Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Stj órnarandstaðan gagnrýnir vinnu- brögð varðandi tekjuöflunarfrumvörp Stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á lögum um vörugjald kom til annarrar umræðu i neðri deild i gær og var ætlunin að reyna að afgreiða það frá deildinni, ásamt söluskatts- og tollafrum- varpinu, fyrir áramót. Að lokinni framsöguræðu formanns fjár- hags- og viðskiptanefndar varð löng umræða um þingsköp þar sem stjórnarandstaðan gagn- rýndi vinnubrögð við afgreiðslu þessara frumvarpa í nefndinni. Páil Pétursson, formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar neðri deildar, mælti fyrir nefndaráliti meirihlutans og breytingartillögum hans. Sagði hann meirihluta nefnd- arinnar leggja til að snyrtivörum yrði haldið í tolli enda hefði það verið upplýst að lækkun á vöru- gjaldi á þessum vörum kæmi frekar erlendum framleiðendum en ís- lenskum neytendum til góða þar sem framleiðendumir vildu halda vissum „verðstandard" á sínum vör- um. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) kvaddi sér næstur hljóðs um þingsköp. Sagði hann að hér væri að koma til umræðu fyrsta tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjómar- innar af þremur sem ætlað væri að afgreiða þennan dag. Vildi hann gera athugasemd við vinnubrögð flárhags- og viðskiptanefndar þó að sú gagnrýni beindist frekar að vinnu við hin fmmvörpin tvö, þau um tolla og söluskatt. Fundi nefnd- arinnar hefði verið frestað á þriðju- dagskvöldi en þegar nefndarmenn minnihlutans komu til fundar á miðvikudagsmorgun þá hefði komið í ljós að fulltrúar meirihlutans hefðu haldið áfram að funda og lá þá um morguninn fyrir nefndarálit þeirra og breytingartillögur um tollafrum- varpið. Nefndin hefði líka einungis fengið örfáar mínútur til að ræða söluskattsfrumvarpið ef frá væri skilinn sá tími sem utanaðkomandi aðilar vom á fundum hennar. Steingrimur J. sagði svona vinnu- brögð vera „ofbeldi" og ekki hægt að sætta sig við þau. Páll Pétursson sagði nefndina hafa átt ágætan fund kvöldið þar áður. Einnig hefðu þessi fmmvörp verið rædd á fundum nefndarinnar 19. desember og yfír hátíðimar þó þau hefði ekki verið fomilega kom- in til nefndarinnar. Páll sagði að á þriðiudagskvöld- inu hefði ekki náðst samstaða og hefði því meirihlutinn ákveðið að ganga frá sínum þingskjölum, til að flýta fyrir og létta af starfs- mönnum þingsins. Varðandi sölu- skattinn þá hefði það lengi verið ljóst að djúpstæður ágreiningur væri um hann. Fyrst nefndin væri klofrn og lítill tími til stefnu hefði hann ekki séð neitt óeðlilegt við að ganga svona frá málum. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/ Rn) tók undir gagnrýni Steingríms J. Fulltrúum minnihlutans blöskr- uðu vinnubrögðin í þessum málum. Málin hefðu ekki verið afgreidd með eðlilegum hætti úr nefndinni. Þau hefðu fyrst þá um morguninn frétt að meirihlutinn hefði gengið frá þeim fyrir sitt leyti kvöldið áður. Taldi hún að stjóm þingsins ætti að athuga þessi mál. AIMnCI Steingrímur J. Sigfússon sagði það hafa verið erfitt fyrir hann að samþykkja afbrigði fyrir tollafmm- varpinu fyrr á fundinum þar sem hann hefði þá stundina verið að semja nefndarálit minnihlutans í því máli. Hann vildi ekki samþykkja það að þetta verklag væri í lagi þar sem ágreiningur hefði verið í nefnd- inni. „Er Páll Pétursson að segja að nefndir eigi bara að starfa að málum sem samstaða er um,“ spurði Steingrímur. „Til hvers eru þá nefndarstörf"? Sagðist hann gera formlega athugasemd við þessi ummæli nefndarformannsins. Páll Pétursson sagði ekkert óeðlilegt hafa verið við vinnubrögð nefndarinnar. Mjög mikilvægt væri að vinna að því að þessi fmmvörp yrðu að lögum um áramót. Hjörleifur Guttormsson (Abl/ Al) sagði þingmenn hafa orðið vitni að alveg nýjum starfsháttum á Al- þingi. I raun væri verið að ganga með svo grófum hætti yfir reglur og þingskaparlög að ekki væri hægt að láta því ómótmælt. Krafð- ist hann þess að forsetar þingsins tækju þessi mál til athugunar áður en fundi yrði haldið áfram. Hjörleif- ur sagðist ekki hafa átt von á því að jafn þingreyndur maður, að ámm til, og Páll Pétursson hefði forgöngu um vinnubrögð af þessu tagi. Stefán Valgeirsson sagði Pál Pétursson hafa verið með afskap- lega einkennilega túlkun á því hvemig nefndir ættu að starfa. Hann hefði sjálfur alltaf skilið það þannig að nefndir ættu að ræða málin. Páll væri að gera ranga ímynd af Alþingi og þjónustulund hans við fjármálaráðherra værj með eindæmum. