Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Hvert fara nýju húsnæðislánín? Höfuðborgarsvæðið tekur bróðurpartinn af fjármagninu á næstu 2—4 árum eftirPálma Kristínsson Eins og kunnugt er voru sam- þykktar breytingar á húsnæðislög- unum á Alþingi nú skömmu fyrir jólafrf þingmanna. Eftir mikla og á köflum harða umræðu um frumvarp félagsmálaráðherra tókst að ná samkomulagi innan stjórnarflokk- anna um breytingar á upphaflegu frumvarpi ráðherrans. Þar með tókst að afstýra því að felldar yrðu út ýmsar veigamiklar forsendur er lágu til grundvallar endurreisn hús- næðislánakerfisins sem samið var um í Febrúarsamningunum 1986. Meginmarkmið þessara breyt- inga voru þau að tryggja betur en áður forgang þeirra til lána, sem eru í brýnni þörf fyrir lánafyrir- greiðslu vegna kaupa á íbúðar- húsnæði (stytta biðtfma þeirra), draga úr þenslu á fasteignamark- aði, takmarka sjálfvirkni f útlánum og að draga úr eftirspurn og þar með fjárþörf húsnæðislánakerfis- ins. Nú er unnið að því að semja reglugerð um framkvæmd nýju lag- anna og því er ekki ljóst hvaða áhrif þau munu endanlega hafa á framangreind atriði. Ýmislegt bendir þó til þess, að þau verði minni en stefnt var að einkum ef litið er til næstu 2—4 ára. Fyrir því eru einkum þrjár astæður: 1. Hinn mikli umsóknafjöldi sem borist hefur á þessu rúma ári frá því að kerfið tók gildi veldur því, að ekki er hægt að hliðra til inn- byrðis afgreiðsluröð einstakra umsókna fyrr en eftir mitt árið 1989. Enn á eftir að vinna úr u.þ.b. 6.000 umsóknum sem bárust eftir að hætt var að senda út lánsloforð á síðasta ári og því mun umsækj- andi ! forgangshópi sem sækir um á þessu ári þrufa að bíða eftir sem áður f 3—4 ár eftir afgreiðslu láns. 2. Skerðing lánsréttar þeirra umsœkjenda sem eiga fleiri en eina íbúð breytir litlu í þessu sambandi, enda hefðu lán til þeirra aðeins numið um 0,3% af heildarútlánum. 3. Skerðingarákvæði vegna stærðarmarka íbúðar (180 m2) munu einnig hafa lítil áhrif, þar eð óverulegur hluti umsækjenda á íbúðir sem eru yfir þessum mörkum. Eíns og áður segír, miða nýju lögin fyrst og fremst að því að neita fámennum hópi umsækjenda um lán og að því að færa aðra til f bið- röðinni. Ekkert f lögunum miðar að því að taka á þeim tveimur meginvandamálum sem nú blasa við í húsnæðislánakerfinu, þ.e. fjár- hagsvanda kerfisins og hins vegar miklum tilfærslum á fjármagni frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðsins. Fjárhagsvandi Bygg- ing-arsjóðs ríkisins I forsendum húsnæðislaganna vorið 1986 var gert ráð fyrir að Byggingarsjóður ríkisins gæti borið 1—2% vaxtamun til lengdar m.v. „Þær staðreyndir sem hér blasa við um þróun húsnæðismála vekja upp margar spurningar um hver verði þróun byggðar í landinu á næstu árum. Líkur eru á því, að þetta muni leiða til meiri hyggða- röskunar en þekkst hefur hér á landi á und- anförnum árum, verði ekki brugðist við með raunhæfum aðgerð- um." að framlag ríkisins á hverju ári yrði ákveðið hlutfall af útlánum sjóðsins. Á þeim tíma var almennt reiknað með þvf að vextir væru lækkandi og að 3,5% vextir á útlán- um sjóðsins gætu staðið undir sér. Ljóst er að þessar forsendur eru ekki lengur fyrir hendi og því blas- ir nú við mikill fjárhagsvandi hjá sjóðnum vegna gífurlegrar vaxta- niðurgreiðslu útlána og skerðingar á fjárframlagi ríkisins. Sjóðurinn