Morgunblaðið - 13.01.1988, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
Hvert fara nýju
húsnæðislánin?
Höfuðborgarsvæðið tekur bróðurpartinn
af fjármagninu á næstu 2—4 árum
eftirPálma
Kristínsson
Eins og kunnugt er voru sam-
þykktar breytingar á húsnæðislög-
unum á Alþingi nú skömmu fyrir
jólafrí þingmanna. Eftir mikla og á
köflum harða umræðu um frumvarp
félagsmálaráðherra tókst að ná
samkomulagi innan stjómarflokk-
anna um breytingar á upphaflegu
frumvarpi ráðherrans. Þar með
tókst að afstýra því að felldar yrðu
út ýmsar veigamiklar forsendur er
lágu til grundvallar endurreisn hús-
næðislánakerfísins sem samið var
um í Febrúarsamningunum 1986.
Meginmarkmið þessara breyt-
inga voru þau að tryggja betur en
áður forgang þeirra til lána, sem
eru í brýnni þörf fyrir lánafyrir-
greiðslu vegna kaupa á íbúðar-
húsnæði (stytta biðtíma þeirra),
draga úr þenslu á fasteignamark-
aði, takmarka sjálfvirkni í útlánum
og að draga úr eftirspum og þar
með fjárþörf húsnæðislánakerfis-
ins.
Nú er unnið að því að semja
reglugerð um framkvæmd nýju lag-
anna og því er ekki ljóst hvaða
áhrif þau munu endanlega hafa á
framangreind atriði. Ýmislegt
bendir þó til þess, að þau verði
minni en stefnt var að einkum ef
litið er til næstu 2—4 ára. Ifyrir því
eru einkum þijár ástæður:
1. Hinn mikli umsóknafjöldi sem
borist hefur á þessu rúma ári frá
því að kerfið tók gildi veldur því,
að ekki er hægt að hliðra tíl inn-
byrðis afgreiðsluröð einstakra
umsókna fyrr en eftir mitt árið
1989. Enn á eftir að vinna úr u.þ.b.
6.000 umsóknum sem bárust eftir
að hætt var að senda út lánsloforð
á síðasta ári og því mun umsækj-
andi I forgangshópi sem sækir um
á þessu ári þrufa að bíða eftir sem
áður í 3—4 ár eftir afgreiðslu láns.
2. Skerðing lánsréttar þeirra
umsækjenda sem eiga fieiri en eina
íbúð breytir litlu í þessu sambandi,
enda hefðu lán til þeirra aðeins
numið um 0,3% af heildarútlánum.
3. Skerðingarákvæði vegna
stærðarmarka íbúðar (180 m2)
munu einnig hafa lítil áhrif, þar eð
óverulegur hluti umsækjenda á
íbúðir sem eru yfir þessum mörkum.
Eins og áður segir, miða nýju
lögin fyrst og fremst að því að neita
fámennum hópi umsækjenda um
lán og að því að færa aðra til í bið-
röðinni. Ekkert I lögunum miðar
að því að taka á þeim tveimur
meginvandamálum sem nú blasa
við i húsnæðislánakerfinu, þ.e. fjár-
hagsvanda kerfisins og hins vegar
miklum tilfærslum á íjármagni frá
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðsins.
Fjárhagsvandi Bygg-
ingarsjóðs ríkisins
í forsendum húsnæðislaganna
vorið 1986 var gert ráð fyrir að
Byggingarsjóður ríkisins gæti borið
1—2% vaxtamun til lengdar m.v.
„Þær staðreyndir sem
hér blasa við um þróun
húsnæðismála vekja
upp margar spurningar
um hver verði þróun
byggðar í landinu á
næstu árum. Líkur eru
á því, að þetta muni
leiða til meiri byggða-
röskunar en þekkst
hefur hér á landi á und-
anförnum árum, verði
ekki brugðist við með
raunhæfum aðgerð-
um.“
að framlag rfkisins á hveiju ári
yrði ákveðið hlutfall af útlánum
sjóðsins. Á þeim tíma var almennt
reiknað með því að vextir væru
lækkandi og að 3,5% vextir á útlán-
um sjóðsins gætu staðið undir sér.
Ljóst er að þessar forsendur eru
ekki lengur fyrir hendi og því blas-
ir nú við mikill fjárhagsvandi hjá
sjóðnum vegna gífurlegrar vaxta-
niðurgreiðslu útlána og skerðingar
á fjárframlagi ríkisins. Sjóðurinn
mun á næstu árum ganga verulega
á eigið fé og verða gjaldþrota innan
10—15 ára, verði ekki gripið fljót-
lega til róttækra aðgerða til að
draga úr vaxtamun inn- og útlána.
