Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
Nýjar upplýsingar um hinzta flug Gagaríns:
Lenti í vindstrók
í lítilli flughæð og
steyptist tiljarðar
PRAVDA, málg-agn sovézka kommúnistaflokksins, birti fyrir
skömmu grein um hvernig dauða Júríj Gagaríns, fyrsta geim-
farans, bar að. Gagarín og aðstoðarflugmaður hans, Vladímír
Seregin, biðu bana í flugslysi í marz 1968.
Niðurstöður rannsóknar á því
hvemig dauða Gagaríns bar að
var aldrei birt. Ófullkomin grein
um slysið birtist í Prövdu í fyrra
og snerist hún um heilsufar Ga-
garíns fyrir og meðan á lokaflug-
inu stóð. Rætt var um hetjulega
tilraun hans til að ná flugvél sinni
út úr nær lóðréttri dýfu. I frásögn-
ipni kom hins vegar ekki fram
hvað olli steypifluginu örlagaríka.
Þögn hins opinbera eftir slysið
varð til þess að orðrómur komst
á kreik um að eitthvað þyrfti að
fela. Fóru því af stað ýmiss konar
getgátur, snerust þær um allt frá
því að Gagarín hefði farið ölvaður
í flugferð og til þess að hann
hefði fallið í ónáð hjá Flokknum
og flugslysið hefði verið sviðsett
til þess að koma honum fyrir katt-
amef.
Og eftir greinina í Prövdu í
fyrra virtust yfirvöld enn hafa
eitthvað að fela því þar var ekki
skýrt frá því hvemig slysið hefði
borið að. Af þeim sökum barst
blaðinu ógrynni lesendabréfa þar
sem greinargóðrar skýringar var
óskað. Því birtist ný grein á dög-
unum, eftir sömu höfunda og
skrifuðu í fyrra, prófessor Sergei
Belotserkovskíj, sem er einn
fremsta geimvísindamann Sov-
étríkjanna og geimfarann Aleksei
Leonov.
Vindstrókur frá þotu
Samkvæmt greininni voru Ga-
garín og Seregin á leið til lending-
ar í þotu af gerðinni Mig-15 þeg-
ar slysið varð. Voru þeir staddir
milli skýjalaga en höfðu engan
greinilegan sjóndeildarhring.
Flugumferðarstjóri sagði þeim að
neðra skýjalagið væri í 900 metra
hæð; átti það þó aðeins við um
flugvöllinn sjálfan því raunveruleg
hæð var 400 til 500 metrar á flug-
svæðinu. Fyrirvaralaust flaug
Mig-21 þota, sem er miklu stærri,
þvert fyrir framan þá og voru
aðeins 500 metrar á milli flugvél-
anna. Flugmaður Mig-21 þotunn-
ar varð hinnar ekki var og vissi
heldur ekki að hún væri á þessums
slóðum. Nokkrum sekúndum síðar
flaug þota Gagaríns og Seregins
inn í vindstróka, sem stóðu aftur
úr stærri þotunni, (vængendaó-
kyrrð), og tók samstundis dýfu.
Þegar hér var komið sögu voru
Gagarín og Seregin komnir niður
í neðra skýjalagið og örstutt til
jarðar.
Samkvæmt upplýsingum flug-
umferðarstjórans töldu Gagarín
og Seregin sig hafa nóga hæð til
að ná þotunni út úr dýfunni. Þar
flöskuðu þeir því þá vantaði 250
metra, eða tvær sekúndur, til við-
bótar þeirri hæð sem þeir raun-
verulega voru í, til þess að ná
láréttu flugi. Þessar niðurstöður
fengust úr nýrri rannsókn á or-
sökum slyssins, þar sem stuðst
var við veðurfarslegar upplýsing-
ar, segulbandsupptökur í flug-
tumi, tölvulíkön og „einkaskjöl".
Að sögn höfunda var enginn
„svartur kassi" í Mig-15 þotum á
þessum tíma, og urðu menn undr-
andi við þá uppljóstrun. Svarti
kassinn veitir allar upplýsingar
um flug og starfsemi stjómtækja
viðkomandi flugvélar.
