Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Enn um ísrael
[ísraelsmenn og arabar|
- lítilsháttar athugasemd að gefnum tveimur tilefnum
TU Vetvakanda.
■ Þegar ísraelsmenn ueta gagn-
I rýni fyrir framkomu slna gagnvart
I Palestinuaröbum og nágrannaríkj-
I um ainum grípa ráðamenn landa-
I ins gjaman til þeirra »raka“, að
I gagnrýnendur aéu gyöingahatarar
I og haldnir nasiakum tilhneiging-
I um; þeir aem gagnrýni íarael láti
1 tíg engu varða öriög þeirra milþ-
I 6na gyðinga sem naaiatar myrtu
I á árum acinni heimaatyijaldarinn-
I ar. Auðvitað eru þetta engin rök
I gegn gagnrýni, heldur í besta falli
I lágkúra, sem lýair í fyrsta lagi
I þcim hroka aem laraelsmenn hafa
V komiat upp roeö' að aýna í aam-
I skiptum við aðrar þjóðir og i öðru
llagi rökþroti f málefnaJegri um-
1 raeðu. Það er engan veginn ajálf-
| gefið að þeir sem ekki geta oröa
" t og hneykalaat opinberiega
Til Velvakanda.
Haukur Már Haraldsson skrifar
Velvakanda 30. janúar sl. til að
lýsa stuðningi sínum við skrif Skúla
Helgasonar, prentara, um ísrael og
skamma mig fyrir svar mitt. Eins
og við var að búast af Hauki Má
var hann heldur penari í orðum en
Skúli. í grein hans voru þó grund-
vallar rangfærslur sem ég vil gera
athugasemdir við.
Haukur Már segin „Vandi sá sem
fylgir „gyðingaþjóðinni" er nefni-
lega sá að Ísraelsríki er reist á land-
svæði araba, sem voru hraktir á
brott með vopnavaldi. ..“
Það landsvæði sem ísraelsríki var
stofnað á 1948 getur á engan hátt
talist hafa tilheyrt aröbum einum.
Og allavega voru það ekki gyðingar
sem hröktu þá á brott með vopna-
valdi.
Þegar stofnun ísraelsríkis var
lýst yfir og samþykkt á þingi Sam-
einuðu þjóðanna, réðust herir sjö
arabaríkja innfyrir landamærin í
þeim yfírlýsta tilgangi að þurrka
út þessa þjóð. Gyðingar vildu sátt
og samlyndi við alla araba, ekki
síst þá sem fyrir voru í landinu.
Þeim var boðinn jafn ríkisborg-
araréttur og hátalarar settir upp til
að þylja aftur og aftur sömu bón-
ina: „Verið kyrr, ekki fara, vinnum
saman að uppbyggingu landsins."
En frá Damaskus og Kairó og
Bagdad bárust aðrar áskoranir, í
útvarpinu: „Gangið í lið með okkur
og þið skuluð fá konur og land
gyðinganna þegar við höfum sigrað
þá.“
Talsverður hluti arabanna tók
þann kostinn að fara. Sumir líklega
til að ganga í lið með innrásar-
heijunum en sjálfsagt ekki færri til
að forða sér af vígvellinum. Það var
hinsvegar vígvöllur sem bræður
þeirra bjuggu þeim, ekki gyðingar.
En, eins og allir vita, gekk innrásin
ekki eins og til stóð. Og þeir sem
„fóru“ urðu flóttamenn hjá bræðr-
um sínum. Það var engum alikálfi
slátrað handa þeim þar.
A öðrum stað segir Haukur Már:
„Þá er markvisst unnið að því að
eyða sjálfsvitund araba innan ísra-
elsríkis með aðstoð skólakerfisins,
þannig að arabfsk bömn læri ekk-
ert um sögu sína, menningu og
tungu, heldur er námsefnið byggt
á sögu og menningu gyðinga."
Þetta er helber þvættingur. Tök-
um Gaza-svaéðið sem dæmi, en það
er nafii sem flestir þekkja í dag.
Þar em 200 skólar, þar af 99 á
vegum ísraelska ríkisins. ALLIR
kennarar í þessum skólum em pa-
lestínuarabar, flestir fæddir og upp-
aldir á Gaza. Námsskráin er sótt
til Egyptalands og próf em einnig
að egypskri fyrirmjmd. Hebreska
er auðvitað ekki inni í þessari náms-
skrá og þeir sem vilja læra hana
þurfa að leita annað.
