Morgunblaðið - 13.01.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.01.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 27' Jean-Marie Le Pen vígreifur á flokksfundi: „Fékk það hlutverk að bjarga Frakk- landi frá úrkyniun“ Mivva I? mitnv4 Nízza. Reuter. ÞRIGGJA daga flokksráðstefnu Þjóðemisfylkingar Jean-Marie Le Pen lauk á sunnudag en í lok henn- ar kynnti Le Pen eigin uppskrift, svokölluð 10 boðorð, að því hvern- ig snúa megi málum til betri vegar í Frakklandi og „forða landinu frá algerri úrkyiyun," eins og hann orðaði það. Le Pen hlaut mikið klapp er hann tilkynnti fundarmönnum, sem voru 3.000, að boðorðin 10 yrðu grund- völlur „orrustunnar um Frakkland“ ef hann sigraði í forsetakosningunum í vor. Fyrsta boðorðið er um að snúa straumi innflytjenda við, en útlend- ingar eru mikill þymir í augum Le Pens. Annað boðorðið er um að halda þurfi lög og reglu mun ákveðnar en gert væri og í því sambandi bæri að leiða morðingja og fíkniefnasala und- ir fallöxina. „Frakkar verða að gera sér grein fyrir því að kosningamar em líkleg- ast síðasta tækifærið, sem þeir hafa til að koma í veg fyrir að land þeirra úrkynjist, verði undirgefninni að bráð, glatist," sagði Le Pen í lokaá- varpi sínu. „Það er tími til kominn að Frakk- ar ráði sínu landi, en ekki útlending- ar,“ sagði Le Pen, sem vill koma í veg fyrir að útlendingar fái að setj- ast að í Frakklandi. Hann vill einnig að bameignum Frakka fjölgi „í stað þess að flytja inn heilu flugvélafarm- ana af útlendingum." Gerðar hafa verið skoðanakannan- ir um fylgi líklegustu frambjóðenda, og samkvæmt þeim nýtur Le Pen um 10% fylgis. Le Pen sagðist hafa fengið það „sögulega hlutverk“ að afstýra úr- kynjun frönsku þjóðarinnar. Ekki væm nema 12 ár til aldamóta en svo gæti farið að hið volduga Frakkland, sem vérið hefði við lýði á annað þús- Reuter Jean-Marie Le Pen gengur til lands að afloknu sjávarbaði við Nizza á suðurströnd Frakklands á laugardag. und ár, heyrði sögunni til árið 2000 Hann sagðist vilja uppræta atvinnu- leysi, breyta menntakerfinu, draga úr ríkisútgjöldum, lækka skatta á fyrirtæki og byggja upp velferðaríki, sem „þjónar frönskum Frökkum en ekki innfluttu útlendu vinnuafli." Le Pen sagðist á fundinum hafa verið ofsóttur af fjölmiðlum, sem lagt hefðu sig fram um að rangtúlka orð hans og yfírlýsingar. Fundinn átti upphaflega að halda í október, en var frestað vegna yfirlýsinga Le Pens um gyðingaofsóknir nazista í seinni heimsstyijöldinni. Le Pen sagði að þær væm smámál og hlaut fyrir það mikla gagnrýni, heimafyrir og um heim allan. Reuter Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans, ásamt konu sinni, Na- oko, þegar þau héldu upp í Bandaríkjaförina. Bandaríkin: Takeshita með fögair fyrirheit Lofar líklega að opna Japansmarkað Washington. Reuter. NOBORU Takeshita, forsætisráð- herra Japans, kom i gær til Washington og var hermt, að hann hefði með i farangrinum boð um að opna japanska markaðinn bet- ur fyrir bandarískum fyrirtæly- um. Viðræður Takeshita við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og full- trúa þingsins eiga sér stað á sama tíma og viðskiptahallinn í Banda- ríkjunum er meiri en nokkm sinni fyrr og þingið krefst þess, að Japan- ir opni sinn lokaða heimamarkað eða verði látnir sæta refsiaðgerðum ella. Takeshita, sem tók við af Yasu- hiro Nakasone í nóvember sl., er nú í sinni fyrstu Bandaríkjaheimsókn og er talið, að hann muni reyna að ná trúnaði Reagans á sama hátt og Nakasone. S því á hann þó undir högg að sækja enda er þriðjungur viðskiptahallans í Bandaríkjunum eingöngu vegna viðskiptanna við Japani. Bandarískir embættismenn hafa einnig varað við hugsanlegum yfirlýsingum Takeshita og segja, að japanskir ráðamenn séu vanir að lofa öllu fögm en standa við fátt. Rtilips SJÓIWÖIP 20” með þráðlausri fjarstýringu ,tal) 2S°nS 2tÆ»uSl«ngum, ofl- «* ytir. Svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR 20” án fjarstýringar S.'stSÍdigital) skráning á skjá á öllum stillingum, ofl. ofl. Litir. Hnota og grátt. __i/n VERÐ AÐEINS KR 16” ferðasjónvarp an fjarstýringar Frábaer myndogtónrTlOstöðva minni. Stunga fyrir heyrnartól. Innbyggt loftnet, ofl. o . Litir: svart og grátt. VERÐ AOEINS KR ^aS^ullartstaainn Tengist með straumbreyti stöðva ofl. Litur: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR með spennubreyti AÐEINS kr. verð eru miðuð VK> STAÐGRETOSLU 29.900.- * ■ • hf INI*:6915

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.