Ástæðan fyrir því að ekki var
hægt að birta fyrr upplýsingar
um slysið var að sögn höfunda
ekki vegna yfirhylmingar heldur
vegna þess að fullnaðarrannsókn
fór ekki fram á sínum tíma. Rann-
sóknamefndinni var skipt í tvær
undimefndir og voru störf þeirra
ekki samræmd. í nefndinni sátu
engir menn með næga þekkingu
til þess að rannsaka og vinna úr
þeim gögnum, sem undimefndim-
ar skiluðu, og því voru dregnar
flausturslegar ályktanir af þeim.
(Heimild: Nature)
Björgunarmenn kanna flak vestur-þýzku flugvélarinnar, sem fórst með 21 manni skammt frá Dlisseldorf
í gærmorgun.
V estur-Þýzkaland:
Fórst flugvélin í þrumuveðri?
Númberger Flugdienst (NFD). Far-
þegar hennar voru tæknimenn og
verkfræðingar fyrirtækja í Ruhr-
héraðinu. Flugmennimir gáfu aldrei
til kynna að bilun hefði orðið um
borð. Þrumuveður var á flugleið
hennar og var haglél í nágrenni
Múlheim í þann mund sem flugvélin
fórst.
MUlheim, V-Þýzkalandi. Reuter.
LÍTIL flugvél af gerðinni Metr-
onliner III fórst í áætlunarflugi
frá Hanover til DUsseldorf í
gærmorgun og með henni 21
maður. Sjónvarvottar sögðu að
flugvélin hefði flogið inn í
þrumuveður og hugsanlega orðið
fyrir eldingu.
Flugvélin féll til jarðar á akri við
iðnaðarborgina Múlheim og átti
fjóra kílómetra ófama til flugvallar-
ins í Dússeldorf er hún skall niður.
Brak úr flugvélinni fannst í allt að
þriggja kílómetra fjarlægð frá þeim
stað sem hún brotlenti. Allir, sem
um borð vom, 19 farþegar og tveir
flugmenn, biðu bana.
Flugvélin var í eigu flugfélagsins
80.000 skrifkerar sett-
ir í verksmiðjuviimu
Moskvu. Reuter.
UM 80.000 skrifkerar hafa misst
vinnuna i Úkraínu og vegna til-
raunar stjórnvalda til þess að
gera „kerfið“ og sljórnsýsluna
sksilvirkari, að sögn Pravda
Ukrainy, málgagns Kommúnista-
flokks Úkraínu.
Embættismennimir, sem misstu
störf sín, störfuðu hjá 14 ráðuneyt-
um og opinberum stofnunum lýð-
veldisins Úkraínu og 83 öðmm op-
inberum stofnunum og fyrirtækj-
um.
í fregn blaðsins sagði að 1.500
iðnfyrirtæki hefðu verið stækkuð
og þykir það til marks um að emb-
ættismennimir fyrrverandi hafi ver-
ið settir til stárfa í verksmiðjum og
öðmm framleiðslufyrirtækjum.
Sovézk yfirvöld höfðu heitið því að
þeir sem misstu vinnu þegar um-
bótastefnu Míkhafls Gorbatsjovs
yrði hrint í framkvæmd yrði fengin
önnur störf. Æðsti maður Úkraínu
er Vladimír Shcherbitskíj, en hann
var náin samstarfsmaður Leoníds
Brezhnev, fyirum forseta og aðal-
ritara sovézka kommúnistaflokks-
ins. Umbætur í anda Gorbatsjovs
þylqa hafa gengið hægar fyrir sig
í Úkraínu en annars staðar í Sov-
étríkjunum.
Hótelgisting á 50 krónur
Ef þú kaupir tveggja daga viðskiptapakka hjá Arnartlugi kostar nóttin þig
fimnntíu krónur á tyrsta flokks hóteli. ■ Pér er ekið til Keflavíkur. ■ Og þú verður
félagi í Arnarflugsklúbbinum, sem tryggir þér margvísleg þœgindi, sparnað og
þjónustu. mKynntu þér viðskiptapakkana okkar.