Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS: Við verðum reiðubúin til að hafa forystu um nýja landssljórn í aðdraganda alþingiskosning- anna héldu Steingrímur Hermanns- son, Þorsteinn Pálsson og aðrir forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins því fram að þeim hefði tekist að koma verð- bólgunni niður fyrir 10%. Sett var í gang mikil blekkingarmaskína um árangur sem birtast átti í verðbólgu sem næmi bara „eins stafs tölu yfir allt árið“. Jafnvel forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, Þórður Friðjónsson, lét hafa sig til þess að taka þátt í þessum kosningablekkingum. Strax í janúar 1987 varaði ég við þessum röngu fullyrðingum. Þær kæmu í veg fyrir að gripið yrði til nauðsynlegra aðgerða í efna- hagsmálum áður en vandinn yrði verulega erfiður viðureignar. Eg benti á að verðbólgan yrði að líkind- um 25—30% ef ekkert yrði gert og vakti athygli á því að nokkrir óháð- ir hagfræðingar teldu að hún gæti jafnvel farið upp undir 40%. Þegar árið er nú á enda hefur sannast að slíkar viðvaranir voru réttar og skynsamlegra hefði verið að grípa í taumana strax á fyrstu mánuðum ársins. Kosningahags- munir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins komu hins vegar í veg fyrir aðgerðir. Áróðurs- kenningarnar um „Hina réttu leið“ og „Klettinn í hafinu" réðu svo áfram ferðinni eftir kosningar. Til að koma í veg fyrir að blekkingam- ar yrðu afhjúpaðar héldu forystu- menft Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þannig á mál- um í viðræðum um stjómarmyndun að ekki var fjallað um hin raun- verulegu vandamál efnahagslífsins. Alþýðuflokknum var síðan svo mikið í mun að komast inn í Stjórn- arráðið eftir langa útivist að hann samþykkti að viðhalda blekkingun- um um verðbólguárangur fyrri ríkisstjómar. Nú er hins vegar komið að þeim tímamótum að veruleikinn tekur völdin og pólitískir hagsmunir nú- verandi stjórnarflokka geta ekki lengur dregið hjúp yfir hið raun- verulega ástand. Við áramótin er ljóst að verðbólgan er komin tals- vert yfir 30%. Fastgengisstefnan er í raun brostin og ákall á gengis- fellingu er orðið daglegt brauð. Viðskiptahallinn er áfram langt umfram eðlileg mörk. Fjárlög em afgreidd með málamyndatekjuaf- gangi. Hávaxtastefnan hefur engum árangri skilað og ráðherr- amir em komnir í hár saman út af raunvöxtunum. Á sama tíma er svo langt í land að þær þúsundir sem bíða úrlausnar í húsnæðismál- um fá afgreiðslu á gefnum loforð- um. Misréttið í kjaramálum hefur farið ört vaxandi á undanförnum mánuðum. Hagkerfi heimilanna er víða komið í ærið þrönga stöðu. Greiðsluþrot blasir við á hundmðum heimila. Krafa um kjarabætur hljómar nú æ hærra á vinnustöðum um allt land. Það er því ekki hægt að svara spurningu Morgunblaðsins um „brýnasta verkefnið við stjóm efna- hagsmála" með því að taka bara eitt atriði út úr heildinni. Hinn pólitíski blekkingarleikur sem stað- ið hefur allt árið hefur skapað stóran samfléttaðan hnút sem ekki verður leystur með því að toga bara í einn spotta. Flækjan er orðin of margslungin til þess. Hér þurfa að koma til ný vinnu- brögð í fjármálum ríkisins og í stjóm peningamála og atvinnumála. I stað matarskatta upp á marga milljarða þurfa að koma skattar á stórgróða fyrirtækjanna á undan- förnum árum og á þá sem safnað hafa miklum eignum í góðærinu. í stað raunvaxtasprengingar og mis- taka við að einfalda bankakerfið komi markvissara peningakerfi með færri bönkum, nýjum agaböndum á -Seðlabankann, minni vaxtamun og eðlilegum raunvöxtum sem næmu 2—4%. Hér þarf einnig að koma skipulögð uppstokkun á rekstri fyr- irtækja í sjávarútvegi, strangara aðhald að milliliðum í landbúnaði og samræming á fjárfestingu og markaðsmöguleikum í iðnaði. Ef slíkar aðgerðir hljóta ekki forgang á næstu vikum mun hin óhjákvæmi- lega gengisfelling verða eingöngu staðfesting á mistökum fráfarandi og núverandi ríkisstjórnar. 