Stjómvöld hafa veigrað sér við
að taka á þessum alvarlega vanda
en á hinn bóginn hafa þau enn
aukið á hann með því að draga úr
beinum framlögum ríkisins til sjóðs-
ins á þessu og síðasta ári. Vandan-
um hefur því verið ýtt til_ hliðar í
bili og yfir á næstu ár. Á meðan
þetta ástand varir á sér því stað
gífurleg peningatilfærsla í þjóð-
félaginu.
Miðað við óbreytt ástand út allan
lánstímann (40 ár) má reikna með
að vaxtaniðurgreiðsla á hámarks
húsnæðisláni (2,9 m.kr. á verðl.
janúar ’88) sé um 3,2 m.kr. á föstu
verðlagi., Þetta samsvarar um
10—11 miljjörðum kr. í vaxtanið-
urgreiðslur til allra þeirra sem
fengið hafa lán/lánsloforð á liðnu
ári, en það eru um 5.920 aðilar
(1.700 þ.kr. meðalniðurgreiðslur
á hvert lán). Sé hins vegar miðað
við allar lánsumsóknir sem Hús-
næðisstofnun hafa borist (12.901
umsókn til 31.12.87) má áætla
að heildar vaxtaniðurgreiðsiur
vegna þeirra geti numið um 20
milljörðum kr.
Þessa þróun verður að stöðva
enda óeðlilegt að komandi kynslóðir
(skattgreiðendur og húsbyggjend-
ur) taki á sig þessar byrðar. Miðað
við óbreytt ástand er líklegt að eftir-
spum eftir lánum og þar með
biðtími fari enn vaxandi og muni
keyra úr hófí áður en langt um
líður. Brýn nauðsyn er að ná sem
fyrst ákveðnu jafnvægi í kerfinu
og minnka núverandi vaxtamun.
Það verður ekki gert með öðru
móti en að hækka tímabundið vexti
á öllum almennum lánum hjá Bygg-
ingarsjóði ríkisins og/eða lækka
vexti á innlánum frá lífeyrissjóðun-
um.
Tímabundin hækkun útlánavaxta
og minni eftirspum eftir lánum í
kjölfarið myndi án efa slaka á þeirri
þenslu sem nú er á peningamark-
aðnum og þar með leiða til meira
jafnvægis og almennrar vaxtalækk-
unar.
Jafnhliða slíkum aðgerðum verð-
ur að gera ráðstafanir til að létta
Pálmi Kristinsson
undir með þeim sem em að eignast
sína fyrstu íbúð svo og þeim sem
þurfa á sérstakri aðstoð að halda
t.d. vegna stækkunar íbúðar af fjöl-
skylduástæðum. í því sambandi er
heppilegast að fara hina svokölluðu
skattaleið, þ.e. að láta stóran hluta
af framlagi ríkisins sem nú fer til
vaxtaniðurgreiðslna á almennum
húsnæðislánum (1.150 m. kr. á
þessu ári) renna til viðkomandi
íbúðaeigenda með því að hækka
húsnæðisbætur (þ.e. til þeirra sem
em að eignast sína fyrstu íbúð) og
bamabætur (til þeirra sem eiga
stórar fjölskyldur).
Með slíku fyrirkomulagi yrði hin
opinbera aðstoð jafnari (félagslega)
en nú er, enda yrði hún óháð skuld-
um viðkomandi íbúðareigenda.
Þessi leið hvetur jafnframt til
spamaðar og aðhalds í lántökum
þannig að þær verði meira í takt
við eðlilegar þarfir hvers og eins.
Þessum atriðum er mjög áfátt í
núverandi lánakerfi eins og hin
gífurlega lánseftirspum ber glögg-
lega vott um'. Þannig virðast ýmsir
sjá sér beinan hag í því að taka
þátt í „húsnæðislottóinu" enda er
vinningshlutfallið (nb. ef rétt er
með farið) þrátt fyrir allt óvenju
hagstætt, a.m.k. miðað við önnur
lottó sem í gangi em.
Eftirspurn — Fjöldi
umsókna
Frá gildistöku húsnæðislaganna
þann 1. september 1986 og fram
til síðustu áramóta eða á 16 mánuð-
um hefur Húsnæðisstofnun ríkisins
borist alls 12.091 umsókn frá ein-
BYGGINGARSJÓÐUR RÍKISINS
Umsóknir og lán á tímabilinu 01.09.86-15.11.87
— Töluleg dreifing eftir landshlutum —
íbúafíöldi [bl, fjöldi innkominna umsókna [d], fyöldi afgreiddra lánsloforða [f], Iánsupphæðir m.v. lög
heimili umsækjenda [h], fíöldi lána sem búið er að festa til íbúðakaupa/bygginga í viðkomandi landshluta
(veðstaður ákveðinn) [j], áætlað fjárstreymi húsnæðislána sem fer til viðk. landshluta á ámnum.’87- -’88
(og 1989 að hluta) [1], og áætluð tilfærsla á útlánum Byggingarsjóðs ríkisins milli landshluta [n].
