Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
Minning:
Jónmundur Guð-
mundsson - vélstjórí
Fæddur 2. september 1915
Dáinn 29. janúar 1988
Tengdafaðir minn er látinn, og í
dag til moldar borinn. Kynni okkar
vöruðu yfir 25 ár.
Allt frá byrjun þessara kynna var
hann mér jafn kær og á vináttu
okkar bar aldrei skugga.
Alltaf var hann boðinn og búinn
að hjálpa og nutu ekki sízt börnin
og bamabömin góðs af því.
" Trygglyndi og heiðarleiki voru
hans aðalsmerki. Hann skipti sjald-
an um vinnustað, var framarlega í
sinni atvinnugrein, vann sitt verk í
kyrrþey, var gæfusamur í starfí,
þoldi illa hól, skipti aldrei skapi,
hallmælti aldrei nokkrum manni,
átti enga óvini. Hann var frekar
dulur, kynntist ekki mörgum náið
en var vinur vina sinna.
Jónmundur var hrókur alls fagn-
aðar þegar bezt lét, „lítillátur, Ijúf-
ur, kátur".
Hann átti hamingjusamt líf í
hjónabandi með „ömmu Aðalheiði".
Hann lézt í svefni á heimili sínu
að kvöldi þess 29. janúar. Guð
Jjlessi minningu hans.
Asdís
Mig setti hljóða er síminn hringdi
að morgni laugardagsins 30. janúar
og mér tilkynnt lát Jónmundar
bróður míns.
Enginn átti von á slíkri frétt þar
sem hann hafði verið heill heilsu
að því ég best vissi. En hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi
föstudagsins 29. janúar.
Jónmundur var fæddur 2. sept-
ember 1915 að Sigurðsstöðum á
Akranesi. Hann var einn af 10 böm-
um hjónanna Kristínar Jónsdóttur
og Guðmundar Guðmundssonar
sem þar bjuggu. Böm Kristínar og
Guðmundar voru þessi í aldursröð:
Rósa andaðist á fyrsta ári, Sigríð-
ur, HaHdór, Sigurrós, Guðmundur,
Jónmundur sem nú er minnst,
Gréta, Júlíana, Petrea og Ester.
Kristín átti frá fyrra hjónabandi tvö
böm, Ástríði Þórey sem lést 23ja
ára og Valdimar sem dvelur nú á
Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi.
Oft var kátt í kringum þennan
stóra hóp, þegar allir voru saman-
komnir og húsakynnin ekki stór.
Margar sögur hafa verið sagðar af
systkinunum sem geymdar eru í
minningunni og verða ekki sagðar
hér.
Árið 1936 steig Jónmundur sitt
gæfuspor er hann kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Aðalheiði Ólafs-
dóttur. Bjuggu þau fyrstu búskap-
arárin á Ákranesi en fluttust síðan
til Reykjavíkur og hafa nú búið þar
í yfir 40 ár. Þau eignuðust 4 böm,
eru þau í aldursröð: Jóhanna
Kristín, Guðmundur Kristinn,
Fanný og Þórey Rut. Öll eru þau
gift og búsett í Reykjávík. Bama-
bömin em 15 og bamabamabömin
4.
Jónmundur var um langt árabil
vélstjóri til sjós en nú hin síðari ár
starfaði hann sjálfstætt við vélastill-
ingar á verkstæði er hann rak við
heimili sitt.
Mikill og góður samgangur hefur
alltaf verið á milli fjölskyldu Jón-
mundar og Öllu og okkar systkin-
anna. Margar ferðir fór ég og mín
íjölskylda til þeirra og stóð heimili
þeirra alltaf opið fyrir öllu hans
fólki hvenær sem var. Alla mág-
kona, eins og hún er ávallt kölluð
af okkur systkinunum, var alltaf
tilbúin að taka á móti okkur, sama
hvað margir þyrftu gistingu í einu,
alltaf var nóg húspláss. Ævinlega
var komið saman á öllum merkis-
dögum fjölskyldunnar, ættarmót
hafa verið haldin og nú síðast var
haldið upp á gullbrúðkaup þeirra
hjóna árið 1986. Svo nú er skarð
fyrir skildi þegar einn úr hópnum
hverfur svo skyndilega frá okkur.
