarðar króna, en var 1986 18,8 milljarðar og hefur því aukist um 21% milli ára. Þá er áætlað að út- flutningsverðmæti sjávarafurða 1987 verði um 42 milljarðar kr. sem er um 18% meira en 1986 en þá voru útflutningsverðmætin um 35,5 milljarðar kr. Þrátt fyrir rýrnandi verðgildi erlendra gjaldmiðla bendir allt til að aldrei fyrr hafi fengist meira að raunvirði fyrir sjávarafla landsmanna en árið 1987. Til Fiskiþings mæta á hvetju ári fulltrúar allra aðila íslensks sjávar- útvegs. Þar koma saman fulltrúar frá allri landsbyggðinni og helstu hagsmunaaðilum útvegsins og leggja fram mál og erindi sinna umbjóðenda. Á Fiskiþingi, sem lauk 2. desem- ber 1983, náðist samstaða í tillögu- gerð um að fara þess á leit við stjórnvöld að gera kerfisbreytingu á stjórnun fiskveiða fyrir árið 1984. Þessum tillögum var lítt breyttum beitt sem forsendu við kvótasetn- ingu á sjö helstu botnfisktegundir veiðiflotans, þar sem frammistaða veiðiflotans, árin 1981—1983 var látin ráða úthlutun. Til fróðleiks fylgir hér yfirlit með afla og verðmæti viðmiðunarárin þijú og kvótaárin fjögur. Heildarafli þús/tonn Botnf iskur alls Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Steinbitur Grálúða Skarkoli Annar botnf iskur Rœkja Humar, hörpudiskur Sild Loðna Annað HráefnUverðmœti milljarður króna Útflutningsverðmœti afurða milljarðar kr. fiskverð frjálst sl. sumar. Auðvitað er fijáls fiskmarkaður besta að- ferðin við sölu hráefnis þar sem gæði afla, framboð, eftirspurn og •tlun) 1987 1600 658 381 39 74 82 13 44 11 15 38 16 72 813 2 (22,7) 1981 1982 1983 1984 1985 (Áa 1986 1435 786 835 1527 1673 1651 716 690 603 565 581 632 461 382 294 281 323 366 61 67 64 47 50 47 55 65 56 60 55 64 93 115 123 108 91 86 8 8 12 10 10 12 15 28 28 30 29 31 4 6 9 11 14 13 19 19 17 18 9 13 8 9 13 24 25 36 13 15 18 18 19 19 40 57 59 50 49 66 641 13 133 865 993 895 17 2 9 5 6 3 2,7 3,5 6,2 8,8 12,9 18,8 5,2 6,5 13,1 16,3 25,9 35,5 (42,0) Þegar rætt var um stjómun fisk- veiða á Fiskiþingi fyrir ári síðan höfðu menn orð á því að þar færi lognið á undan storminum. Þá var lagt til við stjómvöld að gera ekki breytingar á gildandi lögum um stjórnun fiskveiða en nýta tímann vel til endurskoðunar á því kerfi, sem gilt hefur sl. fjögur ár. Á Fiskiþingi er lauk 20. nóv. sl. náðist góð samstaða í tillögugerð til stjómvalda um breytingar á frumvarpsdrögum um stjórnun fiskveiða næstu fjögur árin. Stjórn- un fiskveiða er viðkvæmt og vandasamt viðfangsefni. Auðlind verður aldrei skipt milli margra svo að öllum líki. Eitt verðum.við þó að hafa að leiðarljósi og það er, að þessi auðlind er og á að vera sam- eign allrar þjóðarinnar. En þótt nú hafi hvesst allharkalega og margir geri tilkall hlýtur öll sanngimi að felast í því að þeir, sem leggja und- ir líf og afkomu við veiðar og vinnslu eigi sterkasta tillöguréttinn um leikreglur. Undanfarin ár hefur sjávarútveg- urinn búið við hagstæð ytri skilyrði. Mikill og verðmætur afli hefur dreg- ist á land, olíuverð lækkað og verð flestra afurða farið hækkandi. Áhrifin hafa endurspeglast úti í þjóðlífinu. Hin illræmda verðbólga náðist niður og tekist hefur að halda gengi föstu um tíma. Við slík skil- yrði vex ævinlega bjartsýni og framkvæmdagleði. Viðskiptakjör hafa vaxið og þjóðartekjur aukist um 7% á ári sl. þijú ár. Þá hefur kaupmáttur