Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 29 „Heljar ólag sleit tak mitt á pabba“ Rætt við Einar Magnússon stýrimann „Ég var sofandi þegar slysið varð og kastaðist út úr kojunni í káetunni niður undan stýrishúsinu, höggið sem velti bátnum var slíkt,“ sagði Einar Magnússon stýrimaður, sonur Magnúsar skip- stjóra og útgerðarmanns.“ „Fyrsta hugsun mín var sú að bíða eftir því að skipið rétti sig við. Hann reynir að keyra upp á fullu sagði ég við sjálfan mig en svo leist mér ekki á blikuna og freistaði uppgöngu. Tvívegis mistókst mér að komast upp beina stigann sem lá upp í brú. Eg hafði verið í koju bakborðsmegin og stiginn var einn- ig þeim megin, en báturinn lagðist á stjómborðshliðina. „Reyndi að keyra bát- inn upp í hálf- fullri brú af sjó“ „Eftir að mér mistókst tvívegis að komast upp stigann einbeitti ég mér að því að hugsa og róa mig niður, bregðast rökrétt við og möguleikann til þess að komast upp fann ég með því að spyrna í vask í káetunni og ná Jjannig taki og festu á stiganum. Eg náði síðan að hífa mig og klöngrast upp stigann og um leið og ég æði lítinn gang að stýrishúsinu og næ að hrinda hurðinni þangað upp kemur pabbi á móti mér, en allan tímann hafði hann þá verið að reyna að keyra bátinn upp og það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hann í brúnni hálf- fullri af sjó. „Einar, við verðum að forða okkur“ Ég sá strax að pabbi var orðinn þrekaður þegar hann kom á móti mér. „Einar, við verðum að forða okkur," sagði hann og síðan tókum við saman í handfangið inni í stýris- húsinu sem losar gúmmíbjörgunar- bátinn og ég heyrði þegar björgunarbáturinn skaust úr gálg- anum sem er af Olsen-gerð, en við teljum að það hafi ráðið úrslitum fyrir okkur sem björguðumst að það náðist að skjóta björgunarbátnum út. Hins vegar átti báturinn að blás- ast út strax eftir losun, en gerði það ekki. Ég sneri mér því næst að neyðarglugganum og opnaði hann. Pabbi var við hliðina á mér. Það var erfitt að athafna sig í bátn- um á hliðinni og sjóina yfir, en hann náði spymu við brúarborðið og var kominn með axlirnar út um neyðargluggann áður en hann náði taki á mér, en um leið náði ég spymu í slökkvitæki í brúnni og hentist upp um gluggann. Þegar ég var kominn út úr stýrishúsinu sneri ég mér strax að pabba, náði taki á honum og ætlaði að hjálpa honum upp, en þá reið heljar ólag yfir. Gunnar var þá að berjast við að opna gúmmíbjörgunarbátinn skammt frá okkur og hann náði að henda slaka af bátslínunni til pabba, Einar Magnússon en ólagið hrifsaði mig með sér og ég missti takið á föður mínum og sogaðist niður með bátnum án þess að vita upp né niður. En það er eins og Gunnar eða pabbi hafi misst línuna sem þeir höfðu báðir tak á, en í fálminu þar sem ég var að sogast niður næ ég taki á línunni og bytjaði að toga í hana af öllum lífs og sálar kröftum. Mér skaut upp við lestarlúgu og náði taki á henni stutta stund, en sá þá björg- unarbátshylkið í 5-6 metra fjarlægð og synti að því. Ég náði taki á hylkisgjörðinni, en í því kom Sverr- ir úr kafi við hylkið og náði einnig taki á því. Við höldum, við höldum, hrópuðum við hvor til annars og hvöttum þannig hvor annan í þess,- ari hrikalegu