Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 því sem við reynum á nýjan leik að ná tökum á verðbólgunni og koma á nýjum stöðugleika. Óðaverðbólga eða sæmilegur stöðugleiki Fyrri leiðina þekkjum við af illri nauðsyn, leið stöðugs gengissigs og víxláhrifa verðlags og kaupgjalds með þeim afleiðingum að 50—100% árleg verðbólga heldur innreið sína á nýjan leik. Seinni leiðin er hins vegar sú að endurnýja stefnu stöðugs gengis með því að breyta gengi íslensku krónunnar um 10—11% jafnhliða nýjum kjarasamningum sem ættu að geta tryggt landsmönnum með- alkaupmátt fyrri hluta ársins 1987. Samhliða því sem verðbólga færi hjaðnandi eftir því sem liði á árið 1988. Slíkir samningar ættu að geta leitt til þess að verðbólgan frá upp- hafi til loka ársins 1988 yrði á bilinu 17—19% og verðbólguhraðinn yrði kominn niður fyrir 10% eftir mitt árið. Nú reynir á meira en oft áður. Um leið og við iðnrekendur þökk- um landsmönnum ánægjulegt samstarf á liðnu ári viljum við óska öllum farsæls nýs árs með von um að okkur megi í sameiningu takast að feta okkur fram á veginn og sigrast á komandi vandamálum með skynsömum hætti. Staðreyndin er nefnilega sú að kaupmáttar- skerðingin sem bíður okkar á næsta ári en langtum minni ógn en hitt ef við hefjum á nýjan leik að vefa blekkingarvef óðaverð- bólgunnar. Gleðilegt nýtt ár. Kristján Thorlacius Nýjar álög- ur koma illa við fólk - segir Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja Á síðustu tveimur árum hafa samtök launafólks breytt um stefnu í samningamálum. Verðbólgan hef- ur farið hamförum í þjóðfélaginu. Hver kjarabót, sem samið var um, var jafnharðan gerð að engu með gengisbreytingum og flóði verð- lagshækkana í kjölfar þeirra. Ekki bætti það úr skák, að með lögum var bannað að greiða verðlagsbætur á laun. Á sama tíma voru lán og vextir tengdir vísitölu. Flestum var orðið ljóst hver nauð- syn var á því að ná verðbólgunni niður og skapa hér stöðugt verðlag. Hlutur ríkisvaldsins í þessu efni var fólginn í loforði um að halda gengi krónunnar stöðugu og lækka verðlag með lækkun á sköttum, útsvörum, tollum og öðrum gjöld- um. Árangur af þessum samningum var sá að kaupmáttur dagvinnu- launa hafði aukist verulega, verð- bólga hjaðnaði og stefndi ört í það að verða sambærileg við það sem hún er í helstu viðskiptalöndum okkar. Þetta gerðist án þess að til atvinnuleysis kæmi. Því miður er þessi þróun nú að snúast við. Birtist sú breyting til hins verra í mörgum myndum. Fyrst ber þar að nefna gerbreyt- ingu á stefnu stjórnvalda í efna- hagsmálum. í stað þess að stilla innheimtu opinberra gjalda í hóf og jafnvel lækka álögur á almenn- ing er nú verið að samþykkja á Alþingi nýjar álögur, sem koma munu illa við fjárhag þeirra, sem verst eru settir. Stjómvöld hafa staðið við það loforð að halda gengi krónunnar stöðugu. Hins vegar hafa verðlags- mál farið úr böndunum. Vísitala framfærslukostnaðar er nú ekki innan við 10%, eins og síðustu kjarasamningar byggðust á, heldur er framfærsluvísitalan komin yfir 26% og stefnir í áframhaldandi aukningu verðbólgu. Með hinum nýju álögum á al- menning og hækkun verðlags í kjölfar þeirra er einfaldlega verið að gera ráðstafanir til að skerða kaupmátt launa. Þar með er verið að grafa undan þeirri stefnu að gerðir séu samningar, er tryggi bætt kjör launafólks jöfnum hönd- um með beinum launahækkunum og með því að hafa hemil á verð- lagi og vaxtaútgjöldum. Atvinnurekstur landsmanna hef- ur að undanförnu gengið vel og fyrirtækin haft góðan hagnað. Því verður ekki neitað að margir atvinnurekendur hafa látið starfs- menn sína njóta bættrar afkomu fyrirtækjanna með því að greiða þeim laun umfram samninga og út af fyrir sig er gott um það að segja varðandi þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. Hins vegar er önnur hlið