Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 4-1- Verðútreikningar fjármálaráðuneytisiiis: Gert ráð fyrir óbreyttu verði ákótilettum Vinnslu og meðferðarkostnaður veld- ur hækkuninni, segja fulltrúar landbúnaðarráðuneytisins BOLLI Bollason hagfræðingur fjármálaráðuneytisins segir að í verð- útreikningum ráðuneytisins hafi verið gert ráð fyrir að niðurgreiðsl- ur nægðu til að verð á almennum neysluvörum úr dilkakjöti, svo sem kótilettum og lærissneiðum, yrði óbreytt þrátt fyrir upptöku sölu- skatts á matvæli. Bolli segir. að þetta hafi verið gert samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu. Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sagði hins vegar í sam- tali við Morgunblaðið, að hér væri um að ræða vinnslu- og með- ferðarkostnað, sem hefði hækkað f kjölfar söluskattsbreytinganna. Að sögn Bolla Bollasonar var reiknað með hækkun á unnum kjöt- vörum,. vegna launaliðs og sölu- skatts á umbúðir. Hinsvegar hefði verið gert ráð fyrir að almennar neysluvörur úr dilkakjöti, svo sem kótelettur og lærissneiðar myndu ekki hækka og ef það gerðist kæmi það jafnmikið í bakið á fjármála- ráðuneytinu og öðrum. Guðmundur Sigþórsson sagði að niðurgreiðslun- ar hefðu verið miðaðar við þá verðhluta sem eru skráð á opinber verð f smásölu og þeir tækju því ekki hækkunum. Hins vegar ef um væri að ræða vóru sem væri meira unnin, eins og kótilettur, væri vinnslu- og meðferðarkostnaður ekki niðurgreiddur þó að hráefnið i kótilettunum væri niðurgreitt. í samtölum við kaupmenn fyrir helgi kom fram óvissa um hvort endurgreiðsla á kjarnfóðurgjaldi kæmi þegar til lækkunar á alifugla- og svínaafurðum. Bolli Bollason sagði að Ijóst hafi verið frá upphafi að endurgreiðslur þessar kæmu til lækkunar á birgðir og fulltrúum framleiðenda hefði verið gerð grein fyrir þessu. Guðmundur Sigþórsson sagði að Pramleiðsluráð landbúnað- arins hefði tilkynnt öllum, sem eru í framleiðslu á alifugla- og svína- kjöti, að þessi ákveðna upphæð sem um var rætt, kæmi til niðurgreiðslu frá og með áramótum. Hafi orðið Póstur og sími: Þrír nýir stöðvar- stjórar Á ÞREMUR stöðum víðs veg- ar um landið hafa verið skipaðir nýir stöðvarstjórar Pósts og síma undanfarnar vikur. Ragnar Helgason stöðvarstjórí á Húsavík hefur veríð skipaður stöðvarstjóri á Akranesi í stað Hermanns Guðmundssonar sem látið hefur af störfum vegna ald- urs. Þá hefur Anna Þóra Péturs- dóttir póstafgreiðslumaður verið skipaður stoðvarstjóri á Fá- skrúðsfírði í stað Sigurðar J. Jónssonar sem tekur við starfí stöðvarstjóra í Vestmannaeyj- um. Loks hefur Erla Eyjólfsdóttir yfirpóstafgreiðslumaður á Sel- fossi verið skipuð stöðvarstjóri Pósts og síma á Laugarvatni í stað Önnu Böðvarsdóttur sem hefur látið af stórfum vegna aldurs. verðhækkanir umfram það sem ráðuneytið gerði ráð fyrir, væru þær vegna vörubirgða í búðunum sjálf- um, en ekki á vöru frá framleiðend- um. Bolli Bollason sagði að þær tölur sem fjármálaráðuneytið hefði gefið út, um að söluskattur á matvæli þýddi 7% hækkun að meðaltali og að framfærslukostnaður ætti ekki að hækka vegna tollalækkana, mið- uðust við þessar breytingar einar og sér. Einnig hefði verið ljóst að verðhækkanir vegna söluskatts kæmu á undan verðlækkunum vegna tollalækkana. Bolli sagði að erfitt væri að segja til um hvað tollabreytingarnar yrðu lengi að skila sér en sér fyndist ólíklegt að það taki langan tíma. „Það er þeg- ar komið í ljós að fólk heldur að sér höndum og kaupir ekki hluti sem það