Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Karfatollurinn í Þýzkalandi: Þrýstingnr á veiði- heimildir fyrir EB Fiskmarkaðurinn ábyrgist greiðslu tollsins fyrst um sinn ENN er óljóst hver endanlegur tollur á íslenskan karfa sem land- að er í Þýzkalandi verður fram- vegis. Stjómendur fiskmarkað- anna og viðkomandi bæjarfélaga hafa þrýst á tollayfirvöld i Bmss- el og telja að um mistök hafi verið að ræða, þegar tollur á djúpsjávarkarfa hækkaði úr 2 í 15%. Aðrir telja hins vegar að tollinum sé breytt til að auka þrýsting á íslendinga og Norð- menn til að veita EB fiskveiði- heimildir. Vigri RE seldi í Brem- erhaven í gær og lagði fiskmark- aðurinn fram tryggingu fyrir greiðslu á 15% tolU á djúpsjávar- karfa i afla skipsins. Vigri seldi alls 246 tonn, mest karfa. Heildarverð var 16 milljónir króna, meðalverð 65,13. Útgerð Vigra greiddi 2% toll, samtals um 320.000 krónur. Hefði hún þurft að greiða 15% hefði upphæðin orðið 2,4 milljónir króna, en fiskmarkað- urinn ábyrgðist mismuninn. íslenzkir útgerðarmenn hafa sagt, að þurfi þeir að greiða 15% tonn, þýði það að þeir sigli ekki með karfann á þennan markað, en með því er reiknað með talsverðu atvinnuleysi í Bremerhaven og Cux- haven. Ari Halldórsson, starfsmað- ur Lubbert í Bremerhaven, sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn væru bjartsýnir á lausn þessa máls, en hugsanlega yrði tollurinn notað- ur til að þrýsta á íslendinga til að veita EB fiskveiðiheimildir. Stjóm- endur fiskmarkaðsins hefðu af þessu miklar áhyggjur, því stöðvun landana á íslenzkum karfa þýddi gífurlegan samdrátt í fiskvinnslu á þessum slóðum. Með 15% tolli á ferskan karfa væri ennfremur orð- inn raunhæfur möguleiki fyrir út- flutningi á ferskum flökum, þar sem munur á tolli væri lítill. Þá myndu flökin fará beint til kaupenda, fram- hjá fiskmörkuðunum og fiskvinnsl- unni, með mjög slæmum afleiðing- um. „Þessu verður væntanlega hnekkt, það er bara spuming um tíma og það hverjir ábyrgjast tolla- mismuninn. Fiskmarkaðurinn er búinn að ákveða að ábyrgjast hann vegna löndunar Vigra og Engeyjar, sem landar á miðvikudag. Hvað síðan verður, er óvíst," sagði Ari. í vestur-þýzka dagblaðinu Nordsee Zeitung á laugardag er fjallað um þessi mál. Þar er talað um aðdraganda breytingarinnar, sem verður við samræmingu á toll- um EB, en jafnframt sagt að hún stangist á við bókun 6 sem gerð var við íslendinga fyrir nokkrum árum. Jafnframt er talað um mjög slæmar afleiðingar þess, að íslend- ingar hverfi með karfann af þessum markaði, en 15% tollurinn hljóti að leiða til þess. Þá segir í blaðinu: „Með því að hækka tollinn vill yfir- stjóm fiskimála í EB auka þrýsting á Islendinga og knýja þá til að semja með sama hætti og Norðmenn — fá tollalækkanir fyrir fískveiðiheim- ildir." Spurt og svarað um skatta og nýju húsnæðislánin MORGUNBLAÐIÐ mun á næst- nnni gefa lesendum sínum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spumingum um nýju húsnæðis- lánin. Jafnframt mun blaðið að venju aðstoða fólk við gerð skatt- framtala með þvi að leita svara við spumingum þess um það efni. Lésendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana frá mánudegi til föstudags og spurt um INNLENT HtnrQMnþtaþiti í dag BLAO B umsjónarmann viðkomandi þátta. Hann tekur spumingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskatt- stjóra og Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. Kópavogur: Fékk gorm í andlitið MAÐUR á fertugsaldri, sem var að vinna