Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
23
Félag bókagerðar-
manna:
Þórir Guðjóns-
son sjálfkjör-
inn formaður
ÞÓRIR Guðjónsson, gjaldkeri Fé-
lags bókagerðarmanna, er sjálf-
kjörinn næsti formaður félagsins,
þvi hann hafði einn boðið sig fram
er framboðsfrestur vegna for-
mannskjörs rann út í fyrradag,
að sögn núverandi formanns fé-
lagsins, Magnúsar E. Sigurðsson-
ar, sem verið hefur formaður
Félags bókagerðarmanna frá
stofnun þess, árið 1980.
„Formannskjör fer fram í janúar
annað hvert ár,“ sagði Magnús.
„Þórir tekur við sem formaður fél-
agsins á næsta aðalfundi þess, sem
haldinn verður í apríl eða ma( nk.,
en helmingur stjómarinnar er kosinn
mánuði fyrir aðalfund. Stjómin
skiptir síðan með sér verkum eftir
aðalfundinn. Ég vildi hætta sem
formaður núna, því það er mitt sjón-
armið að menn eigi ekki • að vera
mjög lengi í svona starfi. Það er
hætta á að menn staðni í því og
verði eins og heimaríkir hundar,"
sagði Magnús.
Landsvirkjun
tekur1100
milljóna lán
UNDIRRITAÐUR var í Helsing-
fors á þriðjudag lánssamningur
milli Landsvirkjunar og Norræna
fjárfestingarbankans vegna láns
til Landsvirkjunar í evrópskum
greiðslueiningum (ECU),sem veitt
er vegna virkjunar Blöndu. Lánið,
að fjárhæð 40 milljónir sviss-
neskra franka eða um 1100
miiljónir íslenskra króna á núver-
andi gengi, verður notað til að
greiða upp fyrirfram lán sem tek-
ið var til virkjunarframkvæmda.
Af hálfu Landsvirkjunar var láns-
samningfurinn undirritaður af Halld-
óri Jónatanssyni forsljóra fyrirtækis-
ins og af hálfu bankans af Jannik
Lindbæk bankastjóra.
Lánið er stærsta einstaka lánið
sem NIB hefur veitt íslenskum aðila
til þessa. Landsvirkjun hefur áður
samið við bankann um þtjú lán til
fjármögnunar Hrauneyjafossvirkjun-
ar, samtals að fjárhæð 1300 milljónir
króna á núverandi gengi. Þau lán
eru nú að miklu leyti endurgreidd.
Að undanfömu hefur verið mikil
aukning á lánveitingum NIB til ís-
lands. A nýliðnu ári var samið um
12 lán að fjárhæð samtals um 2
milljarðar króna. Á árinu 1986 var
samið um sjö lán að upphæð 550
milljónir króna.
Kvennaþingið í Osló:
Ráðherra
leggur fram
fé tíl stuðnings
UM áramótin var stofnaður ferða-
sjóður til að styrkja ís-
lenskar konur til þátttöku í Nor-
ræna kvennaþinginu í Osló 1988.
Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir, sem hefur sýnt málinu
mikinn áhuga, lagði fram 200.000
kr. til að styrkja sérstaklega þær
konur sem ekki fá til þess stuðning
annars staðar frá og venjulega eiga
þess ekki kost að sækja erlendar
ráðstefnur og fundi.
Norræna kvennaþingið sem haldið
er að frumkvæði ráðherranefndar
Norðurlandaráðs verður haldið dag-
ana 30. júlí til 7. ágúst nú í sumar
og er opið öllum, en haldið af konum
fyrir konur.
Undirbúningur hér á íslandi hefur
nú staðið yfir ( u.þ.b. ár en verulegt
starf hófst nú í haust. Starfshópar
em í gangi og em um 90 konur virk-
ar ( starfinu.
Hárskerar og hárgreiðslufólk:
Laun hækkuðu
yfir 50% í fyrra
LAUN hárskerasveina hækkuðu um 47% frá byijun árs 1987 til 1.
október, en þá hækkuðu þau um 7,23% til viðbótar, eins og öll önnur
laun i landinu vegna verðlagshækkana mánuðina fyrir 1. október.
Að sögn Torfa Geirmundssonar, formanns Sambands hárskera- og
hárgreiðslumeistara, stafa þessar launahækkanir fyrst og fremst af
hækkun á lágmarkslaunum í kjarasamningunum i desember. Það er
verðlagsnefnd Sambands hárskera- og hárgreiðslumeistara, sem hefur
reiknað þessar launahækkanir út.
Þórir Guðjónsson, hinn nýi for-
maður Félags bókagerðar-
manna.
Hárskerar og hárgreiðslumeistar-
ar verðleggja þjónustu sína sjálfir
og samkvæmt upplýsingum Verð-
lagsstofnunnar hækkaði þjónusta
hárskera um 36% að meðaltali á
síðastliðnu ári og hárgreiðslustofa
um 32,8%. Yfir sama tímabil hækk-
aði framfærsluvisitalan hins vegar
um nálega 24%.
Haugasjór á loðnu-
miðunum í gær
HAUGASJÓR var á loðnumiðun-
um i gær og veiði litil. Loðnan
hefur þjappað sér saman i stóran
kökk á veiðisvæðinu og því fá
skipin of stór köst og tvö þeirra
að minnsta kosti sprengdu nót-
ina. Veiðin hefur verið út af
Langanesi.
Eftirtalin skip tilkynntu um afla
á þriðjudag, en engin veiði var á
mánudag og sunnudag: Eskfírðing-
ur SU 230 og sprungna nót til
Eskifjarðar, Sjávarborg GK 650 og
sprungna nót til Siglufjarðar,
Keflvíkingur KE 530 til Seyðis-
§arðar, Höfrungur AK 170 og
bilaðan gálga til Seyðisfjarðar,
Hrafn GK 650 til Grindavíkur og
Víkurberg GK 240 til Raufarhafn-
ar.
Hárgreiðslumeistarar eru meðlim-
ir í Vinnuveitendasambandi íslands,
en hárskerar standa utan þess. Lág-
markslaun eru nú þau sömu og
lágmarkslaun iðnaðarmanna eða
rúm 39 þúsund krónur á mánuði og
lágmarkslaun nema þau sömu og
almennra verkamanna, að sögn
Torfa. í samningum hárskerameista
og hárskerasveina var bætt inn hærri
töxtum til þess að yfirborganir
tíðkuðust síður í greininni. Sagði
Torfi að laun hárskerasveins með
talsverða starfsreynslu gætu numið
um 60 þúsund krónum á mánuði, auk
þess sem einhver tegund af bónu-
skerfi tíðkaðist í sumum tilvikum.
Torfi sagði að Verðlagsstofnun
hefði ekki getað gert þær athuga-
semdir við útreikninga verðlags-
nefndarinnar að þeir væru of háir
og væri jafnvel hið gagnstæða raun-
in. Þá benti hann á að um 1005
munur væri á verði hárgreiðslu- og
rakarastofa og 50-60% þeirra væru
fyrir neðan það hámark sem gilti ef
stofumar væru ennþá undir verð-
lagsákvæðum.
Til: FISKVINNSLU
ÚTGERÐAR
IÐNAÐAR
FRAMAN
drive
Variatorar og gírmótor-
ar með snekkjudrifi.
Variatorar eru ódýr
lausn á færibönd og
vélar. Með variator getur
þú valið hraðann eftir
óskum hverju sinni.
Tæknileg ráðgjöf
IfMA RTFfS
Hamraborg 5, Kóp.
Símar: 641550/45
m/b\ndingum
m/b\ncJingum
(Fréttatilkynnine)