Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
mmmn
TM R«g. U.S. Pat Off.—atl nghts rasarvad
° 1987 Loa Angates Timos Syndicata
Hann er svona síðan hann
komst að á bílaverkstæð-
inu.
HÖGNI HREKKVÍSI
1 < b
<
—
„ VE(ei'E(c<i £\/OMA SJÓE^Mpi ilUJI?
VUR EIKJMI POS AF kattamat. "
Of stuttur opnunartími
Til Velvakanda
Hafandi séð í sjónvarginu myndir
frá opnun Listasafns Islands var
ákveðið að nú mætti það alls ekki
farast fyrir að drífa sig og sjá hvað
þetta er nú allt glæsilegt. Svo strax
næsta morgun, sunnudagsmorgun,
var ákveðið að þegar á daginn liði
og aliir væru orðnir mettir og búið
að gefa gestum og gangandi eftir-
miðdagskaffí, skyldi því sem eftir
lifði af degmum eytt við að skoða
menningarlífíð. Og við drifum okk-
ur í spariskóna og niður í bæ.
Það var nú ekki svo lítill spenn-
ingurinn að ganga þama milli
Fríkirkju og íshúss Herðubreiðs,
sem maður mundi nú svo vel eftir
frá æskudögum, endur fyrir löngu,
þegar tekinn var ís á Tjöminni.
Þegar við komum að þessari glæsi-
legu hurð og ætluðum að svipta
henni upp er hún bara alveg föst.
Þegar betur var að gáð sjáum við
lítinn miða sem límdur var á hurð-
ina, og eftir að hafa paufast við
að fínna gleraugu lesum við: opið
frá 11.30 til 16.30: En því miður,
klukkan var 17.30 og lokað og læst.
Hefði nú ekki verið gaman þenn-
an fyrsta sunnudag eftir opnunina
að hafa opið svona fram undir kvöld
þar sem það var vitað mál að fjöldi
manns hefði áhuga á að skoða safn-
ið.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma þvi ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öUu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Mér fínnst að nú ætti einmitt að
hafa opið lengur fram eftir deginum
um helgar því hvað glæðir áhuga
almennings meira en einmitt það
að hafa aðgang að svona söfnum.
Eg viðurkenni að þess var aldrei
getið svo ég tæki eftir, þegar ég
var að hlusta á lýsinguna af opnun-
inni, hversu lengi safnið væri opið
dag hvem. En nú veit ég það, að
á virkum dögum verð ég að taka
mér frí frá vinnu til að skoða safn-
ið og um helgar verður að drífa í
sig hádegismatinn með hraði svo
Til Velvakanda
Með aukinni bflaeign borgarbúa,
sem mikið hefur verið rætt um, er
það orðið ákaflega algengt að öku-
menn leggi ólöglega. í Miðbænum,
sérstaklega í Þingholtunum, er
algengt að sjá bfla sem lagt hefur
verið upp á gangstétt og jafnvel
við hliðina á merlq'um sem tilgreina
að bannað sé að leggja. Þó leitin
að bflastæði geti tekið á taugamar
einhver stund verði eftir til að skoða
safnið.
En hvað sem þessum vonbrigðum
líður er ég afar ánægð með það sem
ég sá í sjónvarpinu af safninu og
óska okkur öllum hjartanlega til
hamingju og vona og veit að marg-
ir eiga eftir að njóta þess að ganga
þar um. Ég óska Bem Nordal til
hamingju með að vera komin í
svona fallegt hús og veit að hróður
safnsins mun vaxa og dafna undir
hennar stjóm.
o.s.
verða ökumenn að fara að lögum í
þessu efni. Þessar ólöglegu stöður
bifreiða em afar hvimleiðar fyrir
bæði íbúa við götumar og þá sem
um þær ganga. Þá hindrar þetta
oft umferð annara bfla. Ef til vill
þyrfti að herða eftirlit með bfla-
stæðum í Miðbænum, allavega má
ekki við svo búið standa.
J.T.
Leggið bílun-
um löglega
Yíkveiji skrifar
*
Asunnudag var biblíudagsins
minnst í kirkjum landsins. Þá
var safnað fé til að standa straum
af kostnaði við þau áform biblíufé-
laga og kirkjunnar á Norðurlöndum
að gefa biblíur til Sovétríkjanna í
tilefni af því, að 1000 ár em nú
liðin síðan kristni festi rætur í
Rússlandi. Er markmiðið að íslend-
ingar láti eina milljón króna af
hendi rakna í þessu skyni. Er það
1% af heildinni og jafngildir 2350
biblíum. Vonandi tekst okkur að
standa við þá skuldbindingu.
