Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 35 Fælir allafrá - segirÞórður Yngvi Guðmunds- son framkvæmda- stjóri Lindar um ákvæði frumvarps um fjármagns- markaðinn. „ÞETTA er ekkert annað en hreint afturhald og gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórn- valda og viðskiptaráðherra, um að opna hér fyrir erlendar fjárfestingar," sagði Þórður Yngvi Guðmundsson fram- kvæmdastjóri fjármögnunar- fyrirtækisins Lindar, er leitað var álits hans á lagafrum- varpi sem nú er i undirbún- ingi á vegfum viðskiptaráð- herra og felur meðal annars í sér að eignaraðild útlend- inga að íslenskum fjármögn- unarfyrirtækjum verði tak- mörkuð. Stærstu fjármögnun- arleigur landsins, þar með talin Lind eru að verulegu leyti í eigu erlendra aðila. „Þetta fælir alla frá. Það hef- ur enginn áhuga á að fjárfesta hér ef ekki má eiga nema 25% í starfandi fyrirtæki. Þrátt fyrir yfirlýsingu ráðherra er sam- kvæmt orðanna hljóðan ekki unnt að skilja frumvarpsdrögin öðruvísi en svo að ákvæðið eigi að verða afturvirkt,“ sagði Þórð- ur Yngvi. „Annað athugavert ákvæði í þessu frumvarpi, sem snertir fjármunaleigumar, gerir ráð fyrir að lágmarks hlutafé í fjár- munaleigufyrirtæki verði 10 milljónir miðað við láns- kvaravísitölu 1882 stig. Grein af þessu tagi er marklaus nema jafnframt fylgi henni ákvæði um lágmarks eiginfjárhlutfall,það skiptir höfuðmáli, æskilegt væri 7-10% af heildareignum og skuldum. Margir heimsóttu ferðaskrifstofur um helgina og fengu ferða- áætlanir sumarsins. Sumaráætlanir ferðaskrifstofanna: Morgunblaðið-BAR í ferðir. „Ifyrir hádegi á mánudag höfðu rúmlega 200 farþegar bæst í hópinn, en við erum ánægð með að fylla tvær vélar sama morguninn. Það er greinilegt að fólk hefur náð í bækling í gær og drifið í að láta bóka sig.“ Helgi sagði að ótrúleg dreifing væri í bókunum, en þó virtist honum að mest væri ásóknin í sumarhús í Hollandi og Englandi. Ferðalög á sólarstrendur fylgdu fast á eftir og þar væri Mallorca hvað vinsælust. Einnig hafði Helgi orð á að leiguflug til Kanada nyti hylli viðskiptavina Samvinnuferða-Landsýnar. Að sögn Knúts Óskarssonar fram- kvæmdastjóra Úrvals var 2000 til 3000 bæklingum dreift þar um helg- ina og fólk streymdi inn á mánudeg- inum til að ná sér í eintak. „Bytjað er að panta ferðir nú þegar en fólk tekur sér góðan tíma í vangaveltur um sumarleyfið. Þeir sem pöntuðu ferðir um helgina voru flestir fastir viðskiptavinir." Míkið spurt um sumarferðir sem kynntar voru um helgina Sumaráætlanir þriggja ferða- skrifstofa voru kynntar um síðustu helgi. Útsýn og Samvinnu- ferðir-Landsýn höfðu opið hús og dreifðu bæklingum á sunnudag- inn, en bæklingur Úrvals lá frammi á skrifstofunni í Pósthús- stræti á laugardag og sunnudag. Fjöldi fólks lagði leið sína á ferða- skrifstofumar til að fá upplýsing- ar um hvað væri í boði á sumri komanda og pantanir hafa tekið fjörkipp. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá ferðaskrifstofunum þremur um undirtektir við birtingu sumaráætl- ananna. Helgi Magnússon forstjóri Útsýn- ar sagði viðbrögðin hafa verið mjög góð á þeim bæ. „Við afhentum um 5000 eintök af sumaráætluninni hér í Reykjavík, en umboðsaðilar um allt land höfðu opið og á suma staðina 'þurfti að senda aukaeintök. Því má gera ráð fyrir að upp undir 10.000 bæklingum hafi verið dreift á sunnu- daginn." Að sögn Helga tóku pantanir að Stórútsölumarkaðurinn býður upp á fjölbreytt úrval af fatnaði frá tíu fyrirtælgum. Álján fyrirtæki með stórútsölumarkað ÁTJÁN fyrirtæki standa saman að stórútsölumarkaði á Fosshálsi 13—15 sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur til 20. febr- úar næstkomandi. Á markaðin- um er fjölbreytt vöruúrval svo sem fatnaður, skófatnaður, sportvörur, hljómplötur, hljóm- tæki, skartgripir, sængurfatnað- ur og fleira og er allur varning- ur á lækkuðu verði. Að sögn Guðlaugs Bergmann, forstjóra Kamabæjar, á markaður- inn sér orðið nokkuð langa sögu sem rekja má aftur til ársins 1975. Þá voru það eingöngu fyrirtæki sem tengdust Kamabæ sem stóðu að útsölumarkaðinum, en þróunin varð sfðan sú að fleiri fyrirtæki bættust í hópinn og nú eru þau orðin 18 talsins. Þéssi fyrirtæki eru Ánar, Bona- parte, Blik, Bylgjubúðin, Garbó, Gefjun, Kamabær og Theódóra, sem hafa fatnað á boðstólnum, Nafnlausa búðin, sem selur efni, Steinar með hljómplötur og hljóð- snældur, Axel Ó og Skóglugginn sem hafa skó á boðstólnum, Hummel með sportvörur, Radiobær með hljómtæki, Kári með sængur- fatnað, Mæra og Yrsa með skart- gripi og Toppleður sem hefur leður- fatnað og pelsa á boðstólnum. streyma inn á mánudagsmorgninum. „Af þeim hundmðum pantana sem okkur hafa þegar borist er ljóst að sólarlöndin verða ofan á eins og endranær, og flestir vilja fara til Costa del Sol á Spáni. Svo er vin- sælt að taka flug og bíl en margir nota sér ráðgjöf okkar og fylgja svo- kölluðum Utsýnarvegum." Helgi sagði að lokum að á annað hundrað manns hefði látið skrá sig í hópferð Útsýnar á Ólympíuleikana í Seoul í september. Tekið var á móti um 3000 manns hjá _ Samvinnuferðum-Landsýn síðastliðinn sunnudag og að sögn Helga Jóhannssonar framkvæmda- stjóra vildu 200 þeirra láta bóka sig Kýpur er nýr áfangastaður hjá Úrval og virðist ætla að slá í gegn að sögn Knúts. „Mallorca og sumar- húsin eru líka alltaf vinsæl, en ágúst er sá mánuður sem fyrst selst upp í.“ Raunar voru viðmælendur Morg- unblaðsins sammála um að flestir virtust vilja fara í frí síðari hluta sumarsins. Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju: Ekkert óeðlilegt við að ég sitji í bankaráði fyrir Framsókn Ríkið hefur ráðið ferðinni í vaxtamálum „ÉG VAR svolítið hissa á því sem ráðherra sagði um þessi málefni, ekki síst vegna þess að það er ríkið sem hefur ráðið al- veg ferðinni í sambandi við vext- ina,“ sagði Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, er Morgun- blaðið innti hann eftir hveiju hann vildi svara þeirri gagnrýni Jóns Sigurðssonar, dómsmála- ráðherra, í þingræðu á fimmtu- dag, að það jaðri við hræsni að bankaráðsformaður, sem eigi aðild að vaxtaákvörðun, gagn- rýni vexti og ræði launamisrétti í landinu, þegar hann hafi nýlega staðið fyrir þvi að hækka laun bankastjóra. „Bankamir verða að binda 13% af sínum heildarinnlánum í Seðla- bankanum. Þeir fá það verðtryggt en enga vexti. Auk þess voru þau fyrirmæli gefin rétt eftir að þessi ríkisstjóm settist að völdum að bankamir ættu sem svarar um 10% af heildarinnlánum í ríkisvíxlum eða á iausum reikningum í Seðlabank- anum. Af