Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 33 Frumvarp til lánsfjárlaga 1988: Heildarlán- tökur 21.794 milljónir kr. Lántökur innanlands 12.210 m.kr. — erlendis 9.574 m.kr. Að tillögum meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deild- ar Alþingis samþykktum gerir frumvarp til lánsfjárlaga 1988 ráð fyrir heildarlántökum að fjárhæð 21.784 m.kr. Stefnt er að 12.210 m.kr. lántökum innanlands en 9.574 m.kr. lántökum erlendis. Frum- varpinu var í gærkvöldi visað til þriðju umræðu i neðri deild í dag. Allar breytingartillögur stjórnarliða voru samþykktar, en tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. 1.165 m.kr. hækkun Stjórnarfnlmvarp til lánsfjárlaga 1988 kom til annarrar umræðu og atkvæðagreiðslu í fyrri (neðri) þing- deild í gær. Breytingartillögur meirihluta fjárhagsnefndar þing- deildarinnar (stjórnarliða) standa til 1.165 m.kr. hækkunar á heildarlán- tökum frá því sem var, er frum- varpið var lagt fram. Tillögur meirihlutans standa til 60 m.kr. hækkunar á innlendum lántökum en 1.105 m.kr. hækkunar á erlend- um lántökum. Að tillögum meiri- hlutans samþykktum nema heildarheimildir til töku lána á árin 21.784 m.kr. Milliganga ríkissjóðs Lántökuhækkunin fer um ríkis- sjóð, en í raun er hér um að ræða lánsfé til stofnana og fyrirtækja. Helztu breytingar, samkvæmt til- lögum meirihlutans, eni þessar: 1) Hækkun innlendrar lántöku, 60 m.kr.: lánveiting ríkisins til RARIK 1988 vegna framkvæmda við línu niður á Krosssand. 2) Hækkun erlendra lántaka, 1.105 m.kr.: RARIK 160 m.kr. Sæberg hf.- Ólafsfírði 180 m.kr. (vegna breytinga á Mánaberginu í skuttogara), fjögur raðsmíðaskip 565 m.kr. Öll þessi lán ganga til greiðslu erlendra skammtímalána, sem hafa verið tekin, og auka því' ekki við skuldir þjóðarbúsins. Þá hækkar lántökuheimild Byggða- stofnunar um 200 m.kr. Byggða- stofnun skal m.a. styðja við útgerð í þeim byggðarlögum þar sem hún hefur dregizt saman. 3) Við afgreiðslu fjárlaga var framíag til Kvikmyndasjóðs hækk- að úr 40 í 60 m.kr. 4) Við afgreiðslu fjárlaga var framlag ríkissjóð til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkað úr 1.485 m.kr. í 1.533 m.kr. Nú er þetta framlag hækkað enn í 1.540 m.kr. 5) Byggðastofnun er heimilað að nýta hagstæð lánskjör á erlend- um lánamörkuðum. 6) Bætt er inn í frumvarpið, að ósk Seðlabanka, heimild fyrir ríkis- sjóð til að gefa út og selja ríkisvíxla. Mikil óvissa framundan í nefndaráliti minnihlutans, Kristínar Halldórsdóttur (Kvl/Rn.) Ilcildarjfirlil um innlendar og crlcndar lánlökur 1988. Sala Vcrðhréfa- Vcrðbréfa- önnur Innlcnd spari- knup kaup innlcnd lántaka Erlcnd 1 lcildar skirtcina h.tnknkcrfis lífsjóða lántakn nlls lán lántökur I. Opinbcrir aóilar 3 otm 1 260 4 260 I 949 6 209 Ríkissjóóur. A hluli 3 (MXI 1 260 — — 4 260 905') 5 165 Fyrirt.rki mcð cignaraóihl ríkissjóðs .... — — — 650 650 Svcitaríélóg — — — — — 394 394 II. Opinbcrar l.inastofnanir 280 6 11() 3(X) 6 690 750 7 440 Bvggingarsjóður rikisins — — 4 750 50 4 8<X) 4 800 BygcingarsjiM>ur vcrkamanna — — 1 360 — 1 360 1 360 Bvggðastofnun. almcnnar l.invciting.ar — — — 250 250 550 ^ 8<X) Byggðastoínun. innlcnd skipasmíði .... — ■ — — — 200 200 Framkv.rmdasjóður — 280 — — 280 - 280 III. Atvinnufvrirt.Tki og sjóðir 60 1 200 1 260 6 875 8 135 Atvinnufyrirt.Tki — — — — — 4 8(X) 4 8(X) Hcrjólfurhf. Vc'tmannacyjuin — — — — — I25;) 125 Flóah.lturinn Baldur hf — — — 100 |(K) Fiskvciðasjóður. grciðsluhalli — — — 150 150 150 3(X) Fiskvciðasjóður. útl.in — — — 250 250 350 600 IðnlAnasjcíður — — — 3(X) 3(X) 4(X) 700 Iðnþróunarsjóður — *■ — — 50 50 100 150 Stofnlánadcild landhúnaðarins — — 60 — 60 60 Útflutningslrtnnsjóður — — — 50 50 50 100 Fjármögnunnrlcigur — — — 400 400 800 1 200 Hcildarlántökur (I + II +111) 3 (XX) 1 540 6 170 1 500 12 210 9 574 21 784 ') Erlcndar líntókur rlkisrjóös tl árinu 1988 aö fjarhxö 905 m.kr. cru ckki vcgna cigin ráöstófunar hcldur vcgna milligðngu rlkissjóðs um langtlmalántökur til RARIK. raðsmlðaskipa og Mánabcrgsins á árinu 1988. *) Þar af 25 m.kr. ónotud hcimild frá árinu 1987. Hcimild: Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Meðfylgjandi tafla fylgdi nefndaráliti og breytingartillögum stjórnarliða í fjárhagsnefnd neðri deildar þegar sljórnarfrumvarp til lánsfjárlaga 1988 kom til annarrar umræðu í þingdeildinni i gær. MÞffiGI og Steingríms J. Sigfússonar (Abl/ Nl.e.) eystra segir m.a.: „Með tilliti til fyrri reynslu og allra aðstæðna eru litlar líkur til að þessi áætlun um fjármagnsþörf standist. Mikil óvissa er um þróun efnahagsmála á næstu mánuðum, en horfur eru allar heldur á verri veg. Gert er ráð fyrir samdrætti í sjávarafla og framleiðslu sjávaraf- urða. Afkoma útflutningsfyrirtækja hefur farið versnandi, og spáð er tvöfalt meiri viðskiptahalla við út- lönd á þessu ári en hinu síðasta. Gengismálin eru í uppnámi, verð- lagshorfur eru óljósar og óraunhæft er að reikna með aðeins 10% verð- bólgu frá upphafí til loka árs, þar sem verðbólgan er nú um 30% og engin teikn á lofti um að hún fari lækkandi á næstunni. Samningar um kaup og kjör eru framundan, þar sem óhjákvæmilegt verður að rétta verulega hlut hinna tekju- lægstu, en auknar álögur á almenn- ing, m.a. í formi matarskatts, auka stórlega á þungann í réttmætri kröfugerð alls launafólks ...“ Breyting-artillögur minnihlutans Minnihluti fjárhagsnefndar, Kristín og Steingrímur, með og ásamt Inga Birni Albertssyni (B/ Rvk), fluttu þtjár breytingartillögur við lánsfjárlagafrumvarpið. Breyt- ingartillögumar fela í sér að fallið verði frá ráðgerðri skerðingu til Hafnarbótasjóðs, Ríkisútvarps og Ferðamálasjóðs. Vestmannaeyjaf erja Samþykkt var breytingartillaga tveggja stjómarliða í fjárhags- nefnd, Kjartans Jóhannssonar (A/Rn) og Guðmundar G. Þórarins- sonar (F/Rvk), sem skrifuðu undir nefndarálit meirihlutans með fyrir- vara, við 7. grein frumvarpsins. Samkvæmt þeirri grein var Heijólfí hf. Vestmannaeyjum heimilað að taka 100 m.kr. lán til „hönnunar og smíði feiju". Kjartan og Guð- mundur lögðu til að í stað orðanna „hönnunar og smíði feiju" komi: að fengnu samþykki fjármálaráð- herra og Qárveitinganefndar Al- þingis til hönnunar feijunnar". Kjartan sagði í framsögu að eðlilegt væri að Vestmannaeyingar fengju — hliðstæða fyrirgreiðslu í sam- göngum og aðrar byggðir, sem nytu vegakerfis. Hinsvegar hafí ekki legið fyrir nægilegar upplýs- ingar þetta mál varðandi. Þess- .vegna sé eðlilegt að setja inn fyrirvara um samþykki ^ármála- ráðherra og fjárveitinganefndar. Raunar ætti sá fyrirvari víðar heima þegar lántökur út í þjóðfélaginu og hagsmunir ríkisins sköruðust. Skoðanakönnun Hagvangs: Æskan útbreiddasta og mest lesna barnablaðið MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá barnablaðinu Æskunni: Bamablaðið Æskan er útbreidd- asta bamatímaritið hér á landi samkvæmt könnun sem Hagvangur hf. gerði nýlega á lestri tveggja stærstu bamatímaritanna, Abc og Æskunnar. 