Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN7 Gunnar J. Friðriksson Gjöfultár enjafn- framt ár glataðra tækifæra - segirGunnar J. Friðriksson formaður Vinnuveitendasam- bands íslands Við kveðjum eitt gjöfulasta ár til lands og sjávar, sem þessi þjóð hefur lifað, en jafnframt ár glat- aðra tækifæra. Við íslendingar höfum nú tvö ár í röð notið meiri hagvaxtar en um langt árabil. Þjóðarframleiðslan hefur aukist um 13% og vegna hag- stæðra viðskiptakjara hafa þjóðar- tekjur aukist enn meira. Er nú svo komið, að lífskjör hér á landi stand- ast fyllilega samjöfnuð við það, sem best gerist meðal grannþjóða okkar. En hvað er þá að? Hver eru hin glötuðu tækifæri? Að hluta til er svarið, 1987 var kosningaár og á kosningaári fara efnahagsmál oft úr böndum. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reyndu að leggja sitt af mörkum til að svo yrði ekki með því að ljúka samningum áður en kosningabaráttan hófst. Opin- berir starfsmenn notuðu hins vegar tækifærið og knúðu fram samn- inga, sem í mörgum tilvikum voru langt umfram það sem gerst hafði í hinum almennu samningum. Vegna verulega aukins kaupmátt- ar, en hann er talinn hafa aukist um 30% á tveimur árum, og al- mennrar hagsældar fór að gæta þenslu í efnahagslífínu, sem aftur leiddi af sér verulegan skort á vinnuafli. Þetta ásamt áhrifum samnings opinberra starfsmanna hafði svo þær afleiðingar, að launa- hækkanir umfram samninga, öðru nafni launaskrið, fóru vaxandi, en það magnaði aftur þensluna. Afleið- ingin var sú, að verðbólga fór vaxandi og er talið, að hún hafí verið um 25% frá upphafi til loka árs. Vegna aukinna tekna á árinu, miðað við árið áður og að skattar greiddust af tekjum þess árs, var skattbyrði léttari og ráðstöfunar- tekjur meiri. Við þessar aðstæður var það eina, sem dregið hefði get- að úr þenslunni og afleiðingum hennar, kröftugar aðhaldsaðgerðir ríkisvaldsins. Til þeirra var ekki gripið. 1987 var kosningaár. I hinum þríhliða samningum að- ila vinnumarkaðarins og ríkisstjóm- arinnar í febrúar 1986 var mörkuð sú stefna að halda gengi krónunnar stöðugu til þess að stuðla að hjöðn- un verðbólgu. Þegar sú stefna var mörkuð var ekki séð fyrir um þær miklu sveiflur sem síðar hafa orðið innbyrðis á gjaldmiðlum helstu við- skiptaþjóða okkar. A ég þar fyrst og fremst við fall Bandaríkjadoll- ars, sem haldið hefur áfram að falla allt tímabilið og þó mest síðustu misseri. í febrúarbyrjun 1986 stóð Bandaríkjadollar í 42,32 krónum. Nú stendur hann í 35,99 krónum. Ef miðað hefði verið við fast gengi gagnvart þýsku marki væri hann 28,54 krónur og miðað við pund 33,22 krónur. Þessi þróun hefur gert okkur mjög erfítt fyrir það sem mjög stór hluti útflutningstekna okkar er í Bandaríkjadollurum, en innflutningur neysluvöru aðallega frá Evrópu. Orsakir vaxandi verðbólgu hér eru að hluta til vegna þessa og að við höfum orðið að fara bil beggja og ekki getað haldið föstu gengi gagnvart Evrópumyntum vegna útflutningshagsmuna okkar. En hver er þá staða atvinnuveg- anna í dag í ljósi þeirrar þróunar, þenslu, vinnuaflsskorts og gengis, sem ég hef lýst. í stuttu máli er óhætt að segja að mjög er farið að þrengja að þeim greinum, sem selja framleiðslu sína á erlendum mörkuðum eða keppa við tollfrjálsan innflutning. Er víða svo