Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 -h Akranes: Mál Hennes ráð- ast á næstu dögum Akranesi. Bæjarráð Akrancss og at- vinnumálanefnd bæjarins héldu fund með starfsfólki Hennes hf. á mánudaginn þar sem rætt var um stöðu fyrirtækisins en eins og kunnugt er var öllu starfs- fólki þess sagt upp störfum fyrr í þessum mánuði.N Á fundinum var rætt um stöðu mála og hvað hægt væri að gera til að halda starfseminni áfram, en Halldór Einarsson eigandi sauma- stofunnar gerði Akraneskaupstað ákveðið tilboð um að yfirtaka rekst- urinn með þeim kvöðum sem því fylgdi. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi sagði í samtali við Morgun- blaðið að málin hefðu verið rædd HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra, Guðmundur Bjarnason, hefur skipað nefnd til að endurskoða lög um al- mannatryggingar og stjórn- skipulag Tryggingarstofnunar ríkisins, að því er segir í fréttatil- kynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. í fréttatilkynningunni segir að hlutverk nefndarinnar skuli m.a. vera: Að endurskoða lög um almanna- tryggingar og leggja mat á þau markmið sem fram koma í núgild- andi lögum. Að skoða tengsl almannatrygg- ingalaga við önnur lög, svo sem lög um málefni aldraðra og fatlaðra. Að gera úttekt á stjómskipulagi og verksviði Tryggingarstofnunar vítt og breitt á fundinum og bæjar- yfírvöld hefðu miklar áhyggjur af því ef þessi atvinnutækifæri glötuð- ust. Þess vegna myndi bæjarstjórn fylgjast gaumgæfilega með fram- vindu mála og freista þess að koma rekstrinum af stað aftur ef hann stöðvaðist. „Við erum ekki í stakk búnir að fara sjálfir út í atvinnu- rekstur af þessu tagi en það er sjálfgefið að við viljum hjálpa starfsfólkinu eins og í okkar valdi stendur. Við skiljum líka vel vanda fyrirtækisins enda eiga mörg fyrir- tæki í sambærilegum rekstri víða á landinu við sömu erfíðleika að etja. Við vonum það besta en í raun ráð- ast málin á allra næstu dögum," sagði Gísli Gíslason að lokum. ríkisins. Að endurskoða deildarskiptingu stofnunarinnar og starf trygginga- yfirlæknis. Að endurskoða fyrirkomulag tryggingaumboða og sjúkrasam- laga. Nefndina skipa Finnur Ingólfs- son, aðstoðarmaður ráðherra, sem er formaður, Ámi Gunnarsson, al- þingismaður, Helga Jónsdóttir, formaður Tryggingaráðs, Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, Kristján Guðjónsson.deildarstjóri, Sigurður Hermundarson, deildar- stjóri, og Guðmundur H. Garðars- son, alþingismaður. Ritari nefndarinnar hefur verið skipaður Gunnar Jónsson, lögfræðingur. Áætlað er að nefndin hefji störf fljótlega eftir áramótin. Dr. Guðmundur Örn Gunnarsson Doktorsritgerð um hagvöxt á Islandi NÝLEGA varði Guðmundur Örn Gunnarsson, hagfræðingur, doktorsritgerð við Háskólann i Uppsölum. Ritgerðin heitir á sænsku „Ekonomiska tillvaxten pá Island 1910—80, en produkti- vitetsstudie". Andmælandi var prófessor Guðmundur Magnús- son. Ritgerðin fjallar um íslenskan hagvöxt tímabilið 1910 til 1980 og framleiðniþróun einkum frá 1945. Höfúndur gerir hagvaxtargreiningu á atvinnuvegunum og leiðréttir 'venjubundinn framleiðnimæli- kvarða fyrir áhrifum fiskiauðlindar- innar. I ritgerðinni eru gerðar viðbætur við íslenska hagskyrslu- gerð, einkum þjóðhagsreikningaat- huganir og mannaflaútreikningar. Guðmundur Öm er sonur Borg- hildar Guðmundsdóttur og Gunnars Magnússonar. Hann lauk viðskipta- fræðprófi frá Háskóla íslands 1973. Hann tekur nú við rannsóknarstöðu við þjóðhagfræðistofnun Uppsala- háskóla. Guðmundur Öm er kvæntur Lenu Hallbáck og eiga þau einn son. —JG Nefnd endurskoðar lög um almannatryggingar óshar landstnönnum gleöilegs drs og þakhar viðshiptavinum stnum dnœgjuleg samshipti d drinu sem er að ltða. / HAFNARFIRÐI Sauðfjárbændur hafa ekki fengið uppgjör: Afurðirnar tekju- færðar á við- skiptareikninga SAUÐFJÁRBÆNDUR hafa fæstir fengið haustinnlegg sitt greitt að fullu. Sláturleyfishaf- arnir hafa greitt hluta eftirstöðv- anna og margir munu færa innleggið á viðskiptareikninga bænda fyrir áramót. Telja