í bUskúr við Nýbýlaveg í Kópavogi síðdegis í gær, varð fyrir því að bílskúrshurðargorm- ur slóst af miklu afli í andlit hans . Að sögn lögreglu slaðaðist mað- urinn mikið í andliti og var fluttur á Borgarspítalann. Tvöjafntefli og eitt tap FYRSTA umferð á opna alþjóð- lega skákmótinu í St. John í Kanada var tefld f gær. Úrslit hjá íslensku keppendunum urðu þessi: Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Hergott frá Kanada, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Feingold frá Bandankjunum, en Karl Þorsteins tapaði fyrir búlg- arska stórmeistaranum Kiril Ge- orgiev. Ónnur umferð mótsins verður tefld á morgun, en alls verða níu umferðir tefldar á mótinu. Kepp- endur á mótinu era 110, en þar af era 30-40 stórmeistarar, og er þetta eitt sterkasta opna mót sem haldið hefur verið. Sé fram á að geta spilað fótbolta með bræðrum mínum - segirHalldór Halldórsson, fyrsti íslenski hjarta- og lungnaþeginn Lundúnum. Frá Valdimar Unnari Valdi- marssyni fréttaritara Morgunbladsins. „ÞETTA hefur allt gengíð svo vel undanfarna daga að mér finnst eins og nýtt líf blasi nú við mér,“ sagði Halldór Hall- dórsson i samtali við Morgun- blaðið í gær, en á þriðjudag í siðustu viku var skipt um hjarta og lungu i honum í Old Court- sjúkrahúsinu i Lundúnum. Halldór dvelur nú á Harefield, sjúkrahúsi skammt norð-vestur af Lundúnum, og þar hitti Morg- unblaðið hann í gær. Er óhætt að segja að ef tekið er tillit til þess hversu skammt er um liðið frá hinni viðamiklu aðgerð sé Halldór ótrúlega vel á sig kominn. Hann er reyndar þegar byijaður að stunda ýmsar líkamsæfingar og segir sjálfur að sér líði helst eins og að sér hafi verið gefinn nýr líkami. „Þegar ég rölti hér um gang- ana, eða stíg á æfingahjólið, finn ég meiri styrk og léttleika en ég átti að venjast áður en aðgerðin var gerð. Með sama áframhaldi sé ég fram á að geta einn daginn látið rætast þann draum sem ég hef átt mér frá bamsaldri, að spila fótbolta með bræðram mínum. Það er í raun svo ótal margt sem mig langar til að gera en hef aldrei getað leyft mér vegna langvarandi veikinda minna." Halldór fæddist með hjarta- galla og var honum ekki hugað langt líf. Móðir Halldórs, Guð- björg Aðalheiður Guðmundsdótt- ir, sem dvalið hefur hjá syni sínum í Lundúnum um margra mánaða skeið, ásamt foður hans, Halldóri Sigurðssyni, rifjar upp hrakspár lækna á sínum tíma. „Þeir sögðu að hann mundi lifa í mesta lagi t §óra mánuði. Síðan era liðin 25 ár og útlitið er nú kannski bjartara en nokkru sinni fyrr. Við hjónin höfum sinnt Hall- dóri mjög I veikindum hans. Við vitum hvernig heilsa hans var orðin og við sjáum þegar greinileg umskipti." Halldór Sigurðsson tekur undir þessi orð eiginkonu sinnar og það er greinilegt á þeim hjónum, að þrátt fyrir geysilegt álag undan- fama daga er nú miklu fargi af þeim létt. Það er líka greinilegt að sonur þeirra á þeim mikið að þakka fyrir umönnun og aðstoð í gegnum erfiðar þrautir. „Mamma og pabbi hafa veitt mér ómetanlegan styrk og án þeirra hefði ég líklega ekki kom- ist í gegnum þetta allt.