Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Ný sókn ungs sjálfstæðísfólks * eftirArna Sigfússon Pjórir mánuðir eru liðnir síðan ungt sjálfstæðisfólk hélt Iandsþing sitt í Borgamesi. Þar kusum við nýja forystu og hugðum að mál- efnastarfinu. Langt var um Iiðið síðan kosning hafði átt sér stað um formennsku í samtökum okkar. Veitti sú heilbrigða samkeppni sam- tökunum nýjan þrótt. Þennan þrótt nýtum við hins vegar ekki til sókn- ar í íslenskum stjómmálum án þess Til: FISKVINNSLU ÚTGERÐAR IÐNAÐAR í Perplas Plastics i PP-100 er plastefni sem er sterkt og slitþolið sem notað er í fóðringar, legur og slitleiðara í færiböndum, vélar og fleira. Tæknileg ráðgjöf //Æuunvis Hamraborg 5, Kóp. Símar: 641550/45 að hún sé studd af sterkri málefna- legri stöðu og af öllu ungu sjálf- stæðisfólki. En til þess að treysta að forysta ungs sjálfstæðisfólks segi það sama og Sveinbjörg á Húsavík, Geir Jón í Eyjum eða Eygló í Stykkishólmi, þarf ný vinnubrögð. Á þeim tíma sem liðinn er frá þinginu hefur átt sér stað mikil undirbúningsvinna hjá stjóm Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Við höfum unnið að því að safna saman nöfnum ungs sjálfstæðisfólks um allt land. Þannig höfum við náð til á sjötta þúsund manns bréfleiðis og boðið því að taka þátt í nýstár- legri málefnavinnu okkar. V erkefnisstj ómir í stjórnmálastarfi Fyrirbærið „verkefnisstjóm" er hugtak sem notað hefur verið um sérstaka stjómunaraðferð þegar um er að ræða framkvæmd afmarkaðs verkefnis. Verkfræðingum er hug- takið vel kunnugt því slíkt fyrir- komulag hentar mjög vel t.d. við byggingarframkvæmdir, og stjóm- endur em stöðugt að kynnast þessu hugtaki betur við stjómskipulegar framkvæmdir. í þessum tilvikum er gjaman um að raeða verkefni sem ekki er ætlað að endurtaka, með ákveðin tímamörk og kröfu um ákveðið stjómskipulag til þess að vinna það. Verkefnið hefur breyt- ingar í för með sér, margir eiga gjaman hagsmuna að gæta og möguleiki er á margs konar niður- stöðum. Verkefnið þarfnast þátt- töku margra með ólíkan bakgmnn og reynslu og krefst mikils tíma af þátttakendum. Við stjómmálalega stefnumörk- un gilda að flestu leyti svipuð gmndvallaratriði og hér em að ofan nefnd. Við pólitíska stefnumótun er auð- vitað brýnt að greina fyrst og fremst þörfína, þekkja hagsmuna- aðila, og gera sér grein fyrir við hveiju megi búast og að hveiju nið- urstaðan skuli stuðla. Því næst er brýnt að tryggja að sá hópur sem vinna skal verkefnið túlki sem flest sjónarmið sem upp hljóta að koma og sé fær um að gera grein fyrir og velja um þá möguleika sem gefast. Síðast en ekki síst ber okkur að tryggja áð verkefnið hafí skilning og hljóti stuðning alþýðunnar. Stjómmálin fela auðvitað m.a. í sér að stjóma almenningsálitinu. Sjálfstæðisstefnan er grundvöllur málefna- starfsins Auðvitað byggir þessi vinna á gmndvelli sjálfstæðisstefnunnar, stefnu einstaklingsfrelsis, stétta- samvinnu og þjóðlegrar umbóta- stefnu. Hún byggir á einstaklings- frelsi því við viljum veita einstaklingunum sem mest svigrúm til athafna. Þetta svigrúm takmark- ast fyrst og fremst af sama rétti annarra einstaklinga. Við teljutn einstaklinginn þroskast mest' og dafha best af frelsinu og ábyrgð- inni sem því fylgir. Við reynum að temja okkur umburðarlyndi því eng- in skoðun er hin eina sanna. Við viljum treysta að þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu hljóti mynd- arlegan stuðning til sjálfshjálpar. Stefna okkar er þjóðleg því við viljum tryggja ísland sem frjálst og fullvalda ríki, byggja allt landið, og halda í menningararfleifð okkar um leið og við aðlögumst því sem okkur þykir einhvers virði úr menn- ingu annarra þjóða. Við kjósum frelsið, tortiyggjum valdið en höfnum ofbeldinu. Á þessum grundvelli hefur ungt sjálfstæðisfólk