Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Beitir á leið til Sigflufjarðar með fullfermi af loðnu, um 1.240 tonn. Ljósin á Siglufirði fyrir stafni. Björg' dregin í bú á loðnumiðunum á Rauða torginu NÓTAVEIÐISKIPIÐ Beitir frá Neskaupstað eða Norðfirði er eitt þeirra 46 skipa sem hafa verið á loðnuveiðum í vetur og fóru blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins einn túr með því í sl. viku á miðin á svokölluðu Rauða torgi um 70 til 80 sjómílur austur af Gerpi. Beitir er í eigu Síldar- vinnslunnar hf. á Norðfirði en hún á einnig nóta- veiðiskipið Börk og togarana Birting, Bjart og Barða. Beitir fékk um 20 þúsund tonna loðnu- kvóta, byijaði á loðnuveiðum eftir áramótin og var búinn að fá imi 6.700 tonn áður en túrinn með Morgunblaðsmönnum var farinn. Beitir var með fullfermi af loðnu, um 1.240 tonn, sem tók 6 klukkutíma að landa og höfðu blaðamaður og ljósmyndari því nægan tíma til að koma sér fyrir og kynna sér aðstæð- ur. „Þegar þú ert í brúnni er best fyrir þig að halda þig bakborðsmegin til þess að þú verðir ekki fyrir kallin- um,“ sagði Finnur Loftsson, 1. vél- stjóri, við blaðamann og átti við skip- stjórann, Siguijón Valdimarsson. „En hættuminnst er sennilega fyrir þig að standa aftan við stólinn hans, þegar hann er ýmist á útkíkkinu eða að athuga hvort einhveijar lóðning- ar, þ.e.a.s. loðnutorfur, sjást í físk- sjánni," bætti Finnur við. Finnur sagðist hafa verið til sjós í eitt ár samtals. „Fyrst var ég sjó- veikur í heila viku og hét því að fara aldrei aftur á sjóinn," sagði hann. Á leiðinni niður á dekk sagði Finnur að vélstjóramir á Beiti væru þtjátíu daga á sjó og tíu daga í fríi en háset- amir ættu fjögurra daga frí í hveijum mánuði og það geti hist þannig á að þeir eigi ekki frí um helgi. Dreginn upp úr lest á hárinu Sigurjón Valdimarsson skipstjóri á Beiti. Notin lögð niður. Þegar 1. vélstjóri og blaðamaður voru komnir niður á flughált þilfarið og gengu framhjá 5 metra háum lestunum fékk sá síðamefndi þær upplýsingar að skipveiji einn á loðnu- báti hefði fallið niður í lest fulla af loðnu en félagi hans náði í hár hans og dró hann upp á því. Blaðamaður ákvað, einhverra hluta vegna, að yfírgefa þilfarið hið snarasta og at- huga hvort ekki væri til kaffítár í messanum. Það var líka kalt úti. „Eins og í viskíglasi fullu af ísmol- um,“ hefði 2. vélstjóri, Jónas Halldór Geirsson, Dóri, orðað það. Dóri er búinn að veiða hvali í 13 sumur og er mikill sagnaþulur. „Eitt sinn,“ sagði Dóri, „var Ámi Johnsen, blaðamaður á Morgunblaðinu, stadd- ur á Reyðarfirði á leið til Norðijarð- ar. Hann fékk far með Bjarti og bað um að fá afdrep til að leggja sig um nóttina, honum væri alveg sama hvar, í netalestinni þess vegna. Var hann þá leiddur til hvílu í netalest- inni en eftir tvo klukkutíma kom hann skjálfandi af kulda og bað um að fá að sofa einhvers staðar annars staðar." 1. stýrimaður, Helgi Geir Valdi- marsson, bróðir Siguijóns skipstjóra, sagði að Beitir hefði verið smíðaður árið 1958 og því næstelsta skipið í loðnuflotanum. „Aðeins Júpíter er eldri,“ sagði Helgi. „Beitir hét áður Þormóður goði og var í eigu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Hann var síðu- togari og veturinn 1978 til '79 var honum breytt í nótaveiðiskip í Finn- landi. Árið 1981 var hann keyptur „Aksjón“-vaktin í hvíldarstöðu. Talið frá vinstri: Finnur Loftsson 1. vélstjóri, Steinþór Þórðarson (Steini Stellu) háseti, Vilmundur Tryggvason (Villi) háseti, Sigurbjörn Jónsson háseti og Einar Ár- mannsson háseti. Kokkurinn á útkíkkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.