Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 27
"ICTT^TT'™\|-TO** MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 27 Jean-Marie Le Pen vígreifur á flokksfundi: „Fékk það hlutverk að bjarga Frakk- landi frá úrkynjun" Nizza. Reuter. ÞRIGGJA daga flokksráðstefnu Þjóðernisfylkingar Jean-Marie Le Pen lauk á sunnudag en f lok henn- ar kynntí Le Pen eigin uppskrift, svoköiluð 10 boðorð, að þvf hvern- ig snúa megi málum til betri vegar f Frakklandi og „forða landinu frá algerri úrkynjun," eins og hann orðaði það. Le Pen hlaut mikið klapp er hann tilkynnti fundarmönnum, sem voru 3.000, að boðorðin 10 yrðu grund- völlur „orrustunnar um Frakkland" *fhann sigraði í forsetakosningunum f vor. Fyrsta boðorðið er um að snúa straumi innflytjenda við, en útlend- ingar eru mikill þyrnir í augum Le Pens. Annað boðorðið er um að halda þurfi lög og reglu mun ákveðnar en gert væri og í því sambandi bæri að leiða morðingja og fíkniefnasala und- ir fallöxina. „Frakkar verða að gera sér grein fyrir því að kosningarnar eru líkleg- ast síðasta tækifærið, sem þeir hafa til að koma í veg fyrir að land þeirra úrkynjist, verði undirgefninni að bráð, glatist," sagði Le Pen í lokaá- varpi sínu. „Það er tími til kominn að Prakk- ar ráði sínu landi, en ekki útlending- ar," sagði Le Pen, sem vill koma í veg fyrir að útlendingar fái að setj- ast að í Frakklandi. Hann vill einnig að barneignum Frakka fjölgi „í stað þess að flytja inn heilu flugvélafarm- ana af útlendingum." Gerðar hafa verið skoðanakannan- ir um fylgi líklegustu frambjóðenda, og samkvæmt þeim nýtur Le Pen um 10% fylgis. Le Pen sagðist hafa fengið það „sögulega hlutverk" að afstýra úr- kynjun frönsku þjóðarinnar. Ekki væru nema 12 ár til aldamóta en svo gæti farið að hið volduga Frakkland, sem verið hefði við lýði á annað þús- Reuter Jean-Marie Le Pen gengur tíl lands að afloknu sjávarbaði við Nizza á suðurströnd Frakklands á laugardag. und ár, heyrði sögunni til árið 2000 Hann sagðist vilja uppræta atvinnu- leysi, breyta menntakerfinu, draga úr ríkisútgjöldum, lækka skatta á fyrirtæki og byggja upp velferðaríki, sem „þjónar frönskum Frökkum en ekki innfluttu útlendu vinnuafli." Le Pen sagðist á fundinum hafa verið ofsóttur af fjölmiðlum, sem lagt hefðu sig fram um að rangtúlka orð hans og yfirlýsingar. Fundinn átti upphaflega að halda í október, en var frestað vegna yfirlýsinga Le Pens um gyðingaofsóknir nazista í seinni heimsstyrjöldinni. Le Pen sagði að þær væru smámál og hlaut fyrir það mikla gagnrýni, heimafyrir og um heim allan. ¦ » i t W * í :¦ W - ¦B ^:-: J8r ¦:;RV ... | Reuter Noboru Takeshita, forsætísráðherra Japans, ásamt konu sinni, Na- oko, þegar þau héldu upp í Bandaríkjaförina. Bandaríkin: Takeshita með fögur fyrirheit Lof ar líklega að opna Japansmarkað Washingtoo. Reuter. NOBORU Takeshita, forsætisráð- herra Japans, kom f gær tíl Washington og var hermt, að hann hefði með f farangrinuni boð um að opna japanska markaðion bet- ur fyrir bandarískum fyrirtækj- um. Viðræður Takeshita við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og full- trúa þingsins eiga sér stað á sama tíma og viðskiptahallinn í Banda- ríkjunum er meiri en nokkru sinni fyrr og þingið krefst þess, að Japan- ir opni sinn lokaða heimamarkað eða miiips sjónvörp verði látnir sæta refsiaðgerðum ella. Takeshita, sem tók við af Yasu- hiro Nakasone í nóvember sl., er nú í sinni fyrstu Bandaríkjaheimsókn og er talið, að hann muni reyna að ná trúnaði Reagans á sama hátt og Nakasone. í því á hann þó undir högg að sækja enda er þriðjungur viðskiptahallans í Bandaríkjunum eingöngu vegna viðskiptanna við Japani. Bandarískir embættismenn hafa einnig varað við hugsanlegum yfirlýsingum Takeshita og segja, að japanskir ráðamenn séu vanir að lofa öllu fögru en standa við fátt. ýý^meö þráðlausn fjarstýringu SSSSff Litir.Svartoggrátt. VERÐAÐEINSKR'- 20" án f jarstýringar öllumstillingum.otl.ofl. Uitir.Hnotaoggrátt. VERÐ AÐEINSKR 16" ferðasjónvarp an fiarstýringar =S^^^ ^ „.Ann inqtöðvaminni. Stunga ZgSSSSgSSSEU*. Litirsvartoggrátt. VERÐAÐEINSKR ofl.Litur.svartoggrátt. VERÐAÐEINSKR. 29.900.- MEDSPENNUBREYTIAÐEINSKR. Æ^Tf A^ ^g ^«—22s=sHeímiUstæKi hf nW" I.""^f..M1!i2s KR.NGLUNNI..691 is^^SE'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.