mun á næstu árum ganga verulega á eigið fé og verða gjaldþrota innan 10—15 ára, verði ekki gripið fljót- lega til róttækra aðgerða til að draga úr vaxtamun inn- og útlána. Stjórnvöld hafa veigrað sér við að taka á þessum alvarlega vanda en á hinn bóginn hafa þau enn aukið á hann með því að draga úr beinum framlögum ríkisins til sjóðs- ins á þessu og sfðasta ári. Vandan- um hefur þvf verið ýtt tU hliðar í bili og yfir á næstu ár. Á meðan þetta ástand varir á sér því stað gífurleg peningatilfærsla í þjóð- félaginu. Miðað við óbreytt ástand út allan lánstímann (40 ár) má reikna með að vaxtaniðurgreiðsla á hámarks húsnæðisláni (2,9 m.kr. á verðl. janúar '88) sé um 3,2 m.kr. á föstu verðlagi.. Þetta samsvarar um 10—11 milljörðuni kr. f vaxtanið- urgreiðslur til allra þeirra sem fengið hafa lán/lánsloforð á liðnu ári, en það eru um 5.920 aðilar (1.700 þ.kr. meðalniðurgreiðslur á hvert lán). Sé hins vegar miðað við allar lánsumsóknir sem Hús- næðisstofnun hafa borist (12.901 umsókn tii 81.12.87) má áætla að heildar vaxtaniðurgreiðsiur vegna þeirra geti numið um 20 milljörðum kr. Þessa þróun verður að stöðva enda óeðlilegt að komandi kynslóðir (skattgreiðendur og húsbyggjend- ur) taki á sig þessar byrðar. Miðað við óbreytt ástand er líklegt að eftir- spurn eftir lánum og þar með biðtími fari enn vaxandi og muni keyra úr hófi áður en langt um líður. Brýn nauðsyn er að ná sem fyrst ákveðnu jafnvægi f kerfinu og minnka núverandi yaxtamun. Það verður ekki gert með öðru móti en að hækka tímabundið vexti á öllum almennum lánum hjá Bygg- ingarsjóði ríkisins og/eða lækka vexti á innlánum frá lífeyrissjóðun- um. Tímabundin hækkun útlánavaxta og minni eftirspurn eftir lánum í kjölfarið myndi án efa slaka á þeirri þenslu sem nú er á peningamark- aðnum og þar með leiða til meira jafnvægis og almennrar vaxtalækk- unar. Jafnhliða slíkum aðgerðum verð- ur að gera ráðstafanir til að létta Pálmi Kristinsson undir með þeim sem eru að eignast sína fyrstu íbúð svo og þeim sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda t.d. vegna stækkunar íbúðar af fjöl- skylduástæðum. I því sambandi er heppilegast að fara hina svokölluðu skattaleið, þ.e. að láta stóran hluta af framlagi ríkisins sem nú fer til vaxtaniðurgreiðslna á almennum húsnæðislánum (1.150 m. kr. á þessu ári) renna til viðkomandi íbúðaeigenda með því að hækka húsnæðisbætur (þ.e. til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu fbúð) og barnabætur (til þeirra sem eiga stórar fjölskyldur). Með slíku fyrirkomulagi yrði hin opinbera aðstoð jafnari (félagslega) en nú er, enda yrði hún óháð skuld- um viðkomandi íbúðareigenda. Þessi leið hvetur jafnframt til sparnaðar og aðhalds í lántökum þannig að þær verði meira f takt við eðlilegar þarfir hvers og eins. Þessum atriðum er mjög áfátt í núverandi lánakerfi eins og hin gífurlega lánseftirspurn ber glögg- lega vott urn. Þannig virðast ýmsir sjá sér beinan hag í því að taka þátt í „húsnæðislottóinu" enda er vinningshlutfallið (nb. ef rétt er með farið) þrátt fyrir allt óvenju hagstætt, a.m.k. miðað við önnur lottó sem í gangi eru. Eftirspurn — Fjöldi umsókna Frá gildistöku húsnæðislaganna þann 1. september 1986 og fram til síðustu áramóta eða á 16 mánuð- um hefur Húsnæðisstofnun ríkisins borist alls 12.091 umsókn frá ein- BYGGINGARSJOÐUR RIKISINS