Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 31 Deila Panama og Banda- ríkjanna magnast frekar Noriega segir Bandaríkin hafa viljað ráðast inn í Nicaragua með full- tingi Panamahers New York-borg, Reuter. DEILA Bandaríkjanna og Pa- nama virðist síst vera í rénum, en í gær skýrðu málgögn Pa- namastjómar frá því að sendi- menn hennar i Bandaríkjunum hefðu verið kallaðir heim til skrafs og ráðagerða. Þessi heim- köllun siglir í kjölfarið á ákæm, sem gefin var út af yfirvöldum í Miami á hendur Manuel An- tonio Noriega, hershöfðingja og hæstráðanda f Panama, fyrir aðild hans að stórfelldu kókaín- smygli. Noriega segir sakargiftir hreinan þvætting og sagði að stjórn Ronalds Reagans léti ekk- ert tækifæri ónotað til þess að koma á sig höggi, þar sem hann hefði neitað að taka þátt í áform- um Bandarikjastjórnar um árás á Nicaragua. Juan Sosa, sendiherra Panama í Bandaríkjunum, Jorge Ritter, sendiherra landsins við Sameinuðu þjóðimar, og Robert Leyton, fulltrúi Panama í Samtökum Ameríkuríkja, voru allir kallaðir heim til Panama- borgar „án tafar“ til þess að ræða hin stirðu, ef ekki fjandsamlegu, samskipti ríkjanna að undanförnu. Þá hefur Panamaher kvatt heim öll liðsforingjaefni sín, sem eru við nám í bandarískum herskólum. Noriega, sem verið hefur eigin- legur valdhafi Panama frá 1983, gaf í skyn í viðtali við sjónvarps- stöðina CBS á sunnudag að ákæran á hendur honum, sem gefin var út í Miami í síðustu viku, væri hluti samsæris Bandaríkjastjómar gegn sér vegna stefnu hans í málum Nicaragua og Panamaskurðsins. Hann sagði að á fundi með aðmírálnum John Poindexter, fyrr- verandi þjóðaröryggisráðgjafa Reagans, hefði Poindexter stungið upp á samvinnu Panamahers við innrás í Nicaragua. „Já, þeir ætluðu að ráðst á Nic- aragua," sagði Noriega með aðstoð túlks. „ . . . eina ástæðan fyrir því að ekki hafði enn verið látið til skarar skríða var sú að Panama væri í vegi fyrir slíkri innrás." Noriega sagði að Poindexter hefði sagst tala fyrir hönd forseta síns og að hann hefði hótað refsiað- gerðum gegn Panama ef Mið- Ameríkuríkið aðstoðaði kontra- skæmliða ekki. Að sögn herforingja nokkurs í Panamaher, sem CBS sagði hafa verið viðstaddan ' umræddan fund, var ætlunin að hersveitir Panama fæm fyrst inn fyrir landamæri Nic-. aragua, en á eftir áttu að fylgja sveitir bandarískra landgönguliða. í áðumefndri ákæm er Noriega sakaður um að hafa breytt Panama- her í stórfelld glæpasamtök, sem aðstoðuðu kólumbíska eiturlyfja- smyglara við að koma vamingi sínum til Bandaríkjanna. Bretland: Verkfall í Ford verksmiðjiinum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frín VERKFALL í bílaverksmiðjum Ford hófst í gærmorgun. Ekkert útlit er fyrir, að það leysist á næstunni. Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi Ford-verk- smiðja á meginlandi Evrópu og samningaviðræður annarra verkalýðsfélaga í Bretlandi. Fyrir rúmri viku var naumlega komið i veg fyrir verkfall hjá Ford, þegar samningamenn starfsmanna samþykktu tilboð fyrirtækisins um 7% kauphækkun strax og 2,5% kauphækkanir á næstu tveimur ámm umfram verðbólgu ásamt víðtækum breytingum á vinnutil- högun. í síðastliðinni viku höfnuðu 60% starfsmanna þessum samningi og krefjast