komið að um taprekstur er að ræða. Orsakimar eru aðallega af þrem ástæðum. í fyrsta lagi hækkun launa umfram hækkun afurðaverðs, en ætla má að laun hafí hækkað um a.m.k. 30% frá upphafí til loka ársins. í öðru lagi eru raunvextir hærri hér en í flestum viðskipta- landa okkar, en vegna þess, að eiginfjárstaða fyrirtækja hér á landi er almennt mjög veik vegna lang- varandi verðbólgu þýðir það, að vaxtabyrði þeirra er mun meiri en hjá okkar erlendu keppinautum. í þriðja lagi hafa kostnaðarhækkanir hér innanlands orðið mun meiri en í viðskiptalöndum okkar. Má þar sérstalega nefna opinbera þjónustu, s.s. rafmagn, hita og síma. Hvemig eiga þessi fyrirtæki að geta haldið áfram rekstri, ef ekki tekst að fá hækkað verð fyrir afurð- imar? Með því að fella gengið kunna margir að segja og það jafnvel verkalýðsforingjar. En hvaða vanda leysir það eitt sér? Engan ef ekki fylgir fleira með. Innan fára mán- aða hefur verðlag og kauplag fylgt eftir og verðbólga komin á fullt skrið. Af því höfum við dapra reynslu. Það eina, sem til frambúð- ar getur bjargað atvinnuvegunum, er stöðugleiki í efnahagsmálum og að þróun launa, vaxta og almenns kostnaðar taki mið af stöðu at- vinnuveganna. Það reynir fyrst og fremst á stjóm fjármála ríkis og sveitarfélaga og fyrirhyggju og sjálfsaga stjómenda fyrirtækja og almennings. Það eitt sér að raunvextir skuli á ný hafa farið hækkandi þrátt fyr- ir aukinn spamað er vissulega áhyggjuefni. Við höfum nú búið um árabii við raunvexti, en það er eins og hið langa skeið neikvæðra vaxta, þegar lántakandinn hagnaðist en sparifjáreigandinn tapaði, sé enn svo gróið í hugum manna að ef lán býðst er því tekið án tillits til kostn- aðar. Fádæma framkvæmdagleði hef- ur einkennt allt síðastliðið ár. Hið opinbera og fyrirtæki hafa ráðist í fjárfrekar framkvæmdir, að stómm hluta fyrir lánsfé, og einstaklingar hafa ekki getað neitað sér um húsa- kaup, bílakaup og ferðalög, þótt taka hafi þurft dýr lán til þess. Allt þetta hefur þýtt umframeftir- spum eftir Qármagni og þannig hækkandi vexti. En eins og ég hef bent á er vaxtakostnaðurinn orðinn þungur baggi á fyrirtækjunum bæði í framleiðslu, verslun og þjón- ustu. Þetta hefur haft veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja og í sumum tilfellum leitt til hærra vöruverðs. Það er ekkert nema jafnvægi í framboði og eftirspum peninga, sem getur fært niður vexti, þar getur opinbert valdboð engu um ráðið. Skjótvirkast og haldbest er að ríki og sveitarfélög keppi ekki við atvinnureksturinn og einstakl- inga um sparifé landsmanna. Þær breytingar, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera á skattakerfi ríkisins, munu stuðla að betra efna- hagslegu jafnvægi. Staðgreiðslu- kerfí skatta, sem m.a. var komið á að tilstuðlan aðila vinnumarkaðar- ins, er mikið heillaspor og mun án efa verða öflugasta sveiflujöfnunar- tæki sem tekið hefur verið í notkun hér á landi. Sú einföldun og sam- ræming, sem áformuð er á tollum og vömgjaldi, mun gera verðlag á neysluvamingi og fjárfestingarvör- um líkara því sem gerist í nágranna- löndum okkar og því færa verslun ýmissa vara, sem áður töldust lúx- usvörur en núorðið eru á hvers manns heimili, inn í landið. Þetta er ekki síður þjóðfélagslegt réttlæt- ismál, því þeir sem lakar standa í