Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 37
AKUREYRI
K<onica
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 37
Morgunblaðið/Rúnar Antonaaon
Allir krakkarnir í 9. bekk C tóku þátt í námsmaraþoninu nema einn nemi sem staddur var í
Reykjavík um helgina. Fimm kennarar skiptu kennslunni á tnilli sín og á myndinni eru fjórir
þeirra sitjandi i fremsu röð, Haukur Ágástsson stærðfræðikennari, Hjörtur Steinbergsson, sem sá
um enskukennslu, söng og leikfimi, Elinborg Ragnarsdóttir íslenskukennari, Sturla Snæbjörnsson
dönskukennari og á myndina vantar Jóhannes Bjarnason leikfimi- og líffræðikennara.
Sólarhringsnám í fjáröflunarskyni
Niundi bekkur C i Gagnfræða-
skóla Akureyrar tóku upp á ný-
stárlegri aðferð i fjáröflunar-
skyni um helgina. Krakkamir
voru að safna að sér peningum
vegna fyrirhugaðrar námsferð-
ar, sem farin er eftir próf á
vorin og í þetta sinn fóru krakk-
arair þá leið að sitja sem fastast
í skólastofu sinni i heilan sólar-
hring þar sem fram fór hefð-
bundin kennsla.
Fimm kennarar tóku þátt í
kennslustörfum. Námsmaraþonið
svokallaða hófst klukkan 13.00 á
laugardag og stóð til 13.00 á
sunnudag. Flestir voru þá orðnir
heldur framlágir enda búnir að
taka á móti visku frá kennurum
sínum í heilar 24 klukkustundir.
Það er mikið á sig lagt á meðan
aðrir nemar eru í helgarfríi.
Hjörtur Steinbergsson, einn
kennaranna, sagði í samtali við
Morgunblaðið að menn hefðu tekið
kennsluna alvarlega þrátt fyrir
þessar óvenjulegu aðstæður. Út-
búin var 24-tíma stundaskrá fyrir
sólarhringinn. Kennt var samfleytt
í 45 mínútur og 15 mínútna hlé
var gert eftir hveija kennslustund.
Nemendur komu með sér hinar
ýmsu kennslubækur svo sem í
ensku, dönsku, stærðfræði,
íslensku, líffræði, landafræði, bók-
færslu, vélritun, tölvufræði og
sögu. Þess á milli voru teknir léttir
leikfimitímar til að hressa mann-
skapinn við. Þá var þess farið á
leit við krakkana að þeir mættu
vel sofin og óþreytt í upphafi, en
erfíðasti tíminn í maraþonlær-
dómnum mun hafa verið á milli 7
og 9 á sunnudagsmorgun. Krökk-
unum tókst með áheitum að Safna
á annað hundrað þúsund krónum
í ferðasjóðinn sinn.
Helgar- og
viðskiptaf erðir til
Reykjavíkur
Ótrúlcga hagstætt verð
Verð frá kr. 6.859,-
Ferðaskrifstofa Akureyrar,
Ráðhústorgi 3, sími 25000.
cc. oyiuiiy iwoiuuayu II i
12. febrúar kl. 20.30.
23. sýning laugardaginn
13. febrúar kl. 20.30.
24. sýning sunnudaginn
14. febrúar kl. 16.00.
SíAasta sýningarhelgi.
Jf Æ MIÐASALA
96-24073
ISKPéLAG AKUREYRAR
135 starfsmenn gegn einka-
væðingu Slippstöðvarinnar
„Vegna þeirrar umræðu sem orðið
hefur um hugsanlega sölu á hluta-
bréfum ríkisins í Slippstöðinni hf. á
Akureyri til einkaaðila viljum við
undirritaðir starfsmenn Slippstöðv-
arinnar hf. skora á fjármálaráð-
herra að sjá til þess að fyrirtækið
verði áfram í opinberri eign og
tryggja þar sem atvinnuöryggi okk-
ar starfsmanna hér eftir sem hingað
til.“
Þorsteinn Konráðsson formaður
starfsmannafélags stöðvarinnar
sagði í samtali við Morgunblaðið
að trúnaðarmenn hinna ýmsu deilda
hefðu staðið að undirskriftalistun-
um og þeir sem hefðu skrifað nöfn
sín á listana væru úr röðum iðnað-
ar- og verkamanna. Listamir hefðu
ekki verið látnir ganga um skrif-
stofugeirann. „Ég hef engar fréttir
af því hvaða starfsmenn Slippstöðv-
arinnar hugsanlega hyggjast kaupa
hlut ríkisins í stöðinni með forstjór-
anum, Gunnari Ragnars. Enda skil
ég ekki hvemig menn, sem vinna
sína 40 stunda vinnuviku hjá fyrir-
tækinu og hafa varla ofan í sig eða
á, ætla að fara að kaupa helming-
inn í þessu stóra fyrirtæki. Mér líst
engan veginn á það að einkafram-
takið fái að kaupa sig inn f Slipp-
stöðina. Undanfarinn áratug hafa
orðið geysilegar sviptingar í skipa-
smfðaiðnaði og við slfkar kringum-
stæður þegar tvísýnt er um verk-
efni, held ég að það sé betra að
stórir og fjársterkir aðilar, ríki og
bær í þessu tilfelli, standi að baki
fyrirtækinu. Við höfum allt of mörg
dæmi þess að þegar einkaaðilunum
gengur illa með sinn rekstur, er
hvort sem er leitað á náðir annarra
sterkari aðila," sagði Þorsteinn.