2 Ágreiningur, sundrung og óstjórn eru vörumerki þessarar ríkisstjómar. Síðan í september hefur hver deilulotan tekið við af annarri. Fjárlögin, landbúnaðar- málin, húsnæðismálin, fískveiði- stefnan, vaxtamálin, gengisaðgerð- ir eru bara nokkur hinna stærstu ágreiningsmála innan stjómarinn- ar. Það er svo sérstakt sjúkdómsein- kenni á þessu stjórnleysi að allt frá stjómarkreppunni í desember 1958 hefur það aldrei gerst fyrr en nú að ríkisstjórn yrði að rembast við þinghald milli jóla og áramóta. For- Ólafur Ragnar Grímsson ystumenn stjómarinnar benda síðan hver á annan þegar leitað er að sökudólgi. Ástandið í núverandi ríkisstjórn er orðið verra en á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen þótt sú ríkis- stjórn. gæti þó afsakað sig með að hafa ekki lengur þingmeirihluta. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar yfrið nóg af þingmönnum. En hana skortir stefnumál, styrka forystu og verkstjórn. Engu að síður sýnir sagan okkur þá staðreynd að ekkert heldur jafn iengi lífi í ríkisstjórnum og óttinn við dauðann. Þær geta lengi lafað verklitlar og látið vandamálin og ágreiningsefnin hrúgast upp. Á þessu stigi bendir margt til þess að slík verði örlög þessarar ríkis- stjómar. Alþýðubandalagið mun hins veg- ar nota tímann til að setja fram stefnumál sín með skýrum og af- dráttarlausum hætti. Við munum kappkosta að gegna hlutverki hins breiða og róttæka jafnaðarmanna- flokks á evrópska vísu og vera reiðubúin til að hafa forystu um nýja landsstjóm hvort sem núver- andi ríkisstjóm fer frá innan nokkurra mánaða eða eftir fáein ár. 3 Þótt bent hafi verið á einstaka dóma til að rökstyðja þá fullyrðingu að Hæstiréttur dragi um of taum ríkisins þá hefur ekki farið fram nein heildarrannsókn á þessu sviði. Það er því erfitt að taka á þessu stigi eindregna afstöðu til gagnrýn- v_ i innar. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að umfjöllun um Hæstarétt haldi áfram og fleiri lögfræðingar og fræðimenn taki sér fyrir hendur að flokka og greina á kerfisbundinn hátt dómsniðurstöður Hæstaréttar. í þessu sambandi vil ég rifja upp að þegar íjölgun dómara í Hæsta- rétti var til umræðu á Alþingi fyrir nokkmm árum vakti ég athygli á því að hún gæti hæglega leitt til þess að misvísandi dómar og ólíkar stjórnmálalegar áherslur myndu í auknum mæli setja svip á störf Hæstaréttar. Rétturinn yrði á hveij- um tíma skipaður ólíkum hópum dómara og persónubundin sjónar- mið gætu orðið æ meira áberandi. Niðurstöður færu eftir því hveijir úr hópi dómaranna veldust til að ijalla um einstök mál og eðli réttar- ins myndi breytast. Mér hefur einnig fundist að ýms- ir þeirra sem valist hafa í embætti hæstaréttardómara á undanförnum árum hafí verið fúsari en fyrirrenn- arar þeirra að teygja sig út úr girðingu hinnar þröngu lögfræði yfir í lendur pólitískrar hugmynda- fræði og persónubundinnar afstöðu til aldagamalla deilna um ríkið og einstaklinginn. Sé þetta mat mitt rétt eru líkur á því að Hæstiréttur verði hér í ríkari mæli pólitísk stofnun líkt og í Bandaríkjunum. Þá kann að verða þörf á að breyta þeirri skipan að dómsmálaráðherra hafi algert sjálf- dæmi um það hveija hann skipar dómara í Hæstarétti. 4 Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að Ríkisendurskoðun framkvæmi úttekt á öllum meiriháttar fram- , kvæmdum á vegum hins opinbera til að kanna hvort ráðherrar og embættismenn hafi haldið sér innan við mörk upphaflegra ákvarðana. Þess vegna ætti sú úttekt sem gerð var á flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli að verða að venjulegri vinnu- reglu. Það er hins vegar bara hálfkveð- Sjá næstu siðu er mergurinn málsins — og styrk- leikamerki, þrátt fyrir allt. Hvað segir ekki völvan? 