Það er mikils að sakna, ekki síst
fyrir þig Alla mín og böm ykkar.
Eg veit að með Guðs hjálp gróa
sárin og þá ylja minningamar. Þú,
elsku Alla mín, reyndist bróður
mínum sá besti vinur og félagi og
stóðst með honum í blíðu og stríðu,
fæmm við systkinin frá Sigurðs-
stöðum þér okkar bestu þakkir fyr-
ir. Ég og mín fjölskylda vottum
þér, bömum og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð og megi góður
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning Jónmundar
Guðmundssonar og vil ég kveðja
hann með þessum ljóðlínum Davíðs
Stefánssonar.
Svo djúp er þögnin við þína sæng.
Að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
D.S.
Ester Guðmundsdóttir
Það var fagur morgunn, laugar-
daginn 30. janúar. Eg horfði til
fjalla með tilhlökkun, gott skíða-
færi í dag.
Síminn hringir. Það er Aðalheið-
ur systir. Röddin er ekki eins létt
og venjulega og fréttin kemur for-
málalaust, Jónmundur er dáinn.
Hann varð bráðkvaddur héma
heima í gærkveldi, hneig niður fyr-
irvaralaust. Fjöllin huldust móðu.
Þó að bæði ég og sjálfsagt flest-
ir kjósi sér þennan dauðdaga, þá
KÓPAVOGSBÚAR ! Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa.
STÓRBÆTT ÞJÓNUSTA IVIikiö úrval. Lækkað verð.
OPIÐ KL. 08.00-20.00. l|_ |
MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA
© 3 yaiSVi
— NÓATÚN e HAMRABORG «“ Bl<rifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S: 685277 - 685275
i
íGUesflýœ kl. ip.jo
aiÐerdmceti Joo.ooo
em þessi snöggu umskipti þung-
bært áfall fyrir nánustu ættingja
og vini. Það er eins og vitundin
dofni undan þunga og lamandi
höggi.
Jónmundur Guðmundsson var
fæddur á Akranesi 2. september
1915. Foreldrar hans vom Guð-
mundur Guðmundsson sjómaður og
kona hans, Kristín Jónsdóttir.
Snemma bar á því að Jónmundur
var laginn til allra verka og innan
við tvítugt sótti hann vélstjóranám-
skeið Fiskifélags íslands og var um
hríð vélstjóri á ýmsum fiskibátum.
Árið 1944 tók hann vélstjórapróf
hið meira. Árið eftir gerðist hann
fyrsti vélstjóri á m.s. Fanney RE
4. Því starfi gegndi hann til ársins
1962, en þá stofnar hann eigið fyr-
irtæki, Dísilstilling Jónmundar, sem
fékkst við viðgerðir á olíuverkum
fyrir dísilvélar. Við það vann hann
til síðasta dags.
Ég hef góðar heimildir fyrir því
að Jónmundur þótti afburða vél-
stjóri, athugull og samviskusamur
og ákaflega vel liðinn bæði af yfir-
mönnum og samverkamönnum.
Snyrtimennsku hans var við brugð-
ið og duldist hún engum, sem kom
niður í vélarhúsið á m.s. Fanney.
Það var reyndar alveg sama hvað
Jónmundur gerði, allt lék í höndum
hans, hvort sem það var glugga-
málning, flísalögn á baðherbergi
eða parket á gólf.
Jónmundur kvæntist 26. febrúar
1937 Aðalheiði Ólafsdóttur, f. 25.
ágúst 1915, dóttir Ólafs Halldórs-
sonar fyrrum bónda á Þverá í Núps-
dal í Miðfirði og konu hans, Jó-
hönnu Margrétar Halldórsdóttur
frá Kárastöðum í Þingvallasveit.
