Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
33
I Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Heilbrigði -
menntun - þekking
Heilbrigði er undirstaða
hamingju. Með heilbrigði
er átt við andlega, líkamlega
og félagslega velferð. Góð
heilsa er forsenda þess að
maðurinn fái notið þeirra hæfi-
leika sem forsjónin hefur gefið
honum. Heilbrigði er því mikil-
vægasta keppikefli og dýrmæt-
asta eign hvers einstaklings.
Heilbrigði er og verðmæt-
asta auðlind hverrar þjóðar.
Heilbrigði, menntun og þekk-
ing — en þetta þrennt helzt
gjaman í hendur — hafa reynzt
traustastir homsteinar velferð-
ar í atvinnulífi og þjóðarbú-
skap. Þær þjóðir, sem mest og
bezt hafa hlúð að þessum hom-
steinum, hafa lengst náð.
Hver einstaklingur hefur
ríkuleg áhrif á eigið heilbrigði
með lífsmáta sínum. Það er því
mikilvægt að hver og einn geri
sér grein fyrir þeirri persónu-
legu ábyrgð sem á honum
hvílir að þessu leyti. Það er
hinsvegar samfélagsins að
skapa skilyrði til heilbrigðs
mannlífs, jafnhliða því að
stuðla að nauðsynléjgri læknis-
og sjúkraþjónustu. I þessu efni
vega hreyfing, næring, hús-
næði, vinnuaðstaða og um-
hverfí þungt.
20. marz 1986 samþykkti
ríkisstjómin, að tillögu þáver-
andi heilbrigðisráðherra,
Ragnhildar Helgadóttur, „að
vinna að landsáætlun í heil-
brigðismálum með hliðsjón af
stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar, sem nefnd er „Heil-
brigði allra árið 2000“, í þeim
tilgangi að stórauka forvamir
gegn sjúkdómum og slysum
ásamt örorku og ótímabærum
dauðsföllum af þeirra völdum.
Aætlunin skal m.a. taka mið
af vömum gegn langvinnum
sjúkdómum og því að búa hinn
vaxandi fjölda aldraðra undir
gott heilsufar í ellinni. For-
gangsverkefni í áætluninni
skulu miðast við íslenzkar að-
stæður. Áherzla verður lögð á
að kynna og efla heilbrigða
lífshætti eftir því sem unnt er
með stjómvaldsaðgerð-
um . . .“
Ragnhildur Helgadóttir
lagði síðan fram íslenzka heil-
brigðisáætlun — í formi skýrslu
til Alþingis — á þinginu 1986-
1987. Síðan hafa sjö vinnuhóp-
ar starfað að málefnalegum
undirbúningi sérstaks heil-
brigðisþings, sem Guðmundur
Bjamason, heilbrigðisráð-
herra, efndi til síðastliðinn
föstudag. Þar var fjallað um
íslenzka heilbrigðisáætlun og
nefndaálit vinnuhópa um efnis-
atriði hennar. Áætlunin verður
nú endurskoðuð, í ljósi ábend-
inga frá vinnuhópum og full-
trúum á heilbrigðisþingi, og
hún síðan lögð fyrir Álþingi til
ályktunar, væntanlega síðar í
vetur.
íslendingar hafa um margt
náð langt í heilbrigðisþjónustu.
Guðmundur Bjamason, heil-
brigðisráðherra, sagði meðal
annars á heilbrigðisþinginu:
„Mjög margir og miklu fleiri
en nokkum tíma áður fá lækn-
ingu meina sinna, enn fleiri fá
líkn í þrautum sínum, sem
kannski er mest um vert. Við
vitum það öll, að þjónustan er
fyrir hendi ef eitthvað ber
snögglega út af, bráður sjúk-
dómur eða slys. Við vitum líka,
að þessi þjónusta fer ekki í
manngreinarálit og við vitum
það, að við þurfum nánast ekk-
ert að greiða fyrir þjónustuna
þegar við þurftim á henni að
halda. Allt em þetta kostir,
sem íslenzka velferðarríkið
býður upp á. Fáar þjóðir heims
hafa byggt upp betra heilbrigð-
iskerfí fyrir þegna sína en við
höfum gert.“
í heilþrigðisáætlun fram til
ársins 2000 verður væntanlega
lögð ríkari áherzla á hverskon-
ar forvamarstarf. „Taka þarf
tillit til þess,“ eins og segir í
einu nefndaráliti á þinginu, „að
margvísleg þekking hefur
komið fram utan læknisfræð-
innar, sem nýtist vel að þessu
leyti: sálarfræði, uppeldis-
fræði, íþróttafræði, fjölskyldu-
fræði, félagsfræði, siðfræði,
næringarfræði, samfélags-
fræði og kennslufræði ..."