meiri launahækkunar og að henni fylgi engin skilyrði um breytingar á vinnutilhögun. Samn- ingamenn og forystumenn starfs- manna höfðu þó lagt til, að sam- komulagið yrði samþykkt, og sögðu það einstakt í sinni röð. Um helgina hittust samninga- nssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. nefndir fyrirtækisins og starfs- manna. Fyrirtækið neitaði að breyta tilboði sínu. Því kom til verkfalls. Það virðist ljóst, að fyrirtækið ætlar að bíða og sjá, hvemig sá þriðjungur, sem var andvígur verk- falli, bregst við, þ.e. hvort hann mætir til vinnu. í gær, mánudag, var hvergi unnið í bifreiðaverk- smiðjum Ford, og enginn starfs- manna þeirra mætti til vinnu. Ott- ast er, að þetta verði langvinnt verkfall. Árin 1971 og 1978 kom til verkfalla hjá Ford, og stóðu þau lengi. Onnur fyrirtæki Ford í Evrópu munu lenda í vandræðum vegna þessa verkfalls. í Genk í Belgíu eru framleiddir Sierra-fólksbílar og Transit-sendiferðabílar. Þangað þurfa að berast frá Bretlandi vélar- hlutar og hlutar í yfírbyggingu. Talsmenn þeirrar verksmiðju sögðu, að segja þyrfti upp 2500 starfs- mönnum, ef til verkfalls kæmi í Bretlandi. Embættismenn hafa áhyggjur af launaþróun og óttast að launasamn- ingar hjá Ford verði öðmm for- dæmi. Á síðastliðnu ári hækkuðu laun að jafnaði um ríflega 8% í um 4% verðbólgu. Ymislegt benti til, að farið væri að draga úr þessum launahækkunum, en samningar hjá Ford um meiri hækkanir en vom í boði nú mundu leiða til almennra launahækkana. Þær hefðu síðan áhrif í átt til þess, að vextir hækk- uðu, sem aftur leiddi til aukins fjár- magnskostnaðar. Það drægi síðan úr þeim efnahagsbata, sem verið hefur samfelldur í Bretlandi undan- fann ár. í síðustu viku hækkaði Englands- banki vexti. Ýmislegt bendir til þess, að það sé skynsamlegt hjá Ford að bjóða heldur meiri hækkan- ir, vegna þess að framleiðni mun aukast vemlega, ef fyrirhugaðar breytingar á vinnutilhögun nást fram. Reuter 204 kílóum léttari Hempstead í New York-fylki. Reuter. WALTER Hudson, sem hóf megrun i október á síðasta ári undir leiðsögn megrunarsérfræðingsins Dicks Gregorys, ákvað í gær að hætta i megruninni. Þegar Hudson hóf kúrinn vó hann 544 kg, hann hefur á síðustu §ór- um mánuðum lést um 204 kg. Hudson hefur ekki komið út fyrir húss- ins dyr í 18 ár. Þegar til stóð að hann færi í gönguferð í gær fékk hann andlegt 'áfall og ákvað að hætta í megmnarkúmum og Gregory sem hefur verið honum til halds og trausts síðustu ijóra mánuði sagði að vandamál Hudsons væm af sálrænum toga og því treysti hann sér ekki til að halda áfram að aðstoða hann í megrunarkúmum. Nokkm áður en megrunin hófst ætlaði Hudson að fara út úr íbúð sinni en festist í dyrunum og varð að kalla til smiði til að losa hann. Glæsileg karlmannaföt dökkröndótto.fl. litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. að þegar við kaupum leðursófa- sett veljum við alltaf gegnumlit- að leður og alltaf anilínsútuð (krómsútuð) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóð- um eða fjallalöndum — og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru endingabestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. húsgagnfrhöllín H REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.