Aðalheiður og Jónmundur hófu bú-
skap sinn á Akranesi og bjuggu þar
uns þau fluttu til Reykjavíkur árið
1946. Næsta ár keyptu þau svo
íbúð á Reynimel 58 og hafa átt þar
heima síðan.
Þau eignuðust ijögur mann-
vænleg börn. Þau eru: Jóhanna
Kristín, f. 31. júlí 1937, stundar
skrifstofustörf. Guðmundur Krist-
inn, f. 24. júlí 1939. Hann er lækn-
ir. Fanný, f. 21. apríl 1945, á og
rekur tískuverslunina Fanný. Þórey
Rut, f. 22. des. 1953, flugfreyja.
Barnabömin eru orðin 15.
Ég man glöggt þegar ég sá fyrst
þennan unga mann í fylgd systur
minnar. Hann vakti athygli bæði
vegna glæsileika og prúðmennsku.
En ég kynntist honum fyrst að ráði,
þegar ég gerðist háseti hjá Halldóri
bróður hans á reknetabát, sem þeir
bræður gerðu út frá Siglufirði
sumarið 1939. Haildór var skip-
stjórinn en Jónmundur vann margra
verk. Hann var fyrst og fremst
vélstjóri, en einnig kokkur og auð-
vitað dekkmaður þegar svo stóð á.
Ég hafði aldrei á sjó komið og
kunni ekkert til verka. Það kom
mjög í hlut Jónmundar að kenna
mér vinnubrögðin og þá fann ég
hve mikið ljúfmenni hann var og
natinn við að leiðbeina landkrabb-
anum.
Það vita allir er til þekkja, að
sjómaður, sem er langdvölum frá
heimili sínu missir af þátttöku í
heimilislífinu. Á sjómennskuárun-
um heyrði ég það oft hjá Jónmundi
að hann langaði til að fara í Iand
til þess að geta dvalist meira með
fjölskyldunni. Hann var í raun og
veru mjög heimiliskær og hefur það
eflaust átt sinn þátt í því að hann
réðst í að stofna sitt eigið fyrir-
tæki, sem áður hefur verið nefnt.
Þetta þótti mörgum nokkuð djarft
og teflt í tvísýnu. En Jónmundur
vissi hvað hann var að gera. Hann
fékk næg verkefni og vann traust
viðskiptamanna fyrir vandvirkni og
áreiðanleika. Þessi ár held ég að
hafi verið besti tími ævi hans.
Við hjónin eigum heimili þeirra
Aðalheiðar og Jónmundar mikið að
þakka. Þar áttum við athvarf hve-
nær sem við þurftum á áð halda
og þá ekki síður böm okkar.
Þegar við systkinin, sex að tölu,
vorum á bamsaldri tvístmðumst við
sitt í hveija áttina. Það var kannski
sérstaklega fyrir atbeina Aðalheið-
ar, en áreiðanlega með fullu sam-
þykki Jónmundar, að þau smöluðu
okkur saman ásamt mökum á það
sem við kölluðum 12 manna ættar-
mótið. Seinna urðu þessi mót fjöl-
mennari. Nú hefur einn úr 12
manna hópnum fallið frá. Það skarð
verður aldrei fyllt, en við sem kom-
in emm um eða yfir sjötugt gemm
okkur öll grein fyrir því að kallið
getur komið hvenær sem er. En ég
veit að þeir sem eftir lifa munu
halda áfram að hittast svo lengi sem
þeir em uppi standandi og þó að
skarðið stækki, þá verðum við alltaf
12 í minningunni.
Jónmundur hafði yndi af ferða-
lögum, ekki síst til útlanda. Síðustu
ferð sína til sólarlanda fóm þau
hjón í desember sl. báðum til mikill-
ar ánægju.
Jónmundur var skemmtilegur
ferðafélagi, gat verið bráðfyndinn.