lífsbaráttunni hafa ekki átt þess kost að gera sín kaup á erlendri grund og því hafa lúxusskattamir svonefndu lent með meiri þunga á þeim, en hinum sem betur mega. Þá verður dregið úr skattlagningu rekstrar- og fjárfestingarvara iðn- fyrirtækja og útflutningsfyrirtækja sem leiðir til aukinnar samkeppnis- hæfni þeirra. Þessi skattlagning rekstrarkostnaðar er nánast óþekkt í nágrannalöndum okkar, því þau búa við virðisaukaskatt. Þessar breytingar miða einnig að því að færa okkar skattkerfi til meira sam- ræmis við það, sem gerist í helstu viðskiptalöndum okkar, en það mun auðvelda okkur samskipti við þau á komandi árum. Við áramót falla úr gildi kjara- samningar launþega á almennum vinnumarkaði. Enn hefur ekki dreg- ið til samninga og langt virðist milli samningsaðila. Það er hins vegar ótvíræð skylda aðila vinnu- markaðarins að tryggja eins og þeim er framast unnt að vinnufriður haldist og að verðbólga vaxi ekki á nýjan leik. Kjör alls almennings hafa ekki áður verið betri og þau ber að veija eftir því sem efni fram- ast leyfa. Óraunhæfír kjarasamn- ingar geta aðeins leitt til fjölda- gjaldþrota fyrirtækja og atvinnubrests, eða óðaverðbólgu, sem vinnur jafnt gegn hagsmunum fjólksins og fyrirtækjanna, dregur mátt úr atvinnulífínu og hlýtur fyrr eða síðar að leiða til stórversnandi lífskjara. Þann draug má ekki leiða í hús á ný. Við íslendingar njótum meiri hagsældar en allur þorri jarðarbúa og um margt er þetta okkar eigin verk. Þennan árangur verðum við að varðveita. Um þessi áramót á ég þá ósk okkur öllum til handa, að okkur takist að halda friðinn, forðast tilgangslaus átök, átakanna vegna, og í sameiningu að fínna leiðina til að varðveita árangur erf- iðis okkar á komandi ári. Ásmundur Stefánsson Ár hinna glötuðu tækifæra - segir Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands Á síðasta ári hafði verkalýðs- hreyfíngin frumkvæði að því að draga úr verðbólgu. Til þess þurfti að breyta efnahagsstefnu. Þá var gert þríhliða samkomulag verka- lýðshreyfíngar, atvinnurekenda og ríkisstjórnar um aðgerðir á fjöl- mörgum sviðum. Ríkisstjórnin axlaði m.a. ábyrgð á föstu gengi og stjórn ríkisfjármála. Atvinnurek- endur tóku á sig sinn hluta ábyrgð- arinnar með því að láta ekki launahækkanirnar renna beint út í verðlagið. Verkalýðshreyfingin ábyrgðist að á samningstímanum hefði hún ekki í frammi neinar þær aðgerðir sem breyttu forsendum samninganna eða samningunum sjálfum. Samningar síðasta árs skiluðu umtalsverðum árangri. Vegna þeirra dró úr verðbólgu og kaup- máttur jókst. Lægstu laun hækkuðu meira en dæmi eru til í kjarasamn- ingum. Húsnæðislánakerfíð var stórbætt og staðgreiðslu skatta komið á. Eftir því sem hefur liðið á samningstímann hefur veikleiki samningsins komið í ljós: Sam- komulagið gat því aðeins gengið upp að allir aðilar stæðu við sitt. Við stóðum við okkar hlut Nú blasir við að verkalýðshreyf- ingin ein hefur staðið við sitt. Atvinnurekendur hafa mismunað hópum og einstaklingum með launaskriði og breytt forsendum kjarasamninganna _ með því að hækka vöruverð. í mesta góðæri íslandssögunnar hefur ríkisstjómin rekið ríkissjóð með geigvænlegum halla og misst tökin á peningamark- aðinum og vöxtunum. Þensla hefur magnast, verðbólga aukist og launaskrið vaxið. Þjónustugreinar