Samhliða auknum forvöm-
um, ekki sízt heilbrigðari
lífsmáta fólks, verður að efla
almenna og sérhæfða læknis-
og sjúkraþjónustu, ekki sízt á
sviði svonefndrar hátækni.
Sjúkdómar og slys heyra til
morgundegi, ekkert síður en
gærdegi, þó hamlað verði gegn
vaxandi tíðni þeirra. Breytt
aldursskipting þjóðarinnar ger-
ir og kröfur til stórefldrar öld-
runarþjónustu. Tímabært er að
leggja meginlínur í heilsuvöm-
um og heilbrigðisþjónustu til
næstu framtíðar. Þess vegna
ber að fagna frumkvæði fyrr-
verandi og núverandi heilbrigð-
isráðherra að gerð íslenzkrar
heilbrigðisáætlunar.
Um skatta og skatt-
kerfisbreytingar
eftir Indriða H.
Þorláksson
Það hefur varla farið fram hjá
mörgum að á síðustu vikum og
mánuðum hafa verið gerðar um-
fangsmiklar og víðtækar breytingar
í skattamálum. Breytingar þessar
hafa verið tilefni þess að fjölmiðlar
hafa fjallað um skattamál dögum
og vikum saman og virðast skattar
að ólíkindum vinsælir, a.m.k. sem
fréttaefni.
Þrátt fyrir þessa miklu umfjöllun
fjölmiðla læðist að manni sá grunur
að hinn alménni borgari, fjölmiðla-
neytandinn, sé lítið betur settur
eftir en áður og að upplýsingagildi
fjölmiðlunarinnar hafi verið tak-
markað.
Það kemur reyndar ekki á óvart
þegar litið er til þess að mestur
hluti fjölmiðlunarinnar hefur verið
byggður á æsifregnagrunni. Ein-
stökum atriðum, stundum misskild-
um, slitnum úr samhengi og án
heildaryfirsýnar, er slegið upp með
risafyrirsögnum sem reynast svo
vera í hróplegu ósamræmi við efn-
isrýra frétt.
Frá fréttaflutningi og fjölmiðlun
af þessu tagi eru sem betur fer til
undantekningar, þar sem fjölmiðlar
hafa leitast við að fíalla um skatta-
mál í víðara samhengi og draga
fram meginatriði málanna. Slík
málsmeðferð ijölmiðla hefur því
miður verið alltof sjaldgæf.
Skortur á sæmilegri umfíöllun í
fjölmiðlun er ekki bundinn skatta-
málum éinum. Hann er þó athyglis-
verður í ljósi þess að nær öll fjöl-
miðlun hér á landi er niðurgreidd
eða nýtur ívilnana með einum eða
öðrum hætti. Hún er að hluta kost-
uð af almannafé og má því spyija
hvort hinn almenni borgari og
skattgreiðandi eigi ekki rétt á betri
þjónustu í þessu efni en verið hefur.
Ekki er þó með öllu hægt að firra
yfírvöld nokkurri ábyrgð í þessum
efnum. Segja má, að þegar um er
að ræða jafn flókin og veigamikil
mál og skattamál sé nauðsynlegt
að viðkomandi yfirvöld leggi nokk-
uð af mörkum til almennrar kynn-
ingar og kappkosti ekki hvað síst
að koma upplýsingum í aðgengilegu
formi í hendur fjölmiðla. Ekki er
hægt að reikna með því að þeir búi
yfir þeirri sérhæfíngu, sem nauð-
synleg er til faglegrar umfjöllunar
á öllum þeim sviðum sem þeir sinna.
Með kynningarstarfsemi stjóm-
valda og því að fíölmiðlar ráði eftir
atvikum til sín sérfræðinga til þess
að ijalla um einstök meiriháttar
málefni sem efst er á baugi hveiju
sinni fengi almenningur þá þjónustu
í þessu efni frá stjómvöldum og
fjölmiðlum sem hann á skilið.
Með grein þessari er ætlun mín
að reyna að gera skattamálum
nokkur skil og þá einkum þeim
breytingum sem gerðar hafa verið
hér á landi í þeim efnum nýverið.
Rétt er að taka fram, að greininni
er ekki ætlað að bæta úr því sem
á kann að vanta að stjómvöld hafi
kynnt þau mál svo sem vera ber.
Grein þessi er að öllu leyti skrifuð
á ábyrgð undirritaðs. Allar upplýs-
ingar og eins ef rangar reynast ber
að setja á minn reikning. Þær skoð-
anir, sem í greininni koma fram,
eru mínar skoðanir sem geta eftir
atvikum verið samhljóða eða and-
stæðar þeirri afstöðu sem mótuð
hefur verið af stjómvöldum í þess-
um málum.
Þar sem grein þessi er skrifuð í
kjölfar mikillar umræðu um skatta-
mál er e.t.v. gagnlegt fyrir lesand-
ann að rifja upp þá umræðu að
nokkru leyti þar sem hún mótar
óhjákvæmilega efnistökin og leiðir
mig til að taka afstöðu til ýmissa
fullyrðinga sem fram hafa komið
og svara spumingum sem tæpt
hefur verið á.
