Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 1
/ 80 SÍÐUR B i 32. tbl. 76. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsíns Sovéski herinn í Afganistan: Brottflutningnr gæti hafist 15. mai - segir Míkhaíl Gorbatsjov Moskvu, Washington. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, tilkynnti í gær að end- anlegur brottflutningur sovéska hersins frá Afganistan gæti hafist þann 15. mai að gefnum vissum skilyrðum. Najibullah forseti Afgan- istans gaf út svipaða yfirlýsingu i Kabúl i gær. Marlin Fitzwater talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að yfirlýsing Gorbatsjovs væri „skref í rétta átt“ en líta þyrfti nánar á skilyrðin fyrir brottför sovéska hersins. í yfírlýsingu Gorbatsjovs segir að sovéska stjómin og stjómvöld í Afganistan hafi komist að sam- komulagi um brottför sovésks her- liðs á tíu mánuðum frá 15. maí að telja. Skilyrði fyrir því væri að „staðfesting á afskiptaleysi" í inn- anríkismál Afganistans lægi fyrir. Hann sagði ennfremur að brottför herliðsins væri ekki háð því að tak- ast myndi að koma á fót samsteypu- stjóm í Kabúl, en Najibuliah hefur boðið skæruliðum þátttöku í slíkri stjóm. Þvi hafa skæruliðar hafnað. Pakistanar og Afganar hafa þeg- ar samið í Genf um þijú atriði af fjórum í væntanlegu samkomulagi: Afskiptaleysi af innanríkismálum hvors um sig, alþjóðlega viðurkenn- ingu slíks tvíhliða samkomulags og að afganskir flóttamenn fái að snúa aftur til heimalands síns. Fjórða atriðið í samkomulaginu hefur verið tímasetning brottfarar sovéska hersins. -------- Þriggja vikna verkfall í Svíþjóð; Lauk með samningi um 1,4% kauphækkun Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Verkalýðsfélag skrifstofufólks hætti í gær þriggja vikna Iöngu verkfalli og féllst á tilboð atvinnu- rekenda um kauphækkanir en þær nægja ekki til þess að vega upp á móti verðbólgu. Fréttaskýr- endur telja að stjóm jafnaðar- njanna hafi styrkst í sessi með þessum málalyktum. Tapið af völdum verkf allsins er ekki minna en 10 milljarðar sænskra króna, en það jafngildir rúmum 61 millj- arði íslenskra króna. mun skaplegri niðurstaða fyrir stjómina en sú sem hagfræðingar höfðu spáð fyrir mánuði, en þeir töldu að launahækkanir yrðu ekki minni en 7%. Lögreglu bætist liðsauki Reuter Danska lögreglan hefur ráð undir rifi hverju. Hún hefur nú tekið lögreglumenn útskoraa úr pappír (vinstra megin á myndinni) í sína þjónustu. Nýliðunum er komið fyrir á götuhornum til að fá ökumenn til að virða hraðatakmarkanir og hugsa sig tvisvar um áður en þeir aka yfir á rauðu ljósi. Öðru hverju taka lögregluþjón- ar af holdi og blóði stöðu eftirmynda sinna til þess að fælingar- mátturinn þverri ekki. Að sögn hefur þessi nýbreytni dregið mjög úr hraðakstri í Kaupmannahöfn. Líbanon: Gíslarnir í haldi í Sídon Sidon, Líbanon. Reuter. TALSMAÐUR palestínsks skæruliðahóps undir forystu Abu Nidals sagði í gær að mannræn- ingjar tveggja Norðurlandabúa sem teknir voru í gislingu á föstudag i Líbanon hefðu fallist á að láta þá lausa en ekki væri vitað hvenær. Jafnframt neitaði talsmaðurinn því að Abu Nidal stæði að baki gíslatökunni. „Við höfum komist að því hverjir mannræningjamir em og hvar gíslamir em niðurkomnir," sagði Walid Khaled sem er félagi í Bylt- ingarráði Fatah. „Mannræningjam- ir hafa látið undan þrýstingi og lof- að að láta gíslana lausa." Svíinn Jan Stening og Norðmað- urinn William Jörgensen sem rænt var af fjórum vopnuðum mönnum á föstudag vom starfsmenn Hjálp- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður stofnunarinnar segir að þeir séu í haldi í hafnarbænum Sídon í Suður-Líbanon. Starfsmenn Hjálparstofnunarinnar hafa sakað fylgismenn Fatah, skæmliðahreyf- ingar sem styður Yasser Arafat, um að hafa rænt Stening og Jörg- ensen. Arafat hefur neitað þessum ásökunum og hvatt menn sína til að reyna að fá gíslana lausa. Ræðismaður