Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Guðrún Björns- dóttir - Minning Fædd 28. mars 1959 Dáin 3. janúar 1988 Að kvöidi 3. janúar lést Guðrún Björnsdóttir á heimili sínu, Karla- götu 21 í Reykjavík, eftir langvar- andi og illkynja sjúkdóm. Hún hafði lengi vitað að hverju stefndi. Langri sjúkdómsbaráttu er nú lokið. Strangt stríð hefur verið háð af hugprýði, viljafestu og einurð. Oft hefur mönnum reynst erfitt að skilja dauðann, einkum er hann leggur hönd sína á fólk í blóma lífsins. Það er erfitt að s.ætta sig við að svo ung kona sé hrifin burt frá barnungri dóttur, eiginmanni, svo og móður sem horfir nú á eftir einkabarni sínu. Ég kynntist Guðrúnu fyrst er hún hóf störf hjá Alþýðubankanum hf. fyrir tæpum sex árum, og hélst alltaf með okkur góð vinátta. Guð- rún var vel gefin, glaðlynd, einlæg og hreinskiptin og hafði ríka rétt- lætiskennd. Hjálpsemi hennar við þá sem minna máttu sín var einstök. Mörg- um hefur hún verið traustur vinur á sinni skömmu ævi. Ég vil þakka Guðrúnu fyrir hin góðu kynni og kveð hana með söknuði. Elsku Benni, Ása og Ása Hlín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur og styðja. Blessuð sé minning Guðrúnar. Ásta Marteinsdóttir Guðrún Björnsdóttir mágkona mín lést að kvöldi hins 3. janúar síðastliðins. Það er undarlegt hvað forsjónin getur verið miskunnarlaus, ung, hreinskilin og dásamleg stúlka tek- in í burtu frá okkur rétt eftir hátíð ljóss og friðar, á þeim sama tíma sem við hljótum öll að staldra við og hugsa um tilgang lífsins. Guðrún var einkabarn hjónanna Ásu Ásmundsdóttur, bankastarfs- manns, og Björns Sigurðssonar, skrifstofumanns, en hann lést fyrir þrem árum. Hún ólst upp í Reykjavík og er hún var 16 ára gömul lágu leiðir hennar og bróður míns, Benedikts Harðarsonar, sam- an. Hinn 20. janúar 1978 gengu þau í hjónaband og var það ávallt farsælt. Þau eignuðust yndislegt heimili sem bar vott um góðan a smekk. Hinn 22. janúar 1985 eign- uðust þau dótturina Ásu Hlín Benediktsdóttur. Guðrún hafði ágæta kímnigáfu og vinarhugurinn og glettnin, sem skein úr augum hennar og lýsti upp tilveruna í kring, mun lýsa áfram fyrir hug- skotsjónum allra sem hana þekktu. Hún vann í Alþýðubankanum meðan kraftar hennar leyfðu en allir sem til þekktu vissu að hún gekk eigi heil til skógar og hafði hún átt við mikil og erfið veikindi að stríða síðastliðin þrjú ár. Þrátt fyrir að tækninni fleygi ört fram í læknavísindunum, sterkur persónu- leiki hennar og mikill lífsvilji hafi verið fyrir hendi, dugði það eigi. Eiginmaður hennar og móðir hafa af yfirnáttúrulegu þreki, mikl- um fórnarvilja og kærleika stutt hana og litlu stúlkuna hennar í gegnum hin þjáningarmiklu og þungbæru veikindi. Það er margt sem okkur er hulið en við trúum því að Guðrún hafi verið tekin í burtu frá okkur sökum þess að henni hafi verið ætlað stærra og veigameira hlutverk ann- ars staðar. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað..." (Spámaðurinn bls. 35) Megi góður Guð styrkja og styðja bróður minn, Benedikt Harðarson, dottur hans, Ásu Hlín Benedikts- dóttur, og tengdamóður, Ásu Ásmundsdóttur, í þeirri djúpu sorg sem yfir þau dynur. Aslaug Þóra Harðardóttir í dag þegar við kveðjum Guðrúnu Björnsdóttur, þá leitar hugur okkar til baka, þegar hún og frændi okk- ar, Benedikt hófu sitt líf saman. Bæði voru þau ljóshærð og bláeyg, björt eins og vorið og fagurt fyrir- heit um lífið sjálft. Þau eignuðust Asu Hlín og lögðu mikla rækt við að byggja upp heim- ili sitt Gæfan virtist brosa við þessari litlu fjölskyldu. En þá brá skugga á þeirra unga líf og barátta hófst við ægilegan sjúkdóm Guð- rúnar. Okkur berast daglega fréttir af hildarleik þjóðanna og fórnum og þjáningum mannanna. En það segir fátt af baráttu sem háð er í næsta húsi, aðeins örfáir kunnugir fylgd- ust með þeim bitru örlögum sem þessu unga fólki voru búin. Hetjusaga Guðrúnar var einstök en það var eins og henni væri ekki ætlað að dvelja hjá okkur. Dugnað- ur hennar og kjarkur til hinstu stundar ætti að vera okkur hinum hvatning til að láta ekki smámál daganna tæra upp hið dýrmæta líf. Svo fylgir oss eftir á lestaferð ævilangri hið ljúfa vor, þegar alls staðar sást til vega. Því skin á hamingju undir daganna angri og undir fögnuði daganna glitrar á trega. Og ef tfl vfll verður oss Ijóst þegar líður á daginn að ijómi vors draums er fótginn í öðru en aí rætast Þóttgæfunnarblikandisteinnséilófalaginn, þá leita vor glataðir dagar, sem aldrei bætast (Úr „Eftirmáli", Stjömur vorsins. Tómas Guðmundsson.) Við vottum Benedikt, Ásu og Ásu Hlín okkar dýpstu samúð. Ester og Nanna + Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR EGGERTSSON, Kvisthaga 27, Reykjavík, lést á heimili sínu að kvöldi 11 januar. Valdís Halldórsdóttir og börnin. t Eiginmaður minn, faðir og bróðir, HELGI S. JÓNSSON, ísabakka, Hrunamannahreppi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 10. janúar. Anna Sigurðardóttir, Jón M. Helgason, Sig urður Jónsson. Mig langaði að minnast vinkonu minnar, Guðrúnar Björnsdóttur, sem lést á heimili sínu þann 3. jan- úar síðastliðinn. Hún var búin að vera veik í rúm tvö ár og þjáðist mikið, en samt þegar kallið kom, brá okkur. Maður verður svo reiður þegar ung kona í blóma lífsins er hrifin á brott. Af hverju hún, spyr maður sig, hún sem á unga dóttur, eiginmann og móður sem þarfnast hennar. Og svo er gamalt fólk, sem þráir að deyja, en fær ekki líkn. En við þessu er líklega ekkert svar. Hennar hefur líklega verið þörf annars staðar. Gunna á móti, eins og hún var alltaf kölluð á heimili mínu, var einkabarn hjónanna Björns Sigurðssonar og Ásu R. Ásmundsdóttur. Björn lést fyrir þremur og hálfu ári. Eiginmaður hennar er Benedikt Harðarson og eiga þau eina dóttur, Asu Hlín og verður hún 4 ára núna 22. janúar. Það var alveg yndislegt að sjá hvað Benni og Ása móðir hennar stóðu með henni í veikindum hennar og ekki má gleyma Guðjóni lækni og Kristínu o.fl. sem virtust alltaf vera boðin og búin til að hjálpa. Sjálf var Gunna alltaf tilbúin ef við eða aðrir þurftum á hjálp eða ráðlegg- ingum að halda. Eitt skipti, þegar ég var veik hringdi hún yfir til mín og spurði um líðan, þó hún væri fárveik sjálf. En harkan í henni og dugnaðurinn var svo mikill að sár- þjáðri ók mamma hennar henni í hjólastólnum í bæinn til að versla jólagjafír í desember síðastliðnum. Eins hve hún var dugleg að koma heim af spítalanum til að vera heima um jól og áramót. Þær eru óteljandi stundirnar sem Benni og Ása vöktu yfir henni uppi á spítala og heima, og allt sem þau gafu af sér til, að hún gæti verið heima þar til yfir lauk. Þau eiga nú um sárt að binda. Því bið ég Guð að styrkja þau og einnig