Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
Siðanefnd Blaðamannafélags Islands:
Ummæli ekki brot
á siðareglum BI
SIÐANEFND Blaðamannafélags
íslands hefur fyrir skömmu kveð-
ið upp eftirfarandi úrskurð:
„Útvarpsstjóri Stjömunnar, Ólaf-
ur Hauksson, hefur með bréfi
( dagsettu 19.11. 1987 kært til Siða-
nefndar Blaðamanhafélags íslands
skrif Ólafs M. Jóhannessonar í
Morgunblaðinu 17.11. síðastliðinn.
Þar fjallaði Ólafur M. Jóhannesson
um útvarpsþátt sem nefndur er „í
hjarta borgarinnar" og sendur var
út á Stjömunni 15.11. í beinni út-
sendingu frá Hótel Borg, en rekstra-
raðili hótelsins er einn af eigendum
Stjömunnar.
í umræddri grein telur Ólafur
Hauksson eftirfarandi ummæli brot
á siðareglum:
„.. . dæmi um nánast fullkomna
samtvinnun útvarpsefnis og auglýs-
inga..."
„Það gefur því augaleið að einka-
stöðvar í eigu athafnamanna hljóta
að leita til móðurfyrirtækjanna, þeg-
ar í harðbakkann slær.“
Ólafur M. Jóhannesson hefur um
allnokkurt skeið verið fastur dálka-
höfundur í Morgunblaðinu og
einkum skrifað um útvarp og sjón-
varp. Gagnrýnanda sem skrifar
undir fullu nafni hlýtur að leyfast
að segja álit sitt á því hvort hann
telur efni sem hann fjallar um bijóta
í bága við regluna um aðskilnað
auglýsinga frá öðm efni.
Urskurður Siðanefndar Blaða-
mannafélags íslands er þvi sá að
hér sé ekki um brot á siðareglum
BÍ að ræða.
Nefndin fjallaði um málið á fund-
um 2., 8., 15. og 22. desember 1987.
Á fund hennar komu Ólafur M. Jó-
hannesson og Ólafur Hauksson frá
Stjömunni. Ennfremur hlustaði
nefndin á umræddan útvarpsþátt af
segulbandi.
Reylqavík, 22.12.1987.
Bjarni Sigurðsson
Elias S. Jónsson
Fríðrik Páll Jónsson
Ólafur G. Eyjólfsson
Þorsteinn Gylfason
Undirstöður kannaðar
Undirbúningsvinna við hina nýju tónlistarhöll sem rísa mun í Laugardal er í fullum gangi. í gær
var veríð að kanna jarðveginn með bor.
VEÐURHORFUR í DAG, 13.01.88
YFIRLIT kl. 16.00 í gær: Norð-austanátt é landinu, allhvöss á stöku
stað en víðast kaldi eða stinningskaldi. Snjó- eða slydduél voru á
Norður- og Austurlandi og norðan til á Vestfjörðum, en annars
bjart veöur. Hiti var víðast nálægt froetmarki.
SPÁ: Norðan- og norð-austanátt, stinningskaldi eða allhvasst.
Snjó- eða slydduél á Norður- og Austurlandi en léttskýjað suð-
vestanlands. Hiti víðast nálægt frostmarki.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG: Norð-austanátt, kaldi eöa stinningskaidi
víða él norðan- og austanlands, einnig á norðanverðum Vestfjörö-
um,.en bjartari suð-vestanlands. Frost 1—3 stig.
HORFUR A FÖSTUDAG: Sunnan- og suð-vestanétt, allsnörp um
vestanvert landið, en mun hægari austan til. Skúrir eða slydduél
verða um sunnan- og vestanvert landið, en úrkomulaust annars
staðar. Hiti um 2 stig sunnanlands en 1 —2 stiga frost annars staðar.
