Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
nmnmn
*
„fcg hc-yW sjávavn i$!"
*
Ast er...
PUD
... að sjá ekki sólina fyr-
ir henni.
TM Reg. U.S. Pat. Ofl.—all rights reserved
c1984 Los Angeles Times Syndicate
Ágætt! Þú hefur lofað hon-
um meira en ég treysti
mér til að efna.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hækkíð laun
þeirra
lægstlaunuðu
Til Velvakanda
Nú í upphafi árs stefnir í óróa á vinnu-
markaði og virðast miklar kjaradeilur
framundan. Annars vegar er verkafólk,
sem vissulega þarf á leiðréttingu launa
sinna að halda, en hins vegar aðrir sem
þegar hafa viðunandi laun en ætla sér nú
stóran hlut. Ég tel að við þær aðstæður
sem nú hafa skapast ættu láglaunahópam-
ir að ganga fyrir hvað launahækkanir
varðar. Sérstaklega á þetta við um fólk
sem vinnur í undirstöðuatvinnugrein okk-
ar, fiskvinnslu. Fiskvinnslufólk vinnur
erfiða vinnu, oft langan vinnudag en er
skammarlega illa launað.
Verkamaður
Fæðingarorlof verdí
jafnt fyrir allar konur
Til Velvakanda
Undanfama daga hefur staðið
yfir kynning á breyttu fyrirkomu-
lagi fæðingarorlofs. Þar á meðal
er lenging fæðingarorlofs um einn
mánuð og aukin réttindi maka
ii é^ééíIiíié ■■■■■ ml lim
fama daga. Hann er með ól en
ómerktur. Upplýsingar í síma
33529.
Svartur högui
Fullvaxinn svartur högni hvarf
í Árbæjarhverfí fyrir nokkm.
Hann hefur grá hár á hálsi og
var með gula 61. Þeir sem orðið
hafa varir við hann em beðnir að
hringja í síma 671006.
Lykill
Stakur lykill á kippu merktri
„Sumarbústaður SÍL, lykill nr. 8
- Bessi", fannst í Skeijafírði fyrir
skömmu. Upplýsingar í síma
13226.
tekna, þ.e. beinharðra peninga, til
heimilisins. Er ekki tíma'bært að
leiðrétta þetta misrétti? Auðvitað á
fæðingarorlof að vera jafnt fyrir
allar konor.
Gulllitað
reiðhjól
Asgrímur hringdi
Gulllitað reiðhjól af gerðinni
BMX-turbo hvarf frá Hólmgarði
50 síðari hluta síðustu viku. Á
hjólinu em svartir púðar með
áletmninni „Action". Þeir sem
geta gefíð upplýsingar um hvar
hjólið er niður komið em góð-
fúslegast beðnir að hringja í síma
39224. Fundarlaunum er heitið.
Foreldrar í hverfínu em vinsam-
legast beðnir að athuga hvort
þangað hafí borist reiðhjól af
þessari gerð.
Þessir hringdu .
Fæðingarorlof
verðijafnt
Sigrún hringdi:
„Ég vil taka undir með H.Þ.
sem skrifar í Velvakanda hinn 7.
þ.m. Það er mikið óréttlæti að
heimavinnandi húsmæður fái ekki
jafn mikið fæðingarorlof og konur
sem vinna úti. Greinilegt er að
störf húsmæðra em ekki mikils
virði í augum ráðamanna. Ég tel
tímabært að þetta misrétti verði
leiðrétt."
Köttur
Svartur köttur hefur verið á
flækingi við Rauðalæk undan-
Víkverji skrifar
Töluverðar umræður hafa verið
um það um nokkurt skeið með-
al þeirra, sem rita erlendar fréttir
í Morgunblaðið, hvemig beri að
standa að eignarfallsendingum ætt-
amafna. Eins og lesendur hafa ef
til vill veitt athygli hefur það oft
tíðkast að hafa eignarfallsending-
una á skímamafninu; dæmi: ræða
Ronalds Reagan en síðan þegar
skþ-narnafninu er sleppt ræða Re-
agans. Um þetta hafa blaðamenn
ekki verið á eitt sáttir. Engin algild
regla er til í málinu um þetta.