Aður en vikið verður að einstök-
um atriðum, sem mjög svo hafa
einkennt nýafstaðna skattaum-
ræðu, og í þeim tilgangi að geta
lagt mat á þau, skýrt þau og tekið
afstöðu til þeirra, er óhjákvæmilegt
að fjalla fýrst nokkuð almennt um
skattkerfíð, tilgang þess, nokkur
meginhugtök og einkenni. Án lág-
marksjrfírsýnar yfir þessi atriði er
ógerlegt að leggja mat á margt af
því, sem á góma hefur borið í þess-
um málum á síðustu vikum.
Skattkerfi, markmið
og tilgangur
Með skattkerfi í grein þessari er
átt við þann hluta af tekjuöflunar-
kerfi ríkisins, sem byggist á því að
þjóðfélagsþegnunum og fyrirtækj-
um er gert að standa ríkissjóði skil
á fjármunum án þess að um sé að
ræða endurgjald fyrir tiltekna þjón-
ustu eða vöru.
Helstu þættir skattkerfisins sam-
kvæmt þessari skilgreiningu eru
tekju- og eignaskattar, sem einnig
eru nefndir beinir skattar, sölu-
skattur, tollar og vörugjöld, sem
einnig eru nefndir óbeinir skattar
svo og sérskattar af ýmsum toga
eins og launaskattur, bensíngjald
o.fl. Auk þessara skatta hefur ríkið
nokkrar tekjur af því að taka gjald
fyrir ýmsa þjónustu og ábyrgðir og
af einokunarsölu.
í klassískum ríkisfjármálafræð-
um er tilgangur skattheimtu skil-
greindur sá að afla fé til samneyslu
og markmið skattkerfísins sett
frarn með eftirgreindum hætti.
í fyrsta lagi á skattkerfíð að
færa ráðstöfun á ijármunum úr
höndum einstaklinga í hendur opin-
berra aðila, sem gert er að sinna
sameiginlegum þörfum þegnanna.
í öðru lagi á skattkerfíð að dreifa
kostnaði af opinberri starfsemi á
viðunandi hátt milli tekjuhópa og
innan þeirra, m.a. þannig, að fólk
við svipaðar efnahagslegar aðstæð-
ur hljóti einnig svipaða skattalega
meðferð. í þriðja lagi ber skatt-
kerfínu að stuðla að hagvexti, stöð-
ugleika og skilvirkni efnahagslífs-
ins. Á síðari árum og áratugum
hefur fjórða markmiðinu verið bætt
við, þ.e. því að skattkerfið breyti
tekjudreifíngu umfram það sem
felst í markmiði númer tvö hér að
framan.
Ljóst er að þessi markmið eru
ekki fyllilega samrýmanleg inn-
byrðis og að velja verður og hafna
hversu langt skuli gengið í átt að
einu marki á kostnað annars.
Ekki verður hér farið út í frekari
útlistun á markmiðum skattkerfís-
ins, þó um það efni mætti rita langt
mál. Verður látin nægja sú lýsing
sem fram kemur í upptalningu
markmiðanna auk þess sem þau
munu skýrast við umfjöllun um
tengsl þeirra við einstök atriði í
skattkerfínu. Höfuðtilgangur með
skilgreiningu markmiðánna og upp-
talningu þeirra er að mögulegt verði
að leggja mat á og dæma einstaka
þætti skattkerfísins en slíkt verður
ekki gert nema með hliðsjón af
þeim tilgangi og þeim markmiðum
sem það á að þjóna.
í fræðilegri umræðu verður ekki
hjá því komist að nota hugtök, sem
sum hver eru sértæk en önnur al-
mennari og stundum margræð, þ.e.
tákna ekki ætíð það sama hjá öllum
sem þau nota eða það sama við
allar aðstæður. Ekki eru tök á að
gera einstökum hugtökum skil sem
vert væri en þau skýrast eftir því
sem á þau reynir í grein þessari.
Eitt þessara hugtaka hefur þó verið
svo mikið notað og misnotað í
skattamálaumræðu síðustu vikna
að ekki verður hjá því komist að
vekja athygli á því til þess að forð-
ast misskilning. Það er hugtakið
skattbyrði.
Við notkun þessa hugtaks verð-
um við að gera okkur grein fyrir
þýðingu þess í því samhengi sem
það er notað hveiju sinni. Við verð-
um í fyrsta lagi að vita, hvort verið
er að mæla byrði af einum til-
teknum skatti eða fleiri eða jafnvel
öllum sköttum. í öðru lagi hvort
verið er að tala um skatta einstakl-
ings, tiltekins hóps einstaklinga eða
skatta sem allir bera sameiginlega.
