Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
49
ÆTTARMOT
afkomenda Sigfúsar Jónssonar og Önnu Sig-
ríðar Björnsdóttur á Grund í Svarfaðardal
Á sl. hausti kom mikill fjöldi fólks
saman á Dalvík til þess að minnast
þess, að 150 ár voru liðin frá fæð-
ingu Sigfúsar Jónssonar síðast
bónda á Grund í Svarfaðardal. Far-
ið var í kynnisferð um dalinn í
mörgum bílum, en fararstjórar og
fræðarar voru heiðurshjónin á
Tjöm, þau Sigríður Hafstað og
Hjörtur E. Þórarinsson. Gerður var
stans í kirkjugarðinum á Tjörn, en
þar hvíla hjónin frá Grund og fjöldi
afkomenda þeirra. Þar flutti Leifur
Hannesson verkfræðingur ávarp,
en hann er sonur Vajgerðar Bjöms-
dóttur Sigfússonar. Á Kóngsstöðum
var þátttakendum boðið til kaffí-
drykkju af hjónunum Friðriku
Óskarsdóttur og Jóhanni Jónssyni,
syni Þuríðar Sigfúsdóttur.
Um kvöldið var mikil veisla í
Víkurröst en þar var saman komið
á þriðja hundrað manns, afkomend-
ur Sigfúsar með maka, böm og
bamaböm, en yngsti þátttakandinn
mun hafa verið 7 mánaða, fímmti
liður frá hjónunum á Gmnd. Helga
Hannesdóttir læknir, dóttir Val-
gerðar Bjömsdóttur Sigfússonar,
setti samkomuna og sagði frá að-
draganda að undirbúningi mótsins.
Hólmfríður Gísladóttir deildarstjóri
hjá RKÍ, dóttir Sigríðar, dóttur
Guðlaugar Sigfúsdóttur, var veislu-
stjóri og stóð fyrir almennum söng
en Ingólfur Jónsson, sonur
Félag ungra
borgara:
Opinn fundur
um hús-
næðismál
HUGUR, Félag ungra borgara í
Reykjavík, efnir til fundar um
húsnæðismál í Norðurljósunum,
Brautarholti 20, annað kvöld,
miðvikudag, klukkan 20.30.
Framsöguerindi flytja alþingis-
mennimir Júlíus Sólnes og Guð-
mundur Ágústsson.
Á fundinum verður meðal annars
kynnt tillaga Borgaraflokksins um
Húsbanka auk almennra umræðna
um húsnæðismál. Fundurinn er öll-
um opinn og er ungt fólk og aðrir,
sem áhuga hafa á húsnæðismálum,
sérstaklega hvattir til að mæta á
fundinn.
(Úr fréttatilkynningu.)
Háskóla-
tónleikar
falla niður
Vegna óviðráðanlegra orsaka
falla Háskólatónleikar niður mið-
vikudaginn 10. febrúar. Næstu
Háskólatónleikar verða miðviku-
daginn 17. febrúar.
Þorsteinntil
Svíþjóðar
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
ráðherra fór utan á sunnudag til
Svíþjóðar, þar sem hann mun
sitja árlegan fund leiðtoga borg-
aralegra flokka á Norðurlönd-
um. Forsætisráðherra er væntan-
legur heim i dag.
Arngríms sonar Ingigerðar Sigfús-
dóttur, lék undir. Anna S. Snorra-
dóttir Sigfússonar flutti hátíðar-
ræðu og minntist afa síns og sagði
frá ætt hans og uppruna. Hófið
þótti takast mjög vel. Undirbúning-
ur heimamanna var allur til mikillar
fyrirmyndar og maturinn frábær.
Var gerður hinn besti rómur að
veitingum og öllum aðstæðum og
skemmtu menn sér lengi kvölds,
kynntu ættfólk sitt og margt frænd-
fólk mun hafa sést þáma í fyrsta
sinn.
Gjafir til Tjamarkirkju og-
Tónlistarskóla Dalvíkur
Þátttakendur á þessu niðjamóti
færðu Tjarnarkirkju peningagjöf,
röskar 50 þúsund krónur og Tónlist-
arskóla Dalvíkur var gefíð skóla-
hljóðfæri, klarínett, til minningar
um Sigfús Jónsson, sem fæddur var
6. september 1837 og dáinn 7. júní
1894.