á því máli. Þessar yfirborganir.hafa óhjá- kvæmilega valdið miklu ósamræmi í launagreiðslum og er eðlilegt að menn þoli slíkt ekki. Þetta misgengi í launagreiðslum er nú orðið svo útbreitt, að atvinnu- rekendur geta ekki lengur vikið sér undan því að ganga til samninga við stéttarfélögin um að samræma launakjör starfsmanna sinna. Þegar spenna hefur verið á vinnumarkaði, hafa ríki og sveitar- félög átt í erfiðleikum með að fá starfsmenn vegna lélegri launa- kjara en tíðkast hjá einkafyrirtækj- um. Þetta er staðreynd, sem engum kemur á óvart. Aðferðir sem nú hafa verið tekn- ar upp hjá hinu opinbera til að leysa úr þessum vanda eru hins vegar óþolandi. í stað þess að horfast í augu við veruleikann og taka upp samninga við hlutaðeigandi stéttarfélög um lagfæringu á launakjörum félags- manna, er Ieynt eða ljóst gert samkomulag við einstaklinga eða hópa um yfirborganir, án samráðs við félögin. Þetta framferði er þegar farið að valda slíkum vandræðum, að skammt hlýtur að vera í upplausn í starfsmannahaldi hins opinbera, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til úrbóta. Fyrir einu ári var samþykkt á Alþingi ný löggjöf um samningsrétt opinberra starfsmanna. Með þessum lögum var samn- ingsrétturinn fluttur til einstakra starfsmannafélaga. Þó er þeim eftir sem áður heimilt að hafa samflot um samningagerð. Þó samningar hafí einu sinni verið gerðir eftir hinni nýju samn- ingsréttarlöggjöf er ekki fengin af henni mikil reynsla. Þó hefur komið í ljós m.a. á ráð- stefnu BSRB og bandalagsfélag- anna, sem haldin var í nóvember sl., að greinilegur vilji er til að keppa beri að sem allra bestri samstöðu aðildarfélaga BSRB í næstu samn- ingaviðræðum. Lögbundið samstarf í samninga- gerð opinberra starfsmanna er úr sögunni. Eftir sem áður er þörfin fyrir fulla samstöðu bandalagsfé- laganna fyrir hendi. Sú þörf verður þó því aðeins uppfyllt að skilningur sé hjá félagsmönnum fyrir nánu samstarfí þeirra. Sameiginleg mál opinberra eru mörg og vega þungt. í næstu samn- ingum verður þýðingarmikið að tryggja kaupmátt launa. Sá þáttur í kjaramálunum kallar á sameigin- legt átak allra. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá einum, að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breyt- ingu á tollskrárlögum. Væntanlega eru þær breytingar flestar fyrst og fremst til samræmingar vegna þátt- töku Islands í alþjóðlegum við- skiptabandalögum og þá væntan- lega til undirbúnings samninga við Efnahagsbandalag Evrópu eða hugsanlegri inngöngu í bandalagið. Það fer ekki á milli mála að við Islendingar eigum mjög mikið und- ir því hvort og hvernig við getum náð viðskiptasamningum við Efna- hagsbandalagið án þess að gerast aðilar að því. Evrópuþjóðirnar stefna mark- visst að því að sameina Vestur- Evrópu með 320 milljón íbua í eitt markaðssvæði fyrir árið 1992. Viðskiptaþjóðir okkar í Vestur- Evrópu eru flestar komnar í Evrópubandalagið eða á leiðinni í það. Ákvarðanir í þessu stórmáli koma til með að varða pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Þess vegna er það höf- uðnauðsyn að almenn umræða fari fram um það meðal þjóðarinnar en það verði ekki afgreitt af ríkisstjórn og Alþingi þegar þar að kemur, án þess að það hafi verið rætt úti í þjóðfélaginu. Samtök launafólks þurfa að vera vel á verði í þessu máli. Ég óska öllum gæfu og gengis á komandi ári. Arnar Sigmundsson Sjávarút- veg’urinn stendur á tímamótum - segir Arnar Sig- mundsson, formaður Sambands fisk- vinnslustöðvanna Árið 1987 hefur á margan hátt verið viðburðaríkt fyrir fiskvinnsl- una í landinu. Verkfall sjómanna sem hófst um síðustu áramót og stóð fram í miðj- an janúar lamaði starfsemi flestra fískvinnslufyrirtækja fram eftir jan- úaránuði. I. tengslum við lausn sjómannaverkfalls var gengið frá nýju fiskverði er gilti til 