Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 33, Bæjarstjórn Seyðisfjarðar: Mótmæla hækkun- um raforkuverðs BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar hefur samþykkt að mótmæla harðlega endurteknum hækkun- um á raforkuverði. I samþykkt bæjarstjórnarinnar segir að um- talsverður munur sé á raforku- verði á orkusölusvæði Rarik annnars vegar, og höfuðbörgar- svæðinu hins vegar. í samþykktinni kemur ennfremur fram að raforkuverð hefur hækkað þrívegis á árinu. Þannig hafi orku- taxtar Rarik til húshitunar hækkað um 44.6 %, ogtil almennrar notkun- ar um 36.5 %. Sambærilegar hækkanir á höfuðborgarsvæðinu hafí numið 37.5 % og 31.1 %. Bend- ir bæjarstjómin á að þama á sé umtalsverður munur á og þó hafi ranglætið og misréttið verið nóg fyrir. Hækkanir sem þessar, á ekki lengra tímabili, séu óafsakanlegar. Þær leiði til hækkandi verðbólgu og versnandi lífskjara úti á landi, auk þess sem sá aðstöðumunur sem fram komi í samanburðinum hvetji til fólksflótta og aukinnar byggða- röskunar. Á slíkt sé ekki bætandi um þessar mundir. Nýting jarðhita: Ymsar merkar nýjungar framundan INNLENT NÁMSSTEFNA var nýlega haldin á vegum endurmenntun- Ný viðskiptahand bók er komin út ÚT er komin á vegum bókafor- lagsins Svart á hvítu ný við- Bifreið ekið fyrir bifhjól UNGUR maður slasaðist nokkuð í umferðarslysi í gærmorgun. Maðurinn var á bifhjóli og var bifreið ekið í veg fyrir hann. Slysið varð um kl. 8.45. Maður- inn ók bifhjóli sínu vestur Rofabæ, en varð fyrir bifreið sem var ekið austur götuna og sveigt í veg fyrir hann, inn á stæði við Landsbank- ann. Maðurinn slasaðist töluvert og hlaut meðal annars opið brot á læri. skiptahandbók sem nefnist „Gula bókin“ og segir í fréttat- ilkynningu að bókinni verði dreift ókeypis til allar heimila og fyrirtækja í landinu. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að „Gula bókin" sé arftaki „Borgarskrárinnar 1986“, enda hafi bæst við götukort, fyrir- tæki og þjónusta fyrir þéttbýlis- staði utan höfuðborgarsvæðisins. Eru þessir staðir Akureyri, Akra- nes, Hveragerði, Selfoss og þéttbýlisstaðir á Suðurnesjum. Bókin er prentuð í 100.000 eintök- um og er ensk útgáfa af bókinni væntanleg og verður hún gefín út í 10.000 eintökum. arnefndar Háskóla íslands um nýjungar í nýtingu jarðhita og var markmið hennar að miðla þekkingu á á nýtingu jarðhita og kynna möguleika á betri notkun hans. Á námsstefnunni kom fram, að margir ónýttir möguleikar eru fyrir hendi í nýtingu jarðhita og ýmsar nýj- ar leiðir mögulegar. Að því er hitaveitur varðar kom það fram á námsstefnunni, að dæmi eru um mun betri nýtingu afls og orku, þegar skipt hefúr verið úr hemlum yfír í mæla og einnig með því að stýra betur framrásarhita hjá hitaveitum eftir álagi. Einnig hafa komið fram hugmyndir um að sumar hitaveit- ur gætu aukið tekjur sínar með því að bjóða til sölu heitt vatn utan aðalhúshitunartíma, t. d. til fiskeldisstöðva. Á námsstefnunni var nokkuð rætt um framieiðslu þurríss og kolsýru, sem Sjóefnavinnslan hef- ur tekið upp. Eru taldir vera möguleikar fyrir hendi til frekari efnavinnslu úr jarðhita. Um flutn- ing jarðgufu var og rætt. Unnt : — \ ^ " ' "w |' *£*~*-é ' f ■ ■ Allur hópurinn samankominn. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarason Firmakeppni Sindra á Höfn Höfn, Hornafirði. ÁRLEG firmakeppni knatt- spyrnudeildar Sindra á Höfn fór fram sunnudaginn 27. des- ember. Til leiks komu 10 lið, þar af tvö frá Djúpavogi og tvö liðanna voru skipuð leikmönnum úr nágranna- sveitunum. Eftir riðlakeppni léku svo fjögur lið til úrslita. Sigurvegarar að þessu sinni urðu liðsmenn Þinganess hf. Ás- geir og Amþór Gunnarssynir, Ragnar Kristjánsson, Þrándur Sigurðsson og Reynir Amarson. I öðm sæti urðu leikmenn KASK og þriðja sætinu náði lið Hafnarhrepps. - JGG er að flytja gufu á hagkvæmari hátt en áður og sjá menn fram- undan talsverðan gjaldeyrisspam- að með afhendingu gufu í gegnum gufuveitur til ýmiss konar at- vinnustarfsemi, eins og fiskimjöls- verksmiðja. Dregið í happdrætti heyrnarlausra DREGIÐ hefur verið í happ- drættinu þann 18. desember sl. Vinningsnúmer em þessi: 15004, 15244, 8118, 5696, 137, 15003,12308 og 12311. Vinning- anna má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra að Klapparstíg 28. Vinningsnúmer eru birt áw ábyrgðar. Stór brenna í Vogum Vogum. UM klukkan 20.00 í kvöld verð- ur kveikt í brennu sem er staðsett fyrir norðan fþrótta- völlinn í Vogum. Þar hefur miklu magni af rusli verið safn- að saman og er brennan að þessu sinni i stærra lagi. í Brunnastaðahverfi á Vatns- leysuströnd verður einnig stór brenna, en hún er staðsett á Bier- ingstanga. Laust eftir miðnætti hefst síðan áramótafagnaður í félagsheimil- inu Glaðheimum þar sem nýju ári verður fagnað. E.G. Vinningsbíll afhentur Dregið var i hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins á að- fangadag jóla, 24. desember. Meðal vinninga voru tvær bif- reiðir af gerðinni BMW 518i Edition. Aðra þeirra hreppti Hafdís Hafsteinsdóttir, Suður- götu 21 á Akranesi. Myndin var tekin þegar Þorvarður Órólfsson framkvæmdastjóri afhenti Haf- disi bifreiðina. Með Hafdísi er eiginmaður hennar, Ingimar Steinþórsson. Þau eiga þijú börn. Þau Hafdís og Ingimar sögðust alltaf kaupa happdrættismiða frá Krabbameinsfélaginu og öðr- um Hknarfélögumt il að styrkja starfsemi þeirra en voru að sjálf- sögðu himinlifandi yfir að eignast þennan glæsilega bíl svona óvænt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.