þessum lausareikningi borga þeir 26% í vexti," sagði Stef- án. Hann sagði að ef innistæða bank- anna á þessum lausareikningum væri minni en hún ætti að vera yrðu þeir að greiða dráttarvexti á mismuninn, sem nú væru 51,6% miðað við ársávöxtun, þó einungis væri um að ræða fáa daga. Síðan hefði það gerst að ríkisvaldið ætti í samkeppni um fjármagnið. Þannig hefðu vextir á ríkisvíxlum hækkað úr 26% í 41,3% ársávöxtun fyrstu fimm mánuðina eftir að ríkisstjóm- in tók við völdum í júlímánuði. Þetta hafi orðið til þess að ýmsir þeirra sem áttu peninga tóku þá út úr bönkunum til að kaupa ríkisvíxla og það hafí haft þær afleiðingar í för með sér að bankamir urðu í sjálfsvöm að hækka vextina til þess að halda í fjármuni sparifjáreig- enda. „Sum sé ríkisstjómin knúði það fram með sínum aðgerðum að bank- amir urðu að hækka vextina til þess að halda í þessa fjármuni, þar sem þeir fengu meira að segja refsi- vexti á það, sem ríkið skyldar þá til þess að hafa inni í Seðlabankan- um. Bankamir höfðu enga aðra möguleika og það er alveg út í hött hjá ráðherranum að segja að það séu bankaráðin sem ráði ein- hveiju þegar svona málatilbúnaður er hafður í frammi," sagði Stefán. Hann sagði að vegna bindisskyld- unnar í Seðlabankanum eða þessar- ar skattlagningar yrði vaxtamunur að vera rúmlega 2% meiri en ann- ars væri eða það hefði komið fram hjá Tryggva Pálssyni hjá Lands- bankanum í útvarpinu. „í annan stað sagði ráðherra að ég hefði átt þátt í að hækka laun bankastjóra ríkisbankanna, sem væru með hæstu laun sem tíðkuð- ust hjá ríkinu. Bankastjórar ríkis- bankanna em með lægri laun en að minnsta kosti ýmsir í einkageir- anum og laun þeirra hljóta að taka mið af því sem menn í sambærileg- um stöðum annars staðar hafa. Það breytir engu um það að ég mun alltaf deila á þann mikla launamun sem er í þjóðfélaginu. Og ráðherr- ann veit að það er langt í ftá að þetta séu tekjuhæstu launamenn í þjóðfélaginu,“ sagði Stefán Val- geirsson. Hann sagði einnig aðspurður að ekkert óeðlilegt væri við það að hann sæti í bankaráði Búnaðar- bankans fyrir tilverknað Framsókn- arflokksins, þó hann sitji nú á þingi fyrir aðra aðila. „Ég var kosinn til þess að vera fulltrúi landsbyggðar- innar í bankaráðinu fyrst og fremst. Ég hef ekkert skipt um skoðun í þeim efnum. Það eru fyrrverandi félagar mínir, sem hafa skipt um skoðun í ýmsum málum og ég hef enga skyldu til þess að segja mig frá því starfi og mun ekki gera,“ sagði Stefán. Aðspurður um laun bankaráðs- manna ríkisbankanna, sagði hann, að þau væru 12% af launum banka- stjóra, samkvæmt ákvörðun fyrr- verandi ráðherra bankamála og for- menn bankaráðanna hefðu helmingi meira eða 24%. Grunnlaun banka- stjóra væru nú rétt um 215 þúsund krónur. Skák og hand- knattleikur saman með happdrætti ísg SKÁKSAMBAND íslands Handknattleikssamband lands hafa fengið leyfi til að reka sameiginlega skyndihapp- drætti. Mun Handknattleiks- sambandið fá 70% af hagnaði en Skáksambandið 30%. Skafið verður af miðunum eins og happaþrennum og er fyrir- hugað að hafa myndir af skák- mönnum og handknattleiksmönn- um á happdrættismiðunum og ráðast vinningar af því hvaða myndir koma upp og hve margar í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.