Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 57 „Alltaf slænvt að missa góða leikmenn“ « - en við erum með stóran hóp af snjöllum leikmönnum," sagir Hörður Helgason, þjálfari íslandsmeistara Vals Brynjar náði 74 í stuði Varð sigurvegari í Fjarðarpóstmótinu í knattborðsleik BRYNJAR Valdimarsson og Atli Már Bjarnason urðu jafnir á þriðja stigamóti Billiardsam- bands íslands, Fjarðarpótst- mótinu í snooker, sem fór fram í Hafnarfirði. Þeirfélagar unnu báðir átta af níu leikjum. Brynj- ar vann síðan sigur yfir Atla Má í aukaleik um bikar þann sem var í verðlaun. Bynjar náði flestum stigum í einu stuði á mótinu, eða 74 stigum. Jón Örn Sigurðsson varð sigurvegari í fyrsta stigamótinu og Atli Már Bjamason, sem er 18 ára, vann sigur f öðru stigamótinu - þá með fullu húsi. Atli Már er stigahæstur eftir þijú mót, með 106.80 stig. Ásgeir Guð- bjartnsson, sem varð þriðji í Fjarð- arpóstmótinu, er annar með 88.76 stig, Brynjar þriðji með 74.84, Jón Öm Sigurðsson fjórði, 64 og Tómas Marteinsson fimmti, 79.07 stig. Þeir sextán keppendur sem verða stigahæstir eftir fimm stjgamót, keppa síðan til úrsiita um íslands- meistaratitilinn. Stigahæsti kepp- andinn og íslandsmeistarinn fara síðan á Evrópumeistaramótið í knattborðsleik, sem verður í Holl- andi í maí. Tveir til þrír knatt- borðsleikarar fara á heimsmeistara- mót unglinga, sem verður í Englandi í apríl. Næsta stigakeppni verður haldið í nýrri glæsilegri knattborðsstofu í Keflavík, þar sem eru átta tólf feta keppnisborð í rúmgóðum keppnis- sal. Það er Útvegsbankamótið, sem verður 9. og 10. janúar. ÍSLANDSMEISTARAR Vals í knattspyrnu hefja vörn sína á meistaratitlinum næsta keppn- istímabil án tveggja lykil- manna. Sævars Jónssonar og Guðna Bergssonar, landslið- smiðvarðanna sterku. Sævar er á leið til Sviss og Guðni til V-Þýskalands. Þeir félagar fara á reynslusamninga og ef þeir koma aftur eftir að þeir renna út, missa þeirfyrstu leikina með Valsliðinu í 1. deildar- keppninni. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að þeir verði lengur úti og leiki þá ekki með Valsmönnum næsta keppnistímabil. „Það er alltaf slæmt að missa góða leikmenn. Eins og málin standa nú - þá eigum við von á því að þeir Sævar og Guðni komi aftur næsta sumar og þá í góðu formi,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari Valsliðsins. Hörður sagði að Valur ætti mikið HörAur Helgason af góðum strákum. „Það verður ekki heimsendi þó að leikmenn fari frá félaginu. Maður kemur í manns stað. Auðvita vonum við að þeir Sævar og Guðni komi aftur. Guðni er nú að reyna fyrír sér með er- lendu félagsliði í fyrsta skipti. Ég vona að hann standi sig vel og að Sævar Jónsson hann komi sem best frá þessari frumraun sinni," sagði Hörður. Valsmenn eiga stóran hóp af góðum leikmönnum og má fastlega reikna með því að unglingalandsliðsmaður- inn Éinar Páll Tómasson leiki stöðu miðvarðar hjá Valsmönnum. Valsmenn byija að æfa undir stjóm Guönl Bergsson. Harðar upp úr miðjum janúar. Ti!' að byija með mun Hörður, sem er búsettur á Akranesi, fara akandi eða með Akraborginni á æfingar. Hörður sagði að hann myndi koma sér fyrir í Reykjavík næsta sumar, eða þegar 1. deildarkeppnin fer á fulla ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brynjar Valdlmarsson náði 74 stigum í einu stuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þelr urAu I efstu saetunum I FJarAarpóstsmótlnu, Ásgelr GuA- bjartsson, Brynjar Valdlmarsson og Atll M. BJarnason. KNATTSPYRNA Tvö knattspyrnufélög stofnuð Tvö ný knattspymufélög hafa sótt um aðild að Héraðsssam- bandinu Skarphéðni. Þessi nýju félög em Knattspymufélagið Ern- ir á Selfossi sem Sigurður stofnað var síðast- Jónsson liðinn laugardag skrífar 0g knattspymufé- lagið Ægir á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Þor- lákshöfn sem nýlega var stofnað. Félögin hyggja bæði á þátttöku I fjórðu deild Islandsmótsins. Hjá Ægi hafa menn hug á að taka þátt í íslandsmótinu í öllum ald- ursflokkum. Með þessum tveimur nýju félögum verða aðildarfélög HSK orðin 35 talsins. BORÐKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / 1. DEILD Valsmenn hefja meistaravörnina án tveggja lykilmanna: KEILA IMýárs- mótídag Hið árlega nýársmót í keilu fer fram í dag, gamlársdag. Að þessu sinni verður það haldið á tveimur stöðum — í keilusalnum Öskjuhlíð og Keilulandi og hefst keppnin klukkan 13.30 á báðum stöðunum. SUND mót fatlaðra Hið árlega hýjárssundmót fatl- aðra bama og unglinga verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 3. janúar 1988. Mótið hefst kl. 15.00. Rétt til þátttöku eiga böm og unglingar fædd 1970 og síðar. Keppt verður í flokkum hreyfihamlaða, þroskaheftra, blindra og sjónskertra og hreyrnar^, lausra. Keppt verður í 50 m bringusundi, skriðsundi, baksundi og flugsundi. Foreldrar fatlaðra barna eru sérs- taklega boðnir velkominir, en sérstakur heiðursgestur mótsins að þessu sinni er Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, og mun hún afhenta verðlaun í mótslok. BADMINTON Meistaramótið eistaramót TBR í badminton verður haldið í húsum TBR dagana 10. og 11. janúar. Keppni hefst klukkan 15.30 á laugardag og klukkan 14 á sunnudag, en keppt verður f meistaraflokki, a-flokki og b-flokki. Þátttökutilkynningar skulu berast til TBR (eða í síma 82266) í síðasta lagi fímmtudaginn 8. janúar. HANDBOLTI Handknatt- leiks- hátíð á Selfossi Mikil handknattleikshátíð verður haldin á Selfossi dag- anna 20. til 23. mai næst komandi. Er hún ætluð 4. og 5. aldurshópum, en það eru íþróttaráð Samvinnu- ferða - Landsýnar, Selfossbær og HSÍ sem vinna saman að verkinu sem verður trúlega eitt viðamesta yngriflokkamót sem haldið hefur verið , enda má gera ráð fyrir að keppendur verði allt í allt nærri 500 talsins. Er ætlað að um árlegan viðburð verði að ræða héðan af Keppt verður um vegleg verðlaun, bæði liðsverðlaun og einstaklings- verðlaun og auk þess verður margt á döfinni svo sem kvöldvökur, myndbandasýningar og fleira. Þess verður freistað að fá handknatt- leikslandsliðið til að leika landsleik eða pressuleik meðan á mótinu stendur, en ekki er útséð um hvort af því geti orðið á þessu stigi. í tengslum við þetta mót verður gengist fyrir námskeiði fyrir ungl- ingaþjálfara í handknattleik. Það verður öllum opið og leiðbeinendur verða úr hópi best menntuðu íslensku handknattleiksþjálfaranna. GOLF Golfmót í Leirunni Golfklúbbur Suðurnesja heldur síðasta golfmót sitt á árinu í dag. Mótið fer að sjálfsögðu fram á hinum glæsilega golfvelli GS í Leirunni og hefst það um leið og kylfíngar á Suðurnesjum hafa feng- ið sér morgunkaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.