Ásu Hlín litlu sem skilur voða lítið hvað mamma er að gera hjá Guði og Bjössa afa. Helga og fjölskylda Mér er þungt um hjartaræturnar þegar ég kveð nú unga frænku mína sem andaðist sunnudaginn þriðja janúar síðastliðinn, aðeins fáum dögum áður en litla dóttir hennar verður fjögurra ára. Hún hét Guðrún Björnsdóttir og var fædd 28. mars 1959. Hún var yndis- leg kona, góð og stórhuga, en hrein og bein að skapferii. Hún unni lífinu og öllu sem lifir og lífsandann dreg- ur, bæði blómum, dýrum og jafnvel kertaljósinu. Guðrún veiktist fyrir rúmum tveimur árum og barðist eins og hetja fyrir lífi sínu þar til yfir lauk, alltaf jafn jakvæð að reyna allt sem gat orðið til bóta, en ekkert var hægt að gera. Já, nú drýpur sorg í hjörtu þeirra sem næst henni stóðu, litlu dóttur hennar, Ásu Hlínar, Ásu, móður hennar og síðast en ekki síst Bene- dikts, eiginmanns hennar. Ég bið Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg og almáttugur Guðs friður fylgi Gunnu minni til nýrra heimkynna. Ida Jensen Mig langar í fáum orðum að minnast Guðrúnar Björnsdóttur, systurdóttur ömmu minnar, sem lést á heimili sínu þann 3. janúar síðastliðinn, eftir erfiða sjúkdóms- legu. Samt hafði ég aldrei af henni önnur kynni en þau að við heilsuð- umst ef við hittumst á förnum vegi. En þær fregnir sem bárust af líðan og baráttu Guðrúnar við sjúkdóm sinn síðustu mánuðina, voru þess eðlis að hálfókunnugu fólki eins og mér fannst þessi manneskja standa sér nærri, og var engan veginn sama hvernig færi. Og undir það síðasta voru hugsanir manns og bænir aldrei langt frá Guðrúnu og ástvinum hennar, sem önnuðust hana af svo miklu þrekvirki að sá kraftur getur varla verið frá þeim einum kominn. Sjálfum fannst mér desembermyrkrið enn svartara en venjulega, og Ijósadýrð jólanna var á einhvern hátt dempuð svo hún dugði varla til að lýsa upp lítinn blett í myrkrinu, að manni fannst. Maður bað þess að Guðrún. mætti á einhvern hátt sigra í þessari orr- ustu, og dvelja hjá ástvinum sínum í að minnsta kosti nokkur ár enn. Og Guðrún barðist, og þeirri bar- áttu verður ekki lýst með orðum. Kannski hefði verið hægara fyrir hana og alla aðra, ef hún hefði ekki barist svo mjög, heldur reynt að sættast á það sem verða mundi. En hún kaus að berjast af öllum kröftum. Og eigum við þá að segja núna að hún hafi tapað? Það held ég ekki. Hún vann ekki aðeins orr- ustuna heldur allt stríðið, þótt sigurinn hafi kannski verið með öðrum hætti en hún sjálf bjóst við og kaus. „Því að hver sem vill bjarga lifi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það." (Matt. 16.25). Ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig, en trúi þó að gildi líka fyrir alla sem til þekktu, þegar ég segi að Guðrún hafi ekki farið alveg að tilgangslausu. Barátta hennar fyrir lífi sínu, og það sem takmörkuðum, mannlegum skilningi virðist í fljótu bragði vera tap fyrir miskunnar- leysi dauðans, skilur eftir sig spor íhugum okkar sem eftir stöndum. Ég held að það geri okkur öll að kannski örlítið betri manneskjum, + Hjartkær systir mín og mágkona, HAFDÍS SIGURMANNSDOTTIR WILLIAMS, lést 11. janúar i Bandaríkjunum. Guðrún Sigurmannsdóttir, Stefán Rafn. + MARÍA EINARSOÓTTIR VESTMANN, frá Akraneskirkju föstudaginn verður jarðsungin kl. 11.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, eða dvalarheimilið Höfða. 