Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
7
Af eng-isney slan 1987:
Hver Islendingnr
drekkur 18 lítra
HVER íslendingur, 15 ára og
eldri, neytti að meðaltali rúm-
lega níu lítra af Iéttu víni á
síðasta ári og tæplega níu lítra
af sterku víni, svo samtals drekk-
ur hver um 18 lítra áfengis ár-
lega. Neysla á léttu víni dróst
Htillega saman frá árinu 1986,
en þess í stað drekka landsmenn
ívið meira af sterku víni. Sala á
sígarettum jókst nokkuð, en
færri keyptu vindla og reyktó-
bak.
Af rauðvíni eru innbyrtir rúmlega
585 þúsund lítrar á ári hveiju og
af hvítvíni rúmir 572 þúsund lítrar.
Vinsælasta rauðvínið er Valpolic-
ella, sem seldist í um 122 þúsund
lítum. Af hvítvíni er mest drukkið
af Liebfraumilch Nahe, eða um 87
þúsund lítrar. Af viskíi seljast ár-
lega rúmir 185 þúsund lítrar og af
einstökum vörutegundum er Ball-
antine’s söluhæst, með rúma 30
þúsund lítra, auk 20 þúsund lítra í
viðbót, sé 12 ára gamalt viskí fyrir-
tækisins tekið með í reikninginn.
íslenska brennivínið seldist í um
175 þúsund lítrum. Smimoff er
söluhæsta vodkað og af því neyttu
landsmenn um 250 þúsund lítra og
er það því söluhæst af sterkum
vinum. Ginið keyptu landsmenn
samtals í rúmum 100 þúsund
lítrum, og var Beefeater söluhæst
með um 50 þúsund lítra. Af öllu
víni, sama hvaða nöfnum það nefn-
ist, seldust samtals 3,35 milljónir
lítra.
Sala á sígarettum jókst á síðasta
ári, en sala á vindlum og reyktó-
baki dróst saman. Neftóbak sótti
heldur í sig veðrið, en munntóþak
seldist minna en árið 1986. Árið
1987 seldust 47,2 kíló af því og
hefur salan farið minnkandi með
hveiju árinu frá 1979, en þá seld-
ust 109 kfló.
Sala á sígarettum jafngildir því
að hver islendingur, 15 ára og
eldri, reyki 120 pakka á ári hveiju.
Af einstakri tegund seldist mest af
rauðum Winston, eða samtals um
760 þúsund pakkar.
Afram
G-númer
á Nesinu
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
fyrir skömmu, um að lögreglan
í Reykjavík fari nú með löggæslu
á Seltjarnarnesi, hafa lesendur
óskað eftir upplýsingum um
hvort skráningarnúmer bifreiða
í kaupstaðnum breytist. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar í Reykjavík mun svo ekki vera.
íbúar á Seltjamamesi hafa velt
því fyrir sér hvort þeir þurfí nú að
fá R-númer á bifreiðar sínar. Ómar
Smári Armannssona, aðalvarð-
stjóri, sagði að svo væri ekki. „Sel-
tjamames tilheyrir lögsögu sýslu-
mannsins í Kjósarsýslu, þó að lög-
reglan í Reykjavík annist nú lög-
gæslu þar. Það er engar númera-
breytingar á döfinni þrátt fyrir
breytta tilhögun löggæslunnar,"
sagði hann.
Æskilegt að hlutafé
dreifist á fleiri aðila
- segir Sigurður Helgason stjórnarfor-
maður Flug’leiða
SIGURÐUR Helgason stjórnar-
formaður Flugleiða telur æski-
legt að hlutafé í fyrirtækinu
dreifist á fleiri aðila en nú er.
Hann segir sölu á hlutabréfum
í Flugleiðum frjálsa og engum
kvöðum háða og þess vegna
geti eitt fyrirtæki bætt við sig
hlutum í félaginu eins og Eim-
skipafélag íslands gerði á dög-
unum.
Eins og fram hefur komið í
fréttum jók Eimskipafélag íslands
hlutafé sitt í Flugleiðum í 27% í
síðasta mánuði er það keypti
hlutabréf Einars Ámasonar og
bama hans, en þau svömðu til 4%
af hlutafé í Flugleiðum.
„Mín persónulega skoðun er sú
að það sé eðlilegt að hlutafé Flug-
leiða verði aukið með sölu hluta-
bréfa. Eiginfjárstaða félagsins
miðað við svo áhættusaman rekst-
ur er tiltölulega veik. í framhaldi
af því væri ekkert á móti því að
hlutafjáreignin dreifðist á fleiri
aðila en nú. Þetta hefur ekki verið
formlega rætt innan félagsins, en
ekki er ósennilegt að það verði
gert fljótlega," sagði Sigurður
Helgason.
Carrington
lávarðurá
Islandi í
kveðjuskyni
CARRINGTON lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, kemur hingað til lands í
dag. Erindi hans er að kveðja
islensk stjórnvöld, áður en hann
lætur af embætti framkvæmda-
stjóra nú í sumar. Manfred Wöm-
er, vamarmálaráðherra Vestur-
Þýskalands, tekur þá við sem
framkvæmdastjóri NATO.
Á meðan dvöl Carringtons stendur
hittir hann meðal annars forseta ís-
lands, forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra og Utanríkismálanefnd Al-
þingis. Héðan fer Carrington lávarð-
ur á fímmtudag.
Nýmjólk:
Útsöluverð óbreytt
VERÐLAGSRÁÐ hefur ákveðið
að hækka álagningu á nýmjólk
úr 3,48 kr. i 4,35 krónur á lítra.
Niðurgreiðslur ríkissjóðs hækka
til samræmis þannig að útsölu-
verðið breytist ekki.
Þegar söluskattur var lagður á
mjólkurvörur eftir áramótin voru nið-
urgreiðslur heildsöluverðs auknar
þannig að ekki kom til hækkunar
útsöluverðs. Það hafði aftur á móti
þær afleiðingar að álagning verslun-
arinnar lækkaði að krónutölu og
mótmæltu kaupmenn því. Rfkis-
stjómin ákvað nýlega að auka niður-
greiðslur þannig að hægt væri að
hækka álagninguna upp í það sem
hún var áður en söluskatturinn kom
til sögunnar.
VILT ÞU.
GERAG0D
KAUP?
Líttuþá við á hinum eina ogsanna
stórútsölumarkaði
á Fosshálsi 13-15
N Ý T T
kreditkortatímabil
hefst hjá okkur í dag!!!
Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval
Steinar - Hljómplötur - cassettur
Karnabær - Bonaparte - Garbó - Tískufatnaður og efni
Gefjun - Fatnaður o.m.fl.
Axel Ó - Skófatnaður
Radíóbær - Hljómtæki o.m.fl.
Kári - Sængurfatnaður o.m.fl,
Ánar - Fatnaður
Bylgjubúðin - Fatnaður
Skóglugginn - Skór ~
Mæra - Skartgripir o.m.fíT^
Theódóra - Tískufatnaður
Nafnlausa búðin - Efni
Heildsalan Blik - Patnaður
Yrsa - Skartgripir og snyrtivörur
Toppleður - Leðurfatnaður og pelsár
LeiA 15B og leið 10
á 30 mfnútna
frestl
KökuhlaAborA
og frftt kaffi
Videóhorn fyrlr
börnln