Ég minnist ferðar sem við hjónin
fóram með þeim til Skotlands fyrir
nokkmm áram. Hún var mjög
ánægjuleg.
Það er auðvitað eins og fyrri
daginn alltaf of seint að þakka látn-
um manni en sé eitthvert samband
til annarra tilvemstiga þá vildi ég
koma kveðju til Jónmundar með
þökk okkar hjóna fyrir langan og
ánægjulegan samvemtíma.
Gunnar Ólafsson
Þegar ég iít yfir farinn veg með
tengdaföður mínum, sem nú er
kvaddur hinstu kveðju, þá kemur
af einhveijum ástæðum fyrst upp
í hugann næsta lítilfyörlegir en þó
dagvissir atburðir.
Klukkan 10.25 á hveijum morgni
hringdi Jónmundur heim til okkar
til að ræða um veðrið við dóttur
sína. Þessi samtöl vom jafnan stutt
en vom þó þessi fasti punktur í til-
vemnni sem b.undu okkur föstum
böndum.
Oftar en ekki þá lauk þessum
stuttu veðurfarssamtölum með orð-
unum: „Við rennum kannski í kvöld
til ykkar." Og tengdaforeldrar
mínir, þau Jónmundur og Aðal-
heiður, „renndu síðan til okkar á
kvöldin" og þá var haldið áfram að
spjalla, kannski um veðrið eða aðra
hluti ómerkari.
Þegar þess er gætt að Jón-
mundur hafði á ámnum frá 1936
til og með 1962 verið vélstjóri á
íslenska fiskiskipafjotanum þá er
ekki óeðlilegt að veðrið hafi verið
honum hugleikið.
En það var fleira sem átti hug
hans.
Á ámnum frá 1945—1962 var
hann hershöfðingi í vélarrúminu á
ms. Fanneyju RE 4, sem var eins-
konar sambland af hafrannsókna-
skipi og fiskiskipi og vélin í Fann-
eyju var ein af stóm ástunum í lífi
Jónmundar. Þegar skipt var um vél
í skipinu var gamla vélin gefin til
Vélskólans og notuð þar til kennslu
um árabil.
Eftir þetta heimsótti Jónmundur
vélina sína á skrúfudaginn til að
klappa henni eins og gömlum ætt-
ingja.
Þegar vélinni var síðan fargað
af einhveijum misgáningi hætti
Jónmundur að heiðra vélskólann
með nærvem sinni á skrúfudaginn.
Jónmundur var fremur dulur
maður og má eflaust rekja það til
þess að hann tapaði mikilli heym í
kjölfar veikinda sem bam, en hlýjar
tilfinningar gat hann ekki dulið fyr-
ir þeim sem gáfu sér tíma til að
skyggnast undir yfirborðið á fremur
htjúfu fasi hans.
Jónmundur hætti sjómennsku
árið 1962 og setti þá á stofn fyrir-
tækið Díeselstilling Jónmundar,
sem hann rak til dauðadags eða í
rúman aldarfjórðung. Hann hafði
þá lært stillingar á olíuverkum hjá
fyrirtækinu Friedmann und Maier
í Salzburg í Austurríki og flutti
með sér til landsins þekkingu í þess-
ari grein vélfræðinnar sem ekki er
á færi nema hæfustu manna.
Jónmundur hagaði vinnu sinni
með tilliti til þarfa viðskiptavin-
anna. Olíuverk geta bilað jafnt um
helgar og hátíðar sem um virka
daga og það sem skipti máli var
að ekki kæmi til stöðvunar á dýmm
atvinnutækjum með tilheyrandi
kostnaði fyrir viðskiptavininn.
Þegar vélaverkstaeði em annars
vegar þá vill bregða við að olíusull
og óþrifnaður nái yfirhöndinni og í
minningunni sér maður fyrir sér
menn í dökkbláum samfestingum
dökkir um hendur og andlit af þeim