stöðu. „Hrikalegt að heyra hljóð bátsins í soginu“ Ég heyrði hljóð bátsins þegar hann fór niður, það var ægileg til- finning. Um síðir tókst mér að „Þeir komast af, bát- urinn er hjá þeim“ Rætt við Sverri Víglundsson yfirvélstjóra „Þegar brotið velti Bergþór á hliðina var ég á þilfarinu fram undir spili. Ég sá og fann hvernig brotið reið yfir og hugsaði um það eitt að ná taki á einhverju til þess að falla ekki útbyrðis. El- var var nýfarinn niður í lúkar algallaður, en ég sá hvernig sjórinn fossaði fram undir hvalbakinn þar sem lúkarinn er og líklega hefur hann ekki átti mikla möguleika á því að komast upp,“ sagði Sverrir Víglundsson yfirvélstjóri í samtali við Morgunblaðið, „og við sáum aldrei til hans eftir að báturinn fór á hliðina. Ég náði taki þegar brotið reið yfir, en var á bólakafi og varð að sleppa takinu til þess að reyna að komast upp og ná andanum. Það fossaði svo fram með bátnum að ég gat ekki komið fótunum við þeg- ar ég kraflaði mig með höndunum upp rekkverkið á hvalbaknum en þar skaut mér upp. Ég vonaði að báturinn myndi rétta sig við, en það var einkennilegt hvað hann sökk hratt að framan. Ég komst upp á hliðina á hvalbaknum og sá þaðan Gunnar vera að bagsa við björgun- arbátshylkið og Einar að hjálpa pabba sínum. Ósjálfrátt hugsaði ég: „Þeir komast af, báturinn er hjá þeim,“ og mér fannst ég ekki eiga nokkra von. í þann mund lyfti kvika bátnum upp og ég komst upp á síðuna, féll einu sinni niður en náði mér upp aftur og í sömu andrá reið holskeflan yfir sem færði allt í kaf. Ég lenti framan við stýris- húsið og sá um Leið Magnús skip- stjóra í glugganum, að því er ég tel örmagna, og þannig hvarf hann niður með bátnum í brotinu. „Skaut upp hjá björg- unarbátshylkinu og hékkáþví“ Ég hafði enga festu og fór niður með soginu, en þegar mér skýtur aftur upp á yfirborðið var björgun- arbátshylkið beint fyrir framan mig. Ég náði veiku taki á því og lyfti mér upp. Um leið sá ég Einar hinumegin við hylkið og mikið varð ég feginn. Frá því að báturinn valt kappkostaði ég að hugsa skýrt, það er mikið mál þótt tilviljunin sé stór í þessu og heppnin mikil, því fyrst og fremst er það röð af kraftaverk- um sem bjarga okkur þremenning- unum. Rólegir, rólegir, sögðum við hver við annan eftir að við vorum komn- ir í gúmmíbjörgunarbátinn. Við Einar vorum strax mjög hræddir um Gunnar því hann var mikið þrekaður þegar hann var kominn í bátinn. Eftir að Einar skaut upp fyrri fallhlífarsólinni hlúðum við að Gunnari eins og frekast var kostur og reyndum að koma honum í ál- poka, en þeir rifnuðu og það er ljóst að okkar mati að þeir eru ekki nógu sterkir. En þó að þeir hafi rifnað þá hjálpuðu þeir okkur, en meiri styrkleiki er æskilegur. Þegar við settum rekankerið út slitnaði það við fyrsta ólag og það má segja að það hafi verið nær ólíft í björgunar- bátnum þangað til okkur tókst að koma vararekankerinu út. Þegar við sáum ljósin frá Akurey var ljóst Sverrir Víglundsson að hún stefndi ekki á okkur og við skutum þá seinni fallhlífarsólinni, en það mistókst af okkar hálfu þannig að hún fór lárétt með sjónum og lenti í sjó áður en sólin tendrað- ist. Þá kveiktum við á neyðarblysi og sáum þá að Akurey tók stefnuna á okkur. Við létum síðan þrjú blys í viðbót brenna þangað til Ijóskast- ari Akureyjar var kominn á okkur, en þann tfma sem við vorum í bátn- um vorum við í raun og veru að búa okkur undir að vera þar nætur- langt. Til þess kom þó ekki, þökk sé forsjóninni og björgunarmönn- um. Það er hrikalegt að lenda í slíkum harmleik, horfa á eftir félög- um sírium hverfa í hafið og vera einskis megnugur.