Svíþjóðar í Vestur- Berlín greindi fréttamönnum frá því að mannræningjamir væm félagar í fámennum hópi manna sem ekki hefði nein ákveðin pólitísk mark- mið. „Það eykur vonir um að lausn málsins finnist innan skamms,“ sagði ræðismaðurinn. Kurt Waldheim brást sið- Þrátt fyrir að félag skrifstofu- manna í iðnaði (SIF) hafi upphaflega krafist kauphækkunar umfram verð- bólgu í Svíþjóð, en hún nemur um 5%, féllst félagið að lokum á 1,9% hækkun — jafna á alla launaflokka. Verkalýðsforkólfar sögðu að þeir byggjust þó við að sérsamningar í héraði myndu færa félagsmönnum 2% hækkun til viðbótar. Þetta er Forval í lowa-ríki: Dole og Gep- hardt spáð sigri Iowa. Reuter. KJÓSENDUR í lokuðu prófkjöri í Iowa-ríki í Bandaríkjunum veittu £ gærkvöldi fyrstu vísbend- ingar um fylgi þeirra sem keppa að útnefningu til forseta fyrir kosningarnar í nóvember. Sam- kvæmt skoðanakönnunum fyrir forvalið í gær nutu Robert Dole repú- blikani og Richard Gephardt þing- maður demókrata frá Missouri-ríki mests fylgis frambjóðendanna. Gephardt skar sig úr hópi fram- bjóðenda demókrata með því að agnúast út í „kerfið" en Paul Simon veitti honum harða keppni. Robert Dole var sagður hafa mest fylgi repúblikana en Georg Bush, varafor- seti, kom næstur. ferðislegri skyldu - segir í skýrslu alþjóðlegrar sagnfræðinganefndar Vín. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara STARFI alþjóðlegrar nefndar sjö sagnfræðinga, sem rannsakaði athafnir Kurts Waldheims, forseta Austurrikis, i heimsstyrjöldinni siðari, lauk í gær. Þrír fulltrúar úr nefndinni gengu á fund forset- ans i gærkvöldi og greindu honum frá niðurstöðum hennar. Nefndin hreinsar hann af ásökunum um striðsglæpi en segir hann hafa átt aðild að striðsráðagerðum. Einnig segir orðrétt í skýrslunni: „Draga má ályktanir um nokkra sök ef viðkomandi veit af mannréttinda- brotum en lætur vera að betjast gegn þeim annað hvort vegna van- máttar eða hugleysis og bregst þannig þeirri skyldu hvers manns að líða ekki ranglæti." Waldheim veitti austurríska sjón- varpinu viðtal eftir fundinn og sagð- ist vera ánægður með niðurstöður nefndarinnar. Hann sagðist ætla að halda áfram að þjóna þjóð sinni og það hvarflaði ekki að sér að segja af sér embætti. Skýrsla nefndarinnar verður væntanlejga birt í dag. Sagnfræðingamir afhentu Franz Morgunbladsins. Reuter Hans Rudolf Kurz (til hægri) formaður sagnfræðinganefndarinnar sem kannaði feril Kurts Waldheims forseta Austurríkis afhendir Franz Vranitzky kanslara Austurríkis skýrslu nefndarinnar. Vranitzky, kanslara, og Alois Mock, varakanslara, skýrsluna áður en þeir hittu forsetann. Báðir fögnuðu þeirri niðurstöðu að Waldheim hefði ekki framið glæpi á stríðsárunum. Mock sakaði nefndina um að hafa farið sinni út fyrir starfssvið sitt með því að fjalla ekki aðeins um stríðsglæpi heldur einnig um athafnir Waldheims á stríðsárunum almennt. Vranitzky vildi ekki tjá sig um einstök atriði skýrslunnar fyrr en hann hefði lesið hana en sagðist taka aðgerðir Wald- heims á þessum tíma nærri sér. Sagnfræðingamir ákváðu á síðustu stundu að milda orðalag nið- urstöðu sinnar. Þeir sökuðu Wald- heim um að eiga „siðferðilega sök á stríðsglæpum", í uppkasti á sunnu- dag en tveir nefndarmanna, hinir sömu og fóru með formanni hennar á fund Waldheims í gær, vildu ekki taka svo sterkt til orða og orðalaginu var breytt. Skýrslan er harðorð þrátt fyrir það og allir nefndarmanna und- irrituðu hana að lokum. „Við fjölluð- um um staðreyndir og gerum grein fyrir þeim í skýrslunni," sagði Ye- huda Wallach, ísraelskúr sagnfræð- ingur sem átti sæti í nefndinni. „Staðreyndimar tala sínu máli." Sá orðrómur gekk í Vín í gær að orða- laginu hefði verið breytt vegna utan- aðkomandi þrýstings en Wallach sagði að svo hefði ekki verið. Sjá fréttir af Waldheim-málinu á bls. 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.