31. maí 1987. Vertíð komst fljótlega í fullan gang og starfsskilyrði fiskvinnsl- unnar voru viðunandi þrátt fyrir að Bandaríkjadollar væri byijaður að falla í verði. Verðhækkanir á afurð- um okkar komu í veg fyrir taprekst- ur í upphafi vertíðar. Góð aflabrögð og þokkaleg staða útgerðar og fískvinnslu í upphafí árs voru tilefni til nokkurrar ojart- sýni. Fiskmarkaðir tóku til starfa í Hafnarfirði og Reykjavík í júní- mánuði. Á sama tíma var fískverð gefíð frjálst til reynslu. Síðar bætt- ust við fískmarkaðir á Suðurnesjum og Eyjafjarðarsvæðinu. Nú um ára- mótin fer af stað fiskmarkaður í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn tengist fískmarkaði Suðurnesja. Tilkoma fiskmarkaða og fijálst fiskverð höfðu gífurleg áhrif á starfsemi fískvinnslufyrirtækja. Víðsvegar úti á landi risu deilur á milli útgerðar og sjómanna sem leiddu til tímabundinnar stöðvunar togara. Reynslan af fijálsu físk- verði víða um land varð til þess að ákveðið var nýtt fiskverð er gildir frá 15. nóvember sl. til 31. janúar 1988. Hið nýja fískverð tekur mið af hæsta verði sem samið var um í frjálsum samningum sl. sumar. I síðustu kjarasamningum voru gerðar miklar breytingar á upp- byggingu kauptaxta fiskvinnslu- fólks. Hluti af bónusgreiðslum var færður yfir í fastakaup, sem hafði í för með sér að meðaltali tæplega 10% kauphækkun. Þá var samið um námskeiðsálög, sem aðrar stétt- ir hafa einnig tekið upp í sínum kjarasamningum. Skömmu eftir gerð kjarasamninga var samið um starfsaldursþrep í fiskvinnslu, en þau höfðu verið felld niður í des- ember-samningunum. Starfsöryggi fiskvinnslufólks var aukið verulega með nýjum fastráðningarsamning- um er komu í stað eldri kauptrygg- ingasamninga. Starfsfræðslunámskeið fisk- vinnslunnar voru í gangi víðsvegar um land fyrri hluta ársins. Nú hafa yfir 4.500 fiskvinnslumenn undirrit- að fastráðningarsamninga, þar af hafa rúmlega 3.300 lokið bóklegum og verklegum námskeiðum og út- skrifast sem sérhæfðir fiskvinnslu- menn. Talið er að á milli 8.000— 9.000 manns vinni við ýmiss konar fískvinnslustörf hér á landi í yfir 70 byggðarlögum, stórum og smáum. Þrátt fyrir að mikið verk sé eftir í starfsfræðslu fiskvinnslufólks, þá hefur gífurlegt verk verið unnið á skömmum tíma. Vitað er að ávallt er töluvert um það að fískvinnslu- fólk vill vera lausráðið og sækist ekki eftir fastráðningu. Á næsta ári má búast við því að rúmlega þúsund manns muni sækja nám- skeið starfsfræðslunefndar fisk- vinnslunnar. Starfsfræðsla fiskvinnslufólks er án efa mesta átak í starfsfræðslu hér á landi, og skilar árangur námskeiðanna sér í hæfara starfsfólki. Starfsfræðslu- •nefnd á heiður skilinn fyrir mikið og gott starf við undirbúning og framkvæmd námskeiðanna. En sjávarútvegsráðuneytið, samtök fiskvinnslufyrirtækja og verkalýðs- félög fiskvinnslufólks hafa staðið fyrir þessu námskeiðahaldi. Tryggja þarf árangur námskeið- anna með uppriíjun á hluta námsefnis með reglulegu millibili. Afkoma fískvinnslunnar hefur versnað mjög síðustu mánuði og má rekja hina skyndilegu breytingu til lækkunar Bandaríkjadollars, en hann hefur fallið um rúm 10% gagn- vart íslenskri krónu frá síðustu áramótum. Verðhækkanir erlendis duga ekki lengur til að koma í veg fyrir stórfelldan taprekstur í fryst- ingunni. Þá hefur þensluástandið í þjóðfélaginu ásamt stórfelldum kostnaðarhækkunum, sem nema nú 2—3% á mánuðu, geigvænleg áhrif á rekstur fískvinnslunnar. A sama tíma hafa vextir farið hækkandi og fjármagnskostnaður fyrirtækja hækkað að sama skapi. Tækifæri stjórnvalda til að koma í veg fyrir þensluna síðastliðið sum- ar var látið ónotað, en þá fór dýrmætur tími til myndunar ríkis- stjórnar, og allt látið afskiptalaust á meðan. Nú er svo komið að fryst- ingin er rekin með tæplega 9% tapi að mati Þjóðhagsstofnunar, og frysting