Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 35 Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: Hefur ekki sótt um opinbera styrki Tvö tonn af púðri út í loftið á gamlárskvöld AÐ ÖLLUM líkindum verður tveimur tonnum af flugeldum skotið í loftið á Akureyri og í nágrenni þegar gamla árið verð- ur kvatt og nýju ári fagnað. Það er Hjálparsveit skáta á Akureyri sem stendur fyrir flugeldasölu i bænum og að sögn Ingimars Eydal hjá sveitinni er flugelda- salan aðaltekjulind sveitarinnar. Fjórir útsölustaðir eru í bænum. Tveir svokallaðir stórmarkaðir eru í Lundi við Skógarlund og í sýningarsal Bílvirkja við Fjölnis- götu. Þá hefur söluskúrum verið komið fyrir við Hagkaup og við suðausturhorn aðalíþróttavallar bæjarins. Flugeldasalan hófst þann 27. desember og lýkur sölunni kl. 16.00 í dag, gamlársdag. Ingimar sagði að stóru tívolíbombumar væru hvað vinsælastar, tveggja tommu bomb- umar, sem fyrst fékkst leyfi til að selja í fyrra. „Fjölskyldupakkarnir seljast alltaf mjög vel þar sem fyrir- fram er búið að velja það sem fólk helst notar og eru þeir seldir í fjór-_ um stærðum. Ingimar sagði að þetta væm allt viðurkerindar vörur og ættu þær að vera nokkuð ömgg- ar sé farið eftir leiðbeiningum. Sérstaklega vil ég þó taka fram að aldrei má halda á blysum, nema það sé ömgglega gefið til kynna á blysinu sjálfu. Það má í rauninni ekki halda á neinu nema íslenskum handblysum og stjömuljósum." Ingimar sagði að 80% af tekjulind hjálparsveitarinnar fengjust með sölu flugelda um áramót og væri þessi sala gmndvöllurinn að starf- semi hennar. Hjálparsveitin situr ein að flugeldasölunni og sagði Ing- imar að það væri við líði þegjandi samkomulag í bænum þess efnis að félagasamtök fæm ekki inn á fjáröflunarleiðir hverrar annarrar. „Við emm að vonast til að andvirði flugeldasölunnar komi til með að dekka rekstur sveitarinnar næsta árið, en það fer vissulega eftir því hversu mörg útköll berast. Rekstur sveitarinnar, tryggingar, rekstur húss, bifreiða og tækja nemur um það bil hálfri milljón króna á ári. Við vonumst vissulega eftir að fá aðeins meira þar sem tími er nú kominn til þess að fara að huga að endurnýjun ýmissa tækja. Vél- sleðamir okkar tveir em nú orðnir fimm ára gamlir. Húsnæðið okkar í Lundi er nánast fokhelt ennþá. Framkvæmdir hófust árið 1982 og hefur orka okkar farið í að greiða húsið, en lítið er byijað að innrétta það. Þá er snjóbíllinn okkar orðinn 23 ára gamall og lítið á hann að treysta." Ingimar sagði að útköll á árinu sem er að líða hefðu verið hátt í fimmtán talsins, öll fremur smá- vægileg sem betur fer. Hann sagði að flugeldamir hefðu lítið hækkað í verði frá því sem var í fyrra. Mik- ilsvert er að fólk gleymi því ekki í hvað peningamir í rauninni fara og yfirleitt spyr enginn' um kostnað þegar á hjálparsveitina reynir." í tilefni af frétt er birtist á Akur- eyrarsíðu Morgunblaðsins sl. þriðjudag um hlutafjáraukningu Akureyrarbæjar í Fiskeldi Eyja- fjarðar hf. vilja forsvarsmenn fyrirtækisins, þeir Ingi Björns- son framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafarðar hf., Ólafur Halldórsson verkefnisstjóri og Erlendur Jónsson líffræðingur, taka fram eftirfarandi: „í fréttinni er haft eftir Þorleifi Þór Jónssyni, starfsmanni Akur- eyrarbæjar, að opinberir styrkir hafi ekki fengist til lúðueldistil- rauna á Hjalteyri og er í því sambandi sérstaklega getið um Byggðastofnun, Vísindasjóð, Rann- sóknaráð ríkisins og Hafrannsókna- stofnun. Byggðastofnun er annar tveggja stærstu hluthafa Fiskeldis Eyja- fjarðar hf. og hefur tekið virkan þátt í stjórnun fyrirtækisins. Ekki hefur verið óskað eftir styrkjum frá Byggðastqfnun. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hefur ekki sótt um styrk til Vísindasjóðs. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hefur ekki sótt um styrk til Hafrann- sóknastofnunar, en tekið skal fram að mjög gott samstarf hefur verið milli Fiskeldis Eyjafjarðar hf. og starfsmanna unar.“ Hafrannsóknastofn- Bruninn að Tjörnum: Eldsupptök lík-r lega út frá gasi GRUNUR leikur á að rekja megi eldsupptök í fjósi á jólanótt við bæinn Tjarnir i Saurbæjarhreppi til gass. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri er vitað að á aðfangadag var verið að þýða vatnslögn í útihús- inu, sem er torfhús, með gas- lampa. Eldurinn kom upp í eldra fjósinu með þeim afleiðingum að hann breiddist fljótlega í nýrra fjósið og þaðan í mjólkurhús, en hús þessi voru öll áföst hvert öðru. Húsin þijú eru öll ónýt auk þess sem hlaða er® töluvert skemmd og hátt í 1.000 hest- ar af heyi urðu eldinum að bráð. Páll Þorkelsson rannsóknarlög- reglumaður sagði í samtali við Morgunblaðið að vatnsleiðslan hafl legið í torfí í gólfínu og gæti gas verið afar hættulegt torfínu við þess- ar aðstæður. Vatnið mun hafa verið frosið í leiðslunni og því var gripið til þess ráðs að þýða hana upp með gaslampa. Aflaverðmæti hjá Samherja hf. nemur 630 millj. kr. Markmiðið er aðeins að lii’a af næsta ár — segir Þorsteinn Már Baidvinsson framkvæmdastjóri Samherja hf. TOGARAR Samherja hf. á Akur- eyri hafa samtals aflað fyrir um 630 milljónir króna á árinu 1987. Akureyrin EA 10 hefur slegið enn eitt aflametið. Hún landaði 2.700 tonnum af frystum afurð- um að aflaverðmæti 306,9 millj- ónir króna. Margrét EA 710 landaði 1.660 tonnum af frystum afurðum sem nemur 193 milljón- um króna, þar af var rækja 988 tonn að verðmæti 125 milljónir króna. Þá landaði Oddeyrin EA 210 1.140 tonnum af frystum afurðum að verðmæti 122 millj- ónir króna, þar af var rækja 920 tonn. Nýjasti togari Samherja, Þorsteinn EA 610, aflaði fyrir tíu milljónir króna á rúmum mánuði, frá 17. nóvember til 20. desember. Samheiji hf., sem þann 1. maí nk. heldur upp á fímm ára afmæli Síðasti túristinn Hrísey. Margir Þingeyingar kannast eflaust við söguna af því að einu sinni voru fimmtíu skáld á Sléttu og þar af var ein belja, en því kemur þessi saga upp í hugann að á þessu ári hafa ferðast með Hríseyjarfeijunni um það bil fjörutíu og fimm þúsund farþegar og þar af einn köttur. Köttur þessi kom um borð á Árskógssandi í hádegisferð og héldu feijumenn að þetta væri Hríseyingur á leið heim til sín. Þegar til Hríseyjar kom stökk kisi í land og Iallaði upp bryggjuna. Næsta ferð í land var kl. 18.00 og fimm mínútum fyrir brottför mætti þessi makalausi köttur og labbaði sig um borð í feijuna. Ekki var amast við honum frekar enn í hádegisferðinni og þegar lagt var að bryggju á Árskógss- andi tölti þessi síðasti túristi ársins upp bryggjuna og hefur ekkert til hans spurst síðan. Fréttaritari sitt, átti og gerði aðeins einn tog- ara út í fyrra, árið 1986. Nú rekur fyrirtækið hinsvegar fjóra togara. Oddeyrin EA, sem er í 30% eigu Samheija hf., 40% eigu Akureyrar- bæjar og 30% eigu K. Jónssonar, var keypt skömmu fyrir síðustu áramót og náði hún einni veiðiferð fyrir árslok. Þá tók Samheiji Margrétina EA í rekstur um ára- mót. Þorstein EA keypti Samheiji frá Siglufírði í októbermánuði og hét skipið áður Sveinborg. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samhetja hf. sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær þakka góðum yfirmönnum og áhöfn velgengni fyrirtækisins. Hinsvegar væri ekki bjart framundan í þeim atvinnuvegum sem byggja á út- flutningi og afla gjaldeyristekna þjóðarinnar. „Markmiðið hjá okkur á komandi ári er aðeins það að lifa af árið. Ég tel að árið 1988 verði útgerð og fískvinnslu mjög erfitt og öllum þeim atvinnurekstri sem byggir á útflutningi. Ljóst er að verð er lækkandi á mörkuðum okk- ar erlendis auk þess sem gera má ráð fyrir minnkandi afla, mikilli verðbólgu innanlands og auknu misvægi í launakjörum þeirra sem annars vegar starfa við útflutnings- atvinnuvegina og hinsvegar þeirra sem ekki vinna störf tengd þeim.“ Þorsteinn sagði að frekari skipa- kaup væru ekki á döfinni á komandi ári né heldur skipasala svo framar- lega sem fyrirtækinu tækist að lifa sómasamlega. Aflaverðmæti Akur- eyrinnar EA á síðasta ári nam 250 milljónum króna og Oddeyrin náði að afla fyrir þijár og hálfa milljón króna í sinni einu veiðiferð í árslok. Samtals nam því aflaverðmæti fyr- irtækisins 253,5 millj. kr., en er nú góð tvöföldun miðað við þá. Oddeyrin var fyrst og fremst á rækjuveiðum á árinu, en fór auk þess einn og hálfan mánuð á bol- fiskveiðar, karfa- og grálúðuveiðar. Margrét var einnig á rækjuveiðum mestan hluta ársins, en stundaði bolfiskveiðar í þijá mánuði. Akur- eyrin var eingöngu á bolfiskveiðum og frystir um borð. Þorsteinn ýsar um borð og hefur það sem af er látið fisk í gáma til útflutnings, en er nú að fiska fyrir siglingu. Togar- inn er væntanlegur úr þeirri ferð um miðjan janúar. Morgunblaðið Akureyri Vantar blaðbera í Dalsgerði og Grundargerði. Upplýsingar í síma 23905 og á afgreiðslu Morgun- blaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri. ftorgmilNbtfrttk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.