Morgunblaðið - 13.01.1988, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
fólk í
fréttum
FYRIRMYNDARFAÐIRINN
Cosby örlátur við
námsmenn
Bill Cosby, sé er leikur fyrir-
myndarfaðirinn í samnefndum
þáttum er sem kunnugt er best
launaða sjónvarpsstjarna heims.
Hann hefur látið menntunarmál
þeldökkra námsmanna í Banda-
ríkjunum sig miklu varða og verið
óspar á peninga til að stuðla að því
að blökkumenn þurfi ekki að
hrökklast frá námi vegna peninga-
skorts.
Nýlega veitti hann fjórum háskólum
í Flórída, Karolínu, Ohio og Was-
hington myndarlega styrki, en
þessir skólar eiga það sameiginlegt
að í öllum þeira er hátt hlutfall
blökkumanna. Námu styrkimir um
samtals um 42. milljónum íslenskra
króna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Cosby lætur fé af hendi rakna til
fátækra námsmanna, því í fyrra
gaf hann blökkum nemendum ann-
ars háskóla jafnháa upphæð.
Bill Cosby vill leggja sitt að mörkum svo þeldökkir námsmenn hrökklist ekki frá námi vegna peninga-
skorts.
SKÁK
„Ég pæli lítið í skák“
Frammistaða Guðfrtðar Liiju
Grétarsdóttur á Evrópumeist-
aramóti unglinga í skák sem fram
fór fyrir skömmu í Svíþjóð vakti
verðskuidaða athygli, en Lilja en-
daði þar í fjórða sæti með fimm
vinninga af níu mögulegum. Skák-
ferill hennar er merkilegastur fyrir
þær sakir að Lilja varð fyrst ís-
landsmeistari kvenna í skák aðeins
þrettán ára gömul og hefur haldið
þeim titli æ síðan, eða í þrjú ár, en
hún er nú nýorðin sextán ára göm-
ui. Blm. Morgunblaðsins hélt til
fundar við Lilju og átti við hana
stutt spjali. Hún var fyrst spurð að
þvf hvort hún væri ánægð með ár-
angurinn á nýafstöðnu Evrópu-
meistaramóti.
„Ég heid ég geti ekki verið annað
en ánægð með árangurinn á þessu
móti. Að vísu gekk mér frekar illa
til að bytja með, tapaði tveimur af
fyrstu þremur skákunum viðstelpur
sem voru ekkert sérstakar. Ég náði
svo að taka á mig rögg og mér
gekk betur þegar ég tefidi við sterk-
ari andstæðinga seinna í mótinu.
Ég var lengst af í öðru til þriðja
sæti og ef mér hefði tekist að vinna
síðustu skákina, sem ég tefldi við
frönsku stelpuna, hefði ég lent í
öðru sæti á mótinu".
Sigurvegari á mótinu varð Bojkovic
Morgunblaðið/RAX.
Frá heimsmeistaramóti unglinga 16 ára og yngri sem haldið var í
Austurríki í maí sl. Á myndinni situr Guðfríður Lilja að tafli við
Bojkovic frá Júgoslavíu, sem vann Evrópumeistaratitilinn nú í janúar.
Morgunblaðið/RAX.
Guðfriður Lilja lærði mannganginn af ömmu sinni þegar hún var
fimm ára gömul.
frá Júgóslavfu sem hlaut átta og
hálfan vinning, gerði aðeins eitt
jafntefli og var það í skák hennar
gegn Lilju. Sagðist Lilja vera af-
skaplega stolt af þeim árangri.
Bojkovic þessi varð í öðru sæti á
heimsmeistaramóti stúlkna sem
haldið var í Innsbruck í Austurríki
í maí sl., en sigurvegari í drengja-
flokki á þvf móti varð Hannes Hlífar
Stefánsson. Franska stúlkan sem
Lilja tefldi lokaskákina í mótinu
núna varð 5 þriðja sæti í Aust-
urríki, on Lilja hafnaði þá í fjór-
tánda sæti og verður því ekki betur
séð en að hún hafi bætt sig veru-
lega á þeim tíma sem leið á milli
mótanna tveggja.
Ertu búin að tefla lengi ?
„Amma mín kenndi mér manngang-
inn þegar ég var fimm ára, en ég
tefldi lítið fram til 1983, en þá gekk