Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 7 Af eng-isney slan 1987: Hver Islendingnr drekkur 18 lítra HVER íslendingur, 15 ára og eldri, neytti að meðaltali rúm- lega níu lítra af Iéttu víni á síðasta ári og tæplega níu lítra af sterku víni, svo samtals drekk- ur hver um 18 lítra áfengis ár- lega. Neysla á léttu víni dróst Htillega saman frá árinu 1986, en þess í stað drekka landsmenn ívið meira af sterku víni. Sala á sígarettum jókst nokkuð, en færri keyptu vindla og reyktó- bak. Af rauðvíni eru innbyrtir rúmlega 585 þúsund lítrar á ári hveiju og af hvítvíni rúmir 572 þúsund lítrar. Vinsælasta rauðvínið er Valpolic- ella, sem seldist í um 122 þúsund lítum. Af hvítvíni er mest drukkið af Liebfraumilch Nahe, eða um 87 þúsund lítrar. Af viskíi seljast ár- lega rúmir 185 þúsund lítrar og af einstökum vörutegundum er Ball- antine’s söluhæst, með rúma 30 þúsund lítra, auk 20 þúsund lítra í viðbót, sé 12 ára gamalt viskí fyrir- tækisins tekið með í reikninginn. íslenska brennivínið seldist í um 175 þúsund lítrum. Smimoff er söluhæsta vodkað og af því neyttu landsmenn um 250 þúsund lítra og er það því söluhæst af sterkum vinum. Ginið keyptu landsmenn samtals í rúmum 100 þúsund lítrum, og var Beefeater söluhæst með um 50 þúsund lítra. Af öllu víni, sama hvaða nöfnum það nefn- ist, seldust samtals 3,35 milljónir lítra. Sala á sígarettum jókst á síðasta ári, en sala á vindlum og reyktó- baki dróst saman. Neftóbak sótti heldur í sig veðrið, en munntóþak seldist minna en árið 1986. Árið 1987 seldust 47,2 kíló af því og hefur salan farið minnkandi með hveiju árinu frá 1979, en þá seld- ust 109 kfló. Sala á sígarettum jafngildir því að hver islendingur, 15 ára og eldri, reyki 120 pakka á ári hveiju. Af einstakri tegund seldist mest af rauðum Winston, eða samtals um 760 þúsund pakkar. Afram G-númer á Nesinu VEGNA fréttar í Morgunblaðinu fyrir skömmu, um að lögreglan í Reykjavík fari nú með löggæslu á Seltjarnarnesi, hafa lesendur óskað eftir upplýsingum um hvort skráningarnúmer bifreiða í kaupstaðnum breytist. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Reykjavík mun svo ekki vera. íbúar á Seltjamamesi hafa velt því fyrir sér hvort þeir þurfí nú að fá R-númer á bifreiðar sínar. Ómar Smári Armannssona, aðalvarð- stjóri, sagði að svo væri ekki. „Sel- tjamames tilheyrir lögsögu sýslu- mannsins í Kjósarsýslu, þó að lög- reglan í Reykjavík annist nú lög- gæslu þar. Það er engar númera- breytingar á döfinni þrátt fyrir breytta tilhögun löggæslunnar," sagði hann. Æskilegt að hlutafé dreifist á fleiri aðila - segir Sigurður Helgason stjórnarfor- maður Flug’leiða SIGURÐUR Helgason stjórnar- formaður Flugleiða telur æski- legt að hlutafé í fyrirtækinu dreifist á fleiri aðila en nú er. Hann segir sölu á hlutabréfum í Flugleiðum frjálsa og engum kvöðum háða og þess vegna geti eitt fyrirtæki bætt við sig hlutum í félaginu eins og Eim- skipafélag íslands gerði á dög- unum. Eins og fram hefur komið í fréttum jók Eimskipafélag íslands hlutafé sitt í Flugleiðum í 27% í síðasta mánuði er það keypti hlutabréf Einars Ámasonar og bama hans, en þau svömðu til 4% af hlutafé í Flugleiðum. „Mín persónulega skoðun er sú að það sé eðlilegt að hlutafé Flug- leiða verði aukið með sölu hluta- bréfa. Eiginfjárstaða félagsins miðað við svo áhættusaman rekst- ur er tiltölulega veik. í framhaldi af því væri ekkert á móti því að hlutafjáreignin dreifðist á fleiri aðila en nú. Þetta hefur ekki verið formlega rætt innan félagsins, en ekki er ósennilegt að það verði gert fljótlega," sagði Sigurður Helgason. Carrington lávarðurá Islandi í kveðjuskyni CARRINGTON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, kemur hingað til lands í dag. Erindi hans er að kveðja islensk stjórnvöld, áður en hann lætur af embætti framkvæmda- stjóra nú í sumar. Manfred Wöm- er, vamarmálaráðherra Vestur- Þýskalands, tekur þá við sem framkvæmdastjóri NATO. Á meðan dvöl Carringtons stendur hittir hann meðal annars forseta ís- lands, forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og Utanríkismálanefnd Al- þingis. Héðan fer Carrington lávarð- ur á fímmtudag. Nýmjólk: Útsöluverð óbreytt VERÐLAGSRÁÐ hefur ákveðið að hækka álagningu á nýmjólk úr 3,48 kr. i 4,35 krónur á lítra. Niðurgreiðslur ríkissjóðs hækka til samræmis þannig að útsölu- verðið breytist ekki. Þegar söluskattur var lagður á mjólkurvörur eftir áramótin voru nið- urgreiðslur heildsöluverðs auknar þannig að ekki kom til hækkunar útsöluverðs. Það hafði aftur á móti þær afleiðingar að álagning verslun- arinnar lækkaði að krónutölu og mótmæltu kaupmenn því. Rfkis- stjómin ákvað nýlega að auka niður- greiðslur þannig að hægt væri að hækka álagninguna upp í það sem hún var áður en söluskatturinn kom til sögunnar. VILT ÞU. GERAG0D KAUP? Líttuþá við á hinum eina ogsanna stórútsölumarkaði á Fosshálsi 13-15 N Ý T T kreditkortatímabil hefst hjá okkur í dag!!! Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval Steinar - Hljómplötur - cassettur Karnabær - Bonaparte - Garbó - Tískufatnaður og efni Gefjun - Fatnaður o.m.fl. Axel Ó - Skófatnaður Radíóbær - Hljómtæki o.m.fl. Kári - Sængurfatnaður o.m.fl, Ánar - Fatnaður Bylgjubúðin - Fatnaður Skóglugginn - Skór ~ Mæra - Skartgripir o.m.fíT^ Theódóra - Tískufatnaður Nafnlausa búðin - Efni Heildsalan Blik - Patnaður Yrsa - Skartgripir og snyrtivörur Toppleður - Leðurfatnaður og pelsár LeiA 15B og leið 10 á 30 mfnútna frestl KökuhlaAborA og frftt kaffi Videóhorn fyrlr börnln
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.