og söltun með um 5% tapi. Þennan taprekstur þolir ekkert fisk- vinnslufyrirtæki til lengdar. Gengisfall dollarans á alþjóðleg- um markaði er sameiginlegt áfall þjóðarinnar allrar. Ef það er raun- verulegur ásetningur stjórnvalda að halda géngisskráningu íslensku krónunnar óbreyttri við núverandi aðstæður, þá verða stjórnvöld að grípa nú þegar til róttækra aðgerða í peninga- og efnahagsmálum í þeim tilgangi að lækka verðbólgu og bæta kjör fiskvinnslunnar eftir öðmrn leiðum. í því mikla ölduróti, sem verið hefur í sölum Alþingis undanfarnar vikur, hefur lítið verið hugsað um afkomu íslenskrar fiskvinnslu í þeirri verðbólgu sem enn einu sinni er skollin á í þessu þjóðfélagi. Fulltrúar fiskvinnslunnar hafa átt fundi með ráðamönnum og ítrekað bent þeim á ástandið sem skapast hefur með lækkun dollar- ans og vaxandi verðbólgu innan- lands. Þá hafa fulltrúar fiskvinnsl- unnar mótmælt þeim áformum stjórnvalda að leggja á launaskatt á fiskvinnslufyrirtæki. En launa- skattur var felldur niður á fisk- vinnslufyrirtæki til að auðvelda lausn kjarasamninga í febrúar 1986. Þá ákvað ríkisstjómin með bráðabirgðalögum síðasta sumar að halda eftir um 200 milljónum króna, sem fiskvinnslan á inni í uppsöfnuð- um söluskatti sem hún hefíir greitt til ríkisins, og áttu að koma til út- borgunar á seinni hluta þessa árs. Aðrar útflutningsgreinar fá áfram sinn uppsafnaða söluskatt endur- greiddan hjá ríkinu. I fjárlögum 1988 er reiknað með að endurgreiðslur til sjávarútvegs á uppsöfnuðum söluskatti verði skert- ar um rúmlega 600 milljónir og verði í heild 350 milljónir í stað 980 milljóna. Þessarstjómvaldsaðgerðir gera stöðu fískvinnslunnar enn erf- iðari. Samtök fiskvinnslunnar hafa margoft mótmælt þessum áform- um, en hingað til án árangurs. Við þessar aðstæður gengur fiskvinnsl- an til kjarasamninga, en samningar á almennum vinnumarkaði renna út nú um áramótin. Lífskjör þjóðar- innar hafa batnað verulega á þessu ári, en því er ekki að neita að þau hafa skipst misjafnlega milli þegna þjóðfélagsins. Þenslan á vinnumarkaðinum hef- ur orsakað töluvert launaskrið, sérstaklega í þjónustustörfum. Kjarasamningar ríkisvaldsins við fjölmennar starfsstéttir rétt fyrir alþingiskosningar í apríl sl. orsök- uðu einnig töluvert launaskrið hjá öðnim hópum. I haust var gerð tilraun til nýrra kjarasamninga við Verkamanna- sambandið, en þær tilraunir fóru út um þúfur í síðasta mánuði. At- hyglisverð tilraun með hópbónus er nú í gangi í frystihúsum á Vest- fjörðum. En núverandi bónuskerfi var komið á í kjarasamningum upp úr 1960. Ef tilraunir með hópbónus bera góðan árangur, að mati beggja aðila, má reikna með að hópbónus geti í framtíðinni orðið valkostur í frystihúsum, ásamt núverandi bónuskerfí. Um miðjan desember fóru fram óformlegar viðræður um nýja kjara- samninga fískvinnslufólks, með það í huga að ná kjarasamningum fyrir áramót, en þær urðu árangurs- lausar. Þannig er staðan um þessi ára- mót. Framundan eru erfiðar viðræður um nýja kjarasamninga. Þenslan á vinnumarkaðinum gerir þessar viðræður torsóttari en ella. íslenskur sjávarútvegur stendur á tímamótum. Framtíð hans og af- koma þjóðarbúsins veltur á því að aukin framleiðni verði í greininni með aukinni vélvæðingu og bættri skipulagningu. Forsenda þessarar þróunar er að rekstrarskilyrði batni og betri stjóm verði á efnahagsmál- um þjóðarinnar. Vonandi bera Alþingi og ríkis- stjóm gæfu til að Ijúka nauðsynleg- um lagasetningum er varða sjávarútveg í tæka tíð, svo að út- gerð og fiskvinnsla geti farið af stað með eðlilegum hætti í byrjun janúar 1988. í lokin sendi ég öllum þeim sem vinna við íslenskan sjávarútveg, svo og landsmönnum öllum, bestu ný- ársóskir með þeirri von að árið 1988 megi verða landsmönnum til hagsældar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.