Fyrst ég hef nefnt Gaza er rétt
að hafa um það nokkur fleiri orð.
Mér er komið eins og fleirum að
mig óar við þeirri hörku sem ísrael-
ar hafa beitt við að bæla niður óeirð-
imar þar. Mikill hluti ísraelsku þjóð-
arinnar er á sama máli því hvergi
em umræðumar um þessa ógn heit-
ari en einmitt í ísrael.
En Gaza er ekkert vandamál sem
gyðingar bjuggu til einir. Það væri
miklu nær að segja að Gaza sé
vandamál sem var búið til handa
þeim. Það var f Sex daga strfðinu
1967 sem ísraelar hertóku Gaza.
Svæðið hafði þá lengi verið gróðr-
arstía og þjálfunarbúðir fyrir
hiyðjuverkamenn og ófáir borgar-
ar, bæði gyðingar og arabar höfðu
fallið fyrir morðsveitum sem þaðan
komu.
Eftir Sex daga stríðið buðust
ísraelar opinberlega, til að skila
Gaza aftur, ef þeir fengju friðar-
samning. Á fundi arabaríkjanna í
Khartoum var þessu hafnað. Það
skyldu ekki verða neinar viðræður
við ísrael, engin viðurkenning á
ísrael, enginn friður við ísrael. Isra-
elar hafa sýnt að þeir em tilbúnir
til að ganga langt ef þeim er aðeins
tryggður friður. Sem dæmi um það
má nefna að þeir skiluðu Egyptum
aftur öllum Sinai-skaga fyrir friðar-
samninginn sem gerður var i Camp
David. En umleitan þeirra var hafn-
að í Khartoum.
Og þá emm við komin að ljótum
kafla sem em flóttamannabúðimar,
en þær eru á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Israel er í ýmsu tilliti
land flóttamanna. Frá því ríkið var
stofnað hefur það tekið við meira
en áttahundmð þúsund flóttamönn-
um frá arabaríkjunum. Tugþúsund-
ir hafa komið frá Evrópu og annars
staðar frá. Nýjasta dæmið er leyni-
lega loftbrúin sem þeir settu upp
til að endurheimta svarta gyðinga
frá Eþíópíu.
Enginn hefur kvartað yfir því að
þessir flóttamenn séu byrði. Þvert
á móti hefur þeim verið tekið opnum
örmum og þeim hjálpað til að byija
nýtt líf.
Arabaríkin hafa haft aðra stefnu.
Þau hafa gersamlega neitað að taka
við þeim bræðra sinna sem gerst
hafa flóttamenn og það þótt þau í
flestum tilfellum hafí sjálf borið
ábyrgð á flóttanum. Og ekki nóg
með það. Það hefur verið markviss
stefna þeirra að aðbúnaðurinn í
flóttamannabúðunum sé sem ömur-
legastur og fátæklegastur. Þá
gengur nefnilega best að ala á hatri
og úlfúð.
Ástandið í búðunum hefur versn-
að ár frá ári, því Sameinuðu þjóðim-
ar hafa æ ofan í æ þurft að skera
niður fjárframlög til þeirra, meðal
annars vegna þess að arabaríkin
hafa ekki greitt þau gjöld sín til
samtakanna sem áttu að fara til
endurbóta.
Látum meira að segja vera að
arabaríkin skuli neita að taka við
flóttafólkinu og hjálpa því til að
byija nýtt líf. En ímyndið ykkur
hve það gæti lifað betra lífi, jafnvel
í búðunum, ef það hefði fengið þótt
ekki væri nema örlítíð, agnarlítið
brot af hinum gífurlegu olíuauðæv-
um arabaríkjanna. Nánast þeir einu
sem hafa reynt að gera eitthvað
raunhæft eru Bandaríkin, sem hafa
veitt milljörðum til flóttamannabúð-
anna og svo ísrael.
Fyrir um tíu árum hófu ísraelar
miklar byggingaframkvæmdir á
Gaza-svæðinu, til að fá flóttamönn-
um þar betra húsnæði. Þeir hafa
nú byggt þúsundir íbúða fyrir fólk-
ið. Þara er ekki um að ræða neina
nauðungarflutninga langt í burtu.