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði Pál vera að fara I ama far- veg og aðrir stjó.-. .rsinnar. Hnefarétturinn væri lát.an ráða. Spurði hann hvort meirihlutinn væri ekki farinn að skilja að hann réði ekki við minnihlutann sem færi eftir þingræðislegum reglum. „Við emm að verða einskonar krossberar réttlætis í þingsköpum," sagði Albert. Minnihlutinn væri ekki bara að veija sinn rétt heldur þau vínnubrögð sem hefðu tíðkast á Alþingi í langan tíma. Það yrði engin afgreiðsla fengin í gegn með hnefarétti fyrir áramót. Að lokinni þessari ræðu Alberts var þingskapammræðu lokið og mælti þá Kristín Halldórsdóttir fyrir áliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar um vömgjalds- fmmvarpið. Sagði hún það sýna best hve illa þessi mál væm undir- búin að ný álitamál kæmu upp á hverjum einasta nefndarfundi þótt meirihlutinn í efri deild hefði gert fjölmargar breytingar á fmmvörp- unum. Þá væri einnig ljóst að ríkisstjómin hefði gert sig seka um stórfellda mismunum gagnvart aðil- um utan þings við undirbúning þessara mála. Augljósir hagsmuna- aðilar á borð við ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin hefðu ekki feng- ið tækifæri til að fylgjast með gangi mála fyrr en stjómarandstaðan krafðist þess að þessir aðilar kæmu á fund nefndarinnar. Meðal þess sem hefði átt að lækka vom ilmvötn og snyrtivömr af ýmsu tagj. Við umfjöllun í fjár- hags- og viðskiptanefnd hefði hins vegar komið fram sú skoðun að erlendir ilmvatns- og snyrtivöm- framleiðendur myndu sjá leið til að hagnast meir á þessu en íslenskir neytendur. Þetta dæmi sýndi glöggt að „þær leynast víða matarholum- ar“. Minnihlutinn lýsti sig því reiðubúinn til þess að vinna með meirihlutanum til að finna þessar matarholur í frumvörpunum um tolla og vömgjald og afla þannig tekna sem gætu komið í staðinn fyrir þær tekjur sem ríkisstjómin vildi afla með söluskatt á matvæli. Söluskatt á matvæli myndi stjómar- andstaðan hins vegar aldrei samþykkja. Blaða- og útgáfu- styrkir hækkaðir VIÐ lokaafgreiðslu fjárlaga á mánudag var ákveðið að hækka styrki til pólitískrar útgáfustarf- semi og sérfræðilegrar aðstoðar við þingflokka um alls 7,718 m.kr. Láðurinn „sérfræðileg aðstoð við þingflokka" var hækkaður úr 9,39 m.kr. í 11,408 m.kr, liðurinn „til útgáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka" úr 13,52 m.kr. í 15,876 m.kr. og loks blaðastyrkurinn úr 26,14 m.kr. í 29,484 m.kr. 13 þing- menn greiddu atkvæði gegn blaða- styrknum en 34 með. Þrírþingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson og Hall- dór Blöndal greiddu einnig atkvæði gegn hækkun á styrk til útgáfu- mála samkvæmt ákvörðun þing- flokka. Þess ber að geta að Morgun- blaðið og DV hafa ekki tekið við styrkjum eða greiðslum fyrir blöð samkvæmt þessum liðum fjárlaga undanfarin ár. Fræðafundur Orators: „Eru dómstólar hafn- ir yfir gagnrýni?“ ORATOR, félag laganema, hélt fræðafund þriðjudaginn 15. des- ember og bar hann yfirskriftina „Eru dómstólar hafnir yfir gagn- rýni?“ Kveikja fundarins var sú gagnrýni, sem undanfarnar vik- ur hefur komið fram á dómstóla og þá ekki síst Hæstarétt. Má þar nefna bók Jóns Steinars Gunn- laugssonar, hrl., Deilt á dómar- ana, þar sem lögmaðurinn kemst meðal annars að þeirri niður- stöðu að Hæstiréttur dragi taum ríkisvaldsins í dómum sínum og rökstyði þá ekki sem skyldi. A fundinum ræddu málin, auk Jóns Steinars,' þeir Björn Friðfinns- son, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, Sigurður Gizurarson, bæjarfógeti á Akranesi og Sig- urður Líndal, prófessor. Fundar- stjóri var Jóhannes L. L. Helgason, hrl. Sigurður Líndal reið á vaðið. Hann sagði, að auðvitað mætti allt- af deila um niðurstöður í einstaka dómum, en um dómstólana þyrfti að ræða í víðara samhengi. Hann reifaði síðan í stuttu máli þróun dómstóla og sagði að spumingin væri hvort löggjafinn eða dómsvald- ið ætti að taka af skarið í