í þriðja lagi þarf að vera ljóst hvort
verið er að ræða um byrði af verg-
um sköttum, þ.e. ekki aðeins þeim
hluta skatta sem fer til samneyslu
heldur einnig þeim hluta sem fer
til þess að standa undir millifærsl-
um, sem eru tekjur hjá öðrum ein-
staklingum en þeim sem skattana
greiddu. Að lokum verðum við að
vita við hvað skattbyrðin miðast,
hvort það eru tilteknar tekjur ein-
staklingsins, heildartekjur hans, til-
teknar tekjur heildarinnar, heildar-
tekjur hennar landsframleiðsla,
þjóðarframleiðsla o.s.frv.
Með þá fjölbreyttu notkunar-
möguleika þessa hugtaks í huga er
ekki undarlegt að lítið samræmi
hefur verið í notkun þess í al-
mennri skattamálaumræðu og eng-
in leið er fyrir almennan borgara
að gera sér grein fyrir raunverulegu
innihaldi þeirra mismunandi full-
yrðinga um skattbyrði sem settar
hafa verið fram.
Á grundvelli þessara almennu
hugleiðinga um skattkerfí mun ég
freista þess að draga fram meginat-
riði í þeim breytingum sém gerðar
hafa verið á skattkerfinu og meta
þær með tilliti til þeirra markmiða
sem lýst ér að framan.
Breytingar á skattkerf inu
Þær breytingar á tekjuöflunar-
kerfí ríkissjóðs, sem komu til fram-
kvæmda í upphafi þessa árs eru í
fyrsta lagi breyting á tekjilskatti
einstaklinga og félaga. í öðru lagi
breyting á söluskatti og í þriðja
lagi breyting á tollum og vörugjöld-
um. Allar eru þessar breytingar
stórfelldar hver á sínu sviði í þeim
skilningi, að gerðar eru grundvall-
arbreytingar á þeim reglum sem
gilda í þessum efnum og þær færð-
ar til samræmis við meginsjónarmið
sem talin eru eiga að gilda um
skattheimtu. Auk þess leggja þess-
ar breytingar grundvöll að einfald-
ari og betri skattaframkvæmd.
Helstu breytingar í hveiju þessara
tilvika skulu nú raktar.
Tekjuskattur einstaklinga.
Breyting á tekjuskatti einstaklinga
og álagningu hans tengist upptöku
á staðgreiðslu opinberra gjalda.
Ákvörðun um að taka upp stað-
greiðslu opinberra gjalda hér á landi
leiddi til þess að teknar voru til
alvarlegrar íhugunar leiðir til þess
að einfalda tekjuskattkerfíð og gera
það þannig úr garði að staðgreiðsla
skatta yrði einföld. Ennfremur settu
menn sér að ná öðrum tilteknum
markmiðum og voru þau helst að
hækka skattleysismörk verulega án
þess að breyta dreifíngu skatta að
öðru leyti og að afnema sem flestar
undanþágur og frávik í skattlagn-
ingu en slíkt hefur jaftian reynst
dijúgt skattaskjól.
Breytingum á tekjuskattslögun-
um sem snerta einstaklinga verður
best lýst með því að telja upp helstu
atriði í álágningarkerfínu eins og
það var og eins og það er orðið.
Einnig eru taldar upp þær breyting-
ar á álagningu útsvars, sóknar-
gjalda og kirkjugarðsgjalda, sem
felldar voru inn í eina heild með
telquskattinum.
Skatttekjur.
Tekjuskattur. Sjúkratryggingá-
gjald. Framlag í framkvæmdasjóð
aldraðra. Útsvar. Sóknargjöld.
Kirkjugarðsgjald. Einn stað-
greiðsluskattur sem deilist til ríkis,
sveitarfélaga, sókna og kirkju-
garða.
Skattstofn.
Til útsvars: Vergar tekjur ársins
á undan með óverulegum frávikum.
Til tekjuskatts: Vergar tekjur
ársins á undan með fjölmörgum
frádráttarliðum eða 10% fastan frá-
drátt í stað hluta þeirra. Frá dróst
og sérstakur sjómanna- og fiski-
mannafrádráttur. Vergar tekjur.
Skattahlutföll.
Tekjuskattur: 18% að 412.200
kr. 28,5% frá 412.200 kr. að
824.400 kr. 38,5% frá 824.200.
Útsvar 10—11%. Sjúkratrygginga-
gjald 2% á tekjur umfram 544.000
kr. Framlag í framkvæmdasjóð
aldraðra 1.500 krónur. Sóknargjöld
0,4% af útsvari. Kirkjugarðsgjald
1,5% af útsvarsstofni. 28,5% tekju-
skattur að viðbættu 6,7% útsvari
eða samtals 35,2%.
Skattaafslættir.
Persónuafsláttur 58.370 kr. Út-
svarsafsláttur 4.131 kr. + vegna
bams 826 kr. Persónuafsláttur
152.000.