“ - á.j. draga björgunarbátslínuna á enda, líklega eina 25 metra, og þá loksins opnaðist flaskan í björgunarbátnum og hann byijaði að blásast út. Gleði- tilfinningin og ópið sem fylgdi er ólýsanlegt. Við vorum vissulega orðnir svartsýnir, því það gekk svo hægt með bátinn, en ég vonaði að hinn björgunarbáturinn hefði losnað sjálfkrafa eins og hann átti að gera ' þótt við næðum ekki að opna hann handvirkt innan úr stýrishúsinu og þá gátu hugsanlega einhveijir okk- ar komist í þann bát. Þegar björg- unarbáturinn byijaði að blásast upp héldum við fyrst að hann væri á hvolfi og ég klifraði upp á hann og bytjaði að ausa, en hann var þá réttur, því þakið blés síðast upp, og þá vatt ég mér inn í bátinn. Það var magnað að sjá gúmmíbjörgun- arbátinn springa út, þá sáum við lífið aftur. Ég dró síðan Sverri í gegnum klofið upp í bátinn og um leið og hann er kominn um borð segir hann: „Einar, við erum bara tveir,“ en þá gall við gott hljóð. „Gunni er kominn líka,“ svaraði ég Sverri, því að í sömu andrá sá ég Gunna við bátshliðina. „Ég hélt ég mundi aldrei lifa þetta af, enda er ég ekki búinn að því,“ sagði Gunni um leið og við höfðum náð honum um borð í björgunarbátinn. Gúmmíbáturinn var hálffullur af sjó og um leið og við jusum með stígvélunum hans Gunna leituðum við að neyðarbúnaðinum, því myrkrið var að skella á. Við vorum langt komnir með að ausa bátinn þegar brot reið aftur yfir og hálf- fyllti bátinn, en síðan náðum við að loka bátnum eftir að sjór fór að minnka í honum. Tvær fallhlífarsól- ir voru í bátnum og 6 neyðarblýs og ég tel að eitt af kraftaverkunum sem urðu okkur þremur til bjargar hafí verið það lán að menn sáu neyðarsólina. Þegar ég skaut upp fyrri sólinni sagði ég: „Góður Guð, láttu Áma Víkars sjá þessa sól.“ Við vissum að Ámi var ekki langt frá á Akureynni og sólin fór óhemju hátt og sást vel. Ég tel hins vegar að það veiti ekki af því að hafa minnst fjórar slíkar sólir í björgun- arbátunum auk neyðarblysa, því á þessum tíma ársins þegar dagurinn er svo skammur er brýnt að geta látið vita af sér sem fyrst. Pabbi hafði haft samband við land á milli 15.30 og 16.00 til þess að spyija um leiðina inn í Sandgerði, en þetta var síðasta samtalið sem hann átti við land og tæplega klukkustund síðar varð slysið. Pabbi var mjög gætinn og hafði það fyrir reglu að láta skipveijana vita um hátalara- kerfi ef eitthvað pusaði að ráði þegar menn vom að vinna á dekki. Hann hafði einnig reglulega sam- band við land ef eitthvað var að veðri, sérstaklega í suðvestanátt eins og var þama. „Hræðileg tilfinning að vera lokaður í káetunni“ Varðandi tækjabúnaðinn tel ég einnig að það þurfi að huga að gerð gúmmíbátanna. Við lentum í vandræðum með rekankerið,- það slitnaði. Ég tel að það sé ekki nóg að hafa