Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Náttúruvemdarfélag Suðurlands: Kvosin, Tjörnin og Vatnsmýrin A undanförnum árum hefur NVSV genpst fyrir allmörgum kynningum á lífríki Tjamarinnar, einkennum og sögu Vatnsmýrar- innar og almennri sögu Kvosar- innar og gamalla húsa þar. Félag- ið leggur áherslu á að sem heild varðveitir svæðið mikil menning- arleg verðmæti, þar sem náttúra, saga og manngert umhverfí tvinn- ast saman. Líf Tjamarinnar verður ekki tryggt án Vatnsmýrarinnar: Varpland í miðri borg er fjársjóð- ur og ennþá þrífst í Vatnmýrinni Qölbreyttari gróður en fólk gerir sér grein fyrir. (Sbr. gróðurkort kennaranema 1986.) Lífríki Tjamarinnar er að líkindum ekki einstakt, en það er fjölbreytt og gróskumikið, býr við sérstæð skilyrði s.s. allhátt hita- stig, nokkra seltu og hugsanlega ofgnótt næringarefna. Tjömin ásamt Vatnsmýrinni stendur und- ir merkilegu fuglalífí. Þannig er botndýralíf hennar afar mikilvæg fæða fyrir unga á viðkvæmu stigi. Vistkerfi Tjamarinnar hefur mátt þola mikið álag í gegnum árin s.s. uppfyllingar vegna gatna og sorphauga, skolp og áburðar- mengun af túnum og görðum, óþarflega ríkulegar brauðgjafír, mikið áfok umferðarryks, olíum- engun frá ökutækjum, vatns- borðssveiflur af mannavöldum og skerðingu vatnasvæðis og að- rennslis. Úr sumu hefur dregið, en annað vaxið. Allir þessir þætt- ir þurfa að lúta eftirliti og var- kárri stjómun eigi að forða Tjöm- inni frá vistfræðilegu slysi. Vistkerfí Tjamarinnar hefur ekki hmnið saman vegna röskun- ar, en það hefur að líkindum breyst. Nákvæmari upplýsingar vantar til að meta ástand þess. Mengunarrannsóknir sem gerðar vom 1979 bentu ekki til hættu- ástands og allgott yfirlit er til yfír fuglalífið. Þekkingu vantar m.a. um endumýjun vatnsins, breytingar á þömnga- og smádýr- alífí, súrefnisinnihald á mismun- andi árstímum og setmyndun. Líta verður svo á að enn gefist tækifæri til að taka upp eðlilega umgengni við Tjömina og vist- kerfí hennar á gmnni viðhorfs- breytinga og fræðslu, nýrrar þekkingar og skipulagðra að- gerða. Gáleysislegar yfírlýsingar einstaklinga að undanfömu um ástand Tjamarinnar mega ekki verða til þess að mgla hugsunina um það, hvað gera þarf til að við- halda Tjöminni og umhverfi henn- ar til frambúðar. Umgengni okkar við Tjömina og umhverfi hennar hefur lengst af verið tillitslaus og gróf. Það tækifæri til úrbóta, sem enn gefst, er vissulega prófsteinn á samstarf og hæfni opinberra aðila til að hafa frumkvæði að og leysa margþætt viðfangsefni á sviði umhverfismála. (Frá NVSV.) Lífríki^U, Tjarnarinnar iítniPiWHiHf.fir Álftir (Svanir) Svartbakur (fullorðinn og ungfugl) Hettumáfur Toppönd Stokkönd Skúfönd Æðarfugl (bliki og kolla) Duggönd Ijarnarhólminn Húsönd TJÖRNIN Rauðhöfðaönd Homsfli Homsfli rið hreiður Lindýr: Vatnabobbi Grænþörungar: Mánadjásn Gormþráðungur A- Skordýr: Rykmý . Stýrisþörungur Vorfluga Ullþráöungur Rykmýspúpa Kísilþörungar: Krabbadýr: Stutthalafló Kúlufló Vængeskingur Diatóma Langhalafló Þyrildýr: /i&S&'l Slóðaþyrla l ’S? PokaþyrlaV Sporðþyrla Spaðaþyrla Bláþörungar: Morþörungur