Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 KORFUKNATTLEIKUR / BIKARINN Valur með 37 stig - erUMFN sigraði ÍBK 88:82 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSBIKARKEPPNIN Bjöm Blöndal skrifarfrá Kefíavik Njarðvíkingar sigruðu Keflvík- inga í spennandi og skemmti- legri viðureign í fyrri leik liðanna í bikarkeppni KKÍ í Keflavík í gær- kvöldi. Mikil harka var í leiknum og var Val Ingimundarsyni vikið af leikvelli í síðari hálfleik eftir að hann var kominn með tvær tæknivillur og í eitt sinn kom til handalögmála milli leikmanna þeg- ar mest gekk á. Njarðvíkingar höfðu undirtökin mest allan timann, en Keflvíkingum tókst þó í þrígang að ná forystunni í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar náðu síðan góðum kafla í síðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn var mun- urinn 16 stig. Undir lokin náðu Keflvíkingar að saxa á forskotið og á síðustu mínútunni var munur- inn komin niður í 2 stig, 85:83. Keflvíkingar voru með boltann og áttu tök á að jafna, en sókn þeirra fór út um þúfur og Teitur Örlygs- son innsiglaði sigur UMFN með fallegri 3ja stiga körfu. Valur Ingimundarson var besti leik- maður UMFN og skoraði hann margar glæsilegar 3ja stiga körfur, og skoraðj alls 37 stig. Auk hans áttu þeir ísak Tómasson (15 stig), Helgi Rafnsson (12) og Teitur Örl- ygsson (11) góðan leik. Guðjón Skúlason (31 stig) og Jón Kr. Gíslason (16) voru bestu menn IBK að þessu sinni og skoraði Jón sitt þijú þúsundasta stig fyrir IBK í þessum leik. KNATTSPYRNA / ENSKI BIKARINN Liverpool áfram — r Peter Beardsley kom Liverpool í 4. umferð bikarkeppninnar í gærkvöldi er hann skoraði eina mark leiksins á Anfíeld, í l:0-sigri á Stoke. Liðin skildu jöfn á Victoria Ground í Stoke á laugardag, 0:0. Sigur Li- verpool í gær var mun öruggari en tölumar gefa til kynna því liðið átti mun meira í leiknum. Liverpool mætir Aston Villa á útivelli í 4. umferð. Blackpool mætir Huddersfield eða Manchester City í 4. umferð. Black- pool vann Schunthorpe 1:0 en City og Huddersfield skildu aftur jöfn í gær, 0:0, eftir framlengingu. Hull og Watford skildu einnig jöfn á ný í gær, 2:2, eftir framlengingu. Middlesbrough lagði Sutton 1:0 í framlengingu í síðsat leiknum og mætir Everton eða Sheffield Wed- nesday í 4. umferð. KNATTSPYRNA ísland mætir V-Þýskalandi ar Islenska landsliðið í knattspymu skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, leikur í riðli með V-Þýskalandi í Evrópukeppni U 21. Dregið var í riðla í Diisseldorf í gær. Hollendingar og Finnar leika einnig I riðlinum. FOLK ■ ATLIHelgason, knattspyrnu- maður úr Þrótti, hefur gengið frá félagaskiptum yflr í Víking. Atli var áður ákveðinn að ganga til liðs við Víkinga, en hætti við. Hann hefur nú tekið endanlega ákvörðun. ■ TVEIR knattspymumenn úr Keflavik eru á förum til Englands, þar sem þeir verða við æfíngar. Það em þeir Gestur Gylfason og Grét- ar Einarsson. Þjálfari Keflavíkur- liðsins Frank Upton tekur á móti Sim. FREYR Sverrísson, leikmað- ur Keflavíkurliðsins í knatt- apymu, hefur gengið til liðs við Grindvíkinga. ■ GUNNLAUGUR Grettisson, hástökkvariinn snjalli úr ÍR, sló yfír 20 ára gamalt íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar í hástökki innanhúss á dögunum. Gunnlaugur stökk 2,12 m. ■ FIMM fíjálsíþróttamenn taka þátt í skoska meistaramótinu inn- anhúss, sem fer fram í nýrri íþrótta- höll í Glasgow um helgina. Það eru hástökkvaramir Gunnlaugur Grettisson, Jóhann Ómarsson og Þórdis Gísladóttir. Kúluvarparinn ',*Soffía Gestsdóttir og spretthlaup- arinn Jóhann Jóhannsson. ■ David Pleat framkvæmda- stjóri nýi framkvæmdarstjóri Leicester sem var áður hjá Totten- ham keypti í gær sinn fyrsta leikmann. Það var Peter Weir frá Aberdeen. Pleat borgaði 100.000 pund fyrir hann, en Aberdeen Gunnlaugur Grattlsson keypti hann frá St.Mirren fyrir 300.000 pund árið 1981. Wéir kem- ur í stað Ian Wilson sem Leicester seldi til Everton nú fyrir skömmu. ■ STEVE Coppel, fram- kvæmdastjóri Crystal Palace keypti í gær varamarkvörð Manc- hester City, Perry Suckling fyrir 100.000 pund. Þá setti Coppel tvo leikmenn á sölulista, markvörðinn George Wood og vamarmanninn Paul Brush. ■ STEVE Harrison tók í gær við stjóm enska liðsins Watford en Dave Bassett sagði upp á mánu- daginn, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Harrisson er fyrrum leikmaður Watford, var síðan þjálf- ari meðan Graham Taylor var við stjómvölinn, en fylgdi þeim síðar- nefnda er hann gerðist stjóri Aston Villa. í gær tilkynnti rokkstjaman Elton John, stjómarformaður og aðaleigandi Watford að hann væri hættur við