Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1988 &toc0mffl$faib Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guomundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Rætt víð skipverjana sem björguðust af Bergþóri KE 5 Rödd Dubceks heyrist á ný frá Prag Fyrir réttum tuttugu árum snerust heimsfréttir mjög um atburðina, sem þá voru að gerast í Tékkóslóvakíu. Frels- isandi fór um landið undir forystu Alexanders Dubceks, þáverandi aðalritara kommún- istaflokks landsins. Þá töluðu menn um „vorið í Prag" og sósíalisma með „mannúðlegt andlit". Væntu margir mikils af þeim breytingum, sem unnið var að í Tékkóslóvakíu. Innan Kremlarmúra sátu hins vegar ráðamenn sovéska kommún- istaflokksins og þyngdist þeim mun meira á þeim brúnin sem fleiri frjálsræðis-fréttir bárust frá Prag. Fór svo í ágúst 1968, að fimm Varsjárbandalagslönd undir forystu Sovétríkjanna sendu herafla inn í Tékkóslóv- akíu til að binda enda á vorið í Prag og koma hitastiginu að nýju niður í þann kulda, sem þykir við hæfi í kommúnista- ríkjum. Var þetta gert í krafti Brezhnev-kenningarinnar svo- nefndu um að réttlætanlegt væri að beita sósíalísku her- valdi til að stemma stigu við „óæskilegri" þróun sósíalis- mans í einhverju því landi, sem Kremlverjar teldu sósíalískt. Alexander Dubcek og hálf milljón manna voru rekin úr tékkneska ko'mmúnistaflokkn- um eftir innrásina. Síðan fréttist það helst af Dubcek, að hann væri við skógarhögg á afskekktum stað og núna fyrst, tuttugu árum síðar, heyrist rödd hans að nýju á Vesturlöndum í samtali við blað ítalskra kommúnista „L'Unita". Þar lýsir Dubcek lífi sínu eftir innrásina meðal annars á þann veg, að hann hafi verið „eins og fangi, sem fær ekki að fara lengra en fjöt- urinn leyfir". Allt hafi verið gert til að honum fyndist, að hann væri einskonar úrhrak eða útlagi í eigin landi. í 19 ár hafi lögreglan fylgst með honum eða þar til Míkhaíl Gorbatsjov kom til Prag í fyrra. „Síðan hef ég ekki séð lög- reglumennina," segir Dubcek. Skömmu áður en viðtalið birtist í ítalska blaðinu kom forystugrein þess efnis í Rude Pravo, dagblaði kommúnista- flokksins í Tékkóslóvakíu, að það sé gróf rangtúlkun að bera stjórnarhætti Dubceks saman við þær breytingar, sem Gorb- atsjov hefur boðað í Sovétríkj- unum. Sovéska fréttastofan Tass sendi frá sér boðskap þess-efnis, að með aðgerðum Gorbatsjovs hafi sovéski kom- múnistaflokkurinn styrkt forystu sína en undir forystu Dubceks hafi kommúnisminn veikst í Tékkóslóvakíu. I Ijósi orða Dubceks í L'Unita á ef til vill að skoða þessi ummæli í Rude Pravo og hjá Tass sem forvarnarstarf. Þessar málpíp- ur ráðamanna í Prag og Moskvu hafi viljað segja það skýrt og afdráttarlaust, að Dubcek sé enn í ónáð og ekk- ert sé skylt með honum og Gorbatsjov. Sú staðreynd, að Dubcek fær nú að tala opinberlega og lögreglan hætti að vakta hann eftir að Gorbatsjov kom til Prag, á rætur að rekja til ákvarðana á æðstu stöðum. í Tékkóslóvakíu virðist hið sama vera að gerast og í Sovétríkjun- um fyrir rúmu ári, þegar Andrei Sakharov fékk að snúa til Moskvu, að áhrifamanni í ónáð er hleypt úr prísundinni og gefið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Sakharov hefur sagt, að gefa eigi Gorbatsjov tækifæri til að sýna, hvort hann standi við fyrirheitin um breytingar. Dubcek segir, að innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 hefði verið „óhugsandi", ef Gorbatsjov hefði verið við völd í Sovétríkjunum. Þannig hafa þeir Sakharov og Dubcek báðir lýst að minnsta kosti óbeinu trausti á Gorbatsjov og greint hann frá stalínistunum. Er vit- undin um yfirlýsingar af þessu tagi ástæðan fyrir breyttum högum þessara manna? Fyrir þá sem muna vorið í Prag og bundu vonir við nafn Dubceks er það merkileg stund að fá að nýju að kynnast við- horfum hans og sjá, að þau hafa ekki breyst. Hann vill að þráðurinn verði tekinn upp að nýju, þar sem frá var horfíð fyrir 20 árum, með því að binda enda á ritskoðun og nálgast frjálst markaðskerfí. Hvorugt er hins vegar á döfinni í Tékkó- slóvakíu eða Sovétríkjunum. En á meðan menn á borð við Dubcek og Sakharov fá að Iáta til sín heyra er enn von um að ný hugsun kunni að ná undir- tökunum. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Skip verjarnir sem björguðust. Frá vinstri Einar Magnússon, Sverrir Víglundsson og Gunnar Magnússon. „Goður Víkars Vélbáturinn Bergþór KE 5 fórst um 9 sjómílur norðvest- norður af Garðskaga síðastlið- inn föstudag og með honum tveir menn, en þrir skipverjar björguðust. Með Bergþóri fór- ust Magnús G. Þórarinsson skipstjóri og útgerðarmaður og Elvar Jónsson háseti. Bergþór var tæplega 60 tonna bátur, en brotsjór setti hann á Guð, láttu Arna sjá þessa sól" hliðina. Þegar verið var að aðstoða Magnús við að komast út um neyð- arglugga í brú reið sá brotsjór yfír sem sökkti Bergþóri endan- lega og var Magnúsi ekki bjargað og Elvar Jónsson háseta sem var einn niðri í lúkar þegar báturinn fór á hliðina sáu aðrir skipverjar ekki eftir það. Magnús skipstjóri sem var kunnur sjósóknari og afla- maður og gætinn á sjó hafði síðast samband við land tæplega klukku- stund áður en slysið varð, en svo skjótt fór báturinn á hliðina og sökk að ekki reyndist unnt að senda út neyðarkall. Miðað við aðstæður er talið kraftaverk að þrír menn skuli hafa komist af, en Morgunblaðið ræddi við þá um slysið. „Ég sogaðist niður með bátnum og barðist um á hæl og hnakka" Rætt við Gunnar Magnússon háseta „Við Sverrir vorum tveir á þilfari þegar brotsjór reið á bátnum og velti honum á hliðina. Ég sá brotið ríða á skipinu og náði að henda mér niður á þilf arið til þess að reyna að ná taki á einhverju og halda mér," sagði Gunnar Magnússon háseti í samtali við Morg- unblaðið. ^-> „Það skipti engum togum að ég fór á bólakaf og fannst ég berast frá skipinu með öldunni sem reif mig með sér, en ég flaut síðan upp rétt við hvalbakinn. Þá heyri ég að Magnús skipstjóri setur á fulla ferð til þess að reyna að keyra bátinn upp úr brotinu. Ég náði að koma mér yfir á stýrishúsið, en þá voru bæði möstur bátsins komin í sjó og báturinn lá á stjórnborðshliðinni. Ég synti að stýrishúsinu og kom mér upp á bakborðshlið þess. Það var bullandi sjór og heppni að mað- ur slasaði sig ekki í barningnum, en þar sem ég kem að stýrishúsinu kastast gúmmíbjörgunarbátshylkið úr gálganum sem maraði í kafi og bátshylkið barst síðan til mín þar sem ég var einn á stýrishúsinu. Báturinn byrjaði ekki að blásast upp, en ég náði takið á línunni sem liggur í þrýstiflösku hans og byrj- aði að draga hana út til þess að blása hann upp. Þar sem ég lá í sjóskorpunni og var að draga linuna sá ég Magnús skipstjóra koma út í neyðarútgangsgluggann og standa þar með axlir upp úr glugg- anum og í sömu andrá kom Einar stýrimaður upp um gluggann fram hjá pabba sínum og hóf þegar að reyna að hjálpa honum út um gluggann. Neyðarglugginn er helm- ingi stærri en aðrir gluggar stýris- hússins. Um leið og Einar byrjar að toga föður sinn út, kastaði ég slaka af björgunarbátslínunni til Magnúsar og hann náði taki á henni, en virt^ ist mjög máttfarinn. í þessu reið ólag yfir og ég hvarf aftur niður með öldunni flæktur í línu björgun- arbátsins. I þessu ólagi sökk Bergþór á örskoti með miklum sog- um og ég sogaðist niður með bátnum. Ég missti takið á línunni sem ég hafði verið að toga út úr björgunarbátshylkinu, en barðist um á hæl og hnakka í kafinu. Ein- hvernveginn losnaði ég úr flækjunni og þegar mér skaut upp aftur var Bergþór sokkinn. Ég fékk lestar- lúgu í höfuðið þegar mér skaut upp, en um stund reyndi ég að hanga á henni og nýta flotið, en það var stórhættulegt. Óhemju ojía komst strax í sjóinn og við Einar drukkum talsvert af þeim ófögnuði, en brimið var slíkt að það var miklu öruggara að reyna að synda heldur en að vera nálægt hlutum eins og lestarlúgunni. Skammt frá sá ég fískikar fljóta, en enga menn og báturinn farinn. Það var óbjörgu- legt að sjá ekkert annað. Ég barst síðan nokkrum sinnum í kaf, en mér skaut alltaf upp aftur og eftir eina slíka hrinu sá ég á bakhliðina á gúmmibjörgunarbátnum um það bil 10—15 metra frá mér. Mér tókst að synda að honum og ná taki á bátslfnunni og fíkra mig nær björg- unarbátsopinu, en þegar ég komst Gunnar Magnússon þangað vissi ég ekki fyrr en ég lá inni í bátnum, því það voru hraust- ar hendur félaga minna sem kipptu mér inn í gúmmíbjörgunarbátinn. Að undanförnu höfum við Sverrir stundað miklar gönguferðir og í þessum gönguferðum hef ég lést um 7 kg. Enginn okkar þriggja reykir, en það er eins og við höfum verið að undirbúa okkur undir þessi átök, því við erum vel á okkur komnir Ifkamlega og krafturinn getur skipt sköpum ef menn ná að komast frá borði." Gunnar hefur tvívegis áður lent í kröppu á sjó. í annað skiptið var hann á 120 tonna bát, Jóni Ágúst, sem keyrði upp á sker undir Hafnar- bergi, en þeir náðu að komast frá landi með fulla lest af sjó og í hitt skiptið var hann stýrimaður á Blika þegar neyðarkall barst frá Víði II á reki tæpt undan Garðsskagaflös. Gunnar fór þá með Blikann og náði Víði II í tog. - á.j.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.