og byggingarstarfsemi blómstra eins og gerist alltaf í þensluástandi á meðan þrengir að útflutnings- og samkeppnisgreinunum. Misskipting eykst milli atvinnugreina og ein- staklinga. Stórir hópar launamanna hafa því orðið útundan og lítils notið af launaskriði þessa árs og gera óhjákvæmilega kröfu til leið- réttingar. Samband aðgerða og aðgerða- leysis ríkisstjómarinnar hefur fært flest úr lagi og við erum að nýju að festast í vítahring verðbólgunn- ar. Þó gengið verði aðeins látið fylgja kostnaðarbreytingum út- flutnings- og samkeppnisgreina á næsta ári er fyrirsjáanlegt að 30.000 króna mánaðarkaup þarf á næstu tólf mánuðum að hækka um 10.000 krónur til þess eins að halda verðgildi sínu. Ríkisstjómin og sam- tök atvinnurekenda hafa bmgðist hlutverki sínu og gert ár mögu- leikanna, árið 1987, að ári hinna glötuðu tækifæra. Japan fer fram úr Bandaríkjunum Þess er vænst að tekjur íbúa í Japan verða $ 21.900 á árinu 1988 en $ 19.800 í Bandaríkjunum. Þess- ar upplýsingar koma fram í breska blaðinu Economist nú fyrir skömmu þar sem fjallað er um efnahags- horfur á næsta ári. Fyrir þijátíu ámm höfðu Japanir $ 346 í árstekj- ur en Bandaríkjamenn $ 2.612. Samkvæmt þessu höfðu Japanir minna en einn sjöunda af tekjum Bandaríkjamanna fyrir 30 ámm. Þessi samanburður skiptir okkur Islendinga ef til vill litlu um þessi áramót. Hann er þó talandi tákn um þau miklu umskipti sem orðið hafa í efnahagsmálum í heiminum. Við íslendingar tilheymm hinum ríku þjóðum. Væntanlega viljum við öll að svo verði áfram. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyr- ir því að það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að við drögumst ekki aftur úr þarf að reka hér meðvitaða atvinnustefnu þar sem lögð er áhersla á að treysta undirstöðu hefðbundinna greina og nýta alla möguleika til nýsköpunar. Mestu skiptir í því efni að stöðugleika sé haldið í efnahagslífínu og svipti- vindar verðbólgunnar nái ekki að ryðja jafnharðan um koll allri við- leitni til framfara. Hvað er framundan? Við emm að festast í vítahring verðbólgu. Fátt bendir til þess að ríkisstjómin muni verða til þess að bijóta hann. Frekar virðist hún ætla að festa okkur varanlega í verðbólgufarinu. * Matarskatt dæmir ríkisstjórnin yfir þjóðina frá áramótum. Jafn- vel þó við tryðum því að fram- færslukostnaður meðalheimilis hækki ekki, er augljóst, að það á ekki við um lágtekjufólkið. Þeir sem hafa lægstu launin kom- ast ekki hjá því að fara með stærri hluta tekna sinna í mat en meðalfjölskyldan. Rannsóknir sýna að lágtekjufólk fer með meira en 30% af launum sínum til matarkaupa saman- borið við 20% af launum meðal- fjölskyldunnar. í öðm lagi kaupir fjölskylda lágtekjumannsins hlut- fallslega meira af þeim matvör- um sem hækka; físki, kartöflum og brauði, fremur en kindakjöti. í þriðja lagi nýtur lágtekjufólk verðlækkunar á ýmsum lúxus- vömm í minna mæli en aðrir. Framfærslukostnaður lágtekju- fólks hækkar því ömgglega þótt engin hækkun verði að meðaltali. * Tekjuskatt, sem sumir stjóm- málaflokkar segjast vilja afnema, hækkar ríkisstjómin þannig að tekj uskattsbyrði einstaklinga hækkar um 25%. * Útsvar hækkar um 7—9% og fasteignagjöld hækka um hundr- uð milljóna. Sveitarfélögin láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.