T'ÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius
Heifiskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir
LéttSk”aö / / / - - / / / / Rigning V Él Þoka
/ / / * / * 5 Þokumóða Súld
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur
4 Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * R Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gœr að isl. tíma
Akureyri Reykjavik httl +0 +3 veóur snjóól Mttskýjað
Bergen 4 rignhtg/súfd
Helslnki 1 slyddo
JanMayen +8 lóttskýjað
Kaupmannah. S lóttskýjað
Narssarsauaq vantar
Nuuk +10 lóttskýjað
Ostó +1 akýjeð
Stokkhóimur 1 léttskýjað
Þórshöfn 6 rignlng
Algarve 12 skýjað
Amsterdam 6 þokumóða
Aþena 14 lóttskýjað
Barcelona 1Ó þokumóða
Berlfn S lóttskýjað
Chicago 2 alskýjað
Feneyjar 6 þokumóða
Frankfurt 4 heiðekfrt
Glasgow 8 rigning
Hamborg 3 þokumóöa
LasPalmas vantar
London 8 skýjað
Los Angeles 12 skýjað
Lúxemborg +1 hrfmþoka
Madrfd 8 lágþokublettir
Malaga 13 hólfskýjað
Maliorca 13 súld
Montreal +4 alskýjað
NewYork vantar
Parfs S skýjað
Róm 10 þokumóða
Vfn 3 lóttakýjað
Washington +8 þokumóða
Winnipeg +23 alskýjað
Vaiencia 11 rignlng
Reagan þakkar heillaóskir Alþingis:
Reykjavíkurfund-
urinn tímamót
RONALD Reagan, forseti Bandarikjanna, hefur sent Alþingi bréf
þar sem þakkaðar eru heillaóskir þær, sem Alþingi samþykkti að
senda leiðtogum stórveldanna í tilefni samningsins um afvopnunar-
mál, en leiðtogamir undirrítuðu hann í Washington í desember.
í bréfínu, sem stílað er til for-
seta sameinaðs þings Þorvaidar
Garðars Kristjánssonar, segir með-
al annars: „Þakka yður fyrir bréf
yðar fyrir hönd Alþingis með
heillaóskum til min í tilefni hins
árangursríka fundar mín og
Míkhaíls Gorbatsjovs, aðalritara
sovéska kommúnistaflokksins. Það
er skoðun okkar að þessir fundir
marki söguleg tímamót í öryggis-
málum heimsins, auk þess sem
þeir treysta og efla samskipti þjóð-
anna. Með hinum svokallaða
INF-samningi, sem við undirrituð-
um, verða þáttaskil því að í fyrsta
sinn hafa þjóðimar orðið sammála
um að minnka vopnabúnað sinn,
en ekki aðeins að draga úr vexti
hans. í samningi þessum er auk
þess fólgin von um að enn megi
bæta samskipti austurs og vesturs.
Ég vil nota þetta tækifæri til
að ítreka þakkir mínar til íslend-
inga og islenskra stjómvalda fyrir
þátt þeirra í vamarsamstarfí Norð-
ur-Atlantshafsríkja og fyrir þær
hlýju móttökur sem ég hlaut í
Reykjavík í október 1986 er ég
átti þar fund með Míkhail Gor-
batsjov. Ég er sannfærður um að
þess fundar verður minnst sem
tímamóta í samskiptum austurs
og vesturs og í takmörkun vígbún-
aðar.“
Gunnar Eggertsson
stórkaupnmður látínn
GUNNAR Þórður Eggertsson,
framkva-mdastjóri innflutn-
ingsfyrirtækisins Gunnars
Eggertssonar hf. og formaður
Glímufélagsins Ármanns í
Reykjavík s.l. 23 ár, lést á heim-
ili sinu 11. janúar sl.
Gunnar fæddist 18. ágúst 1922
en foreldrar hans voru Eggert
Kristjánsson stórkaupmaður og
Guðrún Þórðardóttir. Gunnar varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1942' og lauk B.S.
prófí í viðskiptafræði frá Univers-
ity of Califomia árið 1944 og M.S.
prófí frá sama skóla ári síðar.
Fyrri eiginkona Gunnars var Bára
Jóhannsdóttir en hún lést 14. apríl
1969. Þau áttu einn son, þijár
dætur og einn kjörson. Seinni eig-
inkona Gunnars er Valdís Hall-
dórsdóttir og lifír hún mann sinn.
Gunnar tók, ásamt bróður
sínum og tveim mágum, við fyrir-
tæki föður síns, Eggerts Kristjáns-
sonar, er hann féll frá árið 1966.
Gunnar varð siðan framkvæmda-
stjóri Gunnars Eggertssonar hf.
er það fyrrirtæki var stofnað árið
1973.