Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
39
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Guð opinberar sig
Hvers vegna bindur þú guðstrú þína við Bibiíuna eina?
Nóg er til af öðrum bókum með góðum hugmyndum um
Guð.
Sé Biblían ekki annað en safn hugmynda ýmissa manna, ritað
af mönnum, er engin ástæða til að leggja meiri áherslu á hana en
önnur mannleg hugmyndasöfn varðandi Guð. En Biblían segir ekki
frá hugmyndum manna um Guð. Hún greinir frá hugmjmdum Guðs
um menn! Með öðrum orðum, hún er ekki mannleg bók (þó að menn
hafi skrifað hana) heldur er hún guðleg bók með algjörlega sérstæð-
um hætti.
Þetta er ástæðan til þess að kristnir menn vitna oft til Biblíunnar
og segja að hún sé orð Guðs. Hún varð ekki til vegna þess að ein-
hverjir menn komust að einhverri niðurstöðu um Guð. Hún varð til
vegna þess að Guð ákvað að opinberast okkur. „Vitið það umfram
allt að enginn ritningar-spádómur verður þýddur af sjálfum sér; því
að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur
töluðu menn frá Guði, knúðir af heilögum anda“ (2. Pet. 1, 20—21).
Hvers vegna gaf Guð okkur orð sitt? Hann gaf okkur það vegna
þess að hann elskar okkur og vill að við þekkjum sig. Við þurfum
ekki að geta okkur til um Guð því að hann hefur sagt okkur hvílíkur
hann er og hvemig við getum þekkt hann í persónulegu samfélagi.
Þess vegna ríður okkur á að vita hvað Biblfan kennir. Hér er um
áð ræða mál sem snertir eilífðina.
Eg geri mér ljóst að óvíst er hvort þú trúir því á þessari stundu
að biblían sé orð Guðs. En nú skora eg á þig: Byijaðu að lesa Biblí-
una með opnum huga. íhugaðu af einlægni hvað hún segir og vertu
fus til að snúa þér af heilum huga til Guðs ef þú kemst að því að hún
er sönn. Eg legg til að þú byijir á því að lesa í guðspjalli Jóhannesar
og biðjir Guð að sýna þér hvort Jesús Kristur sé raunverulega einka-
sonur hans, sendur af himnum ofan til þess að deyja fyrir þig á
krossinum og frelsa þig frá syndum þínum.
Jesús sagði: „Biðjið og yður mun gefast; leitið og þér munið finna"
(Matt. 7,7). Viljirðu þekkja Guð skaltu snúa þér til Biblíunnar þar
sem hann hefur opinberað sjálfan sig. Þegar þú gerir það er eg
sannfærður um að þú áttar þig á að Jesús Kristur einn er „vegur-
inn, sannleikurínn og lífið“ (Jóh. 14,6).
SJÓNVARPS-
BINGÓ
Sjónvarpsbingó á Stöð 2
mánudagskvöldið 11. janúar 1 988.
Vinningar í fyrri umferð þegar spilað
var um eina lárétta línu.
Spilað var um 10 aukavinninga, hver
að verðmæti kr. 50.000,00.,
frá HUÓMBÆ:
56, 70, 67, 3, 89, 72, 60, 53, 26,
73, 37, 83, 7, 80, 79, 85, 58, 88.
SPJALDNR. 14156.
Þegartalan 88 kom upp var HÆTT
að spila á aukavinningana.
Þegar spilað var um BÍLINN komu
eftirfarandi tölur upp.
Spilað var um þrjár láréttar línur,
(eitt spjald):
63, 16, 90, 74, 35, 75, 20, 40, 42,
1 5, 1,33, 51,29, 50, 5, 1 7, 77, 1 3,
31,45, 4, 32, 1 8, 41,78, 54, 87.
SPJALDNR. 16701.
SÍMAR 673S60 og673S61.
ki
OGUR
STYRKTARFÉ LAG
SlMAR: 673560 og 673561
NÝ KRABBAMEINS-
LÆKNINGADEILD
opnar á Landspítalanum í
febrúar eftir gagngerar
endurbætur. Hjúkrunar-
ffæðingar og sjúkraliðar; hér
er spennandi tækifæri til að
taka þátt í uppbyggingu
nýrrar starfsemi. Tveggja
vikna námskeið hefst 1.
febrúar um hjúkrun og
læknismeðferð krabbameins-
sjúklinga.
Boðið er upp á fastar
kvöld- og næturvaktir.
Allar nánari upplýsingar
gefúr hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, Kristín Sop-
husdóttir, eða hjúkrunar-
deildarstjóri, Sigríður
Snæbjörnsdóttir í síma
29000 - 486.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Á SKURÐSTOFUR
Dagvinna og gæsluvaktir.
Góð vinnuaðstaða. Þriggja
mánaða aðlögunartími.
HJÚKRUNARFRÆÐING-
UR í SPEGLANIR.
Dagvinna, 50% starf.
HJÚKRUNARFRÆÐING-
UR í GÆSLUSKÁLA
(RECOVERY)
Hjúkrunarfræðingur óskast
til afleysinga í gæsluskála
kvennadeildar. Dagvinna.
Lítill og þægilegur vinnustað-
ur.
Upplýsingar um ffarnan-
greind störf geftir Bergdís
Kristjánsdóttir, hjúkrunar-
ffamkv'æmdastjóri í síma
29000 - 508.
HJLJ KRU NARFRÆÐINGUR
Á KVENNADEILD
Hjúkrunarfræðingur óskast á
Krabbameinslækningadeild
kvenna 21 A, frá 1. febrúar.
LJÓSMÆÐUR Á SÆNGUR-
KVENNADEILD
Ljósmæður óskast á nætur-
vakt á Sængurkvennadeild.
Fyrir 60% vinnu greiðast
deildarstjóralaun. Ennfremur
óskast ljósmæður á aðrar
vaktir — sveigjanlegur vinnu-
tími.
Nánari upplýsingar gefúr
hjúkrunarframkv'æmdastjóri,
María Bjarnadóttir í síma
29000 - 509
STARFSMENN
Ófaglærðir starfsmenn óskast
í ýmis störf, bæði fastar
stöður og til afleysinga.
Nánari upplýsingar veitir
skrifstofa hjúkrunarfor-
stjóra, sími 29000 - 484.
STARFSMENN í ELDHÚS
Ófaglærðir starfsmenn óskast
í eldhús Landspítala, bæði í
75% starf og fullt starf.
Nánari upplýsingar í síma
29000 - 491 (Jóhanna eða
Olga).
LÆKNARITARIÁ GEÐ-
DEILD
Geðdeild Landspítalans
óskar eftir að ráða læknarit-
ara í 50% starf. Stúdentspróf
eða sambærileg menntun
æskileg og góð íslensku- og
vélritunarkunnátta.
Upplýsingar um starfið
gefur skrifstofústjóri geð-
deildar í síma 29000 - 637.
...fyrr en þú hefur kynnt þér málið
RÍKISSPÍTALAR
LANDSPÍTALI
essemm/slA 19 09