3 Hæstiréttur á lokaorðið í dómsmál- um hér á landi. Því verða menn að una. Friður í þjóðfélaginu hefur byggst á virkum dómstólum frá upp- hafi byggðar og sagan kennir okkur hvemig farið hefur, ef menn hafa viljað leita annarra leiða til þess að leysa deilumál sín. Hitt er svo annað mál, að skiptar skoðanir kunna að vera um einstaka dóma enda málsatvik oft á þann veg, að engin lausn virðist liggja beint við. Málsaðilar og lögmenn þeirra geta því áfram verið sannfærðir um að þeir hafi haft rétt fyrir sér, þótt þeir hafi tapað máli fyrir Hæstarétti. En skoðun dómendanna blívur. Fullyrðingin um að Hæstiréttur sé vilhallur ríkisvaldinu hefur ekki verið rökstudd nema með því að vitna til niðurstöðu hans í fáum dómsmálum. Ekki er minnst á þau mál, þar sem ríkið hefur tapað máli fyrir Hæsta- rétti og á það er auk þess að líta, að ríkissjóður áfrýjar tæpast máli til Hæstaréttar, nema lögmenn hans telji allgóðar líkur á því að það vinn- ist og jafnframt muni samþykki forsvarsmanna ríkisins á kröfu stefn- anda án dómsniðurstöðu bijóta í bága við meginregluna um jafnræði þegn- anna eða aðrar meginreglur í opin- berri stjórnsýslu. Ég hef ekki sannfærst um rétt- mæti þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á Hæstarétt og ég held að hann þjóni sfnu hlutverki vel. Hitt er svo annað mál að slíkir dómstólar eru eðli máls samkvæmt íhaldssamir, þ.e. á öru breytingaskeiði í samfélag- inu breytist viðhorf dómenda e.t.v. hægar en skoðanir almennings. Þetta á t.d. við um útvarpsmálið, sem nefnt hefur verið í gagnrýninni á dómara Hæstaréttar. Ríkiseinokun á útvarpsrekstri hefur tíðkast í flest- um V-Evrópulöndum og hefur þar ekki verið talin bijóta í bága við prentfrelsi. Tæknilegar aðstæður voru líka þess eðlis, að útvarpsrekst- úr var aðeins á færi öflugra aðila og einokun ríkisins með einhvers konar lýðræðislegri yfirstjóm á útvarps- rekstrinum þótti því skárri kostur en einokun einkaaðila. Síðan gerist það af völdum tækni- byltingar, að útvarps- og sjónvarps- rekstur verður á margra færi og þá fara menn að velta því fyrir sér, hvort það sé ekki stjómarskrárvemdaður réttur einstaklinganna að reka eigin útvarpsstöð á sama hátt og menn mega gefa út dagblað. En Hæstirétt- ur túlkar prentfrelsisákvæðið þröngt og getur sér ekki til um, hvað höfund- ar stjómarskrárinnar myndu hafa gert, ef þeir hefðu þekkt útvarps- rekstur. Ég held að hér sé það löggjafinn sem á að taka í taumana fremur en dómstólamir og það gerðist einmitt hér á landi. í öðrum tilvikum er Hæstiréttur gagnrýndur fyrir of fijálslega túlkun stjómarskrárinnar og felst viss þver- sögn í þeirri gagnrýni. Ég ætla ekki að rekja þau sjónarmið efnislega, en þar er fjallað um efni, sem vissulega orkar tvímælis. Hæstiréttur getur ekki svarað þeirri gagnrýni sem að honum bein- ist. Hann gerist ekki aðili máls og stendur ekki í þrætum við þá sem máli tapa fyrir dóminum. Það verða gagnrýnendur dóma hans að hafa í huga. Þeir verða að vinna sjónarmið- um sínum fylgi án þess að deila á Hæstarétt sem stofnun. Menn afla nýjum sjónarmiðum fylgis með rök- föstum skrifum í fræðirit og málflutn- ingi á öðrum vettvangi og það kann svo að leiða til breytinga á löggjöf og e.t.v. breyttra viðhorfa dómenda þegar fram líða stundir. Það mætti út af fyrir sig taka upp örari skipti dómenda í Hæstarétti, t.d. að þeir væru skipaðir til fárra ára í senn og þeir væru valdir úr stærri hóp en nú er raunin á. En ef menn velta þessu fyrir sér, held ég að niðurstaðan hljóti að verða á þann veg, að slík leið sé ekki fær, ef ætlun- in er að tryggja sjálfstæði dómsvalds- ins gegn öðrum þáttum ríkisvaldsins. Það er grundvallaratriði í stjómskip- an okkar. 