veit að lækka auk þess sem margar verslanir hafa verið að aug- lýsa lægra verð þótt birgðirnar hafí verið keyptar á gamla verðinu," sagði Bolli. Moi-gunblaðið/Þorkell Frá vinstrí Ingibjörn Hafsteinsson frá matvörukaupmönnum, Sigurður Jónsson frá Verslunarnefnd kaupfélaganna, Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, Jóhannes Jónsson frá kjötkaupmönnum, Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Miklagarðs og Jón Ásbergsson f orstjóri Hagkaups. Matvörukaupmenn óánægðir með álagningu landbúnaðarvara: Hætt við að hverfa- verslunum fækki MIKIL óánægja er meðal matvörukaupmanna með ákvörðun verð- lagsráðs á álagningu á landbúnaðarvörum sem tóku gildi 7. januar. Landbúnaðarvörur eru um þriðjungur af veltu matvöruverslana og telja kaupmenn hættu á að hverfaverslanir leggi upp laupana ef ekki næst fram leiðrétting. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi Verslunarnefndar kaupfélag- anna og Sambandsins og Kaupmannasamtaka íslands kom fram, að kaupmenn innheimtu stór- an hluta söluskattsins fyrir ríkið án þess að fá þóknun fyrir. Að sögn Jóns Ásbergssonar for- stjóra Hagkaups ætti álagningin að vera á bilinu 16 til 18%, en er nú 9,9% á nýmjólk, 10% á skyr og 9,13% á dilkakjöti í heilum skrokk- um. Álagningaprósentan er óbreytt en lækkar í krónum talið og eru uppi hugmyndir meðal kaupmanna um að leita eftir hærri álagningu vegna aukins kostnaðar, sem leiðir af notkun greiðslukorta. Sigurður Jónsson frá Verslunar- nefnd Kaupfélaganna sagði að Fjármálaráðuneytið um tolla- og söluskattsbreytuigarnar: Hætta á að kaupmenn reyni að misnota aðstöðu sína og hagnast á breytingunni „ÞAD sem skiptir öllu um framgang þessa máls er að neytendur fái sem gleggstar upplýsingar um það hvernig þetta kemur við heim- ilishaldið. Þar eru áreiðanlega ýmsir þættir óvissir. Ekki síst það atríði, hvernig kaupmenn muni bregðast við þessum breytingum. Sjálfsagt má alltaf finna einhverja aðila, sem reyna að misnota að- stöðu sína og hagnast á þessarí breytingu. Sú hætta er alltaf fyrir hcndi," segir meðal annars f frétt frá fjármálaráðuneytinu, sem Morgunblaðinu barst í gær, vegna ummæla formanns Neytendasam- takanna um vcrðútreikninga í kjölfar söluskattsbreytinganna. I fréttinni segir ennfremur að það sé hlutverk stjórnvalda að reyna að tryggja framkvæmd þessa máls, þannig að skattalækkanir skUi sér f verðlagi hér innanlands og verðhækkanir farí hvergi fram úr þvi sem tilefni gefst til. Þettá verði ekki gert með valdboði stjórn- valda heldur þurfi að efla verðskyn neytendanna sjálf ra, þvf aðhald þeirra sé virkasta verðlagseftirlitið. Athugasemdir fjármálaráðuneyt- isins eru fram komnar vegna ummæla formanns Neytendasam- takanna um og eftir síðustu helgi þar sem hann gagnrýndi upplýsing- ar stjórnvalda um líkleg áhrif tolla- og söluskattsbreytinganna á verð- lag í verslunum. Taldi hann þessar upplýsingar villandi og í sumum tilvikum rangar. í frétt fjármála- ráðuneytisins segir hins vegar að í málflutningi formannsins gæti svo mikils misskilnings, að það verði ekki hjá því komist að gera við hann nokkrar athugasemdir. Þetta sé nauðsynlegt til þess að hinn al- menni neytandi fái ekki rangar hugmyndir um það, hvernig skatt- kerfísbreytingin komi fram í voruverði. í fréttatilkynningu ráðuneytisins er efasemdum formanns Neytenda- samtakanna um útreikninga og upplýsingar stjórnvalda vísað á bug, en þær efasemdir lutu einkum að breytingum 'á álagningu kaup- manna, hækkun