Þetta eru íbúðir á Gaza-svæðinu
sjálfu, bara fyrir utan óhijálegar
búðimar, og menn eru algerlega
sjálfráðir um hvort þeir flytja.
PLO barðist hatrammlega gegn
þessu strax í upphafí og fékk araba-
ríkin á sitt band. Það sýnir hvers-
konar farsi Sameinuðu þjóðimar
em á stundum að þar var þetta
framtak fordæmt og þess krafíst
að fólkið yrði flutt aftur í yfirmann-
aðar búðimar, í skítinn og vatnss-
kortinn.
Arabaríkin neituðu að taka aftur
við Gaza og þau gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að koma í
veg fyrir að íbúamir geti lifað við
mannsæmandi skilyrði.
Það afsakar ekki þá hörku sem
ísraelar hafa sýnt að undanfömu.
En það sýnir kannski að það er
ekki þeim einum að kenna hvemig
komið er.
Óli Tynes, blaðamaður.
VISA VIKUNNAR
[Skoðanakðnnun Hagvangs:
Fylgi Kvennalista hefur!
tvöfaldast frá kosningumj
LGI KwnlW»»« hafM- tvö-
frá ‘
|lT oru bomar aaman við koaning- l
■ Tiau »m arnar í fyrra kemur i Ijóa að
im ( gwr-— Aftýðubandalag, Alþýðuflokkur og
w | iHíIm ~ vW rQda- Botfaraflokkur hafa tapaö veru-
— lua- Ugu fýigi. Krennaliati befur auloð
Ky.„i —- 47 9% þcérra | fyigi úr um 10% 1 yfir 21%.
Tu- fjÆ--" W IWðkiivflokk hrfúr
... __. A ni% I wmm- aokixt nokkuð og fyigi Qjilfrt»ðia-
- -n— lAij^ m flokka einnig.
&2£% andvfflr Könnun Hagvanga var gerð á
Aberandi»nnTartímaböi " "--------
cgkvc—ai Hi örtakið
i«» þw ‘ Undtau
m
tímaböinu 21.-29. janúar og var 1
úrtakið 1.000 manna af öUu L
landinu. Svör fenguit frá 764 ein- 1
Þreifinganna stund og stað
staðreyndimar greina.
Núna berast böndinvað
Bryndísar-Jóni og Steina.
Hákur
Hvað segja
notendur Tollmeistarans?
„Aðgengilegt og auðvelt í notkun.“
Sigrún Jörundsdóttir, Bflanausti.
Tollmeistarinn,
Ármúla I7a,
sími 685223.
VERKSMIÐJU 'N
ÚTSALA
Meiri háttar ÚTSALA á alls konar
vörum úr keramik og steinleir.
20-60% afsláttur
Blómapottar og hlífar, matarílát, drykkjarkönnur
diskar, skálar, krúsir, vasar og bakkar.
Sumpart vörur sem hætta í framleiðslu og sumpart
vörur til að rýma fyrir nýjum. Einnig lítið
gallaðar vörur MEÐ MIKLUM AFSLÆTTI.
_ Póstkröfuþjónusta.
^ GLIT
—/77TtS— Höfðabakka 9
Sími 685411
DAGVIST BARINIA.
AUSTURBÆR
Nóaborg — Stangarholti 11
Vantar starfsmann eftir hádegi í stuðning.
Upplýsingar gefur Soffia
í síma 2 95 95
MIÐBÆR
Tjarnarborg — Tjarnargötu
Fóstru eða starfsmann vantar nú þegar.
Um hlutastarf eftir hádegi er að ræða.
Upplýsingar gejur Steinunn
í síma 1 57 98
KLEPPSHOLT
Dyngjuborg.— Dyngjuvegi 18
Vantar fóstru allan daginn frá og með 20. feb.
Einnig vantar fóstru eða manneskju til stuðn-
ingskennslu fyrir börn með sérþarfír og
starfsmann í hálfa afíeysingastöðu.
Upplýsingar gefa Anna og
Asdís í síina 3 11 35
Allar upplýsingar eru á viðkomandi heimilum og
einnig hjá umsjónarfóstrum á skrifstofu Dagvist
Barna. Sími 91 - 2 72 77.