Öm Einarsson trúnaðarmaður
máimiðnaðarmanna í Slippstöðinni
tók í sama streng og Þorsteinn.
Hann ságðist hafa starfað við stöð-
ina í 18 ár og fyndist honum síður
en svo æskilegt að hún ienti í einka-
eigu. „Ég man þá tíð þegar fyrir-
tækið var hlutafélag án ríkisaf-
skipta. Uppgjörið mikla fór fram
árið 1969 að mig minnir og kom
þá ríkið inn sem meirihlutaaðili í
fyrirtækinu og okkur starfsmönn-
unum flestum finnst ekki æskilegt
að sú staða geti skapast á ný,“
sagði Öm.
U'BIX
Endurbyggingin
gengur mjög vel
— segir Smári Garðarsson vallarstjóri GA
NC ER liðinn um það bil hálfur
mánuður síðan hafist var handa
við endurbyggingu golfskála
Golfklúbbs Akureyrar á Jaðri,
en eins og kunnugt er kom upp
eldur þar sunnudagsmorguninn
24. janúar sl.
Smári Garðarsson vallarstjóri
sagði að daglega ynnu þetta frá sex
og upp í níu menn við bygginguna
og fleiri kæmu úr röðum golfara á
kvöldin og um helgar. „Ég get
ímyndað mér að um næstu mánaða-
mót verði farið að sjá fyrir endann
á verkinu, enda hefur reynslan sýnt
mikinn samtakamátt þegar norð-
lenskir golfáhugamenn taka sig
saman um eitthvað."
Þeir Gunnar Sólnes formaður GA
og Ámi Jónsson framkvæmdastjóri
komu til landsins í gærmorgun eft-
ir fjögurra daga veru í Svíþjóð. Þar
keyptu þeir inn ný húsgögn í golf-
skálann „og gerðu reyfarakaup svo
við megum hafa okkur alla við svo
endurbyggingunni verði lokið þegar
húsgögnin koma til landsins. Þessi
verslunartúr borgaði sig mjög vel
miðað við það sem gerist og gengur
á innlendum húsgagnamarkaði,"
sagði Smári.
Slippstöðin tók að sér trévinn-
una, þá hafa tveir til þrír menn
verið við þrif og tveir verkamenn
og rafvirki við störf. Smári sagði
að tryggingafé væri allt komið frá
Sjóvá vegna innbúsins, en hinsveg-
ar væm menn ósáttir við mat
Brunabótafélagsins á skemmdum
hússins og því var fallist á endur-
mat á því. Smári sagði óvíst hvenær
hægt yrði að vígja golfskálann að
nýju, en menn sæju betur hvernig
verkinu miðaði í lok næstu viku.
Smári taldi að hægt væri að
minnsta kosti að reikna með mán-
uði í viðbót í vinnu.
Unnið við endurbyggingu golfskálans á Jaðri.
Morgunblaðið/GSV
BÓKVAL
Sími 96-26100
ALLS hafa 135 starfsmenn Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri ritað
nöfn sín á undirskriftalista þar
sem hugsanlegri sölu á hluta-
bréfum ríkisins í fyrirtækinu til
einkaaðila er mótmælt, en rikið
á sem kunnugt er 54,2% hluta-
bréfanna. Listarnir hafa verið
sendir fjármálaráðherra, sem
hefur málið til íhugunar. Nú
stendur ýfir úttekt á fjárhag
fyrirtækisins á vegum fjármála-
ráðuneytisins og er niðurstöðu
að vænta í lok mánaðarins.
Áskorunin hljóðar þannig:
Mest selda
Ijósritunarvélin
6 gerðir
Verð f rá kr.
48.900,-
SILVER REED
Message ritvélar
_ iiuiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiinniimniinmunim
Verð frá kr.
15.900,-
- ★ -
REIKNIVÉLAR
Verð f rá kr.
2.610,-