atvinnu- tekna aukist um nær 40% frá 1985. Nú hefur hinsvegar syrt all hastar- lega í álinn til hins verra með afkomu á síðustu mánuðum bæði hvað varðar veiðar og vinnslu. Ástand sem kallar á aðgerðir. Þessu veldur að vemlegu leyti gengisfall dollarans, þá hafa efalaust þær viðamiklu breytingar sem sjávarút- vegurinn hefur gengið í gegnum á seinustu árum haft sín áhrif. Síðastliðinn vetur voru samþykkt lög á Alþingi um fijálsan fiskmark- að. Þá varð samkomulag í verð- lagsráði sjávarútvegsins um að gefa afurðaverð hljóta að ráða verði. En hentar þessi aðferð íslenskum að- stæðum? Þessi spuming vaknar þegar horft er á þá miklu ólgu sem víða hefur komið upp milli þeirra aðila, sem í friði verða að vinna saman. Nauðsynlegt er að gefa þessari aðferð lengri reynslutíma og láta reyna á hvort aðlögun er möguleg. Margir hafa áhyggjur af þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í end- umýjun og byggingu fískiskipa. Með þeim endurnýjunarreglum sem gilda hefur eigendum minni báta reynst illmögulegt við endurnýjun að mæta kröfum tímans hvað varð- ar aðbúð áhafna og meðferð á afla. Þótt meðalaldur fiskiskipa hafi aldrei verið hærri en nú segir það ekki alla sögu hvað varðar stærri skipin, því í mörgum tilfellum hafa farið fram gagngerar endurbætur og endurbyggingar. Hin mikla fjölgun fiskibáta undir 10 tonna stærð er öfug þróun sem er bein afleiðing gats í kvótakerfinu. Þessa þróun verður að stöðva en þó á þann hátt að eftir standi endurnýj- unarréttur. Þrátt fyrir þá öru tækniþróun sem verið hefur í að auka og bæta stjórn- og öryggisbúnað skipa og áhafna virðist óhöppum á sjó ekki fækka. Á þessu ári hafa orðið hörmulegar slysfarir við sjósókn og siglingar. Slysavarnafélagi íslands verða aldrei fullþökkuð öll þau af- reksverk ssem unnin hafa verið á þess vegum og þann glæsilega áfanga sem varð með tilkomu Slysavarnaskóla SVFÍ, þakkir em færðar siglingamálstofnun og þeim aðilum sem beittu sér fyrir ráðstefn- um um öryggismál, sem greinilega hafa leitt af sér aukinn skilning og áhuga á úrbótum. Störf Landhelgisgæslunnar eru öryggi sjófarenda ómetanleg. Eftir frækilegt björgunarafrek með þyrlu gæslunnar og þegar horft er fram í tímann liggur það ljóst fyrir að íslenska þjóðin hefur engin efni á því að eiga ekki björgunarþyrlu af þeirri stærð og með þá getu sem íslenskar aðstæður krefjast. í slysavörnum má ekkert tæki- færi láta ónotað til úrbóta, sem fækkað gætu tjónum, sem aldrei verða bætt. í menntunarmálum sjávarút- vegsins hefur ríkt stöðnun um tíma. Fagna ber því átaki sem gert hefur verið með endurmenntunarnám- skeiðum fiskvinnslufólks. Skólar sjávarútvegsins, Stýrimannaskól- inn, Vélskólinn og Fiskvinnsluskól- inn hafa starfað með reisn og ekki síður en samskonar skólar í ná- grannalöndum okkar. Það er skylda okkar að auka fræðslu og náms- möguleika afkomenda okkar í sjávarútvegsfræðum á öllum stig- um skólakerfisins. Við það vex verðskulduð virðing greinarinnar og máttur einstaklingsins. Sjávar- útvegur er og mun ævinlega verða happdrættisatvinnuvegur. Höfuð- skepnumar skammta okkur vinn- ingana. Hafrannsóknir eru ung vísindagrein, óvíða munu þau vísindi hafa náð jafn langt og hér- lendis. Með þeirra aðstoð tekst okkur nú að sjá mun lengra fram í tímann en áður. Og þó að við verðum að búa við samdrátt