Tafla 1. Allir lánaflokkar
a b c d e £ 9 h i 3 * 1 « n 0
íbóa- Fjöldi Fjöldi Upphæð Fj. lána Áxtlað Áætiuð
fjöldi hlut- unókna hlut- lána/lof .hlut- lánslof• 4/of- til íb.k.hlut- fjárstr. hlut- f járm. hlut-
Landshluti: l.dei. hU frilfc. hll til ums. íill til UIH. fill í viðk. fill í viðk. hll tilf. frá hll
1986 < í fldk. i i viðk. l 1 landahJ 1 landshl. I landahl. l DSR l
landahl. landahl • (M.kr.) veðst.ákv (M.kr.) (M.kr.)
1. Beykjavik 91,349 11 5,208 45 2,7/2 41 4,325 44 2,423 4i 4,424 49 1063 u
2. Reykjanes 57,489 U 2,843 15 1,451 15 2,192 14 1,342 11 2,372 li 257 ]
3. Vesturland 14,940 í 562 5 300 5 418 5 210 4 355 4 -J 94 -2
4. Vestfirðir 10,191 4 374 J 188 ) 280 } 121 2 211 2 -164 -2
5. Norðurland vestra 10,(18 4 327 1 150 J 209 1 112 i 183 i -210 -i
6. Norðurland eystra 15,764 11 908 i 473 8 673 1 401 i 668 i -200 -)
7. Austurland 13,131 1 464 4 204 j 298 3 176 j 301 i -182 -i
8. Suðurland 70,065 1 680 í 347 6 502 f 266 5 450 5 -288 -]
(9) Ótilgreint * 165 / 35 l 60 1 “ ■ - - - -
S A M T A L S : þar af: 243,687 1» 11,531 m 5,920 m 8,957 m 5,059 m 8,964 m 0 t
1 og 2 148,(38 (1 8,051 70 4,223 71 6,517 73 3,765 74 6,796 76 1319 15
3 t.o.m. 9 94,789 39 3,315 30 1,662 29 2,380 27 1,294 26 2,168 2( -1319 ■15
(9) þ.m.t. umsóknir frá íslendingum búsettum erlendis
HEIMILD: Hásnœðisstofnun rfkisins Reiknað: Páimi Kristinsson, 05.01.88
Tafla 2. Nýbyggingarlán *)
a b c d e f 9 h i j * 1 I n 0
lUu- f jöldi “ Fjöldi Upphzð Fj. lána Óstlað Aetluð
fjöldi hlut- uæókna hlut- lána/lof .hJut- lánslof. hlut- til Ib.k.Wof- fjárstr. hlut- f járm. hlut-
Landahluti: 1. du. hll frilb. fill til irns. íiíi til uns. fill í viók. fill í viðk. fill tilf. frá hll
19(6 1 f viðk. 1 1 viðk. i 1 landahl 1 landshl. 1 landshl. 1 BSR 1
ludihl. landshl. (M.kr.) veðst.ákv (M.kr.) (M.kr.)
1. Reykjavík 91,149 11 844 50 734 51 1,367 50 724 51 1,376 51 355 13
2. Reykjanea 57,489 14 430 15 348 25 693 15 373 n 758 11 115 4
3. Vesturland 14.940 í 71 4 52 4 113 4 39 ] 86 i -81 -3
4. Vestfiróir 10,191 4 41 1 33 1 71 } 25 ; 55 1 -59 -1
5. Norðurland vestra 10,678 4 35 1 29 1 64 1 20 í 45 1 -74 -]
6. Norðurland eystra 25,764 11 104 6 66 5 148 5 84 i 192 7 -96 -4
7. Austurland 13,131 í 60 4 45 ] 99 4 40 j 90 ] -57 -i
0. Suðurland 20,065 8 89 5 69 5 152 6 54 4 121 4 -103 -4
(9) Ótilgreint - 13 1 11 1 26 i - * - * - •
S A M T A L S : þar af: 243,697 100 1.6(9 1H 1,387 m 2,733 m 1,359 m 2,724 m 0 0
1 og 2 148.8)8 61 1,374 75 1,082 78 2,060 75 1,097 (i 2,134 79 470 n
3 t.o.ra. 9 94,789 39 402 25 294 22 647 25 262 19 590 21 -470 ■17
(9) þ.m.t. umsóknir frá Islendingum búsettum erlendis
*) Gildir aðeins fyrir umsóknir þar sem sótt er um 4j 1 'I l 'S'
Ath: Alls eiga liðlega 5.000 umsækjendur eftir að ákveða hvort sótt verði uni nýbysrfijngarlán eða lán til kauna
á notaðri íbúð
HEIMILD: Húsnæðisstofnun ríkisins Reiknað: Pálmi Kristinsson, 05.01.88
Munið Einkennisfötin Frá
GARÐASTRÆTI 2 - SÍMI 1 7525