ákveðið að hefja nýja sókn. Hún þarf að byggja á breiðum málefnalegum grundvelli og niðurstöðu sem sjálfstæðisfólk um allt land er reiðubúið að beijast fyrir. Vinnuaðferðin sem við beitum er eins og ég hef greint frá aðferð verkefnastjómunar, en tengd bréfa- skiptum við alla sem þess óska. Á sjötta þúsund ungs sjálfstæðis- fólks er um þessar mundir að fá upplýsingar í gegnum bréfalúguna um upphaf þessarar málefnavinnu. Fjögurra til sjö manna verkefna- stjómir í málaflokkum, er tengjast m.a. atvinnuvegunum, dagvistunar- málum, trúmálum, málefnum námsmanna, umhverfísmálum, húsnæðismálum, ríkisQármálum, utanríkismálum, hugmyndum um verkaskiptingu á milli ríkis og sveit- arfélaga og ýmsum innri málefnum flokksstarfsins, hafa undirbúið drög að málefnagrunni. Þessi drög verða send hveijum þeim sjálfstæðis- manni sem óskar að fá að fylgjast með og taka þátt í starfí viðkom- andi málefnanefhdar. Árni Sigfússon „í stað þess að málefna- starfið sé mótað af mjög þröngum hópi hagsmunaaðila á tíma- frekum fundum á einum stað á landinu, þar sem fáir komast að, gefst nú færi á fjölda- þátttöku, þar sem tryggt hefur verið að bæði er leitað til beinna hagsmunaaðiia og sér- fræðinga, en jafnframt eru menn ekki dregnir í dilka og úrskurðað um hæf ileika þeirra til þátttöku í málefna- starfinu eftir menntun, störfum eða búsetu.“ Nútímaleg vinnubrögð eiga að tryggja sterkari málefnastöðu Öllu ungu sjálfstæðisfólki hefur verið boðið upp á að taka þátt í starfi verkefnisstjómanna. Þau sem taka því boði eru orðin fullgildir þátttakendur í stefnumótunarstarf- inu. í stað þess að þátttaka sé bundin því skilyrði að loka sig af á fundi á aðalskrifstofu flokksins í Reykjavík, fær nú hver og einn umfjöllunarefnið heim til sín, og ræður hvort og hvernig hann velur að svara. Sumir velja að hugsa málin í einrúmi, aðrir kjósa að mynda hóp með félögunum og gera sameiginlegar ábendingar til verk- efnisstjómar. Þær eru svo sendar aftur í pósti til verkefnisstjómarinn- ar, sem vinnur úr þeim og þróar hugmyndimar áfram. Þær hug- myndir em svo aftur sendar til „áskrifenda", sem gera enn athuga- semdir sínar og senda þær til baka. í stað þess að málefnastarfið sé mótað af mjög þröngum hópi hags- munaaðila á tímafrekum fundum á einum stað á landinu, þar sem fáir komast að. gefst nú færi á fjölda- þátttöku, þar sem tryggt hefur verið að bæði er leitað til beinna hagsmunaaðila og sérfræðinga, en jafnframt em menn ekki dregnir í dilka og úrskurðað um hæfíleika þeirra til þátttöku í málefnastarfinu eftir menntun, störfum eða búsetu. Nýtið ykkur tækifærið Vissulega em þessi vinnubrögð nýjung í stjómmálastarfi. Ég tel okkur vera að ríða á vaðið með vihnubrögðum sem hæfa nútíma- þjóð og nútímastjómmálaflokki. Ég á mér þann draum að með þessum vinnubrögðum virkjum við mörg hundmð ungs fólks til þátt- töku I málefnastarfínu, ekki aðeins á stuttum landsþingum þar sem ályktunum er hnoðað saman, oft af lítilli fyrirhyggju, heldur sem ein- um sjálfsagðasta þætti í daglegu stjómmálastarfi okkar, fjöldaþátt- töku við málefnalega stefnumótun. Þessi nýju vinnubrögð byggja á því að ungt sjálfstæðisfólk svari þvi pólitíska tilboði sem er um þessar mundir að berast inn á heimili þess. Ég hvet ykkur eindregið til þess að láta það ekki dragast. Ég vil einnig hvetja þá sem að- hyllast gmndvallarstefnu ungs sjálfstæðisfólks, en hafa enn ekki gengið til liðs við okkur, til að hafa samband við skrifstofuna í Valhöll símleiðis eða bréfleiðis, og kynnast því málefnastarfí sem nú er að hefj- ast. Ykkar er vissulega þörf í baráttunni fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Höíundur er formaður Sambands ungra sjálfstœðismanna. /u* 5 fx] |laugavegi 10l|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.