Frumdýr. Hlaupadýr Esseskingur Svuntuþyrla Stokkeskingur Stafeskingur Lægri lífverurnar, blá- og grænþörungar, kisilþörungar, frumdýr, þyrildýr og jafnvel krabbadýr eru einungis sýnileg i smásjá. Stæröarhlutföll þessara lifvera eru ekki rétt á myndinni. Starfsemi Múlabæj- ar — Opnunartími öldrunarþj ónustu eftir Guðjón Bijánsson Hinn 27. janúar sl. voru fímm ár liðin síðan Múlabær, þjónustu- miðstöð aldraðra og öryrkja tók formlega til starfa. Múlabær er dagþjónustustofnun og er til húsa í Armúla 34 í Reykjavík í vistarver- um SÍBS, en þau sæntök ásamt Reykjavíkurdeild RKÍ og Samtök- um aldraðra í Reykjavík starfrækja heimilið. Þjónusta er veitt á heimilinu fímm daga vikunnar frá kl. 7.30 til 17.00. Starfsemin er fjölþætt, bæði á heilbrigðissviði og félagslegu sviði undir stjóm félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa, kennara og leiðbeinenda. Að jafnaði dvelja 48 manns dag- lega á heimilinu og koma flestir skjólstæðinganna 2—3 daga vik- unnar. Með þessu móti geta um 115—120 manns nýtt sér þjón- ustuna í viku hverri. Frá opnun heimilisins hafa tæplga 600 manns innritast að Múlabæ. Meðalaldur innritaðra skjólstæðinga hefur verið á bilinu 81—82 ár og nokkur meiri- hluti þeirra hefur verið konur. Náið samstarf er haft við öldr- unarlækningadeild Landspítalans varðandi innritun og heilsufarslegt eftirlit skjólstæðinga. Allir sem hug hafa á að notfæra sér þessa þjón- ustu fara í fyrstu til skoðunar og mats á móttökudeild öldrunarlækn- ingadeildar svo unnt sé að glöggva sig á heilsufarslegu ástandi og leggja til heppilega aðstoð til handa viðkomandi. Dvalartími er jafnan takmarkað- ur við 3—6 mánuði í senn eftir að- stæðum hvers og eins. Yfírleitt eru um 40 manns skráðir á biðlista eft- ir dvöl í Múlabæ. Tryggingastofnun ríkisins hefur frá upphafi styrkt þessa stofnun með greiðslu daggjalda og með því undirstrikað að hér sé um að ræða virka heilbrigðisþjónustu fyrir aldr- aða og öryrkja í fyrirbyggjandi átt. Rekstur heimilisins hefur þó þrátt fyrir þetta verið aðildarfélögunum nokkuð þungur baggi þar sem dag- gjöldin eru engan veginn raunhæf miðað við þá fjolþættu þjónustu sem látin er í té. Á undanfömum árum hefur rekstrarhalli verulegur eða á bilinu 17—19% og hefur það komið Úr borðstofu Múlabæjar. í hlut framangreindra aðildarfélaga völd muni loks á þessu ári sýna að greiða hann. Að vonum þykir þessu máli aukinn skilning og bæta fulltrúum félaganna óréttmætt að hag stofnunarinnar. þurfa að taka svo stóran þátt í nið- ------------------------------------- urgreiðslu brýnnar heilbrigðisþjón- Höfundur er foratöðumaður Múla- ustu og vænta þess nú að stjóm- bæjar. Erla Karelsdóttir nýr eigandi snyrtivöruverslunarinnar Tarý að Rofabæ 39. Eigenda- skipti áTarý EIGENDASKIPTI hafa orðið á snyrtivöruversluninni Tarý að Rofabæ 39. Erla Karels- dóttír er nýr eigandi. Snyrtivöruverslunin Tarý er með á boðstólum vörur m.a. frá Colosé, Clarins, auk þess skart- gripi og undirfatnað. Verslunin er opin kl. 10-18 nema föstudaga til kl. 19 og laugardaga til kl. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.