Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Um áramót 1987 Nú blasa enn við áramót á Fróni, og ekki nokkur furða þótt ég góni á allar þessar sveiflur frá því einhverntíma í haust, með allt að þriðja hjónabandi, vita stefnulaust. Það er víst — og mest í móði núna það er víst — að losa sig við frúna það er víst. Um alla hluti alls staðar menn þinga og áætlanir sem að flestar springa. Enginn gerir ekkert sem er okkur beint í hag og enginn gerir ekkert fyrir ekki neitt í dag. Það er víst — við þekkjum margan trúðinn það er víst — og vill hafa fyrir snúðinn það er víst. Þótt mörgu hér í mannheimi við bölvum, allt mannlegt—það er reiknað út í tölvum. Um framvinduna í lífs og sálar takti er tilvalið að tölvan stýri ástinni — og geymi Iauslætið. Það er víst — það fæst ekki goldið það er víst — ef tölvuvætt er holdið það er víst. Hafbeitin er helsta trompið núna með hæpna trú á sauðina og kúna. Sláturhús sem fyrir nokkru byggð voru sem best bissnesslaus og verða svo að engu fyrir rest. Það er víst — menn búmarkinu blóta það er víst — byggt á tómum kvóta það er víst. í húsbyggingum flestir fárast löngum og frumvarpið var dregið út með töngum. Flestar manna vonir þarna fara í jólakött og fjöldinn allur selur jafnvel „loforð út í hött“. Það er víst — að þetta fer í kekki að er víst — og þá mæti ég ekki það er víst. Utgerð landsins eykst nú bara stórum þótt útkoman sé tveir á móti fjórum. Bankakerfið vaxtafullt og verðbólga eftir því vextir stefna í gjaldþrot, sem er fjármagnað á ný. Það er víst — allt í ati og pressu það er víst — að enginn sér við þessu það er víst. Áð lögreglunni lífsspursmálin streyma hún lítur eftir drykkju fólksins heima. Með alla vímuþega eru fangahús of fá í framtíð verða hótelin öll tekin undir þá. Það er víst — ölsins elfur teitar það er víst — síns upphafs síðan leita það er víst. Erlend lán senn upp á toppinn fara og alltaf keppist þjóðin við að spara. Bankarnir þeir spara eins og barnið jafnvel sér á blússi líka í sparnaði hvert ráðuneyti er. Það er víst — blessuð lánsfjárlögin það er víst — leggja að þessu drögin. Það er víst. Á jólaglöggi glöggir fara á standinn og glöggið fylgir tískunni út í sandinn. Þó glöggið varpi oft og tíðum glöggskyggni á braut er glöggið nú hjá félögunum eins og jólaskraut. Það er víst — þörf á fleiri löggum það er víst — í þessum jólaglöggum . það er víst. í landsstjórninni lítið batnar kórinn. Læknar yfir hundrað prísa bjórinn. Að koma honum í gagnið þeir komnir eru á span þá komast allir sjúkdómar á mikið hærra plan. Það er víst — og það mér skilst á lækni það er víst — að þá hefst drykkjutækni það er víst. Menn gera út á grundvöll feiki valtan á gámafisk í staðinn fyrir saltan. í nálægð fískikvótans er nánast fáum rótt hve níu komma níu tonna bátum fjölgar ótt. Það er víst — að þetta er meira braskið það er víst — og svo fer allt í vaskið það er víst. Hjá útvarpinu er uppgötvað að vonum alltof lítið málæði í konum, hógværðin sé of mikil, sem engu tali nær og áskorun á fréttamenn að hvetja og prófa þær. Það er víst — og þangað konur streyma það er víst — og tala minna heima það er víst. Um vandamál ég þetta og þetta heyri. — Þingmenn hafa aldrei verið fíeiri. Káðherrunum fjölgar, þeir eru orðnir sko eins margir og jólasveinar — vantar bara tvo. Það er víst — þar er margt á grúfu það er víst — vantar skegg og húfu já, það er víst. Skammdegis- þankar Nú blómstrar allt í þjóðlífinu — frelsið kemst á flug það