málum, hvort löggjafinn ætti að veita lýð- ræðislegt aðhald eða dómstólar. Það hafi lengi verið álitamál á Norð- urlöndum. Þá benti Sigurður á að hér hefði aldrei tíðkast langur rök- stuðningur með dómum. Ástæða þess gæti meðal annars verið sú að mál væru oft ekki lögð þannig fyrir að dómurum þætti fysilegt að svara öilum atriðum sem fram kæmu, enda nægði ef til vill að svara einni röksemd til að komast að niðurstöðu. „Dómstólar eiga að leysa úr ágreiningsmálum, en það er ekki hlutverk þeirra sem þar sitja að rita fræðiritgerðir," sagði Sig- urður. Gagnrýni nauðsynieg Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., sagði að gagnrýni á dómstóla væri nauðsynleg. Þá nefndi hann að ekki léki vafi á að stjómarskráin setti valdi löggjafans takmörk. Sem dæmi tók hann að stjómarskráin kvæði á um að engan skatt megi leggja á, breyta, né'af taka nema með lögum. „Þetta vald hefur lög- gjafinn framselt til framkvæmdar- valds og brýtur því gegn stjómar- skránni og dómstólar láta það oft óáreitt,“ sagði Jón Steinar. Um rökstuðning dóma sagðist hann aldrei hafa gagnrýnt að rök- stuðningur væri stuttur, heldur að stundum væri hann alls enginn. „Við verðum að geta séð hvemig dómarar komast að niðurstöðu í máli. Menn eru ekki valdir dómarar til að greiða atkvæði, heldur vegna þess að þeir em taldir hæfir til þess að komast að lögfræðilegri niðurstöðu í málum," sagði Jón Steinar. Hann sagði að væri dóm- stólum veitt aðhald með gagnrýni yrðu dómar betri. Sigurður Gizurarson, bæjarfóg- eti, sagði dónistóla lengi vel hafa notið helgi, líkt og Iögin sjálf. „Það hefur verið talin goðgá að gagnrýna Hæstarétt, en algert vald gerspillir og því þurfa dómarar aðhald," sagði hann. „Það er nauðsynlegt að valdaaðilar séu stöðugt undir gagn- rýni þegna í lýðræðisríki." Sigurður benti á, að þrískiptingu ríkisvaldsins mætti rekja til þeirrar skoðunar að hvert vald ætti að stilla öðm í hóf. „Gagnrýni löggjafa á framkvæmdarvald bilaði þegar þingmenn tóku sæti _í ráðum og stjómum fyrirtækja. Á sama hátt á prófessor við lagadeild erfiðara með að kryija dóma Hæstaréttar og gagnrýna þá, því hann er jafn- framt varadómari við réttinn,“ sagði Sigurður. Þá tók hann undir með Jóni Steinari að dómar yrðu að vera rökstuddir. Fræðilega gagnrýni skortir maður dómsmálaráðherra, sagði að hann hefði oft hleypt brúnum yfir dómum Hæstaréttar, en hins vegar svaraði dómurinn ekki fyrir sig og málum væri því lokið með uppsögu dóms. Hann sagði að menn ættu ekki að einblína á einstaka niður- stöður dóma, heldur yrðu lögfræð- ingar að vera fijórri í umræðum um lögfræðileg efni. „Dómarar miða oft niðurstöðu sína við álit annarra fræðimanna og hér á landi er ekki jafn mikil lögfræðileg um- ræða og í nágrannalöndunum. Bók Jóns Steinars vekur upp umræður, sem er af hinu góða, en hefur þann annmarka að það þýðir ekki að þræta við Hæstarétt, hann svarar ekki fyrir sig. Lögfræðingar verða að koma sínum skoðunum á fram- færi með fræðilegum skoðanaskipt- um. Í stað þess að gagnrýna einstaka dóma ættu lögfræðingar að gagnrýna á fræðilegan hátt þau sjónarmið sem liggja að baki,“ sagði Bjöm. Jón Steinar sagði að auðvitað væri það annmarki á gagnrýni að dómstólar svöruðu ekki fyrir sig. „ Að mínu mati er góður dómur fólg- inn í að hann rökstyður sig sjálfur og þegar slíkur dómur er kveðinn upp þarf dómari ekki að óttast lög- fræðilega gagnrýni." Hann sagði, að alltaf þegar veruleg mikilvæg mál kæmu fyrir Hæstarétt þá væri dæmt ríki í hag. Þannig hefði það verið í svokölluðu gengismunar- máli, þar sem ríkið hefði þurft að endurgreiða 1-2 miHjarða ef það hefði tapað málinu. Þegar smámál kæmu upp þá væri von til þess að einstaklingar ynnu þau. Sigurður Líndal benti á, að í jafn mikilvægum málum og gengismunarmálinu þyrftu dómarar að sjálfsögðu að hafa í huga afleiðingar dóma. Töluverðar umræður urðu á fundinum um gagnrýni á dómstóla. Skrif blaðamanna um dómsmál voru gagnrýnd og þau sögð oftar en ekki lýsa vanþekkingu. Jón Steinar sagði hins vegar, að lög- fræðingar ættu að líta sér nær og vera sjálfir duglegri við fræðiskrif. Björn Friðfínnsson, aðstoðar- Sigurður Líndal, prófessor, í pontu. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.