Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 45 Þórhildur Frímanns- dóttir - Minning Fædd 1. nóvember 1912 Dáin 24. desember 1987 Því hvað er ástar og hróðrardís og hvað er engill í paradís hjá góðri og göfugri móður? Þessar ljóðlínur séra Matthías- ar komu upp í huga minn þegar mér var sagt að Þórhildur í Ar- gerði væri dáin. Hún var sannarlega góð móðir. Að morgni 24. desember lést hún á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða og gekk undir aðgerð fyrir rúmu ári, sem heppnaðist vel og var heilsa hennar eftir öllum von- um. En skyndilega veiktist hún heima, rúmri viku fyrir jól og var flutt á júkrahúsið. Eg veit að jólin hefur hún verið búin að undirbúa og hef ég verið að hugsa um það af hverju sá sem öllu ræður lofaði ekki þessari elskulegu konu að halda heilaga jólahátíð með eigin- manni sínum í fallega litla húsinu þeirra og fjölskyldum, sem allar búa á Sandinum, en fæ það svar að enginn getur ráðið sínum næt- urstað og að henni hafi verið ætlað stærra hlutverk handan tjaldsins mikla þar sem henni verður ábyggilega vel fagnað. Þórhildur ólst upp á Ytri-Vík ásamt 5 systkinum sínum í ástrí- kri fjölskyldu. Oft talaði hún um Víkina og saknaði að mörgu leyti æskuheimilis síns fyrst í stað og hvergi fannst henni eins fallegt og þar. Þegar Þórhildur var á unga aldri veiktist hún af berklum og þurfti að fara á Kristneshæli. Þar dvaldi hún um nokkurt skeið og mun aldrei eftir það hafa feng- ið fulla heilsu, en engum sem til hennar kom gat dottið það í hug að hún gengi ekki heil til skógar, því að heimilið var allt fágað og prýtt, svo og öll hennar handa- vinna, dúkar, myndir og allt sem hún gerði af sérstakri vandvirkni. Þann 13. maí 1937 gekk hún að eiga Guðmund Benediktsson, ættaðan af góðu fjölhæfu fólki af Ströndum. Það var hennar stærsta gæfuspor og eftir 50 ára hjúskap var kærleikur þeirra hjóna jafn innilegur. Fyrst bjuggu þau á Ytri-Vík og þar fæddust drengirnir þeirra, Hermann, Sva- var og Ingvar. Þar gerði faðir þeirra út trillu, en þar var engin bryggja og óhægt um vik hvað sjósókn snerti. Fluttu þau út á Sand og keyptu Árgerði árið 1948. Þar átti faðir Guðmundar heima, nýlega orðinn ekkjumaður, og dvaldi hann hjá þeim af og til á meðan hann lifði. Nokkur ár gerði Guðmundur út trillu við gömlu bryggjuna á Sandinum. Þá var beitt lína og gekk Þórhildur í beit- inguna eins og önnur verk og kvartaði aldrei um tímaleysi. Hún sá um að mjólka og gera því til góða, þá áttu þau nokkrar kind- ur, sem líka þurfti að sinna, sérstaklega á vorin þegar mest var að gera við sjóinn. Það gerði Þórhildur af nákvæmni, hún sagði Blóma-og w skreytingaþjónusta hvertsemtilefniðer. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200 stundum við mig eftir að þau hættu með kindurnar að hún saknaði þeirra, sérstaklega litlu lambanna. Sannarlega var hún vorsins barn, hún vildi hlúa að öllu, garð- urinn þeirra, litla gróðurhúsið fullt af ilmandi rósum og dásamlegum blómum og svo stofublómin báru þess vitni að hugur og mildar hendur hlúðu að þeim. Guðmundur átti líka sinn þátt í að gera heimilið vistlegt. Hann er þúsund þjala smiður og sá allt- af eitthvað sem betur mátti fara jafnt innan húss sem utan og hjálpaði konu sinni enda sagði hún oft: „Hann Guðmundur minn gerði nú þetta." Gestrisni þeirra Ár- gerðishjóna var með eindæmum, allir jafn velkomnir, og bakaði Þórhildur allt sitt góða brauð og sá um að heimilið vantaði aldrei neitt, nýtni og reglusemi voru ríkir þættir í fari hennar. Þegar börnin mín voru í línu hjá þeim, þá 10—12 ára, dreif Þórhildur þau oft í mat til sín svo þau þyrftu ekki að labba heim. Oft tala þau um það hvað t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR ÞORSTEINSSON, Bollagötu 10, Reykjavik, andaðist á heimili sínu mánudaglnn 11. janúar. Hulda Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Örn Þórhallsson, Sigurjóna Þórhallsdóttir, Karl Ottesen, Þóra Þórhallsdóttir, Halldór Konráðsson, Þorsteinn Þórhallsson, Sigrún Eiríksdóttir og barnabörn. t Bróðir minn, OSKAR HJARTARSON frá Grjóteyri, til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist 1. janúar á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Torfi Hjartarson. t Bróðír okkar, PÁLL JÖKULL ÞORSTEINSSON, Grettisgötu 13, sem andaðist 2. janúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i' Reykjavík fimmtudagihn 14. janúar kl. 13.30. Hulda Þorsteinsdóttir, Pétur Ómar Þorsteinsson. t Bróðir okkar. ÁRNIJÓNSSON frá Ásmundarstöðum, sem lést af slysförum 1. janúar, verður jarðsunginn frá Snartar- staðarkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. HildurJónsdóttir, Skafti Jónsson. t Ég þakka innilega hlýhug og samúð við andlát mannsins mins, JÓNS G. ÞÓRÐARSONAR frá Siglunesi. Fyrir hönd aðstandenda, Sofffa Jónsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við fráfall og útför, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Skorrastað, Sjafnargötu 12, Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Hvitabandsins. Halldóra Sigurjónsdóttir, Helga S.OIafsdóttir. og aðrir vandamenn. hafi verið gaman að vinna þarna í skúrnum við litlu bryggjuna og koma við hjá Þórhildi, sem oft 'færði þeim eitthvað gott út á tröppur ef þau komu ekki inn. Ef veikindi eða eitthvað amaði að á mínu heimili fylgdist hún með hvernig liði eins og við værum henni nákomin og var eins og hún vissi þá hvað okkur best kom. Hugsunin var alla tíð sú sama og margt ber okkur að þakka þegar leiðir'skilja um sinn. Síðastliðinn vetur, þann 31. mars, urðu þau hjónin fyrir þeirri þungu sorg að Svavar, sonur þeirra, fórst í ofsaveðri þegar hann var að reyna að bjarga bát sínum og var öllum harmdauði sem hann þekktu. Synir þeirra hjóna urðu allir duglegir sjómeníi, enda byrjuðu þeir að róa me'ð föður sínum innan við fermingu. Konur þeirra eru allar frá Akureyri, myndarlegar ágætis stúlkur. Kærleikur sona og tengdadætra til Þórhildar var mjög til fyrirmyndar, þau öll revndu að létta undir með henni þegar heilsan fór að bila og var hún elskuð og virt af öllum í fjöl- skyldunni. Oft lá leið þeirra heim i Árgerði. Hún sá barnabörnin vaxa úr grasi og verða fullorðið myndar- og dugnaðarfólk og svo voru langömmubörnin henni kær- komin. Guðmundur og synir stofnuðu fyrirtækið G. Ben., sem er nú stór- útgerð og vinnur þar margt fólk allt árið og má segja að þeir hafí að nokkru leyti byggt upp Sandinn. Þórhildur fylgdist með vexti þess og hvernig gekk í sveit og við sjó. Þórhildi fannst hún standa í þakkarskuld við allt og alla. Þann- ig hugarfar er sérstakt, en framúrskarandi fórnfýsi, velvild og góðar gáfur hafa átt sinn þátt í þessu, sem hún hélt til dauða- dags. Fjölskylda mín sendir Guð- mundi, sonum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Karolína Gunnarsdóttir t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð bg hlýhug við andlát og útför föður okkar, BJÖRNS ÓLAFSSONAR, Lönguhh'ð 12, Bíldudal. Börn hins látna. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför VILFRÍÐAR Þ. BJARNADÓTTUR. Fyrir hönd fjölskyldna, Pálína Björnsdóttir, Pétur Andrésson, Haukur Andrésson. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður og tengda- föður, GUNNARS EINARSSONAR frá Morastöðum, Kjós. Aðalheiður Jónsdóttir, börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda sarnúð við andlát og útför ÁSGEIRS BJARNÞÓRSSONAR listmálara. Sigþrúður Friðriksdóttir, Sturla Friðriksson, Guðrún Þórðardóttir, Ágúst Valfells, SigríðurValfells, Sveinn Valfells. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNLAUGAR THORARENSEN, Hafnarstræti 104, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna. Almar Þórarinsson, Lidýa Þorkelsson, Oddur Thorarensen. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu vegna veikinda og fráfalls móður okkar, tengdamóður og systur, ÞORBJARGAR G. BJÖRNSDÓTTUR, . Hvassaleiti 38, Reykjavfk. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar A-6, Borgarspítal- anum, fyrir frábæra umönnun og aðstoð. Guðrún Þ. Einarsdóttir, Birna Einarsdóttii, Auður Inga Einarsdóttir, Helga Björnsdóttir, Jóhann E. Ólafsson, Þórir Sigursteinsson, Guðmundur Öm Guðmundsson, Valgerður Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.