Morgunblaðið - 09.02.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 09.02.1988, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Beitir á leið til Sigflufjarðar með fullfermi af loðnu, um 1.240 tonn. Ljósin á Siglufirði fyrir stafni. Björg' dregin í bú á loðnumiðunum á Rauða torginu NÓTAVEIÐISKIPIÐ Beitir frá Neskaupstað eða Norðfirði er eitt þeirra 46 skipa sem hafa verið á loðnuveiðum í vetur og fóru blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins einn túr með því í sl. viku á miðin á svokölluðu Rauða torgi um 70 til 80 sjómílur austur af Gerpi. Beitir er í eigu Síldar- vinnslunnar hf. á Norðfirði en hún á einnig nóta- veiðiskipið Börk og togarana Birting, Bjart og Barða. Beitir fékk um 20 þúsund tonna loðnu- kvóta, byijaði á loðnuveiðum eftir áramótin og var búinn að fá imi 6.700 tonn áður en túrinn með Morgunblaðsmönnum var farinn. Beitir var með fullfermi af loðnu, um 1.240 tonn, sem tók 6 klukkutíma að landa og höfðu blaðamaður og ljósmyndari því nægan tíma til að koma sér fyrir og kynna sér aðstæð- ur. „Þegar þú ert í brúnni er best fyrir þig að halda þig bakborðsmegin til þess að þú verðir ekki fyrir kallin- um,“ sagði Finnur Loftsson, 1. vél- stjóri, við blaðamann og átti við skip- stjórann, Siguijón Valdimarsson. „En hættuminnst er sennilega fyrir þig að standa aftan við stólinn hans, þegar hann er ýmist á útkíkkinu eða að athuga hvort einhveijar lóðning- ar, þ.e.a.s. loðnutorfur, sjást í físk- sjánni," bætti Finnur við. Finnur sagðist hafa verið til sjós í eitt ár samtals. „Fyrst var ég sjó- veikur í heila viku og hét því að fara aldrei aftur á sjóinn," sagði hann. Á leiðinni niður á dekk sagði Finnur að vélstjóramir á Beiti væru þtjátíu daga á sjó og tíu daga í fríi en háset- amir ættu fjögurra daga frí í hveijum mánuði og það geti hist þannig á að þeir eigi ekki frí um helgi. Dreginn upp úr lest á hárinu Sigurjón Valdimarsson skipstjóri á Beiti. Notin lögð niður. Þegar 1. vélstjóri og blaðamaður voru komnir niður á flughált þilfarið og gengu framhjá 5 metra háum lestunum fékk sá síðamefndi þær upplýsingar að skipveiji einn á loðnu- báti hefði fallið niður í lest fulla af loðnu en félagi hans náði í hár hans og dró hann upp á því. Blaðamaður ákvað, einhverra hluta vegna, að yfírgefa þilfarið hið snarasta og at- huga hvort ekki væri til kaffítár í messanum. Það var líka kalt úti. „Eins og í viskíglasi fullu af ísmol- um,“ hefði 2. vélstjóri, Jónas Halldór Geirsson, Dóri, orðað það. Dóri er búinn að veiða hvali í 13 sumur og er mikill sagnaþulur. „Eitt sinn,“ sagði Dóri, „var Ámi Johnsen, blaðamaður á Morgunblaðinu, stadd- ur á Reyðarfirði á leið til Norðijarð- ar. Hann fékk far með Bjarti og bað um að fá afdrep til að leggja sig um nóttina, honum væri alveg sama hvar, í netalestinni þess vegna. Var hann þá leiddur til hvílu í netalest- inni en eftir tvo klukkutíma kom hann skjálfandi af kulda og bað um að fá að sofa einhvers staðar annars staðar." 1. stýrimaður, Helgi Geir Valdi- marsson, bróðir Siguijóns skipstjóra, sagði að Beitir hefði verið smíðaður árið 1958 og því næstelsta skipið í loðnuflotanum. „Aðeins Júpíter er eldri,“ sagði Helgi. „Beitir hét áður Þormóður goði og var í eigu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Hann var síðu- togari og veturinn 1978 til '79 var honum breytt í nótaveiðiskip í Finn- landi. Árið 1981 var hann keyptur „Aksjón“-vaktin í hvíldarstöðu. Talið frá vinstri: Finnur Loftsson 1. vélstjóri, Steinþór Þórðarson (Steini Stellu) háseti, Vilmundur Tryggvason (Villi) háseti, Sigurbjörn Jónsson háseti og Einar Ár- mannsson háseti. Kokkurinn á útkíkkinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.