slátur- leyfishafarnir að ríkið hafi enn ekki gert þeim kleift að standa við staðgreiðsluákvæði búvöru- laganna, en samkvæmt þeim áttu þeir að greiða bændum að fullu fyrir 15. desember. Matthías Gíslason fulltrúi for- stjóra Sláturfélags Suðurlands segir að SS sé búið að tekjufæra haust- innleggið að fullu inn á viðskipta- reikninga bænda miðað við 15. desember. Þá hafi 7% haustinn- leggsins verið lögð inn á banka- reikninga þeirra fyrir jól, þannig að þá hafí þeir samtals verið búnir að fá 82% innleggsins greitt. Út- tektir bænda hjá félaginu í desem- ber drægjust frá eftirstöðvunum og síðan væri reynt að greiða mönnum inneignir þeirra eftir því sem eftir því væri leitað og fjárhagur félags- insleyfði. Ólafur Sverrisson kaupfélags- stjóri í Borgamesi og formaður Landssambands sláturleyfishafa segir að enn vanti töluvert upp á fyrirgreiðslu við sláturleyfíshafa til að standa undir staðgreiðslunni. Hann segir að þrátt fyrir það hefði Kaupfélag Borgfírðinga og fleiri sláturleyfishafar ákveðið að reikn- ingsfæra innleggið að fullu fyrir áramót. Sagði hann að stjórnendur kaupfélagsins teldu nauðsynlegt að færa innleggið fyrir áramót vegna skattframtals bænda og fleiri at- riða. Hins vegar fylgdi því ekki greiðsluloforð en reynt að leysa úr málum manna með vömm eða pen- ingum eftir því sem hægt væri. Stéttarsamband bænda sendi ríkisstjórninni bréf fyrir jól þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna þess dráttar sem orðið hefur á að bændur fái fullnaðargreiðslu fyrir sauðfjárinnlegg haustsins. Stéttarsambandið telur að þrátt fyrir afurðalánafyrirgreiðslu við- skiptabankanna og svokallað staðgreiðslulán ríkissjóðs skorti enn nokkuð á að afurðastöðvunum hafi verið veitt fjármagnsfyrirgreiðsla sem nægi til þess að staðið verði við ákvæði laganna og þeim hafí verið heitið við setningu þeirra. Skorar Stéttarsambandið á ríkis- stjómina að gera þegar ráðstafanir til þess að greiða úr þessum vanda. I fréttatilkynningu frá Stéttar- sambandinu kemur fram að ríkis- stjómin hefur falið landbúnaðar- og fjármálaráðherra að athuga hvaða breytingar hafa orðið frá fyrra ári á möguleikum afurða- stöðvanna til að standa við greiðslur til bænda og leita leiða til að jafna þann mun sem á því kann að reyn- ast. Nýja 14% vörugjaldið samsvarar 17,5% gjaldi Útreikning'sgrunni breytt NÝJA vörugjaldið sem lagt verð- ur á í byijun næsta árs er 14% og kemur það í staðinn fyrir 5 mismunandi vörugjöld. Um leið verður grunni vörugjaldsút- reikningsins breytt þannig að nýja 14% gjaldið samsvarar 17,5% vörugjaldi samkvæmt gamla útreikningnum. Vömgjöldin sem verið hafa í gildi reiknuðust af innflutningsverði inn- fluttrar vöru og áætluðu verk- smiðjuverði innlendrar framleiðslu sem reiknað var sem 80% af heild- söluverði. Nýja vörugjaldið leggst hins vegar á hærri grunn, það er innflutningsverð með 25% álagi og óskert heildsöluverð innlendrar framleiðslu. Bjöm Bjömsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir að þessi breyting á útreikningi sé gerð til þess að losna við að áætla verk- smiðjuverð innlendu framleiðslunn- ir sem geti verið erfítt. Betra sé ið leggja á heildsöluverðið óskert en því fylgi að hækka þurfi grunn innfluttrar vöru í tolli til að hlut- föllin röskuðust ekki. Klippt af óskoðuðum LÖGREGLAN í ReykjavSk ætlar í ársbyrjun að klippa númer af öllum þeim bifreiðum, sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á árinu sem er að líða. Mánudaginn 4. janúar verður hafíst handa og þá verða númer klippt af óskoðuðum bifreiðum, hvar sem til þeirra næst, bæði í Reykjavík og um land allt. Að sögn lögreglunnar er nokkur fjöldi bif- reiða enn óskoðaður og í flestum tilvikum em það eldri bifreiðar, sem" eru oftar en ekki í ólagi. Lögreglan stefnir að því að bifreiðaeigendur verði búnir að kippa málum í lag fyrir febrúarbyijun. Takk fyrír hjálpina Við höfum fundið mikinn meðbyr og velvilja á þessu ári. ■ Það hefur verið okkur ómefanlegf í baráffunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.