Hinn 30. desember sl. birtist hér
í blaðinu grein eftir Árna Böðvars-
son, málfarsráðunaut Ríkisútvarps-
ins, þar sem hann drepur meðal
annars á þetta atriði og vísar máli
sínu til stuðnings í rannsóknir In-
gólfs heitins Pálmasonar. Segir
Ami það meginreglu í íslensku
beygingarkerfí að orð verði ekki
beygingarlaust þó að annað hlið-
stætt orð bætist við. Þeir sem fylgi
ekki þessari meginreglu skipi sér
að minnsta kosti óafvitandi í þann
fjölmenna flokk sem stefnir „að
skemmdum á íslensku máli með því
að fella niður beygingar." Eftir
þessa ádrepu Áma urðu þeir, sem
rita erlendar fréttir í Morgunblaðið
sammála um, að hér eftir myndu
þeir forðast að geta talist til mál-
skemmdarverkamanna af þessum
sökum.
X- JL X.
Fyrir þá sem vinna að því að
flytja íslendingum fréttir af
útlendingum, sem allir bera ættar-
nöfn, er það þó ekki einhlítt að
koma sér niður á það að bæði
skímarnafn og ættamafn fái eign-
arfallsendingu — síðan koma
undantekningamar. Ámi Böðvars-
son bendir einmitt á þær í Tungu-
taki, húsblaði Ríkisútvarpsins,
vettvangi umræðna um málfar. Þar
segir í blaði nr. 33 nú í desember:
„Þau ættamöfn sem taka eignar-
fallsendingu þegar þau standa ein
(verk Nordals, ljóð Thomsens)
halda henni að sjálfsögðu í vönduðu
máli þegar skímarnafnið bætist
framan við: verk Sigurðar Nor-
dals, ljóð Grims Thomsens. Ekki
er venja að beygja ættamöfn
kvenna á sama hátt, heldur t.d.:
þulur Theodoru Thoroddsen. Það
hefur þó stundum verið gert (sbr,
athugun Ingólfs Pálmasonar). Rétt
er að fara eins með nöfn útlend-
inga: ræða Ronalds Reagans,
stjórnártíð Benitos Mussolinis.
Útlend karlmannanöfn sem enda á
-a taka þó ekki slíkri breytingu
(Rabuka, uppreisn Rabuka), og
ekki virðist heldur þörf á að bæta
eignarfalls-s-i aftan við nöfn sem
enda á -e (t.d. morðingi Palme,
Olofs Palme).“
Víkveiji getur fellt sig við hvert
orð, sem þama stendur. Og með
vísan til þess var það til dæmis
rétt, þegar stóð í fyrirsögn á forsíðu
Morgunblaðsins á föstudag:Mót-
mæli við komu Margaretar
Thatcher til Nígeríu.
xxx
Víkveiji vakti máls á því fyrir
hálfum mánuði, að sögnin að
versla virtist vera að útrýma sögn-
inni aðkaupa. Nefndi Yíkveiji dæmi
úr fréttatíma Bylgjunnar. Af þessu
tilefni barst Víkveija bréf, þar sem
honum var bent á að líta sér nær
í Morgunblaðinu. Sendi bréfritari
nokkrar úrklippur úr Morgunblað-
inu og Þjóðviljanum máli sínu til
stuðnings. Mesta athygli Víkveija
vakti, að viðurkenndur rithöfundur
notar sögnina að versla á þennan
hátt í smásögu í Lesbók Morgun-
blaðsins: „fyrir húsmæðrunum sem
óskuðu einskis fremur en að fá að
versla í friði sitt kjötfars og sínar
agúrkur.“
Dæmi bréfritara eru annars
þessi: hvers konar bækur versla
þeir; við verslum föt okkar aðallega
inn frá Ítalíu og Frakklandi; ég er
að versla mér föt; við versluðum föt
á sumartilboði; og verslar iðulega
fatnað á mig; til dæmis mættu við-
skiptabankar nú ekki versla hluta-
bréf. Þessi dæmi sýna, að það er
meira en tímabært að snúast gegn
þessum ósómal