“ Morgunblaðið spyr Halldór nánar út í aðdraganda aðgerðar- innar og aðgerðina sjálfa. „Nú, þriðjudagur í síðustu viku rann upp eins og hver annar dag- ur að undanfömu. Bið sem var orðin löng hélt áfram og samt var þessi dagur ekki eins og allir aðr- ir dagar. Forsmekkinn að því fékk ég þegar í hádeginu. Læknar stjóma alveg mínu mataræði og þegar kom að hádeg- isverðartíma kom í ljós að enginn hádegisverður _ var ætlaður mér þann daginn. Ég lét þetta í sjálfu sér ekkert á mig fá og velti ekki sérstaklega fyrir mér ástæðu þessa. Foreldrar mínir vora hjá mér sem endranær og við pabbi tókum til við að spila billjarð. Allt í einu kemur hjúkranar- kona til okkar og segir að við eig- um að koma strax á deild. Það renna auðvitað á mig tvær grímur þar sem ég vissi ekki til að til stæði að gefa mér meðul eða eitt- hvað slíkt. Sá granur læddist að mér að nú stæði eitthvað til og sá granur var staðfestur þegar hjúkranarkona tilkynnti mér að komin væra ný líffæri sem ætluð væra mér. Stóra stundin var sem sagt að renna upp.“ — Hvemig varð þér við er þú fréttir hvað til stæði? „Það er erfitt að lýsa því. Auð- vitað brá mér töluvert, en efst í huga mínum var sá ásetningur minn að kýla á þetta. Þetta væri sú stund sem ég hafði í raun beð- ið lengi eftir. Á mér var sem sagt ekkert hik. Og meðan starfsliðið undirbjó flutning minn á Old Co- urt-sjúkrahúsið, þar sem aðgerðin átti að fara fram, notaði ég tímann til að hringja í allar áttir til vina og kunningja til að segja frá þvf hvað til stæði. Mér fannst ástæða til að láta þetta fólk vita, því þeir eru fjölmargir sem staðið hafa að baki mér í veikindum mínum. Raunar hafa margir kom- ið hingað út til að stappa í mig stálinu. Klukkan þijú héldum við á Old Court-sjúkrahúsið og undirbún- ingur hófst undir aðgerðina. Mér vora gefin sýklalyf og fleira í þeim dúr, en var þó með fullri meðvitund drykklanga stund á skurðstofunni áður en aðgerðin hófst. Síðan datt ég út og vakna svo ekkert fyrr en daginn eftir." — Og hvemig leið þér þá? „Maður var náttúralega bara eins og einhver hluti af vél með alls kyns græjur festar við sig. Pípur hér og pípur þar. Ég var fyret í sambandi við öndunarvél en henni þótti ofaukið strax á miðvikudeginum. Næstu daga var maður svo að jafna sig eftir að- gerðina sjálfa og gekk frámar öllum vonum. Svo vel raunar að strax á laugardeginum var ég tekinn úr gjörgæslu og fluttur hingað á Harefíeld-sjúkrahúsið sem sérhæft er fyrir fólk sem er að endurhæfa sig eftir aðgerðir af þessu tagi.“ — Hvað verður þú lengi hér? „Ég er nú að gera mér vonir um að geta farið af spítalanum sjálfum eftir tíu til fimmtán daga, en þar með er öll sagan auðvitað ekki sögð. Læknar segja að ég þurfi að vera í tengslum við sjúkrahúsið næstu þijá mánuði eða svo vegna skoðana alls konar og endurhæfingar. Það vill svo vel til að foreldrar mínir fengu húsnæði til umráða i um það bil tveggja mínútna færi frá sjúkra- húsinu þannig að ég mun flytjast þangað einhvem tíma á næstu vikum og vera þar ásamt þeim þann tíma sem ég þarf að dvelja hér í landi.“ Það.er greinilega engan bilbug að finna á Halldóri Halldórssyni. Hann er bjartsýnn. „Það þýðir ekkert annað,“ segir hann. „Bjart- sýni og löngun til að lifa dregur mann svo ótrúlega langt. Ég ætla mér ekki að gefast upp. Mér finnst ég eiga svo margt ógert í lífinu. Svo margt sem ég vil koma i verk en hef aldrei getað leyft mér vegna veikinda minna. Þegar heim til íslands kemur tekur auð- vitað við langur endurhæfing- artími. En ég er þolinmóður. Líf mitt hefur kennt mér að vera þolinmóður • Ég fæ seint fullþakkað ættingj- um mínum og vinum sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Fyrst og síðast mun ég þó ávallt eiga mest að þakka foreldram minum sem hafa með stuðningi sínum og umönnum gert mér kleift að komast í gegnum þetta allt,“ sagði Halldór Halldórsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.