15. janúar er bent á sjúkrahús Akraness Vandamenn. sem beri meiri virðingu fyrir lífinu og kærleikanum, og hvetji okkur 'til að reyna að leggja örlítið meiri rækt við hið góða í sjálfum okkur og annað fólk. Sé svo, þá var það ekki alveg til einskis, heldur Hans vegna, kærleikans sem Guðrún fór frá okkur, og þess vegna mun hún finna líf sitt, þótt á annan hátt sé en hún sjálf bjóst kannski við. Eða eins og stendur annars staðar í hinni góðu bók: „Barnið er ekki dáið, það sefur." (Mark. 5.39). Ég trúi því að hún sé þegar vöknuð aftur. Þeim, sem eftir standa og sakna hennar, sendi ég mínar fátæklegu samúðarkveðjur; Isak Harðarson Kveðja frá starfsfólki Alþýðubankans Að morgni 4. janúar barst okkur sú fregn að hún Guðrún væri látin. Guðrún hóf störf við bankann 1. júní 1982, en síðastliðin tvö ár hef- ur hún verið frá vinnu vegna sjúkdóms, sjúkdóms sem svæfði hana svefninum langa. Okkur sem þekktum hana best og unnum lengst með henni mun minnisstæðast trygglyndi og trú- mennska hennar í starfi og svo dæmafátt starfsþrek. Að harma fráfall hennar er mannlegt, og það gerum við öll, en okkur er það alltaf óskiljanlegt þeg-. ar fólk í blóma lífsins er kallað burt. Móður hennar, eiginmanni og dóttur vottum við okkar dýpstu samúð. Pyrir hönd starfsmanna. Jóna Helga Hauksdóttir Við ætlum að minnast Gunnu frænku okkar sem kvaddi þennan heim 3. janúar sl., aðeins 28 ára gömul. Guðrún Björnsdóttir var einka- barn hjónanna Ásu R. Ásmunds- dóttur og Björns heitins Sigurðs- sonar, en föður sinn missti hún 31. júlí 1984 og var það Gunnu mikill missir. Blessuð sé minning hans. Gunna frænka gekk að eiga Benedikt Harðarson 20. janúar 1978 og kom snemma í ljós að þau voru einstaklega samhent eins og liUa hlýlega íbúðin þeirra á Karla- götunni ber glöggt merki um. Fyrir fjórum árum fæddist þeim dóttir, Ása Hlín, sem var sólargeisl- inn í lífi þeirra. Nokkru síðar veiktist Gunna af illkynja sjúkdómi sem hún barðist hetjulega gegn allan þennan tíma en henni við hlið tóku hennar styrk- ustu stoðir, eiginmaður hennar og móðir, þátt í stríðinu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta Gunnu þessa ótrúlegu baráttu. Gunna fór alltaf af og til á spítal- ann en heim vildi hún alltaf strax því þar biðu Benni og Ása til að hjúkra henni og hjá þeim leið henni best. Aldrei var uppgjöf að^ heyra á' Gunnu. Dugnaður hennar var ein- stakur. Sem dæmi um það kom hún, sárlasin, í Hraunbæinn til að sjá nýfædda frænku sína og alltaf kvaðst hún hafa það gott þegar hún var spurð um líðan. Þegar horft er upp á slíka bar- áttu enda með ósigri þá á maður mjög erfitt með að skilja og sætta sig við tilgang lífsins, en hlutverkið hinum megin hlýtur að vera mjög stórt eftir slíkan undirbúning. Elsku Benni, Ása og Asa Hlín, megi algóður Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Við vitum að hennar bíður ástkær faðir með opna arma á æðra tilverustigi og við trú- um því að Gunna frænka fái hlýjar móttökur þar. „Guð, í náðarnafni þínu nú tií hvildar legg ég mig. Hvíl þú nú í hjarta mínu helga það, svo elski ég þig. Góði faðir, gættu mín gefi blessuð mildin þín, að í friði sætt ég sofi síðan þig, er vakna lofi." (PJ.) Blessuð sé minning einstakrar frænku með þökk fyrir samfylgd- ina. Ransý og Ragga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.