Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Forspil og eftirspil Vegna fréttar um flutning á Orgelkonsert Jóns Leif s eftirRagnar Björnsson í Morgunblaðinu þriðjudaginn 8. desember segir Hjálmar Ragnars- son frá flutningi á Oreglkonsert Jóns Leifs í Stokkhólmi í janúar. Segir Hjálmar í fréttinni „að fyrir tilstilli hans sjálfs og Ahléns taki Fílharmóníuhljómsveitin verkið til flutnings". Anægjuleg frétt það þótt forleikurinn að flutningnum í janúar sé e.t.v. lengri en Hjálmar nefnir. Árið 1983 skrifaði ég Henrik „En eins og fyrr segir, skiptir ekki nokkru máli hvorum okkar Hjálmari er að þakka að konsertinn verður fluttur nú, kannski er það líka h vorug-um okk- ar að þakka." Janssson, þá dómorganista í Gauta- borg, um Orgelkonsert Jóns Leifs, sem ég þá hafði verið að æfa og hrifist mjög af. Jansson sagði þá- verandi framkvæmdastjóra Fflharmóníunnar í Stokkhólmi frá þessu og í mars 1984 skrifaði fram- kvæmdastjórinn, Engström, bréf, þar sem hann biður um að ég sendi honum hljómsveitarskrána af kon- sertinum, hvað ég og gerði. Ég segi ekki frá þessu vegna þess að nokkru máli skipti fyrir hvors til- stilli konsertinn verður fluttur í janúar, aðalatriðið er að hann verð- ur fluttur. En undirrituðum finnst kannski einhverju máli skipta að aðdragandinn sé eitthvað nákvæm- ari upptalinn en er gert í frásögn Ragnar Björnsson Hjálmars. Það tekur tíma fyrir for- ráðamenn hljómsveitar að ákveða flutning á nýjum verkum, sérstak- Frá því að MAZDA 626 kom fyrst á markáðinn hefur hann verið langvinsælasti bíllinn í sínum flokki hérlendis. Nú er 3. kynslóð af þessum geysivinsæla bíl komin á markaðinn nýr frá grunni, stærri, aflmeiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. lega þegar um erlend verk er að ræða, og ég beið því rólegur. __ í janúar 1986 var ég ásamt Árna Kristjánssyni í ákveðnum erinda- gjörðum í Stokkhólmi og fór þá á fund Engströms. Þá hafði ekkert gerst varðandi flutning. En í lok samtalsins lét Engström leita uppi hljómsveitarskrána, lagði hana á skrifborðið fyrir framan sig og lof- aði að setja þetta í „vinnu", og þá áætlað að ég léki einleikshlutverkið, ef af flutningi yrði. Nokkrum mán- uðum eftir þetta viðtal hættir Engström sem forstjóri hljómsveit- arinnar og Áke Holmquist tekur við. Án þess að hafa mig nokkuð í frammi beið ég eftir bréfi frá Holm- quist, beið reyndar einnig eftir tækifæri til að hitta hann í Stokk- hólmi. í júnímánuði 1987 fæ ég bréf, ekki frá Holmquist, heldur frá Jansson. Hann segist hafa séð á efnisskrá Pílharmóníuhljómsveitar- innar fyrir veturinn 1987—88 að Orgelkonsert Jóns Leifs verði flutt- ur með sænskum organleikara og spyr mig hvers vegna ég spili hann ekki. Jafnframt segist hann hafa hitt Göran Bergendal í lok árs '86, og Bergendal hafi þá sagt að vitan- lega muni Ragnar spila konsertinn. Bergendal þessi hefur oft komið til íslands, þekkir íslenskt tónlistarlíf vel og hefur kynnt það í sænska útvarpið. Jansson segist í bréfinu hafa hringt til Engström, sem ekki gat gefið önnur svör en þau að hann hafi afhent eftirmanni sínum öll gögn sem tilheyrðu hljómsveit- inni. Fúslega skal viðurkennt að ég varð svolítið sleginn yfir að fá ekki að spila konsertinn en gladdist þó innilega yfír að hann skyldi fluttur, því þessi tónsmíð hefur hrifið mig mjög og má ekki lengur liggja óheyrð. Eri eins og fyrr segir, skiptir ekki nokkru máli hvorum okkar Hjálmari er að þakka að konsertinn verður fluttur nú, kannski er það líka hvorugum okkar að þakka. Eitt er þó víst, Hjálmar var ekki kominn í spilið þegar Engström setti hljómsveitarskrána á borðið hjá sér og hét því að koma konsert- inum í „vinnu". Hafi Hjálmar haft einhver áhrif á flutning konserts- ins, hefur það gerst eftir að Holmquist tók við. Ég held að mér sé óhætt að fullýrða að Hjálmar hafí þá vitað að ég var búinn að æfa konsertinn og þar sem fyrir „hans tilstilli" skyldi konsertinn fluttur, þykist ég vita að hann hafi bent á mig sem flytjanda orgel- hlutverksins, sem auðsjáanlega hefur ekki nægt mér, þrátt fyrir meistaragráðuritgerð sína um Jón Leifs. Já, miklir menn erum við Hjálmar minn. Ég hef reyndar aldr- ei skrifað meistaragráðuritgerð, nema ef vera skyldi að ég hafi kom- ist nálægt því í afmælisgrein um Pál ísólfsson, en þar leitaðist ég við að færa sönnur á þau mistök skaparans að láta Pál ekki fæðast Húnvetning. En ég hef æft þennan erfiða konsert Jóns Leifs og vonast til að fá einhvers staðar tækifæri til þess að taka þátt í flutningi hans. Ég vona svo, Hjálmar, að við hittumst í Stokkhólmi 20. janúar og getum báðir glaðst yfir flutningi konsertsins. Og hver á heiðurinn? — Jón Leifs. Höfundurerorgelleikari. MAZDA 626 kostar nú frá aðeins 658 þúsund krónum. (1.8L Sedan 5 gíra m/vökvastýri) Sýningarbílar á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5. " (stgr.-gengisskr.ai 38) BILAÐORG HF. FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.