Anna Sigríður og Sigfús á Grund
eignuðst 10 böm og út af þeim er
mikill ættbogi.
(Fréttatilkynning)
TOLLSKJOL
Láttu fagfólkið annast tollskjala-
gerðina. Það marg borgar sig.
Combi Cargo - Flutningaþjónustan hf.f
Vesturgötu 5. Símar 623722 - 623822.
Tryggðu sparifé þínu
háa vexfli á einfaldan
og öruggan hátt með
spariskírteinum ríkis-
sjóðs og ríkisvíxlum
Verðtryggd
spariskírteini
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs
bjóðast nú í þremur flokkum og eru
vextir á þeim allt að 8,5%.
Söfnunarskírteini bera 8,5% vexti í 2 ár
eða 3 ár og hefðbundin spariskírteini með
6 ára binditíma og allt að 10 ára lánstíma
bera 7,2% vexti. Að binditíma liðnum eru
hefðbundnu spariskírteinin innleysanleg
af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heim-
ilt að segja þeim upp. Segi hvorugur skírt-
einunum upp beraþau áfram7,2% ársvexti
út lánstímann, sem getur lengst orðið 10 ár.
Verdtryggd spariskírteini ríkissjóds til sölu núna:
um innlausnardag hvenær sem er næstu 6
mánuði eftir gjalddaga. Endurgreiðslan er
miðuð við gengi þess dags.
Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna:
Flokkur Lánstimi Ávöxtun GjalddaRi
1-SDR 3 ár 8,3% 11. jan.— 10. júlí ’91
1-ECU 3 ár 8,3% 11. jan. - 10. júlí '91
rB • . m
Rikisvixlar
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
l.fl. D 2 ár 8,5% 1. feb '90
l.fl.D 3 ár 8,5% l.feb.’91
l.fl.A 6/t0ár 7,2% 1. feb '94—’98
Iú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkis-
víxlum til fyrirtækja og einstaklinga.
Helsti kostur ríkisvixla er sá, að á sama
tíma og skammtímafjármunir eru varð-
veittir á öruggan hátt bera þeir nú 33,1%
forvexti á ári. Það jafngildir 41,3% eftirá
greiddum vöxtum á ári miðað við 90 daga
lánstíma í senn.
Ríkisvíxlar:
Gengistryggð
Lánstimi dagar Forvextir* Samsvarandi eftirá grciddir vextir Kaupverð 500.000 kr. víxils
45 33,1% 40,2% 479.312 kr.
60 33,1% 40,6% 472.417 kr.
75 33,1% 40,9% 465.521 kr.
90 33,1% 41,3% 458.625 kr.
Iý gengistryggð spariskírteini ríkis-
sjóðs eru bundin traustum erlendum
gjaldmiðlum, sem verja fé þitt fyrir geng-
issveiflum.
Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs eru
annars vegar bundin SDR (sérstökum
dráttarréttindum) og hins vegar ECU
(evrópskum reikningseiningum), sem eru
samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í
alþjóðaviðskiptum. Binditíminn er 3 ár
og í lok hans færðu greiddan höfuðstól
miðað við gengi á innlausnardegi auk
vaxtanna, sem eru 8,3% - Hægt er að velja
• 15.1.1988
Ríkisvíxlar bjóðast nú í 45 til 90 daga. Þú
getur valið um gjalddaga innan þeirra
marka. Lágmarks nafnverð þeirra er
500.000 kr., en getur verið hvaða fjárhæð
sem er umfram það. (Kaupverð 500.000
kr. víxils miðað við 90 daga lánstíma er
kr. 458.625.)
Eftirá greiddir vextir
40,2%
40,6%
f
40,9%
41,3%
Samsetning SDR
(Hlutföll (% ) m.v.
gcngi 21/12 ’87 ).
Samsctning ECU
(Hlutföll (% ) m.v.
gcngi 21/12 ’87).
Fr. frankar
13,4
Pund 19,2
Pund 12,7
45dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka
íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum,
sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir
sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir
verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðla-
banka íslands. Einnig er hægt að panta þá
þar, svo og spariskírteinin, í síma-91-
699863, greiða með C-gíróseðli og fá
víxlana og spariskírteinin síðan send í
ábyrgðarpósti.
RIKISSJOÐUR ISLANDS