Barnabætur.
Hjón og fólk í sambúð: Með
fyrsta bami 12.625 kr. Með barni
umfram eitt 18.910 kr. Með barni
yngra en 7 ára 12.625.
Einstæðir foreldrar: Með hveiju
bami 25.250 kr. og að auki 12.625
með bami innan 7 ára.
Hjón og fólk í sambúð: Með
fyrsta bami 15.312. Með barni
umfram eitt 22.968. Með barni
yngra en 7 ára 15.312.
Einstæðir foreldrar: Með hveiju
bami 43.936. Með bami umfram
eittef þaðer7 áreðayngra 15.312.
Bamabótaauki 25.250 með
hveiju bami hjá hjónum með allt
að 505.000 kr. í tekjur á árinu
1986 og einstæðu foreldri með allt
að 344.250 kr. tekjur en fallandi
um 7,5% af tekjum umfram þau
mörk fyrir hvert barn.
Bamabótaauki 38.000 fyrir hjón
með tekjur allt að 600 þús. kr. á
árinu 1987 og einstæðu foreldri
með allt að 400 þús. kr. Barnabóta-
auki skerðist vegna tekna umfram
mörkin þannig: Vegna fyrsta bams
um 7% tekna. Vegna 2 bama um
6% tekna. Vegna 3 barna um 5%
tekna. Vegna bama umfram 3 um
4%.
Áhrif fjölskyldustöðu.
Ónýttur persónuáfsláttur og út-
svarsafsláttur millifæranlegur til
maka. Ónýttur hluti neðsta skatt-
þreps, mest 212.100 kr. færðist til
maka. 80% af ónýttum persónuaf-
slætti millifæranlegur til maka.
Eins og á þessari upptalningu
má sjá felur breyting tekjuskatts-
kerfisins í sér róttæka einföldun.
Þrátt fyrir það veldur hún ekki
verulegri breytingu í dreifíngu
skatta umfram það sem beinlínis
var stefnt að, annars vegar með
því að hækka skattleysismörkin og
hins vegar með hæk;kun bamabóta
og bamabótaauka, sem ákveðnar
vom í lok síðasta árs og tengdust
öðrum breytingum í skattkerfinu
sem komið verður að síðar.
Sú staðreynd að hægt var að
koma á svo mikilli einföldun án
þess að þurfa að breyta heildarnið-
urstöðum fyrra skattkerfís sýnir,
að þær fjölmörgu og breytilegu
reglur, sem áður giltu, voru óþarf-
ar. Reyndar verra en það, þær
gerðu það að verkum að menn
höfðu ekki yfirsýn yfir hvemig kerf-
ið var í heild og hvemig það virkaði.
Tekjuskattur félaga. Á tekju-
skatti félaga em gerðar nokkrar
breytingar sem fyrsta skref í stærri
endurskoðun. Sá áfangi, sem tekinn
er, hefur auknar skatttekjur að
markmiði auk þess sem sett em í
lögin ákvæði um skattameðferð á
því þegar fyrirtæki festa kaup á
fólksbifreiðum með fjármagnsleigu.
Breytingar á skattlagningu fyrir-
tækja em þessar helstar: Heimild
til þess að færa niður verðmæti
vömbirgða í árslok um 10% og telja
það til gjalda miðast við 5% vegna
ársins 1987 og fellur síðan alveg
niður.
Heimild til skattfijálsra framlaga
í fjárfestingarsjóði lækkar úr 40%
af skattskyldum tekjum í 25% af
þeim og heimild til skattfijálsra
framlaga í varasjóð fellur alveg nið-
ur.
Fyming fólksbifreiða, annarra en
leigubifreiða, í eigu fyrirtækja
lækkar úr 20% í 10%.
Afli fyrirtæki sér fólksbifreiðar
með fjármagnsleigusamningi verð-
ur einungis heimilt að reikna fyrn-
ingu og eðlilega vexti til frádráttar
sem rekstrarkostnað.
Söluskattur. Meginbreytingar á
söluskatti vom annars vegar þær
að veigamiklar undanþágur í vöm-
sölu vom afnumdar. Þar skipti
mestu afnám á undanþágu mat-
vöm, sem verið hafði í gildi frá
árinu 1978. Hins vegar var gerð
sú breyting að margvísleg þjónusta
var gerð söluskattsskyld, þó með
lægra hlutfalli sé.
Tollar og vörugjöld. Fram til
síðustu áramóta var hér í gildi toll-
skrá sem var að ýmsu leyti úr sér
gengin. Mikið ósamræmi var í allri
tollfokkkun og tolltaxtar mjög mis-
jafnir jafnvel þótt um hliðstæða
vöm væri að ræða.
