Morgunblaðið - 31.12.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.12.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 27 Er Kassandra enn á meðal okkar? Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Clirista Wolf: KASSANDRA. Saga. Jórunn Signrðardóttir þýddi. Mál og menning 1987. Frá Kassöndru, dóttur Príamosar konungs í Tróju, hermir í fomum grískum sögum og harmleikjum. Minnisstætt er leikrit Aiskýlosar, Agamemnon, en það er fyrsti hluti Oresteiaþríleiksins. í Agamemnon Aiskýlosar er lýst heimkomu Aga- memnons borgarbrjóts til Mýkenu eftir sigur Grikkja, en með honum er hin hertekna Kassandra. Hjá austur-þýsku skáldkonunni Christu Wolf (f. 1929) er Kassandra einnig stödd undir tómum himni óvina- landsins og hún lætur hugann reika til liðinna daga, glæsitíma Tróju- borgar og niðurlægingar: „Eitthvað innra með mér kemur heim við him- intómið yfir óvinalandinu. Enn hefur allt sem hefur hent mig komið heim við eitthvað innra með mér. Það er leyndardómurinn sem umvefur mig og heldur mér heilli, um hann hef ég ekki getað talað við neinn. Ekki fyrr en hér á ystu nöf lífs míns tekst mér að hafa reiður á honum. Þar eð innra með mér er eitthvað af öll- um mönnum hef ég aldrei fyllilega heyrt annarri manneskju til, ogjafn- vel hatur í minn garð skildi ég.“ Kassandra hefur spádómsgáfu, en kallar yfir sig reiði Apollons með því að vilja ekki þýðast hann. Hann getur ekki tekið frá henni gáfuna, en leggur á hana að enginn skuli trúa spádómum hennar. Hrakspár Kassöndru eiga eftir að koma henni í koll. Hún reynist þó sannspá. Þýðandi skáldsögunnar, Jórunn Sigurðardóttir, víkur í eftirmála að túlkun sem felst í því að líta á sög- una sem lýsingu hcimsstytjaldarinn- ar síðari og jafnvel samtímamynd með heimstortímingu á næstu grös- um. Jórunn telur þó slíka þanka ekki skipta máli því að „litróf af- stöðu og túlkunar Christu Wolf á yrkisefni sínu" sé „breiðara en svo að eitthvert eitt svar gæti spannað það“. Undir þetta er auðvelt að taka. Hins vegar er ljóst að Kassandra Christu Wolf er af því tagi bóka sem kallaðar hafa verið „kvennabók- menntir". Samt má ekki einfalda um of. í Kassöndru er sagt frá stríði frá sjónarhóli konu. Fomar hetjur (sam- FYRIRTÆKIÐ Gallup á íslandi, sem tók til starfa í haust, hefur nú aukið starfsemi sína og keypt verðkönnunardeild Miðlunar hf., en það einbeitir sér að gerð skoð- anakannana og alhliða markaðs- þjónustu. Gallup stofnanir starfa víða um lönd, en stofnandi þeirra G. Gallup var einn brautryðjenda i gerð skoðanakannana í Banda- ríkjunum. Gallup International hefur aðalstöðvar i Lundúnum. Þrátt fyrir að fyrirtækið beri erlent nafn er það alíslenskt. Aðaleigandi þess og stjórnar- formaður er Olafur Öm Haralds- anber Akkilles) verða skepnur, grirmnd þeirra og morðæði eru sam- bland dauðahvatar og nautnar. Holdlegar tilfinningar eru sterkar í Kassöndru, hvort sem um er að ræða ástir milli karla og kvenna eða lesbískar hneigðir. Þótt fjallað sé um kúgun kvenna og einkum það að enginn vill í alvöru gefa orðum þeirra gaum, allra síst karlmennimir, sjálf- ir stríðsherrarnir og skipuleggjend- urnir, þá eru til jákvæðir þættir í karlpersónum sögunnar. Dæmi eru Ankíses og sonur hans Eneas, elsk- hugi Kassöndru. Kona sem tekur upp siði karlmannsins er aftur á móti Penþesílea því að ekkert getur stöðvað þá að hennar dómi annað en að beita sömu aðferðum og þeir. Rauður þráður gegnum söguna er sá að karlmaðurinn sé ófær um að elska og þurfí því að drepa. Að mínu viti fæst Christa Wolf við líkt viðfangsefni og hefur líkan boðskap að flytja og Svava Jakobs- dóttir í Gunnlaðar sögu. Karlmaður- inn hefur of lengi að mati beggja ráðið ferðinni og löngum farið með ófriði. Það er í skáldskapnum, list- son, sem starfar hjá ferðaskrif- stofunni Útsýn, og starfsmaður þess er Gunnar Valgeirsson, fé- lagsfræðingur. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að alþjóðatengsl fyrirtæk- isins væru mjög mikilvæg. Gallup fyrirtækin ynnu öll mjög náið sam- an. Þau skiptust á upplýsingum um könnunaraðferðir og möguleikinn á alþjóðlegum könnunum lægi beint við. „Nú er til dæmis verið að gera alþóðlega könnun á þekkingu fólks og viðhorfum þess til eyðni. Við höfum í samráði við landlæknis- embættið framkvæmt þá könnun Christa Wolf inni sem einhvers konar „frelsunar" er að vænta. Eins og þýðandi Kassöndru bend- ir á er sagan ekki auðveld aflestrar: „Efnið, stríð og tortíming Trójuborg- ar, er myrkt og þungt, stíllinn sem Christa Wolf beitir í frásögninni er vandlega valinn, orðfærið nákvæmt hérlendis. Slík alþjóðleg sambönd eru því ómetanleg," sagði Gunnar. Hann sagði að fyrirtækið hygðist sérhæfa sig í gerð og dreifíngu fastra markaðsupplýsinga. Það hefði keypt verðkönnunardeild Miðlunar hf. og gerði nú kannanir á vöruverði á ýmsum flokkum mat- vöru í mörgum stórmörkuðum og hverfaverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Kaupendur væru fyrst og fremst verslanir sem vildu hafa samanburð á verði á markaðnum. „Hér á landi eru mjög góðar aðstæður til þess að gera skoðana- kannanir,“ sagði Gunnar. Það er og útheimtir mikla vandvirkni af lesandans hálfu, en það eru góð laun í boði: sú nautn að tileinka sér bók- menntaverk, gera það að hluta af sinni eigin reynslu sem aldrei hverf- ur og enginn getur tekið frá manni.“ Ég skil ekki alveg hvað þýðandinn á við með „vandvirkni af lesandans hálfu“. Hér hefði „alúð“ líklega átt betur við. En vissulega heimtar texti Christu Wolf vandvirkni af hálfu þýðandans. Þótt að ýmsu megi fínna í þýðingunni hefur hún greinilega verið vel unnin og verði einhveijum á að saka Jórunni Sigurðardóttur um tyrfni má alveg eins kenna Christu Wolf um hið sama. Kassandra er flókin skáldsaga og tormelt og ekki síst þess vegna er ástæða til að þakka þýðandanum og forlaginu íslensku gerðina. Hér er ekki enn ein sölubókin á jólamark- aði heldur athyglisvert bókmennta- verk og að mörgu leyti brýnt. Christa Wolf sannar með Kass- öndru að enn má leita með árangri til hinna fornu Grikkja þegar segja skal eitthvað mikilvægt um mann- inn, takmarkanir hans og víðfeðmi. auðvelt að taka góð úrtök og síma- eign er mjög almenn þannig að það er auðvelt að ná í fólk og það til þess að gera vel upplýst. Vegna smæðar þjóðarinnar er auðvelt að hafa úrtökin hlutfallslega mjög stór. Allt þetta hjálpar mjög til þess að niðurstöður verði sem áreiðan- legastar." Aðspurður sagðist hann telja rúm fyrir enn eitt fyrirtækið á þessum kannanamarkaði, en fjögur fyrir- tæki hafa til þessa fengist við gerð skoðanakannana. Það vapri alla vega grundvöllur fyrir mikilli sam- keppni. Gallup á íslandi eykur starfsemi sína: Hefur keypt verðkönnunardeild Miðlunar Gleðilegjól Gleðilegt ár v Grensásvegi 13 - Símar 83577 - 83430.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.