Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 fólk í fréttum FYRIRMYNDARFAÐIRINN Cosby örlátur við námsmenn Bill Cosby, sé er leikur fyrir- myndarfaðirinn í samnefndum þáttum er sem kunnugt er best launaða sjónvarpsstjarna heims. Hann hefur látið menntunarmál þeldökkra námsmanna í Banda- ríkjunum sig miklu varða og verið óspar á peninga til að stuðla að því að blökkumenn þurfi ekki að hrökklast frá námi vegna peninga- skorts. Nýlega veitti hann fjórum háskólum í Flórída, Karolínu, Ohio og Was- hington myndarlega styrki, en þessir skólar eiga það sameiginlegt að í öllum þeira er hátt hlutfall blökkumanna. Námu styrkimir um samtals um 42. milljónum íslenskra króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cosby lætur fé af hendi rakna til fátækra námsmanna, því í fyrra gaf hann blökkum nemendum ann- ars háskóla jafnháa upphæð. Bill Cosby vill leggja sitt að mörkum svo þeldökkir námsmenn hrökklist ekki frá námi vegna peninga- skorts. SKÁK „Ég pæli lítið í skák“ Frammistaða Guðfrtðar Liiju Grétarsdóttur á Evrópumeist- aramóti unglinga í skák sem fram fór fyrir skömmu í Svíþjóð vakti verðskuidaða athygli, en Lilja en- daði þar í fjórða sæti með fimm vinninga af níu mögulegum. Skák- ferill hennar er merkilegastur fyrir þær sakir að Lilja varð fyrst ís- landsmeistari kvenna í skák aðeins þrettán ára gömul og hefur haldið þeim titli æ síðan, eða í þrjú ár, en hún er nú nýorðin sextán ára göm- ui. Blm. Morgunblaðsins hélt til fundar við Lilju og átti við hana stutt spjali. Hún var fyrst spurð að þvf hvort hún væri ánægð með ár- angurinn á nýafstöðnu Evrópu- meistaramóti. „Ég heid ég geti ekki verið annað en ánægð með árangurinn á þessu móti. Að vísu gekk mér frekar illa til að bytja með, tapaði tveimur af fyrstu þremur skákunum viðstelpur sem voru ekkert sérstakar. Ég náði svo að taka á mig rögg og mér gekk betur þegar ég tefidi við sterk- ari andstæðinga seinna í mótinu. Ég var lengst af í öðru til þriðja sæti og ef mér hefði tekist að vinna síðustu skákina, sem ég tefldi við frönsku stelpuna, hefði ég lent í öðru sæti á mótinu". Sigurvegari á mótinu varð Bojkovic Morgunblaðið/RAX. Frá heimsmeistaramóti unglinga 16 ára og yngri sem haldið var í Austurríki í maí sl. Á myndinni situr Guðfríður Lilja að tafli við Bojkovic frá Júgoslavíu, sem vann Evrópumeistaratitilinn nú í janúar. Morgunblaðið/RAX. Guðfriður Lilja lærði mannganginn af ömmu sinni þegar hún var fimm ára gömul. frá Júgóslavfu sem hlaut átta og hálfan vinning, gerði aðeins eitt jafntefli og var það í skák hennar gegn Lilju. Sagðist Lilja vera af- skaplega stolt af þeim árangri. Bojkovic þessi varð í öðru sæti á heimsmeistaramóti stúlkna sem haldið var í Innsbruck í Austurríki í maí sl., en sigurvegari í drengja- flokki á þvf móti varð Hannes Hlífar Stefánsson. Franska stúlkan sem Lilja tefldi lokaskákina í mótinu núna varð 5 þriðja sæti í Aust- urríki, on Lilja hafnaði þá í fjór- tánda sæti og verður því ekki betur séð en að hún hafi bætt sig veru- lega á þeim tíma sem leið á milli mótanna tveggja. Ertu búin að tefla lengi ? „Amma mín kenndi mér manngang- inn þegar ég var fimm ára, en ég tefldi lítið fram til 1983, en þá gekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.