Samhliða því, að tekin var í notk-
un ný og stöðluð tollnúmeraskrá,
vom tolltaxtar samræmdir og þeim
fækkað vemlega. Með þessu náðist
meira samræmi en áður var í tolla-
legri meðferð á varningi.
Aðflutningsgjaldakerfíð er sam-
kvæmt þessum lagabreytingum
byggt á tveimur tekjustofnum, þ.e.
tolli og vömgjaldi. Með lögunum
um vömgjald vom felldar niður fjór-
ar tegundir vömgjalda af innflutn-
ingi og innlendri framleiðslu, 7, 17,
24 og 30% gjöld en í stað þeirra
kom eitt 14% gjald. Jafnframt vom
byggingariðnarsjóðsgjald og tolla-
afgreiðslugjald felld niður. Hæstu
tollar vom lækkaðir úr 80% í 30%,
að bensíni og tóbaki undanskildu.
Tollar af matvælum vom almennt
felldir niður, þó með nokkmm und-
antekningum m.a. til vemdar
íslenskum iðnaði. Þá var stigið loka-
skref í átt til samræmingar í álagn-
ingu aðflutningsgjalda á atvinnu-
rekstur með því að fella niður tolla
og vömgjöld af ýmsum vélum og
tækjum til framleiðslu- og þjónustu-
greina og landbúnaðar.
Það má ljóst vera, að jafn miklar
og margþættar breytingar á skatt-
kerfínu verða ekki metnar með ein-
földum hætti og á eina stiku. Menn
hafa freistast til að draga fram einn
og einn þátt, dæma þá eða for-
dæma. Slíkt em að sjálfsögðu óhæf
vinnubrögð og varla ætluð til ann-
ars en blekkingar og lýðskmms.
Ég mun hér á eftir gera tilraun
til að meta skattbreytingamar með
því að spyija þeirrar spumingar
hvemig þær koma út í heild þegar
þær em bomar saman við þau
markmið sem skattakerfínu em
sett og drepið var á hér að framan
þ.e.
a) tekjuöflun og heildarskatt-
byrði
d) dreifíng skattbyrði
d) áhrif á þróun og stjórn efna-
hagsmála
d) endurdreifingu tekna
Vegna þess hve markmið b) og
d) em tengd verða áhrif breytingar-
innar á þau metin sameiginlega.
Um áhrif á þróun og stjórn efna-
hagsmála verður ekki fjallað að
þessu sinni.
Tekjuöflun og heildarskatt-
byrði.
Auk þess að bæta tekjuöflunar-
kerfið var tilgangur breytinganna
sá að efla fjárhag ríkissjóðs og
binda endi á skuldasöfnun hans, en
Indriöi H. Þorláksson
„Það má ljóst vera, að
jafn miklar og marg-
þættar breytingar á
skattkerf inu verða ekki
metnar með einf öldum
hætti og á eina stiku.
Menn hafa freistast til
að draga fram einn og
einn þátt, dæma þá eða
fordæma. Slíkt eru að
sjálfsögðu óhæf vinnu-
brögð og- varla ætluð til
annars en blekkingar
og lýðskrums.“
hún hefur verið viðvarandi í nokkur
ár. í fjárlögum fyrir árið 1988 er
gert ráð fyrir hallalausum ríkis-
rekstri í stað 2,5—3 milljarða króna
halla síðustu ára á núgildandi verð-
lagi.
Þar sem raunvemleg ríkisút-
gjöld, þ.e. annað en millifærslur,
breytast í heild óvemlega milli ára,
að frátöldum verðlagsbreytingum,
getur breyting heildarskattbyrði í
eiginlegri merkingu ekki verið önn-
ur en þessir ca. 3 milljarðar króna,
eða sem nemur 2—3% af heildar-
tekjum einstaklinga.
Því hefur verið haldið fram að
breyting skattbyrði samfara
breyttu skattakerfi sé miklu meiri
og hafa tölur allt að eða yfir tug-
milljarða verið nefndar. Eins og
glöggir menn sjá fær það ekki stað-
ist, enda fæst sú niðurstaða ekki
nema með því að telja hækkun
vegna verðlagsbreytinga til raun-
verulegrar tekjuhækkunar og að
telja tekjuöflun vegna millifærslu
sem skattbyrði, sem er í gmndvall-
atriðum rangt. Millifærslur em til-
flutningur á tekjum frá einum hópi
til annars, t.d. frá tekjuháum til
tekjulægri, frá þeim sem aflað geta
tekna til þeirra sem geta það ekki
vegna aldurs, sjúkleika, fötlunar
o.s.frv. Á móti skatttöku hjá einum
kemur tekjumyndun hjá öðmm.
Áhrlfín á heildarskattbyrði em á
hinn bóginn engin.
Ástæðan til þess að millifærslur
em fyrir hendi og að þær em í
reynd auknar er sú, að verið er í
vaxandi mæli að nota skattkerfið
til þess að breyta tekjudreifingunni
með beinum hætti eins og nánar
verður vikið að síðar.