í veiðum verðmætra teg- unda á næsta ári verum minnug að einu fengsælasta ári íslenskra fiskveiða er að ljúka. Þakkir eru sendar þeim, sem lögðu allt undir í þátttökunni við að afla úr þeirri auðlind, sem er undirstaðan að lífskjömm okkar í landinu. Sameiginleg áramótaósk okkar verður sú að okkur takist að efla slysavarnir og öryggi sjómanna, þekkingu og skilning alþjóðar á gildi íslensks sjávarútvegs. Gleðilegt ár. Frelsið efl- ir frið og framfarir - segir Jóhann J. Ólafsson, formaður Verzlunarráðs íslands Áramót. Enn einu sinni. Er þetta ekki alltaf sami hringurinn, snún- ingur jarðar um sólu aftur og aftur, endurtekning að eilífu? Nei. Við hvem hring hækkar sviðið líkt og farið sé upp hringstiga. Trén gildna um árshringana. Framfarir halda áfram. Skakkaföllum komumst við aldrei hjá, en þrátt fyrir allt miðar okkur alltaf eitthvað uppá við og áfram. Þrátt fyrir allt? Já, þrátt fyrir allt. Á fyrri hluta þessa árs var mynduð ríkisstjórn eftir langar og stra.ngar viðræður. Fljótlega þar á eftir fóm að heyrast raddir um sam- drátt og kreppu. Nú þyrfti að stíga harkalega á bremsumar. Vissulega er alltaf rétt að fara með forsjálni, en sífellt krepputal getur valdið of mikilli baksveiflu. Samdráttur í Jóhann J. Ólafsson fískveiðum og fjárfestingu kallar á nýjar leiðir til úrbóta, en ekki á úrtölur eingöngu. Hinn mikli áhugi sem orðinn er á útflutningsmálum okkar er fagn- aðarefni. Útflutningur á nýjum sviðum er nauðsynlegur til þess að bijótast út úr stöðnun og kyrr- stöðu. Alltof lengi hafa allskyns takmarkanir og höft verið á út- flutningi. Á seinni ámm hefur rofað til og andvari frelsis og víðsýnis hefur fengið að leika um þennan málaflokk. Vonandi eiga eftir að leika ferskari vindar um þessi mál á nýju ári. Ef íslenskt efnahagslíf á að halda ömm vexti sínum er engin leið nema út. í víking. Þús- undir ungra Íslendinga verða að hasla sér völl á útflutningsmörkuð- um. Og sviðið er stórt. Allur heimurinn. Vopnin em frjáls versl- un, athafnafrelsi og hugkvæmni. Síaukið verslunarfrelsi hjá grann- þjóðum okkar kemur engum jafn vel og okkur íslendingum. Við höf- um allt að vinna og litlu að tapa í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þessara orða. Áframhald hefur orðið á góðum fréttum í samskiptum stórveldanna. Genf, Reykjavfk og Washington em hinar stóm vörður á þeirri leið. Strax að lokinni síðari heimsstyrj- öld fóm leiðtogar þjóðanna að leita leiða til að koma í veg fyrir endur- tekningu slíks hildarleiks. Eitt stærsta sporið í þá átt var að auka aðgang mannkyns að auðlindum jarðarinnar. Þar var fljótt gripið til fijálsrar verslunar og Efnahags- bandalag Evrópu stofnað. Nú skyldu Evrópuþjóðir ekki beijast um auðlindir sínar, heldur versla með þær sín á milli í friði og spekt. Þetta hefur tekist mjög vel. Frið- ur hefur verið í Vestur-Evrópu í 43 ár og nú telja flestir ófrið þess- ara þjóða í milli óhugsandi. Fram- farir í álfunni em stórstígar og heimshluti sem áður átti við skort og þjáningar að búa er nú fremst í menningu, frelsi og allsnægtum. Batnandi sambúð og afvopnun risa- veldanna er framhald á þessari þróun. ÚRVAL1Ð ALDREI FJÖLBREYTTARA aaaattoa QjaajuuQaaa caa ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI SÍMAR 28855 — 13605.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.