Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 VID FYLGJUMSTMED TÍMANUM ogerum tilbúin aö taka a móti nýju ari. 1988 dagbœkur, dagatöl og minnisbœkur í miklu úrvali. Einnig ný gögn í Time Manager. Óskum vidskiptavinum okkar farsœldar á nýjaárinu og þökkum ánœgjuleg viöskipti á liðnu ári. ÞAR SEM BÆKURNAR FÁST Kammer- tónleikar ______Tónlist_________ Jón Ásgeirsson „The Ensemble Forum“ nefnist hópur tónlistarmanna frá Japan er héldu tónleika á vegum Kammer- músikklúbbsins sl. þriðjudag í kirkju Bústaðasóknar. A efnis- skránni voru verk eftir Mozart, Haydn og Schumann. Tónleikamir hófust á píanókvartett í g-moll, K. 478 eftir Mozart. Verkið samdi Mozart samkvæmt samningi við Franz Anton Hoffmeister, er gaf það út og stóð til að Mozart semdi þrjú slík verk. Af þessu varð ekki. Hoffmeister kvartaði undan því að fólk þætti verkið of erfitt og feng- ist ekki til að kaupa það. Verkið er feikna fallega spunnið og var þokkalega leikið, einkum af píanóleikaranum, Kyoko Morihara, sem átti nokkrar fallega leiknar stófur. Annað verkið var strengjakvart- ett eftir Haydn op. 76, nr. 1., sá fyrsti af „Erdödy“kvartettunum. Þar bættist í hópinn fyrsti fiðlari, sem líklega heitir Jin Hirasawa, en hann er ágætur fiðlari. Það sama má segja um flutning strengjanna í báðum verkunum, að samleikurinn var hrynrænt ágætur en ekki ávallt hreinn, enda er klassíkin einkar við- kvæm að því leyti að í flutningi hennar er tærleikinn listrænt mark- mið og oft miklu fremur en tilfinn- ingaleg túlkun. Píanókvintettinn eftir Schumann er eitt af meistaraverkum kammer- tónbókmenntanna og í því verki var leikur „The Ensemble Forum“ lang- bestur. Það sem einkenndi leik japönsku listamannanna var sam- virk spilamennska, en það vantaði persónulegt framlag. I kammertón- list er hver samleikari einnig ein- leikari og verkaði því þessi samvirkni sem hemill og í samleik drógu þeir sem léku undirraddir (einnig píanóleikarinn) sig einum of mikið í hlé. Þrátt fyrir ágæta spretti var flutningurinn of oft eins og „ensamble“leikur en ekki per- sónulegur og þó samvirkur kammerflutningur. Tónleikunum lauk með því að listamennimir léku tvö japönsk smálög, í hljóman eins og um væri að ræða þjóðlagaraddsetningar, skemmtileg áheyrnar og vel leikin. ðö PIONEER HUÓMTÆKI Við hlökkum til 1988 - þá fjölgum við ferðum og bœtum við nýrri borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.