Sú aukning skattbyrði, sem eftir
stendur og er raunvemleg, þ.e. um
3 milljarðar króna, er bæði eðlileg
og forsvaranleg. Þær raddir hafa
heyrst, að ekki hafi verið rétt að
auka skattbyrðina og afnema halla-
rekstur í einu skrefi. Því er til að
svara, að þegar til lengri tíma er
litið verður skattbyrði ekki lækkuð
með hallarekstri ríkissjóðs. Heildar-
útgjöld ríkisjóðs ráða hinni raun-
vemlegu skattbyrði, þ.e. þí hve stór-
um hluta þjóðarframleiðslu er varið
til sameiginlegra verkefna. Við get-
um slegið lán og þar með beint því
tímabundið til annarra að leggja
fram það fé sem til þarf, en að lok-
um verður líka að borga skuldim-
ar. í árferði eins og nú er, með
þenslu í 'efnahagslífi, með meiri
framleiðslu og þjóðartekjur en
þekkst hefur og meiri kaupmátt en
nokkm sinni fyrr, em engin rök
fyrir hallarekstri, engin rök fyrir
því að slá lán til þess að greiða síðar
í óvissri framtíð.
Um dreifingu skattbyrði og
endurdreifingu tekna.
Um fáar afleiðingar af breyttu
skattkerfi hefur verið meira sagt
og skrifað en um áhrif þess á dreif-
ingu skattbyrði og dreifingu tekna
m.t.t. útgjalda. Segja má að vísi-
tölufjölskyldan sé orðin fastagestur
á hveijum bæ og góðkunningi
flestra.
Vegna þess hve skattabreyting-
arnar em fjölþættar er mjög auð-
velt að taka einn og einn þátt og
flíka honum. Hins vegar er erfiðara
að gera heildaráhrifunum skil. Ég
ætla þó að freista þess hér á eftir
að draga upp heildarmynd af áhrif-
um breytinganna.
í þeim tilgangi mun ég fyrst
gera grein fyrir áhrifum af breyttu
kerfi beinna skatta á ráðstöfunar-
tekjur og síðan því hvernig nýting
þeirra til vömkaupa breytist vegna
breyttra óbeinna skatta þ.e. sölu-
skatts, tolla og vömgjalds. Ég mun
styðjast við stílfærða vísitölufjöl-
skyldu, hjón með tvö börn, annað
yngra en 7 ára og hitt milli 7 og
16 ára. Miðað er við, að bæði hjóna
afli tekna með vinnu utan heimilis.
Áhrif beinna skatta
á ráðstöfunartekjur
Við áætlun ráðstöfunartekna
miða ég við að verðlag og kauplag
hafi breyst um 20% milli tekjuöflun-
arsárs og skattgreiðsluárs í gamla
skattakerfinu. Sú breyting svarar
til þess að gamla kerfið gefi af sér
sömu skatttekjur og það nýja þó
að teknu tilliti til þeirrar lækkunar
á nettótekjum af tekjuskatti sem
ákveðin var með sérstakri hækkun
bamabótaauka og bamabóta sl.
sumar og nú um áramót.
Ég ætla ennfremur að greina
niðurstöður eftir því hveijar tekjur
fjölskyldunnar em. Ég miða við
mánaðartekjur að fjárhæð 50 þús.,
75 þús., 100 þús. og 150 þús. kr.
sem meðaltal á árinu 1987, en
reikna með 10% hækkun verðlags
og launa frá því til ársbyijunar
1988. Bókstafurinn G er notaður
til að auðkenna gamla skattkerfið
en N hið nýja. Eftirfarandi tafla
sýnir breytingu á beinum sköttum
og á ráðstöfunartekjum, þ.e. heild-
artekjur Qölskyldunnar þegar beinir
tekjutengdir skattar hafa verið
á nýja skattkerfíð að gefa 450-500
millj.kr. minni tekjur en gamla kerf-
ið með 20% verðbreytingu milli ára.
Hins vegar er hér í nýja kerfínu
ekki reiknað með breytingu vegna
breiðari skattstofns, sem haft hefði
í för með sér hærri skatta en dæ-
mið sýnir hjá þeim sem hingað til
hafa notið skattfijálsra tekna.
Breyting á dreifingu ráðstöfun-
artekna er mjög glögg. Tekjur und-
ir meðaltali hækka í krónum og
prósentum vemlega umfram hækk-
un ráðstöfunartekna í efri hluta
skalans. Breiðari skattstofn vegna
niðurfellingar frádráttarliða hefur
mun meiri áhrif í efri hluta skalans
en hinum neðri af þeirri einföldu
ástæðu, að þar vom skattfijáls
hlunnindi algengari og meiri en
neðar. Þetta eykur því enn á tekju-
jafnandi áhrif af breytingu tekju-
skattkerfisins. <
Framangreint dæmi er eins og
áður er nefnt miðað við 20% hækk-
un verðlags og launa milli ára. Þær
forsendur em valdar vegna þess að
hið nýja skattakerfí var upphaflega
mótað með tilliti til þess að gefa
sömu tekjur og hið gamla gaf við
slíkar aðstæður. Síðar vom teknar
ákvarðanir, sem lækkuðu nettótekj-
ur um 450-500 millj.kr.