flóir út af verðbólgunni. Hún er almáttug. Þingmennimir arka þennan vanalega veg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? í kapphlaupi við lífsgæðin er hlaupið afar hratt það heimta allir af ríkinu — en borga ekki skatt. Fyrirtækin hrópa á stjórnvöld, ósköp ámátleg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? í opinbera geiranum er hugsjón ekki há, menn hræðast beina strikið — en fara svo á ská. Öreiganna forysta er öll á sama veg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? í kosningum skal bjarga þeim sem lægstu launin fá og láta síðan Þjóðhagsstofnun reikna út fyrir þá. Síðan verður útkoman afar eðlileg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? Um innflutning á kartöflum er keppnin geysi hörð við kaupum þær í tonnavís — en okkar fara í jörð. Hjá hótelum og kaupmönnum eru viðbrögð vanaleg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? Erlendis við fáum þar næst bökuð okkar brauð, og bakaríin geta þvínæst staðið tóm og auð. Þróunin í viðskiptum er ósköp ámátleg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? Frelsið, blessað frelsið, þó að fáir njóti þess, frelsið á með þjóðinni að tróna í hæstum sess, jafnvel þó að dyggðin hlaupi veraldarinnar veg: Hvað fæ ég? Já, hvað fæ ég? Hvað er framundan? (Lag: Stóð ég úti í tunglsljósi) Kátt er nú í tilverunni, komið ár á ný og kannski enginn tilbúinn í dag að fagna því? Spurningar í hrönnum sækja huga vorum að: Hvað erum við langt komin að éta út á það? A göngu vorri framundan. Er gatan nógu breið? Er gatan handa manninum sem er á réttri leið? Er þá ekki rétt að taka matarskattinn með? og minnka þannig línumar? Eða éta eins og féð? Hver verður svo tilgangur með eyðslunni í ár? Eigum við að fella niður tölvu- og þjóðhagsspár? í öllum bægsla- og hamagangi. Eru goðin reið? og á nú fólkið samleið á hinni réttu leið? Skatta- vísa- júró, einnig krítarkort má sjá kort þessi í viðskiftunum sækja stöðugt á. UrmuII fer af pappírum í alla þessa hít. — Almenningur ringlaður og notar mest af krít. . . Mun stórbændakjöt niðurgreitt og ryðja öðru út? Ætli stjórn á vinnufriði lendi í einum hnút? Á svínunum að fjölga? Og fuglum, „ganske pent“? Hvað fer þá oní jörðina? Og verður hinu brennt? Ætlar þú á mörkum árs að hefja upp þín heit? Haga jafnvel öðruvísi þinni gæfuleit? Muntu láta tækifærin þjóta framhjá þér? Eða þumbast við og segja bara: Alveg sama er mér? Mun frjálshyggjunnar ennþá beturlifna og vaxa lind? Er landsbyggðanna jafnvægi hreint komið út í vind? Er friður innan landsstjórnar? Er friði máske eytt? Fær hann Palli allt, þegar ég fæ ekki neitt? Árni Helgason byrjendanámskeið FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Nýárskveðja! Ættingjum minum og vinum, nær og fjær, fyrrum samstarfs- mönnum, svo og starfsfólki Landakotsspítala, Heilsuhælis NLFÍ, Rauða kross-heimilisins og DAS Hrafnistu í Reykjavík, sendi ég innilegar nýárskveðjur og þakka vinsemd alla og liðna tíð. Hilmar Norðfjörð, loftskeytamaður, Hrafnistu DAS Laugarási. flö PIOMEER ÚTVÖRP Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC- tölva. # Stýrikerfið MS-DOS. 0 Ritvinnslukerfiö WordPerfect. e Töflureiknirinn Multipian. e Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. Tími: 5., 7., 12. og 14. janúar 1988 kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sina félaga til þátttöku í námskeiöinu. ir-.v.v.v.v.-i Tölvufræðslan Borgartúni 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.