innkaupsverðs um áramót og hækkun á gegni Evrópu- gjaldmiðla og loks um áhrif endur- greiðslu á kjarnfóðurskatt, sem formaðurinn telur að geti tekið langan tíma og þangað til muni verðhækkun á þessum afurðum nema um 25%, það er að söluskatts- áhrifin komi fram af fullum þunga. „Þetta er alrangt," segir í frétt ráðuneytisins. „Hið rétta í þessu er, að endurgreiðsla á kjarnfóðurskatti tekur til sölu frá framleiðendum frá og með. 1. janúar sl. Með öðrum orðum, endurgreiðslan nær ekki einungis til framleiðslu þessa árs, heldur einnig birgða hjá framleið- endum um áramót. Þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu, að áhrifa hennar gæti í verðlagningu nánast þegar í stað og alla vega ekki síðar en verslanir hafa selt þær birgðir, sem þær lágu með um áramótin." Síðan segir í athugasemd ráðu- neytisins: „Kjarni málsins er þessi. Núna um áramótin kom til fram- kvæmda einhver mesta uppstokkun á skattakerfínu, sem orðið hefur hér á landi í áraraðir. Hún hefur í för með sér gífurlega röskun á verð- hlutföllum hér innanlands. Til marks um það má nefna, að í kjöl- farið breytist verð á meira en helmingi þeirra liða, sem ganga inn í framfærsluvísitöluna." Þá kemur klausa sú sem vitnað er til hér í upphafí og i lok athugasemda ráðu- neytisins segir „Þess vegna skiptir öllu máli, að almenningur fylgist grannt með þeim breytingum, sem verða á vöruverði nú eftir áramótin. Það er ekki síst verkefni Neytenda- samtakanna að sjá til þess, að hinn almenni neytandi fái réttar og traustar upplýsingar um þessar breytingar." álagning á dilkakjöt hefði lækkað um tæpar 6 krónur á kílóið, svipað fyrir smjör og um 90 aura fyrir hvern lítra af mjólk. Því væri ljóst að dreifíngakostnaður og kostnaður kaupmanna við að geyma vöruna væri mun hærri en sölulaun þeirra. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná fram leiðréttingu eftir hefð- bundnum leiðum hefur það ekki tekist," sagði Sigurður og vitnaði til 12. greinar laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, en þar segir: „Verð og álagningu má ekki ákveða lægri en svo, að fyrirtæki þeirra tegundar er í 1. mgr. getur, fái greiddan nauðsynlegan kostnað við innkaup eða endurinnkaup vöru, fram- leiðslu, aðflutning, sölu, flutning ásamt afskriftum, svo og sann- gjarnan, hreinan hagnað, þegar tekið er tillit til áhættunnar við framleiðslu vörunnar og sölu." .Sigurður sagðist óttast að ákvörðun verðlagsráðs ætti fyrst og fremst eftir að bitna á neytend- um til dæmis í formi breyttra neysluvenja. Magnús Finnsson framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna sagði að hverfaverslanir og verslan- ir f dreifbýli ættu þegar erfítt uppdráttar. Ráðstafanir sem þessar kæmu verst við þær og ættu eftir að stuðla að enn frekari fækkun þeirra þar sem álagning á nauðsynj- um réði tilvist þeirra. Stöðvarstjóri á Húsavík: 8 umsókn- ir bárust 8 UMSÓKNIR bárust sam- göngumálaráðuneytínu um stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma á Húsavík, sem auglýst var laus frá síðustu áramót- um. Núverandi stöðvarstjóra, Ragnarí K. Helgasyni hefur veríð veitt staða stöðvarst jóra á Akranesi. Umsækjendur um stöðu hans eru: Eggert Haraldsson, Pat- reksfírði, Einar M. Albertsson, Siglufirði, Gísli Ólafsson, Akur- eyri, Halldór H. Hilmarsson, Höfn, Jón Kjartansson, Húsavík, Reynir Ólafsson, Húsavík, Stef- án Arnaldsson, Akureyri og Þórarinn Ólafsson, Húsavík. I MM - * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.