Einhveijir munu benda á, að
þessi samanburður sé ekki alls kost-
ar réttur, þar sem verðbreytingar
milli ára hafi að jafnaði verið meiri
en 20%, og verðbólga hafi létt skatt-
byrði í gamla kerfínu. Rétt er það,
en segir þó ekki alla söguna um
gamla kerfíð og skattbyrðina.
I fyrsta lagi var skattakerfi óða-
verðbólguáranna með hærri skatt-
hlutföllum en giltu á árinu 1987
og gáfu þess vegna á þeim árum
tekjur sem vom á mælikvarða heild-
arskattbyrði jafnháar eða hærri en
miðað er við í dæminu. Álagsstuðl-
ar ársins 1987 vom hins vegar
lægri og beinlínis miðaðir við um
20% verðbólgu.
í öðm lagi verður að gæta þess,
að meiri verðbreyting milli ára hefði ^
þýtt að skatttekjur skv. gamla kerf-
inu hefðu orðið minni en miðað var
við í dæminu og því hefði þurft að
gera hliðstæða breytingu á nýja
kerfínu þ.e. lækkun álagningar til
að samanburðurinn gæti talist eðli-
legur.
1 þriðja lagi er auðvelt að sýna
fram á að aukin verðbólga leiddi
til þess að dreifing ráðstöfunar-
tekna breytist hinum tekjuhærri í
hag. Sé dæmið hér að framan reikn-
að miðað við 30% verðbreytingar í
stað 20% fást þessar niðuretöður
úr gamla kerfinu.
Fjárhæðir í þús.kr. Nettó
skattar
Meðal á ári
mán.Iaun
Ráðstöfunartekjur
á mán. i árslok 1987
mismunur
20% 30% 20% 30% kr. %
55 -91 -101 62,6 63,4 0,8 1,3
82,5 23' -3 80,6 82,8 2,1 2,7
110 122 91 99,6 102,4 2,6 2,6
165 331 283 137,4 141,4 4,0 2,9
220 560 480 173,4 180,0 6,6 3,8
dregnir frá, sem verða við skatt-
kerfísbreytinguna. Ekki er gert ráð
fyrir, að íjolskyldan hafi haft nein
óskattlögð hlunnindi eða notið sér-
stakra frádráttarliða og því miðað-
við að hún hafi notað 10% frádrátt-
arregluna eins og í reynd átti við
um 70-80% framteljenda.
Fjárhæðir í þús.kr.
Meðal Nettó skattar áári Hlutf. akatta af tekjum, %
mán.Iaun G N G N
55 -91 -143 -14 -22
82,5 23 -78 2 -9
110 122 79 9 5
165 331 304 ' 17 15
220 560 536 21 20
Eins og tafla þessi sýnir hefur
breytt skattkerfí vemleg áhrif á
ráðstöfunartekjur og dreifíngu
þeirra. Lágar og upp í miðlungsráð-
stöfunartekjur hækka um 4000 til
9000 kr. á mánuði eða um 4% til
rúmlega 11%. Tekjur yfir meðaltali
hækka minna eða um nálægt 2000
kr. á mánuði, um 1-2%.
Hækkun ráðstöfunartekna al-
mennt eins og fram kemur í dæm-
inu skýrist af tvennu. Annars vegar
Ráðstöfunartekjumar hækka al-
mennt við þessar breyttu verðlags-
forsendur. Heildarskatttekjur
lækka samsvarandi og hefði það
annað hvort leitt til annarrar tekju-
öflunar eða skuldasöfnunar.
Athyglisvert er einkum að breytt-
ar verðlagsforsendur hefðu í gamla
Ráðstöfunartekjur
á mán. í árslok 1987
G N mismunur kr. %
62,6 66,9 4,3 6,8
80,6 89,7 9,1 11,3
99,8 104,2 4,4 4,4
137,4 139,7 2,3 1,7
173,4 175,4 2,0 1,2
kerfínu fremur komið hátekjufólki
til góða þar sem breyting ráðstöfun-
artekna er á þann veg að lágar
tekjur og miðlungstekjur liefðu
hækkað um 1000 til 3000 kr. á
mánuði en hærri ráðstöfunartekjur
um tvöfalt meira.
Vilji menn gera sér grein fyrir
áhrifum breyt- ingar úr gamla kerf-
inu í hið nýja við 30% verðbólgu í
Sjá síðu 40.
_L