að selja hlut sinn í félag- inu, í bili að minnsta kosti. Pressens Bild Atli Hllmarsson fær óblíðar móttökur hjá landsliðsmönnum A-Þýskalands í gærkvöldi. Þeir pressa hann vel á milli sín. íslenska liðið ávalK erfftt viðureignar -segir Abas Arslanagic, þjálfari Júgóslavíu „VIÐ komum vel undirbúnir til þessa móts og tökum það al- varlega. Hér keppa landslið, sem eru á toppnum í dag og við vanmetum enga mótherja. íslenska liðið er mjög gott og leikurinn gegn því kemurtil með að einkennast af mikilli baráttu, þar sem ekkert verður gefið eftir,“ sagði Abas Arsla- nagic, þjálfari Júgóslavíu, við Morgunblaðið í gœr áður en hann hélt með liði sínu til Borlaange, þar sem Júgóslavía lék gegn Dönum í gærkvöldi. argir forystumenn og leik- menn liðanna hér í heims- bikarkeppninni spá Júgóslövum sigri í mótinu, en Arslangic vildi Steinþór Guöbjartsson skrifar frá Svíþjóö ekki taka undir slíka spádóma að svo stöddu. „Á móti sem þessu þar sem bestu þjóðimar keppa, er óvarlegt að spá um úrslit. Allir vilja sanna getu sína og enginn getur leyft sér að vanmeta mótheijana. Við förum eins og aðrir í hvern leik með því hugarfari að sigra og spyij- um að leikslokum," sagði Arsla- nagic. Athygllsverð úrslh Sem kunnugt er Iéku ísland og Júgóslavía sex innbyrðis Ieiki á síðasta ári og sigraði hvort lið í þremur leikjum. „Við höfum leikið marga leiki við íslenska liðið, en úrslitin á síðasta ári eru að mörgu leyti athyglisverð. Leikimir vom Matz Olsson lokaði á Spánverja Svíar byijuðu mjög vel í fyrsta leik sínum í Heimsbikarkeppn- inni í handknattleik sem hófst í Svíþjóð í gær. Þeir sigruðu Spán- vetja, 19:16 í frekar slökum leik. Það var markvörður Svíanna, Matz Olsson sem var maðurinn á bakvið sigur Svía, en hann lokaði markinu að sögn Þorbjamar Jenssonar sem , „njósnaði“ fyrir Bogdan Kow- alczyk. Svíar náðu undirtökunum strax á fyrstu mínútu og Spánveijar náðu aldrei að jafna. í hálfleik var staðan 8:6, Svíum í vil. Spánveijar vom þó nálægt því að jafna og náðu að minnka muninn í eitt mark, 17:16 þegar þijár mínútur vom til leiks- loka, en Svíar skomðu tvö síðustu mörkin. „Það eina sem kom mér á óvart í leik Svíanna var hvað sóknarleikur- inn var slakur“, sagði Þorbjörn Jensson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Bjöm Jilsen, tromp Svíanna, var mjög slakur og skoraði aðeins eitt mark. Svíar spiluðu mikið upp á línumanninn Per Carlen sem skor- aði 6 mörk og homamennina Sten Sjögren sem skoraði einnig 6 mörk og Staffan Ulfsson sem skoraði þijú mörk. Homa- og línumenn skomðu því 15 af 19 mörkum liðs- ins. Ég átti von á góðri markvörslu og sterkri vöm og það var sterka hlið Svíanna í þessum leik. Matz Olsson lokaði markinu, varði 19 skot. Spánveijar em með stemmningslið, en þegar illa gengur þá er eins og þeir brotni niður og það gerðist í þessum leik. Ef að við mætum þeim verðum við að leggja höfuð áherslu á að taka vel á móti þeim í vöm- inni og tmfla leik þeirra eftir fremsta megni. Það vom tveir leikmenn sem stóðu upp úr í liði þeirra, Munoz Melo sem er útileikmaður skoraði 7 mörk og Ruiz Gomez sem er homamaður og skoraði 2 mörk. Þeir leika hlið við hlið og allar sóknir Spánveija og leikkerfí heijast á þeim. yfírleitt jafnir og íslendingarnir sönnuðu tilvemrétt sinn á meðal þeirra bestu. Við vomm reyndar oft án margra lykilmanna og aðrir fengu því tækifæri, en það vom einnig forföll í íslenska liðinu," sagði þjálfarinn. Barátta Arslanagic sagðist gera ráð fyrir hörkuleik gegn íslandi, þar sem baráttan sæti í fyrirrúmi. “Vöm íslenska liðsins er góð og Einar er sterkur í markinu. Okkar vandamál er að komast í gegnum múrinn og vonandi tekst það. Við emm með flesta okkar bestu menn, en í leikj- um þeirra bestu er ekkert ömggt. Bæði liðin em með líkamlega sterka menn, en þeir sigra, sem gera færri mistök.“ Anders Dahl vildi aðGísli Felix færi á Anders Dahl Nielsen, lands- liðsþjálfari Dana, er greini- lega umhugað um að Ribe, hans gamla liði, gangi sem best í dönsku 1. deildarkeppninni. Hann kom að máli við Gísla Felix Bjamason, markvörð úr KR, í gær og spurði hvort hann væri tilbúinn að fara aftur til danska félagsins. Gísli lék sem kunnugt er með Ribe um tíma fyrir nokkmm ámm, við mjög góðan orðstír, en Anders Dahl þjálfaði þá ein- mitt liðið og lék með því. Lið Ribe er nú í þriðja neðsta sæti 1. deildarkeppninnar. Tveir nýir markverðir komu til liðsins í vor, annar er nú meiddur og hinn farinn aftur. Liðið er því í vanda statt, en Gísli Felix sagð- ist þó ekki vilja snúa þangað á ný — sagðist ætla að vera áfram með KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.