eitt op á björgunarbátnum þeim megin sem rekankerið er, það þarf einnig að vera op hinumegin svo unnt sé að ausa undan veðrinu og hafa betri yfirsýn út úr bátnum. Þá var það hræðileg tilfinning að vera lokaður inni í káetunni og ég held að það hljóti að vera tiltölulega auðvelt að koma fyrir neyðarlúgu neðan þilja ef svona aðstæður koma upp eða eldur verður laus. Maður hefur mikið hugsað þann stutta tíma sem liðinn er síðan okkur var bjargað, því sorgin er mikil og ég vil skora á menn að leggja meiri rækt við öryggismálin, athuga hvernig megi auka öryggið, því aðstæðumar em svo misjafnar. Okkur félögunum finnst til dæmis að trélúgumar yfir lestunum ættu að vera horfnar fyrir löngu, en í staðinn verði ein lúga með svoköll- uðum kafbátalúgum. Við viljum nota tækifærið til að flytja kærar þakkir til allra sem hafa hjálpað við leit og björgun, það er stór hópur sem á miklar þakkir skildar, en sérstaklega þökk- um við áhöfninni á Akurey sem tók okkur ömggum tökum um borð í Akureyna þegar myrkrið var að skella á.“ - á.j. Sjóprófin vegna Bergþórs KE: Brot lagði bát- inn á hliðina Keflavfk. SJÓPRÓF vegna Bergþórs KE 5 sem sökk 8 sjómílur NV af Garð- skaga á föstudaginn fóru fram hjá Bæjarfógetaembættinu í Keflavík í gær. Skipveijarnir þrír af Bergþóri sem björguðust komu fyrir dóminn ásamt skipstjóranum á Akurey KE 121 sem ásamt áhöfn sinni bjargaði mönnunum. Dómformaður sjódómsins var Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómslögmaður og meðdóm- endur voru Ingólfur Falsson og Jóhann Pétursson fyrrverandi skipstjórar. Við sjóprófin kom fram að verið var að draga síðustu bjóðin þegar brot kom á bátinn aftanverðan og lagði hann á hliðina. Sjór flæddi niður í lestina sem var að mestu opin, skipstjórinn reyndi að keyra bátinn upp, en það tókst ekki og sökk hann á hliðina á nokkrum mínútum. Skipstjóra og stýrimanni tókst að skjóta gúmbát úr gálga með handfangi úr brú, en líflínan sem var fest með lás í gálgan slitn- aði. Skipveijamir sögðust hafa lent í erfiðleikum við að blása bátinn upp og töldu þeir að ýmislegt hefði mátt fara betur í búnaði hans. Þeir nefndu að á gúmbátnum hefði aðeins verið eitt op og það snúið áveðurs vegna þess að rekankeri var fest þeim megin. Þeim hefði gengið erfiðlega að ausa af þessum sökum. Töldu þeir að opin hefðu átt að vera tvö. Ennfremur kom fram að rekankerið slitnaði frá bátnum og töldu skipvetjar að línan hefði mátt vera traustari. Fram kom að álpokar sem voru í gúmbátnum rifnuðu þegar skip- veijar ætluðu í þá, en þeir töldu samt að þeir hefðu komið að gagni. Tveir neyðarflugeldar voru í gúm- bátnum og töldu þremenningarnir að þeir hefðu mátt vera fleiri. Éinnig kom fram að gerðar höfðu verið breytingar á Bergþóri fyrir nokkrum árum og þá meðal annars skipt um brú á bátnum. Ein hurð var á nýju brúnni, var hún stjómborðsmegin, en neyðar- útgangur var bakborðsmegin. Þá hafði hvalbakur sem var opinn verið lengdur. Ennfremur kom fram að Bergþór KE 5 hafði fyrir tveimur árum lagst á hliðina og á möstur eftir að brot kom á hann á siglingu frá Sandgerði til Keflavíkur, en þá tókst að keyra bátinn upp. BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.