Það þykja töluverð tíðindi, að við
norrænir menn höfum fengið leyfi
sovéskra stjómvalda til að gefa 235
þúsund biblíur til rétttrúnaðarkirkj-
unnar í landinu, en talið er að 60
til 70 milljónir manna af um 280
milljón íbúum Sovétríkjanna játi
kristni. Sú staðreynd að þeir hafa
verið beittir harðræði, sem reynt
hafa að koma biblíum, inn fyrir
landamæri Sovétríkjanna, sýnir
glögglega óvild stjómvalda í
Moskvu í garð kristninnar. Hið litla
norræna skref, sem nú hefur feng-
ist leyfi til að stíga til að útbreiða
guðsorð í Sovétríkjunum, er von-
andi til marks um að sovésk stjóm-
völd óttast ekki jafn mikið og áður
að þegnar þeirra kynnist orði drott-
ins.
XXX
Víkvetja finnst það til marks
um hve mörg skref á eftir að
stíga til þess að rétta hlut þegna
hinnar sovésku einræðisstjómar, að
leyfíð til að gefa 235 þúsund biblíur
til kirkju þeirra þyki bera vott um
markverða breytingu á stjómar-
háttum. Því miður segir þetta lejrfí
ekkert um það, hvort kristnir menn
í Sovétríkjunum njóti meira frelsis
til að iðka trú sína. Með hliðsjón
af þeirri áráttu sovésky áróðursvél-
arinnar að draga upp Potemkin-
tjöld til að villa um fyrir okkur á
Vesturlöndum mætti halda því
fram, að kannski væm ráðamenn
í Moskvu frekar að hugsa um and-
lit sitt út á við en kristnina í Sov-
étrflq’unum, þegar þeir „leyfa“
biblíufélögum og kirkjum á Norð-
urlöndunum að gefa rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni biblíur.
Hið almenna átak sem íslenska
þjóðkirkjan hefur beitt sér fyrir af
þessu tilefni gefur öllum almenningi
þá hugmynd, að í Sovétríkjunum
séu að verða einhverjar breytingar
í mannúðarátt. Eða eins og þeir
segja í gamansögunum í Sovétríkj-
unum: Hvar er glastnost-stefnan
framkvæmd? Á Vesturlöndum!
Þessar hugleiðingar sóttu á
Víkveija eftir að hann hafði farið
að ósk kirkjunnar og látið dálitla
flárhæð af hendi rakna til hins sam-
eiginlega biblíuátaks við messu á
sunnudaginn. Vonandi verða þeir
fjármunir og aðrir til þess að ein-
hver eða einhveijir af þeim milljón-
um Sovétmanna sem hungrar í að
fá að lesa guðsorð gefst kostur á
því.
XXX
A
Alaugardaginn fylgdist Víkveiji
með hinni hátíðlegu athöfn
þegar Alfreð Jolson var vígður
Reylqavíkurbiskup í kaþólsku kirkj-
unni. Ríkti sannur hátíðarandi í
Kristskirkju þá tvær og hálfu
klukkstund sem biskupsvígslan tók.
John O’Connor kardínáli í New
York, sem vígði biskupinn, lagði sig
hins vegar jafhframt fram um að
færa vígsluna nær kirkjugestum,
ef þannig má orða það, með því að
tala óformlega til þeirra og skýra
út fyrir þeim, hvað var að gerast
hveiju sinni. Þá kom þægilega á
óvart og braut í bága við þá ímynd,
að stirðleg formfesta einkenni kaþ-
ólsku kirkjuna, að einstökum þátt-
um vígslunnar skyldi fagnað með
lófataki að frumkvæði preláta.
í ræðu sem O’Connor flutti sagði
hann í upphafí, að hann flytti for-
seta íslands kveðjur frá Jóhannesi
Páli páfa II. og væri hans heilag-
leiki enn sömu skoðunar og áður,
að „þér séuð fegursti forseti í heim-
inum“ eins og O’Connor orðaði það
og beindi máli sínu til Vigdísar
Finnbogadóttur.