Umsóknir og lán á tímabilinu 01.09.86—15.11.87 — Töluleg dreifing eftir landshlutum — íbúafjöldi [b], fjöldi innkominna umsókna [d], fjöldi afgreiddra lánsloforða [fj, lánsupphæðir m.v. lög- heimili umsækjenda [h], fjöldi lána sem búið er að festa til íbúðakaupa/bygginga í viðkomandi landshluta (veðstaður ákveðinn) fj], áætlað fjárstreymi húsnæðislána sem fer til viðk. landshluta á árunum.'87—'88 (og 1989 að hluta) [1], og áætluð tilfærsla á útlánum Byggingarsjóðs ríkisins milli landshluta [n]. Tafla 1. Allir lánaflokkar b Landshluti: Reykjavik Reykjanes fbúa- fjoldi 1. dei. 19M kkt- llll I 91,3« 57,489 3. Vesturland 14,940 t 4. Vestfirðir 10,193 t 5. Norðurland vestra 10,616 I 6. Norðurland eystra 25.764 // 7. Austurland 13,131 S 8. Suðurland 20,065 I (9) Ótilgreint S A M T A L S : þar a£: 1 og 2 3 t.o.m. 243,(41 m 141,031 94,769 i Fjtildi tosókna hlíit- frilb. íill 1 riík. ( ludihl. 5,200 2,141 J Fjöldi lána/lof.i/»f- til am. Ull í viðk. I landshl. 2,7/2 1,451 562 374 327 90S 464 680 165 11,531 IK 8,051 3,315 300 188 150 473 204 347 35 5,920 101 223 662 Upphæo lánslof. hkt- til uns. íill 1 landshl I (M.kr.) 4,325 2,192 418 280 209 673 298 502 60 8,957 líí 6,517 2,380 Fj. l.'uvi til íh.k.ilut- i viðk. íill landshl. I veost.akv 423 342 218 121 112 401 176 266 Tietlao fjarstr. í viðk. landshl (M.kr.) iVuí- íill f 4,424 2,372 5,059 Ut 3,765 1,294 355 211 183 668 301 450 8,964 IU 6,796 2,168 n Aœtluð f járro. A/uf- tilf. frá íill DSR I (M.kr.) 1063 257 -194 -164 -210 -280 -182 -288 1319 -1319 (9) þ.m.t. umsóknir frá íslendingum búsettum erlendis HEIMILD: HúsiueJi-Mtofnun ríkiaina Reiknað: Pálmi Krintinsson, 05.01.8» Tafla 2. Nýbyggingarlán *) a b c d t f 9 h i j i 1 • n o lbtu- Fjöldl Fjöldi Upptoð Fj. lána Axtlað Áztluð fjclrll iht- uvótaa m- lána/lof.i/rt- lanslof. hlat- til th.k.Muf- f jarstr. */ut- f Jarm. hlat- Landshluti: 1. dei, íill f ri Ib. fiii til uns. íill til uib. lill í viðk. íill í viðk. ílll tilf. frá fill 1986 t 1 VlJk. Undihl. i 1 viðk. landshl. t 1 landshl (M.kr.) 1 landshl. veðst.ákv 1 landshl. (M.kr.) 1 BSR 1 (M.kr.) 1. Reykjavlk 91,349 37 8« Sl 734 SJ 1,367 Sí 724 SJ 1,376 51 355 1) 2. Reykjanes 57,489 U 410 !S 348 1S 693 25 373 21 758 21 115 4 3. Vesturland 14,940 6 71 4 52 t 113 4 39 1 86 J -81 ¦] 4. Vestfirðir 10,193 t 41 J 33 2 71 3 25 2 55 2 -59 -; 5. Norðurland vestra 10,676 4 35 1 29 2 64 2 20 l 45 2 -74 -J 6. Norðurland eystra 25,764 11 104 f 66 S 148 S 84 f 192 1 -96 -4 7. Austuirland 13,131 ! 60 1 45 3 99 4 40 } 90 } -57 -; 8. Suðurland 20,065 1 09 5 69 S 152 ( 54 t 121 4 -103 -4 19) Ótilgreint • • 13 1 11 1 26 l - ¦ - i • - S A M T A L S : 243,607 m 1,619 IW 1,387 m 2,733 m 1,359 m 2,724 m 0 1 þar af: 1 og 2 148.838 61 1,274 75 1,082 78 2,060 75 1,097 ei 2,134 79 470 11 3 t.o.ra. 9 94,769 19 402 25 294 22 647 25 262 19 590 21 -470 -11 (9) þ.m.t. umsöknir frá íslendingum búsettum erlendis *) Gildir aðeins fyrir umsóknir þar sem sótt er um nýbyggingarlán Ath: Alls eiga liðlega 5.000 umsækjendur eftir að ákveða hvort sótt verði um nýbyggingarlán eða lán til kaupa á notaðri fbúð HEIMILD: HÚBnæðiutofnun rfkiiina Reiknað: Pálmi KrútlnMon, 06.01.88 LillíendahlMuNIÐ e.nkennisfötin frá WLilliendahl KLÆOSKERI GARÐASTRÆTI 2 - S I IVl I 17525 K L Æ D S K E "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.