1000 manns á aldrinum 18—67 ára vom í úrtakinu og náð- ist í 781 einstakling sem jafngildir 78,1% svörun. Það er með bestu heimtum í skoðanakönnunum. í könnun Hagvangs var m.a. spurt hvort Æskan og Abc væm keypt í áskrift á heimilinu. Niður- staðan varð sú að næstum því helmingi fleiri heimili kaupa Æsk- una, eða 18,6% spurðra gegn 10,1%, sem sagðist kaupa Abc. Hvað lausa- sölu varðar virðast jafnmargir, eða 1,5%, svarenda kaupa blöðin annað veifíð. Það sýnir að mikill meiri- hluti fóreldra kaupir fyrrgreind blöð í áskrift handa bömum sínum ef þeir kaupa þau á annað borð. Séu niðurstöður búsetudreifíngar skoðaðar hefur Æskan einnig þar talsvert forskot. Landinu var skipt í þijú svæði: Höfuðborgarsvæði, þéttbýli úti á landi og strjálbýli. Nákvæmlega helmingi fleiri kaupa Æskuna í þéttbýli úti á landi en Abc. í stijálbýli kaupa 29,3% spurðra Æskuna en 16% Abc. Á höfuðborgarsvæðinu er svipað hlut- fall, 18,8% kaupa Æskuna en 10,7% Abc. Á þessu má sjá að svipaður munur er á dreifíngu blaðanna um land allt. í könnun Hagvangs var einnig spurt hvort þátttakendur (yfírleitt foreldrar) læsu fyrrgreind blöð. Þar hefur Æskan einnig vinninginn. 12,7% segjast alltaf lesa Æskuna en 7,3% Abc. Nákvæmlega jafn- margir, eða 59,9%, svarenda sjá aldrei blöðin. Áthygli vekur að 10,4% karlmanna lesa alltaf Æsk- una en aðeins 4,4% Abc. En þegar konumar eru spurðar er munurinn minni. 14,8% þeirra sem svömðu lesa Æskuna alltaf en 10,0% Abc. Barnablaðið Æskan hefíir komið út í 90 ár og er elsta barnablað sem gefið er út hér á landi. Útgefandi er Stórstúka íslands. Abc. hefur komið út í 9 ár og er gefið út af Fijálsu framtaki hf. Frá afhendingu styrksins, talið frá vinstri: prófessor Valdimar K. Jóns- son forseti verkfræðideildar, Guðfínna Kristjánsdóttir og Einar Ólafsson foreldrar Kristjáns, Kristján B. Einarsson er hlaut styrltinn, forseti ís- lands Vigdís Finnbogadóttir og Sigmundur Guðbjamason rektor HÍ. Veitt verðlaun fyrir frábæran námsárangur ÚTHLUTUN úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúd- ents fór fram mánudaginn 21. desember. Styrkinn hlaut Krist- ján B. Einarsson nemandi á 4. ári í vélaverkfræði við verk- fræðideild Háskóla íslands. Sjóðurinn var stofnaður af for- eldrum Þorvalds Finnbogasonar, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni prófessor við verkfræðideild á 21 árs afmæli Þorvalds sonar þeirra, 21. desember 1952. Er tilgangur sjóðsins að styrkja stúdenta til náms við verk- fræðideild Háskóla íslands eða til framhaldsnáms í verkfræði við ann- an háskóla að loknu prófí hér heima. Að þessu sinni hlaut styrkinn Kristján B. Einarsson, Bláskógum 3, Reykjavík, nemandi á 4. ári í vélaverkfræði við verkfræðideild Háskóla íslands. Mælti verkfræði- deild með því við sjóðsstjómina að Kristjáni yrði veittur styrkurinn vegna frábærs árangurs í námi en hann mun ljúka verkfræðiprófí í vor. Stjóm minningarsjóðsins skipa nú Sjgmundur Guðbjamason, rekt- or HÍ, Valdimar K. Jónsson, forseti verkfræðideildar, og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir sem er systir Þorvalds Finnbogasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.