Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 64
'& \ % ** j ■* p MorgunblaðiA/Kristinn Ingvarsson Halldór með foreldrum sinum Guðbjörgu Aðalheiði Guðmunds- dóttur og Halldóri Sigurðssyni á Harefield-sjúkrahúsinu í gær. „Eíns og mér hafi ver- ið gefinn nýr líkami“ „MÉR líður eins og mér hafi ver- ið gefínn nýr líkami," sagði Hall- dór Halldórsson, fyrsti íslenzki hjarta- og lungnaþeginn, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Halldór var um helgina fluttur á Harefleld-sjúkrahúsið í Lundún- um, þar sem hann er að jafna sig eftir uppskurðinn. Halldór er að sögn lækna ótrúlega vel á sig kominn miðað við hve skammt er liðið frá hinni miklu aðgerð. Sjá bls. 2: Sé fram á að geta spilað fótbolta með bræðrum minum. Morgunblaðið/Þorkell Jóhanni Hj artarsyni var vel fagnað þegar hann kom til Keflavíkurflugvallar^ í gærmorgun frá Kanada. Með honum á myndinni er eiginkonan Jónina Ingvadóttir og Friðrik Ólafsson. Sigur Jóhanns ánægjulegur því við erum af sömu kynslóð — sagði Kasparov heimsmeistari í viðtali við Morgunblaðið „ÉG HELD að úrslitin í einvígi Kortsjnojs og Jóhanns tali sinu máli,“ sagði Garri Kasparov i simtali við blaðamann Morgun- blaðsins aðspurður um álit sitt á einvíginu. „Ég hef séð skák- imar og Jóhann tefldi vel,“ bætti heimsmeistarinn við. Kasparov var þvínæst spurður hvort hann hefði búist við þessum úrslitum: „í sannleika sagt þá bjóst ég ekki við þessu. Ég hélt að reynsla Kortsjnojs myndi vega meira. En úrslitin komu þægilega á óvart vegna þess að við Jóhann erum af sömu kynslóð skák- manna.“ Þegar Kasparov var spurður hvem hann vildi fá sem næsta áskoranda svaraði hann að bragði: „Örlögin ráða því og mér stendur eiginlega á sarna." „Myndirðu leggja þá alla?“ skaut blaðamaður inn í. „Ætli megi ekki segja það,“ svaraði Kasparov og hló við. „En ykkar maður á mjög erfiða þraut fyrir höndum sem er einvígið við Karpov — en hver veit.“ „En hvenær mega íslendingar vænta þess að sjá þig að tafli?" „Ég kem í oldóber," svaraði heimsmeistarinn og aðspurður um hvort hann væri farinn að búa sig undir viðureign við Jóhann Hjart- arson svaraði hann: „Ekki segi ég það nú en við mætumst fyrr en síðar, það er ljóst.“ Ekki tókst að ná í Anatólíj Karpov fyrrum heimsmeistara til að fá álit hans á komandi einvígi sínu við Jóhann Hjartarson því hann er ekki staddur á heimili sínu í Moskvu. Fréttastofan APN kom í gær á framfæri hamingju- óskum frá Karpov til Jóhanns „í tilefni af hinum stórkostlega sigri í St. John og svo í tilefni af 25 ára afmælinu". Karpov óskaði Jóhanni áframhaldandi sigra í skákiþróttinni og velfamaðar í einkalífí. Karpov lagði áherslu á að það væri sér gleðiefni að mæta hinum unga íslenska skákmeistara á hin- um friðsama ormstuvelli — skák- borðinu. Hér væri á ferðinni full- trúi lands sem hefði skipulagt hinn sögulega leiðtogafund haust- ið 1986 en þann fund kallaði Míkhaíl Gorbatsjov „undanfara kjamorkuvopnalauss heirns", eins og segir í tilkynningu APN. Heimsmeistarinn fyrrverandi bað einnig fyrir bestu kveðjur til íslensku þjóðarinnar, en hún væri kunn öllum sem hefðu áhuga á skákíþróttinni. Sjá frásögn af heimkomu Jóhanns Hjartarsonar og fréttir af einvíginu í Kanada ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. FERSKLEIKI ÞEGAR MESTÁ REYNIR Haf ísinn nálg- ast Norðurland Búist við að hann nái landi í dag eða á morgun HAFÍS sást i gær um 30 til 40 sjómílur undan Skaga, Grímsey og Melrakkasléttu og nálgast hann land allhratt. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Veðurstofunni í gær má búast við að hann nái landi við Grímsey og Skaga í dag eða á morgun. Ekki reyndist unnt að fara í ískönnunarflug í gær vegna élja- gangs og þoku fyrir norðan. Var því ekki hægt að segja nákvæmlega til um útbreiðslu hafíssins, en gert ep ráð fyrir að hann nái allt frá austanverðum Húnaflóa austur að Melrakkasléttu. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá skipum sem voru á þessum slóðum í gær var íshrafl og spangir á bilinu 30 til 40 sjómflur undan Skaga, Grímsey og Melrakkasléttu. Fór ísinn all- hratt í átt til lands, allt að þijár sjómflur á klukkustund. Nokkrir bátar sem voru á rækju- veiðum undan Norðurlandi hörfuðu undan ísnum í gær og einnig tóku nokkrir bátar úr Grímsey upp net sín og færðu þau nær landi. Miðað við aðstæður sem nú eru og þann hraða sem var á ísnum í gær bendir allt til þess að hann nái landi við Skaga og Grímsey í dag eða á morgun. Bandaríkjamenn að breyta um skoðun í hvalamáiinu? Mun meiri skijningnr á sjónarmiðum íslendinga Keflavíkurhöfn: — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra eftir fund með Verety Selir gera sig heimakomna Keflavfk. SELIR hafa gert sig heimakomna í höfninni í Keflavik síðustu daga og um helgina mátti sjá 4 seli sem leituðu þar vars. Voru þetta að sögn kunnugra bæði útselir og landselir og virtist fara vel á með þeim. I Sandgerði hefur stór útselur haldið til í höfninni af og til í nokkur ár og þiggur hann gjarnan nýjan fisk sem sjómenn kasta til hans. - BB Washington. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra segir að á fundi hans og Williams Verety, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, í gær hafi komið fram mun meiri skilningur á sjónarmiðum íslend- inga til hvalveiða en áður og ráð- herrann hafi fullvissað sig um að staðið yrði við samkomulagið sem gert var í Toronto sl. haust. Sagði Halldór að þessi fundur hefði ver- ið mjög jákvæður og vinsamlegur. Verety og fulltrúar hans vildu ekki ræða um fundinn, en Ed Wolfe yfirmaður sjávarútvegs- deildar b&ndaríska utanríkisráðu- neytisins, sem sat fundinn, sagði við blaðamann Morgunblaðsins að fundurinn hefði verið mjög upp- lýsandi og gagnlegur en vildi ekki tjá sig frekar um árangur. Halldór Asgrímsson hitti Edward Derwinski á sunnudag á óformlegum fundi og síðan Verety á mánudag. Halldór sagði við Morgunblaðið að í Bandaríkjunum hefði undanfarið ver- ið að aukast skilningur á ýmsum vandamálum í sambandi við lífkeðj- una í hafinu. Þetta_ félli síðan saman við þau sjónarmið íslendinga að þótt hvalveiðamar væru ekki efnahags- lega mikilvægar væru þær mikilvæg- ur þáttur í samspili lífríkisins. „Bandaríkjamenn hafa hingað til stutt þá stefnu að ekki skuli drepa nokkum hval en á þessum fundi fannst mér ljóst að Verety var þeirr- ar skoðunar að þama ætti að beita skynsamlegri nýtingu en ekki að vemda hvali. Þetta kom mjög skýrt fram hjá honum og ég held að Banda- ríkjamenn séu famir að gera sér grein fyrir að vemdunarstefnan gengur ekki upp,“ sagði Halldór Asgrímsson. Hann sagði Verety hafa lagt á það áherslu að ganga þyrfti frá þessum málum þannig í framtíðinni, og skipuleggja starfíð þannig í Alþjóða- hvalveiðiráðinu, að tekið yrði tillit til þessa. Einnig hefði Verety sagt að Bandaríkjamenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að svo gæti orðið og þá yfirlýsingu hefðu Islendingamirtalið mjög mikilvæga, Halldór sagðist hafa gert ráð- herranum grein fyrir að allt sem snerti sjávarbúskap og fiskveiðar væri það mikilvægt í hagkerfi íslend- inga að slík mál kæmu sjálfkrafa inn á utanríkissviðið. Á fundinum vom guk Halldórs og Verety Ingvi Ingvarsson sendiherra, Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur, og Helgi Ágústsson sendifulltrúi. Af hálfu Bandaríkja- manna voru Ed Wolfe og Nicholas Ruwe sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.