Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Amnesty Intemational: PAKISTAN Mohammad Azeen hefur verið dæmdur til dauða fyrir rán og morð. Hann var 12 ára gamall í október 1984, þegar ránið sem hann er sakaður um var framið, en þá lét einn maður lífið. Hann var ákærður ásamt níu öðrum sökudólgum og dæmdur af her- rétti í árslok 1985, rétt áður en herlögum í landinu var aflétt. Dómur herréttarins var birtur í febrúar 1986 og allir sakborningar sakfelldir og dæmdir til dauða. Þegar sakbomingarnir áfrýjuðu til forseta Pakistans, var öllum dauðadómum breytt í lífstíðar- fangelsi nema dómi Mohammads Azeems. Talið er að hann sé í haldi í ríkisfangelsinu í Khairpur í Sjnd-fylki. í fyrstu skyrslu um ránið, sem lögreglan byggði síðari rannsókn sína á, er hvegi getið um að ung: ur drengur hafi átt hlut að því. I mars 1987 heimilaði hæstiréttur í Sind föngum, sem dæmdir höfðu verið af herrétti, að krefjast endur- skoðunar dóma innan ákveðinna takmarka. Hæstarétti í Sind var síðan send beiðni um að endur- skoða dauðadóminn yfir Mo- hammad Azeem, m.a. á þeim for- sendum að Barnalöggjöfin frá 1955 veitir afbrotamönnum „á æskuskeiði" undanþágu frá dauð- arefsingu. Þessari beiðni var hafn- að í maí 1987. í sama mánuði var hæstarétti Pakistans send beiðni um endurskoðun, og hefur dauðar- efsingu verið frestað þar til niður- staða hæstaréttar liggur fyrir. Amnesty International er skil- yrðislaust á móti dauðadómum og telur þá vera grimmilega, ómennska og niðurlægjandi refs- ingu og brot á þeim greinum Mannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna og annarra mannréttin- dasamþykkta, sem kveða á um réttinn til að lifa. Amnesty Intern- ational telur sérstaklega ískyggi- legt, að föngum sem dæmdir voru meðan herlög voru í gildi (frá júlí 1977 til desember 1985) skuli meinað að leita réttar síns hjá æðri dómstólum, gagnstætt öllum lagavenjum, og að umræddur dauðadaumur sé brot á grein 6.5 í Sáttmála um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem bannar dauðadóma yfir börnum yngri en 18 ára. Samkvæmt opinberum skýrsl- um voru 2105 dauðadæmdir fang- ar í Pakistan í desember 1984, að meðtöldum þeim sem áfrýjað höfðu. Frá júlí 1984 til júní 1985 voru 106 manns líflátnir. Amnesty er kunnugt um að þrír þessra manna voru yngri en 18 ára. Allir voru þeir dæmdir af herrétti. Amnesty Intemational fer þess á leit að dómnum yfir Mohammad Azeem verði breytt. Áskorunum skal beint til: His Excellency President Mohammad Zia-ul-Haq The Presidency Murree Brewery Road Rawalpindi Pakistan. Justice (rtd) Ghans Ali Shah Chief Minister Office of the Chief Minister Karachi Pakistan. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.