4 Skýrsla ríkisendurskoðunar um byggingarkostnað við flugstöðina sýnir að slíkrar úttektar var fyllilega þörf. Niðurstaða hennar er sú að flug- stöðin varð ríflega einum milljarði dýi-ari en áætlað var í upphafi. Það sem gerðist var í hnotskurn þetta: Alþingi samþykkti að láta reisa tiltekna byggingu fyrir ákveðna upp- hæð. Þegar verkið var hafíð breytti byggingamefnd áætlunum sínum vemlega, bætti við og jók kostnað. Alþingi og fjármálayfirvöld em ekki látin vita af þessum breytingum. Ekki var gerð ný. kostnaðaráætlun þrátt fyrir breytinguna. Verkið fór úr böndunum, einkum fimmti og stærsti áfanginn. Það er ekki fyrr en skömmu eftir síðustu kosningar, þegara búið var að taka flugstöðina í notkun, að íjármálaráðuneytið fær vitneskju um að flugstöðin er millj- arði dýrari en gert var ráð fyrir. Þá var byggingamefnd komin í greiðslu- þrot. Ríkisendurskoðun vann verk sitt af vandvirkni og nákvæmni og fyllsta ástæða er til að fela henni svipuð verkefni varðandi meiri háttar opin- berar framkvæmdir. Það eitt dugir þó ekki til. Það er ekki nóg að vera vitur eftir á, þegar milljarðar em famir í súginn vegna óstjómar og eftirlitsleysis. Ekki er síður mikilvægt að fylgjast vel með verkinu þegar framkvæmdir standa yfir, bera saman áætlanir og raunkostnað og fylgjast grannt með framvindu mála. Á þetta skorti tilfínnanlega hjá byggingamefnd flugstöðvar. Hún hafði engar áætlanir að fara eftir, nema þá uppmnalegu, sem var orðin úrelt. Nefndin gaf ekki út áfanga- skýrslu eftir að framkvæmdir vom hafnar. Bent hefur verið á hvemig nefndin fór rangt með tölur á frétta- mannafundi í sumar. Það vom annað hvort vísvitandi ósannindi eða hitt, sem líklegra er, að nefndin hafi ekki haft betri yfirsýn yfir verkið en raun bar vitni. Þetta og fleira em gmndvallarmis- tök sem eiga ekki og mega ekki koma fyrir. Þar duga engar skýrslur og úttektir eftir á. Það þarf að kenna þeim sem fara með og bera ábyrgð á almannafé, að þeir em ábyrgir fyr- ir gerðum sínum. Það er besta tryggingin fyrir því að svona hörm- ungarsaga endurtaki sig ekki. 5 Samninginn um upprætingu með- aldrægra og skammdrægra eldflauga ber fyrst og fremst að líta á sem nauðsynlegt skref til frekari samn- inga milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um strategísk kjamorku- vopn. Slíkir samningar em forsendan fyrir því að takast megi að hemja vígbúnaðarkapphlaupið á sviði kjam- orkuvopna og jafnframt forsendan fyrir bættum pólitískum samskiptum austurs og vesturs. Hvað þau atriði varðar sem spurt er um þá eykur samningurinn ekki hættu á klofningi milli Evrópu og Bandaríkjanna í ör- yggismálum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að samningurinn treysti á samstöðu Atlantshafsbandalagsrí- kjanna enda hafa ríkisstjómir Vestur-Evrópu fagnað samningnum en ekki andmælt honum. Meginmáli skiptir að með samningnum verða SS-20 eldflaugar Sovétríkjanna uppr- ættar, ásamt skammdrægari flaug- um sem beint hefur verið að Vestur-Evrópu. Þessar flaugar áttu stóran þátt í því að Atlantshafs- bandalagið tók þá ákvörðun í ■- ,i desember 1979 að staðsetja ný með- aldræg kjamavopn í Evrópu. Með upprætingu þeirra er ógnun bægt frá sem valdið hefur ríkisstjómum í Evr- ópu miklum áhyggjum á undanföm- um árum. Þá má gera ráð fyrir að samningurinn treysti samstöðu um vamarstefnu Atlantshafsbandalags- ins innan ríkja Vestur-Evrópu og geri út um þann ágreining sem verið hefur um kjamorkuvopn innan bandalagsins frá byijun þessa ára- tugar. Fyrri lið spumingarinnar ber því að svara neitandi. Það sama á við um seinni lið spum- ingarinnar. Samningurinn veikir ekki vamarstöðu Atlantshafsbandalags- ihs. Vegna yfirburða Sovétríkjanna í hefðbundnum vopnabúnaði hefur Atl- antshafsbandalagið talið nauðsynlegt að hafa á að skipa kjamavopnum til að færa Sovétríkin frá því að beita vopnavaldi í samskiptum við Vestur- Evrópu. Komi til átaka þrátt fyrir allt er einungis gert ráð fyrir notkun kjamorkuvopna ef hefðbundnar vam- ir dygðu ekki til. Samningurinn felur ekki í sér upprætingu kjamorkuvopna í Vestur-Evrópu heldur fækkun þeirra. Forsendan fyrir frekari fækk- un kjamorkuvopna í Evrópu er því sú að komið verði á jafnvægi í hefð- bundnum vopnum milli austurs og vesturs. Samningnum um uppræt- ingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga í Evrópu þarf því að fylgja eftir með samkomulagi um jafnvægi á sviði hefðbundinna vopna í Evrópu. Það hlýtur að verða eitt af höfuðatrið- um í stefnu Atlantshafsbandalagsins á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.